Morgunblaðið - 11.08.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 11.08.1940, Blaðsíða 5
Sunnudagur 11. ágúst 1940. CO Útref.: H.f. Árvaknr, Reykjavlk, Klt»tJ6rar: Jön Kjartanuón, Valtýr Stefánsaon (ábyr*0nrm.). Auglýsingar: Arttl Óla. Rltatjörn, auelý»In*ar o* ».frr»lB»la:: Austurgtrœtl 8. — Slml 1490. Áakrlftargjald': kr. 1,49 4 aaánuVl lnnanlanda, kr. 4,09 utanlanda. f lausasölu: 20 aura elntakUS, 26 aura meO Lesbök. Hætt við áfalli Málgagn Moskvamanna hjer, Þjóðviljun, hefir fengið til birtingar nákvæman útdrátt íir ræðu Molotoffs hins rússneska, er hann flutti í hinu æðsta sovjet- ráði þ. 1. ágúst síðastliðinn, þar sem valdsmaður þessi er að gera grein fyrir afstöðu Stalin-stjórn- arinnar til styrjaldarmálefnanna og ýmsra þjóða. Þar segir um Finnland, að því ■ar Þjóðviljinn hermir, að friðar- samningarnir, er gerðir voru milli Finna og Rússa í vor sem leið, hafi verið „yfirleitt framkvæmdir sæmiiega". Er ekki Ijóst livað við er átt með þeim orðum. Minst er í ræðunni á „samþykki" Finna á því að afvopna Alandseyjar, sam- kvæmt „tillögu“ sovjetstjórnar- innar, en þar var vitanlega um fnllkomna hotun að ræða frá hendi Rússa, sem hin kúgaða finska þjóð varð að beygja sig fyrir. Að lokum segir Þjóðviljinn að Molotoff hafi sagt: , „Ef ákveðin öfl meðal valdhafa Finnlands ekki hætta ofsóknum sínum gegn þeim. lilutum finsku þjóðarinnar sem vilja efla vinátt- , una við sovjetríkin, þá er skilj- anlegt að sambúðin milli Fiuna og sovjvtríkjanna geti hlotið áfall“. ★ Það er nokkuð greinilegt hvað fiinn rússneski valdsmaður á við í ræðu sinni. Það eru Kuusinar Finnlands, sem ekki má banda við. Eftir hina hetjulegu vörn finsku þjóðarinnar í vetur sem leið, er hún hrinti af höndum sjer land- ráðamönnum innan sinna eigiu landamæra, og stóðst hið rúss- neska ofurefli mánuðum saman, rís nú hinn rússneski björn upp . að nýju og gefur smáþjóðinui það til kynpa, að ef hún lofar ekki kommútiistum að leika lausum hala, grafa undan frelsi þjóðar- ínnar að innanverðu frá, full- þomna þá innlimun í sovjetsúp- una, sem Rauði lierinn vann að í vetur, þá muni sambúð Finna og Rússa verða fyrir áföllum. Þá : ætlar stórþjóðin að taka upp vopn að nýju gegn smáþjóðinni, sem fklti hefir annað til saka unnið, - en vilja verja frelsi sitt og sjálf- : stæði. ★ Það er napurt að hugsa til þess - að hjer á íslandi skuli vera menn, ■ sem eiga sjer enga ósk heitari, ■ en þá, að einræðisherrarnir í Moskva tækju sjer svipuð orð í munn gaguvart okkur íslending- um. Næði ofbeldishneigð þeirra út hingað gætu þeir eius sagt að við mættum „eiga von á áfalli“ • ef landráðamennirnif í kommún- istaflokknum hjer fengju ekki að vaða hjer upp og framkvæma byltingaáform sín. Reykiauíkurbrjef Ráðagerðir. egar hinn þýski einvaldsherra í vor örfaði hersveitir sínar til stóratlögu gegn Frakklandi ljet hann svo ummælt, að framtíð- arvelferð Þýskalands í næstu ald- ir, ef ekki næsta áraþúsund vlti á úrslitum þeirrar viðureignar. Þau xirslit urðu í samræmi við vilja hans. Hitt er svo annað mál, hve mikla trú menn liafa á því, að afleiðingarnar af ósigri Frakka og yfirráðum Hitlers þar í landi, nái um aldir fram í tímann. Að minsta kosti er hæpið að svo verði, ef nazistum tekst ekki að gersigra Breta álíka* eins og Frakkar eru sigraðir. Úm það leytj sem mesti dynur- inn var í sigrum Þjóðverja í vor, og þeir komu fyrirætlunum sínum fram, að því er sagt var, sam- kvæmt ákveðnum fyrirætluuum sínum upp á dag- að heita mátti, ljet. Hitler svo um mælt, að hanu ætlaði hersveitum. sínum að vera komnum til London þ. 15. ágúst. f dag er liðinai mánuður síðan bviist var við því, að hin mikla árás nazista á England myndi hefjast. Og nú eru 5 dagar eftir þangað til kominn er áætlunar- dagur þýska hersins til London. Máske tekst honum enn að halda áætlun sinni. En farj svo að hon- um seinki, þá er það talið vera í fyrsta sinn, sem núverandi stjórn Þýskalands hafi í hernaðaraðgerð- um og í undirokun þjóða reist sjer hurðarás um öxl. Enda er þessi áætlunarliður í áformum nazista hvað fyrirferðarmestur. Og það getur sannarlega haft nokkuð langvinnar afleiðingar til eða, frá,: fyrir Evrópu og gervall- an heiminn, hvort þeim á þessum degi eða. þessu sumri tekst að sigra Breta. Gervöll breska þjóð- in er enn sannfærð um, að sigur- vonin sje hennar megin. Það munu vera æðimargir, bæði inuan og utanvið núverandi áhrifasvæði Þjóðverja, sem vilja mega treysta því, að þær vonir verði ekki tál- vonir. En hvernig verður umhorfs í Evrópu, ef hildarleikurinn milli eyþjóðarinnar og yfirráðamanna meginlandsins heldur áfram árum saman ? Það er naumast að menn þori að varpa fram þeirri spurn- ingu, hvað þá að reýna að svara henni. Hörmungarnar. ó hingað berist fregnir á öld- um Ijósvakans svo til óslit- ið allan sólarhringinn og hver hernaðarþjóðin fyrir sig' keppist við að flytja sem mest af hög- um sínum og annara, þá er langt frá að- skýr mýnd fáist hjer af því, sem er að gerast. Menn fá að vita undan og ofan af' um hernaðinu, og fá svo áróð- •ursfregnir í viðbót um eitt og annað, sem snertir hag og dug þjóðanna. Eu um líf og' hörm- ungar einstaklinganna, Jijóðfje- lagsþegnanna vita menn sáralítið Er öll sú vitneskja í molum. Það er einkennilegt, og er þar eitt einkenui á öfuguggahætti nú- tíðarinnar, að eftir því sem tækni j'rjettaflutningsins hefir orðið fuli- komnari, eftir því hafa fregnirn- ar sjálfar, sem heimsþjóðir flytja um hag sinn og annara, orðið meira og meira fjarlægár sannleikanum. Hve óglöggar fregnirnar hafa verið á þessu sumri kom t. d. vel í ljós af frásogii Þorvaldar Skúla- sonar málara, er birtist hjer í blaðinu um daginn, af erfiðleik- um þeirra hjóna í Frakklandi og jífshættu, sem þau voru þar í sól- .arhringum, saman áður en þau sluppu úr landi. Það ægilegasta við þá frásögn var í sjálfu sjer ekki háskinn, sem þau lentu í með ungbarn sitt, heldur sú mynd, sem maður fjekk í frásögninni af lífi alls almenn- ings í Frakklandi á dögum^ósig- ursius, þar sem að heita mátti að gjörvöll þjóðin væri ofsótt með hinum ógurlegustu vítisvjelum, og enginn gat verið óhultur um líf sitt hvorki úti eða inni, á degi eða nóttu. Svipaðar eru frásagnir hinna norsku flóttamanna, sem hingað flúðu í vor, Það er hryllileg til- hugsun, ef gervöll menning Ev- rópuþjóða á að drukna í ofsókn- aræði og blóðsúthellingum. Island. frásögn Þorvaldar Skúlasonar vakti það sjerstaka athygli, sem hann sagði um afstöðu franskra blaða til íslands. Hann hefir dvalið alllengi í Frakklandi. Alt fram á síðastliðið vor var Is- land gersamlega óþekt land fyrir almenning í Frakklandi, að því er hann fjekk best sjeð. En skyndilega breyttist afstaða franskra blaða til Islands. Þögn þeirra um hina norðlægu Atlants- hafsej-ja var rofin.. Fjöldi greina birtist um landið alment, og um hérnaðárlega þýðingu þess fvrir Bandamenn. Þetta var áður en landið var liernumið. Hin frönsku blöð ljetu sjer tíðrætt um, hve mikils það væri um vert, hver hernaðaraðili gæti notfært sjer af því að lxafa bækistöð á Islandi. Og þegar sýndir voru landaupp- drættir í blöðunum af norðan- verðri Evrópu, var íslandi ekki lengur gleymt, eins og oft áður hafði verið. Snögg umskifti. ennilega hefir á fá atriði þjóð- lífsins oftar verið drepið á þessum stað en það, hve hættulegt það væri okkui* Islendingum að viðhalda þeirri einangrun hugar- farsins, senr altof mikið hefir bor- ið hjer á fram á þenna dag'. Að íyeta fjarlægð lands og þjóðar svo mikils, þrátt fvrir sívaxandi við- skifti og- viðkynning við umheim- inn, að skoða landið okkar að nokkru levt} sem heim útaf fyrir sig, þar sem eitt og annað mætti koma -fyrir, senr í sjálfu sjer er vansæmd að, en komi ekki að sök, vegna þess að umheimurinn taki ekkert eftir okkur. Mikið af áróðri stjórnmálaflokk aniia hjer á landi undanfarin ár hefir verið rekinn með tilliti til eða í skjóli þessarar einangrunar, sem fyr eða síðar lilaut að liverfa. Menn gerðu sjer í hugarlund, að fjarlægðin milli okkar og- ann- ara þjóða myndi nrinka smátt og smátt með örari samgöngmn og' viðskiftum. En það fór á annan veg'. Hún hvarf á svipstundu að kalla mátti. Enn hafa sijmir menn ekki skil- ið það til fulls, að nú hafa að heita má tvö þjóðfjelög heimili í landinu, ólík að eðli, annað er herlið með heraga og afli til livers sem vera skal, gagnvart, okkur heimafólkinu. Styrkur okk- ar felst í samheldni og einbeitni, einmitt því, sem undanfarnar fiokkadeilur í landinu hafa lam- að og rifið niður. Þrátt fyrir innanlands flokka- deilur höfum við lafað í því að vera samtaka út á við gagnvart öðrum þjóðum — þegar undan- fikildir eru hinir Rússasinnuðu kommúnistar, sem hvérgi eiga heima í íslensku samfjelagi. Iljer heima fyrir hafa margir menn miðað framkomu sína við siðalögmál vísunnar alkunnu um, að þar sem 'enginn þekkir ntann, þar sje gott að vera, því þar sje „allan andskotann" hægt að gera. En nú er þessu ekki lengur til að dreifa. Því nú verður ekki leng- ur greint á milli þess, sem gert er heima fyrir og erlendis. Xú er það framkoman gagnvart liinum óvæntu bráðabirgða sambýlismönn um, sem mest veltur á. Valdboð og óskir. ins og kunnugt er var okkur íslendingum lofað því 10. maí, að setuliðið breska skyldi ekki blanda sjer í innaulaudsmál vor. Ymsar ráðstafánif og fyrirmæli liafa íslensk stjórnarvöld gert samkvæmt ósk herstjórnarinnar. En alt hefir það verið sannpróf- að sem þættir í nauðsynlegum hernaðarráðstöfunum, og farið rjetta boðleið íslenskrar löggjaf- ar. — En einmitt þessvegna er það á- kaflega óviðkunnanlegt, þegar ís- lenskur embættismaður gerir sig sekan íim að gaiiga framhjá ís- lenskum stjórnarvöldum vegna þess að hann lítur svo á, að hann með því fari að vilja hinuar er- ,Ienu herstjórnar. Þetta hefir núverandi lögreglu- stjóri Reykjavíkur, Kofoed-Han- sen gert, að því er hann sjálfur segir, er hann auglýsti að myrkva skyldi Reykjavík eftir 15. ágúst. Lögreglustjórinn. jer skal ekkert út í þá sálma farið, hvort .slík myrkvun er æskileg fyrir einn eða neinn eða nauðsynleg. Það er annað mál. En það er upplýst af umsögiý lög- reglustjórans, að hann álett, að stjórn setuliðsins hefði fullan hug á að koma myrkuninni á, og að gerðar yrðu aðrar ráðstafanir í því sambandi, ráðstafanir, sem að íslenskum lögum bæjarstjórn Reykjavíkur ein getur gert. Hinn rjetti íslenski aðili var ekki spurður um þetta, áður eu lög- reglustjóri gaf út tilkynningu sína. Síðar sagðist hann hafa vit- að, að hann brast heimild til að ákveða um framkvæmd slíkra ráð- stafana. En eftir því sem hann sjálfur segir, ætlaði hann að láta ímyndaðan vilja herstjórnarinnar gera samþykt eða samþykki bæj- arstjórnarinnar óþarfa. Það þarf mjög sljófa dómgreind til þess að menn sjái ekki, hve sú braut er hættuleg, sem lögreglu- stjóri höfuðstaðarins einn allra manna leggur hjer út á. 5 ] MMMmmiMiiHiiimmmíkmimiMimktitiimitaWMw 10. ágíisl jiiiiiiiiimiMimmmiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitfiiiiiiiiir- Það þarf mjög blint persónu- eða flokksfylgi til þess að bla5 forsætisráðherra skuli mæla slíku einsdæmi lögreglustjóra bót. Og það et alt annað en broslegt, að í herbúðum Framsóknarflokks- ins sje framferði lögreglustjór.-*. hvorki álitið umtals- nje vítavert. Mjög væri það æskilegt ef ekki þyrfti að líða á löngu þangað til þeir Framsóknarmenn skildu tíl fulls, að ábyrgðarmestu embættia í landinu mega ekki um þessar* mundir vera tilraunareitur í hönd- um þeirra fyrir alóreynda ný- græðinga í þjóðfjelaginu. Friðsemd Fram- sóknardóttir. nýlega útdreifðu áróðursbrjefi Framsóknarflokksins til sam- herjanna út um sveitir landsins er komist þannig að orði: „Allir finna nú á þessum erfiðu tímum, að það var mikil þjóðar- nauðsyn að Framsóknarflokkur- inn beitti sjer fyrir þjóðstjórn, og að sú stjórn var tekin til starfa, áður en ófriðurinn skall á“. Þetta upphaf að vinarbrjefi formanns og ritara Framsóknar- flokksins Jónasar Jónssonar og Eysteins Jónssonar mimia. á vís- un'a alkunnu: „Gott verk vann hann eitt sinn eitt, aðeins eitt — betra er eitt en ekki neitt o. s. frv. og lýsinguna í sömu vísu á því, hvernig sami maður hafði „allri orku neytt, öllum sínum kröftum beitt“ að gera þetta eina verk sitt að engu. Því engum, getur dulist, að Framsóknarflokkurinn, og þá einkum þessir tveir brjefritarar hafa lagt mikla stund á að spilla samvinnu flokkanna, viðskifta- ^nálaráðherranum með því, að var- ast í lengstu lög að sýna nokkra tilslökun í þeim málum, sem, varðs liagsmuni flokksmanna hans í versluninni, og Jónas Jónsson með því að eyða öllu því rúmi, sem frekast er hægt í blaði hans, til þess að nudda og jagast í göm!- um deilumálum við samstarfs- flokltana eða einstaka menn úr þeim flokkum. Það er einkennileg friðsemd, sem lýsir sjer í orðum og athöfn- um þessara forkólfa Framsóknar- flokksins. Og það er merkileg tvö- feldni að þakka sjer samstarfið í flokksbrjefinu, en nota samtímis aðstöðu sína í ríkisstjórn og blaði sínu til þess að reyna að spillaí* þeim samhug þjóðar og samstarfi flokka, er þeir í öðru orðinu telja þjóðarnauðsyn. Það er ekki hlaupið að því að finna aðra eius tvöfeldni í afskift- um af þjóðmálum. Stór flokkur eða stjettaflokkur. að er jafnan viðkvæði Fram- sóknarmanna, að Sjálfstæðis- flokkurinn sje altof stór og hags- munir flokksmanna hans ósam- stæðir eða ósamrýmanlegir. Yegna þess að flokkurinn er og verður flokkur allra stjetta þjóð- f jelagsins, brígslar Framsókn Sjálfstæðisflokknum um tvö- feldni í meðferð mála. Samtímis því, að Framsókn er og vill aldrei annað vera en flokkur bænda- stjettarinnar sjerstaklega, þvkjast FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.