Morgunblaðið - 24.07.1940, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ
i
Miðvikudagur 24. júlí 1940.
KVENÞIOÐIN OO HEIMILIN
Hollur er beimafeoginn baggi
BERJABÓKIN
Berjabókin nefnist nýút-
komin bók. Höfundar
eru dr. Gunnlaugur Claes-
sen og frk. KristbjÖrg Þor-
bergsdóttir matráðskona á
Landspítalanum. ísafoldar-
prentsmiðja gefur bókina út.
Efni bókarinnar er þetta: Inn-
gangsorð; Ber og berjaafurðir:
(Rerjahlaup. — Rotvarnarefni. —
Sænskar berjarannsóknir. Til-
breytni í fæði); Ahöld og útbún-
aður; (Hreinsun á ílátum. Bensó-
súrt natron, betamon, atamon.
Vínsýra. Flöskum lokað. Hreins-
■un berja. Berjakvarnir. 'Geymsla.
Merking); Islensk ber (Krækiber,
Bláber, Hrútaber, Ribsber, Sólber,
Reyniber). Rabarbari; Sítrónur;
Tómatar; Tómatar; 'Gúrkur;
Græningi; Grænsúrs; Salöt; Nið-
nrsoðin ber.
Húsmæður eiga að eignast þessa
bók og hagnýta sjer þann mikla
fróðleik,; sem hún hefír að geyma.
I kaflanum Ber og berjaafurðir,
sem dr. Gunnlaugur Claessen hef-
ir ritað, er ýmiss almennur fróð-
leikur um berin og gildi þeirra.
Birtast hjer nokkrar þættir úr
þeim kafla:
„iÖldum saman. hafa þroskast ber
úti um berjamóa þessa lands, án
þess að húsmæður hafi gefið þeim
nægan gaum. En um hendur ís-
lenskra húsmæðra fara á ári
hverju margar miljónir króna fyr-
ir mat og drykk.Berin voru lengst
af lítið annað en til gamans fyrir
börn og unglinga, sem hafa farið
i berjamó sjer til skemtunar. —
Góðskáldið kemst líka svo að orði,
að lyngið á Lögbergi helga „blán-
ar af berjum hvert ár, börnum og
hröfnum að leik“. Skáldið hefir
sennilega ekki órað fyrir, að út
um lyngmóa landsins m<á sækja
holla og ljúffenga fæðu, ef lands-
menn hafa sinnu á því og hús-
mæðurnar áhuga og fagþekkingu,
lil þess að matbúa berin, og safna
forða til ársins. Svo koma auk
þess þau ber og matjurtir, sem
má rækta í görðum og gróður-
húsum.
A Norðurlöndum hefir á síðari
árum vaknað talsverður áhugi um
það hagnýta berin, frekar en áður
hefir átt sjer stað. Norðmenn
flytja út — einkum til Bretlands
— æði mikið af týtuberjum og
aðalbláberjum.-------
SÆNSKAR
BERJERANNSÓKNIR.
í Svíþjóð kom fyrir fáum ár-
um mikill skriður á að nota ber
til-matar, frekar en áður hafði
viðgengist. Tilefnið var, að sænsk-
nr læknar í Norður-Svíþjóð veittu
því eftirtekt, að meir eða minna
áberandi skyrbjúgseinkenni gerðu
vart við sig meðal almennings,
vregna vöntunar <á C-fjörefni í dag-
legu viðurværi. í nyrstu lands-
hlutum Svíþjóðar er lítill kostur
á nýmjólk og nýmeti af öðru tagi.
En almúginn lifir mikið á hveiti-
brauði og kaffi, ekki síst skógar-
höggsmenn, sem tímum saman
hafast við í afskektum kofum í
skógum1 úti, og lifa þar við fá-
breyttan skrímikost., Læknarnir
bentu á, að tannsjúkdómar og
magasár væru algengir kvillar, af
þessum orsökum.
Rannsóknir leiddu í ljós, að
mesta þörf væri á breyttu og
betra matarliæfi í nyrstu Ijenum
landsins. Prófessor Gustaf F. Göt-
hlin, sem er báskólakennari í líf-
eðlisfræði í Uppsölum, tók að sjer,
ásamt ýmsum aðstoðarmönnum, að
gera vísindalega rannsókn á holl-
ustugildi berja, er spretta á víða-
vangi í hjeruðunum við Helsingja-
botn og í fjallalöndunum þar
nyrðra. Auk 'þess var rannsakað-
ur lögur úr berjum, sem ræktuð
eru í g'örðum, 'einkum rauð og
svört ribsber. Athuganir próf. Göt-
hlins voru mjög fyrirhafnarmikl-
ar og gerðar með mestu mákvæmni.
M. a. notaði hann, við hinar vís-
indalegu tilraunir sína, hópa af
naggrísum, sem iðulega voru rönt-
genmyndaðir, til þess að sýna
fram á innvortis skyrbjúg, og
hvernig hann læknast með hæfi-
legum dagskamti af berjasafa.
Berin reyndust mjög misjöfn að
þessu leyti. Krækiberja er ekki
getið í þessum skýrslum. Jeg
hygg, að þau sjeu lítt hirt, þar
sem um ljúffengari berjategundir
er að ræða. Rauð ribsber, hrúta-
ber og aðalbláber reyndust að
hafa í sjer talsvert af fjörefnum.
En langmest fanst af C-vítamini í
svörtum ribsberjum, þ. e. a. s. sól-
berjum. Safinn úr þeim jafnast,
að því leyti, á við appelísnu- og
sítrónusafa. — —
Próf. Göthlin gerði tilraun um
hve mörg grömm á dag þyrfti af
berjasafa í fóður tilraunadýra
.(naggrísa) til þess að verja þau
skyrbjúgi. En þessum skepnum er
mjög hætt við skyrbjúgi, ef C-
vítamin er of knapt í fóðrinu. Nið-
urstöður hans voru á þá leið, að
minsti dagskamtur er sem hjer
segir:
búa til úr berjum og berjaafurð-
um1. En það út af fyrir sig er mik-
ils virði til þess að prýða matborð-
ið og auka lyst og nautn af dag-
legum kosti. íslenskt fæði er yfir-
leitt frekar einhliða, vegna þess
hve innlend matarefni eru fábreyti
leg, og kunnáttu ýmsra htismæðra
og eldhússtúlkna áfátt. Hjer á
landi er ekki til neinn fullkominn
húshiæðraskóli! Og ekki bætir um
,hin vanhugsaða fyrirtekt stjórnar-
valdanna að banna innflutning á
■ jafn sjálfsögðum matvælum sem
sveskjum, rúsínum og ýmiskonar
| öðrum ávöxtum og grænmeti. Þær
J eru ekki öfundsverðar að þessu
|,leyti, íslensku húsmæðumar, enda
reynir mikið á hugkvæmni þejrra
og úíræði, að hafa nauðsynlega
tilbreytni á matborðinu, þótt víða
standi lítil efni til. Ætti því að
leggja meiri áherslu, en áður hef-
ir átt sjer stað, á hagnýting og
matreiðslu á berjum og öðrum á-
.vöxtum, sem hjer geta sprottið.
[Það er misskilningur >á íslenskum
sveitaheimilum að gefa sjer ekki
tíma til að afla berja til heimil-
isins. Það má ekki einblína á kjöt
og slátur sem vetrarmat. Yíða eru
börn og liðljettingar, sem ekki
gera annað þarfara en að^tína ber.
En vitanlega þarf húsmóðirin ráð-
rúm, áhöld, þekkingu og hentuga
geymslu til þess að hagnýta þau.
En í því skyni birtist þetta kver,
að ekki vanti leiðbeiningar um ís-
lenskar berjaafurðir.
Notkun skarfakáls
Leiðbeiningar 18. aldar manna
Sumarfrííð
Hentug föt í sumarferða-
lög. Tvískift pils og köflóttur
jakki. Ef þjer dveljið 2—3
daga á gistihúsi eða einhverju
sveitaheimili er kjóllinn og
jakkinn við, einkar þægilegur.
Sjálfsagt er að hafa hann úr
bómullarefni.
Skarfakálið er nú umræðu-
efni margra húsmæðra. Vafa-
laust eru það mörg heimili,
sem hafa matjurtagarð og
hugsa sjer að fá þessa nytja
jurt í garð sinn. Hún er fiölær,
eins og rabarbari. Svo ekki
þarf að hugsa um að sá til
hennar á hverju ári. Og engin
hætta er á, að hún þrr.skist
ekki í hvaða sumri sem er. En
vafalaust þarf planta þessi
helst að hafa bæði sendinn
og frjóvan jarðveg.
Eins og kunnugt er, var
skarfakál allmikið riotað til
manneldis hjer fyrr á árum,
og um það talað í gömlum ís-
lenskum bókum er fjalla um
nytjajurtir.
Um skarfakálið tala þeir
mágarnir Eggert Ólafsson og
Björn í Sauðlauksdal, en þeir
hafa, sem kunnugt er verið
manna fróð^stir um alt er lýt
ur að notkun og nytsemi ís-
lenskra jurta, eftir því sem
þekking samtíðarinnar frekast
leyfði.
Eggert Ólafsson kemst svo að
orði í Matjurtagarðsbók sinni:
Skarfakál er ein ágætis jurt,
sem alþekt er bæði utanlands
og innan, og ræktuð í aldin-
görðum. Danir og sumir íslend->
ingar búa hana til sem kál
graut. Eins er hún hrá fyrir
salat etin, og blöðin ýmist hrá
eða soðin með kjöti etin. Hún
telst af læknum það allra vold
ugasta meðal gegn skyrbjúge
Björn í Sauðlauksdal segir
m. a. um skarfakálið:
Af skarfakáli gerist grautur,
«em af öðru káli. Má það líka
salta til matar, og geyma svo
Svört ribsber (sólber) 2 gr.
Rauð ribsber 10 —
Hrútaber 20 —
Aðalbláber 30 —
Týtuber 55 —
Sólberjarunnar spretta víða vel
í görðum hjer í Reykjavík, og ber-
in þroskast vel á hlýjum sumrum.
! En vafalaust eru rauðu ribsberin
arvissari.
TILBREYTNI I FÆÐI.
Nú m>á vitanlega ekki einblína
á vítamin í fæðunni, enda fer all-
mikið af þeim forgörðum við
suðu. Reyndar getur líka tekist
að geya berjalög og berjamauk
I hrátt og ósoðið, án þess að granda
fjörefnunum, enda er lýst tilbún-
j ing á hrásaft og hrásultu hjer á
eftir.
En auk fjörefnanna, hafa berin
mikið næringargildi að öðru leyti,
og gera mögulegt að hafa kær-
komna tilbreytni í daglegt matar-
hæfi, því margskonar matrjetti má
Skarfakál í klettaskoru
í Grímsey. (Vigfús Sigurgeirs-
son tók myndina).
Líka gera þar af gott og holt
salat.
Að setja brennivín, franskt
eða danskt ellegar franskt
vín í skarfakálsblómstur, gef->
ur hollan drykk á fastandi
maga, helst þeim, sem hætt er
við skyrbjúg. Gott er líka að
skola með því munninn Við
andfýlu.
Þá segir Olavius í Urta-
garðsbók sinni um skarfakálið:
(Það) Vex mikið vel í fastri
sandjörð við sjávarsíðu og í
eyjum úti. Það verður og fært
með hægu móti í uppsveitir,
og sáist þar af sínu eigin fræi,
sem ekki er vandfengið. 1
graut af vatni, mjólkur og
mysu held jeg jurtin sje all-*
góð, en eigi í saupi. Og hver
vill neita, að eitt lag af þessu
káli soðnu, og annað af skyri,
geymt til vetrarforða, sje holl-
ara en súra skyrið aleina?
Betra meðal við skyrbjúg en
skarfakál, hrátt með ediki og
sykri eða soðið á sagðan hátt
vita menn ekki, sem læknar
hafa staðfest.
Linnæus segir, að það eigi
við þungum andardrætti (asth-
ma) er oftast fylgir vatnssótt.
Teikning af skarfakáli.
Gerð plöntunnar og blaðlögun
sjest greinilega. (Eftir Flóru
Islands).