Morgunblaðið - 15.08.1940, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 15.08.1940, Blaðsíða 8
Fimtudagur 15. ágúst I940L JPtðrgtmH&Mft Ný sag'a eftir A. J. CRONIN Ferð til Kanaríeyja . FERÐAFJELAG ÍSLANDS fer tvær skemtiferðir um næstu helgi. 1 aðra ferðina inn í Kerl ingafjöll, verður lagt af stað kl. 3 síðdegis á laugardag og komið heim á sunnudagskvöld. Ekið verður um Gullfoss með viðkomu í Hvítarnesi, en dvalið i Kerlingafjöllum mest allan sunnudaginn, en þau eru ein hver sjerkennilegustu og feg- urstu fjöll íslands og hvera svæðið afar einkennilegt. Hin ferðin er gönguför á Esju. Ekið í bílum upp að Bugðu í Kjós. Gengið þaðan austan við Flekkudal upp fjallið á Hátind og haldið vestur eftir fjallinu og komið niður að Mó gilsá. Áskriftarlistar liggja frammi á skrifstofu Kr. Ó. Skagfjörðs og sjeu þáttakendur í Kerlinga- fjallaferðinni búnir að taka far- miða fyrir kl. 7 á föstudag, en að Esjuferðinni fyrir kl. 12 á laugardag. I. O. G. T. ST. DRÖFN NR. 55. Fundur í kvöld kl. 8,30. — Nefndaskipanir o. fl. Erindi Br.Einar Björnsson. Fjölmennið stundvíslega. Æ.t. 'Íffi&tfMninqac MATSTILLÖGUR- hjeraðs- fasteignamatsnefndar Kjósarsýslu liggja frammi á þingstöðum hreppanna frá miðj- um ágúst til miðs september 1940. Björn Bjarnarson. HJÁLPRÆÐISHERINN Fimtudag kl. 8,30 hátíð. Kapt. Nybráten og Solhaug stjórna. Veitingar. fnng. aðeins 35 au. Allir velkomnir! FILADELFÍA, Hverfisgötu 44. — Samkoma í kvöld kl. 8. Nils Ramselius, á- samt fleirum tala. Allir vel komnir! Þegar Harvey var tólf ára dó ’WilIiam Leith úr lungnaberklunl. Harvey elskaði föður sinn inni- lega, svo þetta var mikið högg fyrir hann. Frænka hans, nöldursöm pipar- mey, tók hann að sjer, af því að henni fanst það vera skylda síu og áleit hann þess vegna vera eins og hverja aðra martröð. En Har- vey hafði sett sjer markmið. Gáí- ur hans og dugnaður komu hon- um í gegnum skólana og með þrem skólastyrkjum inn, í háskól- ann. Líffræðin var það sem iá fyrir honum. I Birmingham var hann álitinn ágætastur allra stúd- enta síns tíma. En eftir að hann hafði lokið prófi og unnið öll verðlaun, sem hægt var að vinna, neitaði hann stöðu við sjúkrahús bæjarins og fór til London. Metn- aður hans beindist að því að fá vel lanunáða stöðu. Hugsjónir hans stefndu hærra. Hann fann hjá sjer hvöt, sem aðeins fáir út- valdir hafa haft um aldaraðir — ósvikna ástríðu fyrir uppruna- rannsóknum. Hann átti enga peninga og girntist þá ekki heldur nema rjett til þess að viðhalda lífinu. Hann tók sjerherbergi á leigu og byrj- aði að vinna. Erfiðleikar hans í London voru margir og miklir, en hann skeytti því engu og vann að hugsjón sinni. Hann lifði eins og munkur og barðist eins og hermaður. Hann fjekk stöðu við BRESKUR FORINGI óskar að fá leigt um óákveðinn tíma eitt herbergi með hús- gögnum. Tilboð sendist í póst- hólf 801. 2—3 HERBERGI OG ELDHÚS óskast 1. okt. eða fyr. Uppl. í síma 2944. 9. dagtir. Fylgíst með frá byrjtín TJÖLD SÚLUR og SÓLSKÝLI Verbúð 2, Sími 5840 og 2731 STÚLKA, sem getur lagt fram nokkra peningaupphæð, óskar eftir at- vinnu. Tilboð merkt: ,,Ágúst“, sendist Morgunblaðinu fyrir sunnudag. STÚLKA ÓSKAST í %isf$*Þrent í heimili. Uppl. í síma 5728. TVÆR STÚLKÚR aðra til eldhússtarfa, hina til framreiðslu, vantar frá 1. sept. Uppl. á Vesturgötu 10, uppi í dag og á laugardag, kl. 1—6. MATSÖLU opna jeg á Vesturgötu 10, 1. sept. Laila Jörgensen. REYKHÚS Harðfisksölunnar við Þvergötu, tekur 'lax, kjöt og fisk og aðrar TÖrur til reykingar. Grettisgötu 50 B tekur Lax, fuk og aðrar vörur til reyking- REYKHÚSIÐ, ar eins og að undanförnu. Virtoria-sjúkrahúsið. Það var lítið og lítt þekt sjúkrahús, gamalt og gatnaldags vinnubrögð. Þrátt fyrir þetta var það þó áhrifarík- asta sporið á braut hans. Þá ndtt fór hann heim til sín í Vincent Street og horfði á mynd Pasteurs á borði sínu — Pasteur var sá eini sem hann viðurkendi sem mikilmenni. Hann brosti þessu ein- kennilega brosi sínu og fann hvernig krafturinn til þess að þess að sigra streymdi um hann. Hann sneri sjer strax að blóð- vatnslækningum. Hann hafði myndað sjer skoðun bygða á mörg um samlímingartilraunum, stór- kostlegar framfarir á því starfi er Koch og Wright höfðu hafið. Og liann fann að þetta mundi valda algerum umbreytingum á vísindalegum aðgerðum. Hugsjón hans var stórkostleg, og beindist ekki aðeins að ein- hverjum einstökum sjúkdómi, heldur náði yfir allar greinar varnar og læknandi bólusetning- ar. Vissa hans var óbifanleg. Hann valdi sjer heilabólgu að verkefni, að nokkru leyti vegna hinnar háu dauðatölu af þessum JCuupó&ajiuc RABARBARI nýupptekinn, rauður og fallej^- ur. Þorsteinsbúð, Grundarstíg 12, sími 3247. Hringbraut 61, sími 2803. NÝJA FORNSALAN Aðalstræti 4, kaupir allskonar húsgögn og karlmannafatnað gegn staðgreiðslu. TIL JARÐABÓTA Steingálgi til sölu, einnig brautarvagn með teinum. Uppl. hjá P. Ammendrup, klæðskera. Grettisgötu 2, sími 3311. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millilið- ina og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hringið í síma 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. FRAKKAR og SVAGGERAR fyrirliggjandi í miklu úrvali. Guðm. Guðmundsson, klæð- skeri. Kirkjuhvoli. FLÖSKU VERSLUNIN á Kalkofnsvegi (við Vörubíla- stöðina) kaupir altaf tómar flöskur og glös. Sækjum sam- stundis. Sími 5333. KOPAR KEYPTUR í LandssmiðjunnL KAUPUM FLÖSKUR stórar og smáar, whiskypela, glös og bóndósir. Flöskubúðin, Bergstaðastræti 10. Sími 5395. Sækjum. Opið allan daginn. SPARTA-DRENGJAFÖT Laugaveg 10 — við allra hæfi. HARÐFISKSALAN Þvergötu, selur góðan saltfisk. Sími 3448. sjúkdómi, en hinsvegar vegna þess hve tiltölulega margar áður fundnar tegundir lyfja höfðu brugðist. Hann byrjaði á Victoria sjúkra- húsinu. í hálft ár vann hann stöð- ugt á daginn að daglegum störf- um, en á næturnar að vísindaleg- um rannsóknum. Hann fór að láta á sjá, en var ekkert þakklátur þegar Ismay ráðlagði honum að stytta vinnutímann á rannsókna- stofunni. I þess stað vann hann lengur. En fann að hann nálgað- ist markið. Við þetta bættist, að um þetta leyti kom upp heila- bólgufaraldur og umhugsunin um hinar úreltu, gagnslausu aðferðir er þá tíðkuðust knxiði hann til á- framhaldandi tilrauna. Og kvöld nokkurt lauk hann við síðustu tilraun sína. Hann vissi að hann hafði nnnið. Næsta morgun voru þrír sjúk- lingar lagðir inn á sjúkrahúsið. Harvey vissi að þetta var ekki tilviljun ein heldur höfðu forlög- in tekið í taumana. Haun fór þegar til yfirlæknisins og bað um að mega reyna hið nýja lyf.. Boð- inu var hafnað. Harvey var þrumu lostinn. Hann vissi ekki að hinn kærulausi klæðnaður, hin hvössu orð og yfirlætislega framkoma hafði skapað honum: óvini. Þetta kom honum' að vísu á óvænt, en hann Ijet það ekki á sig fá. Hann hóf baráttu fyrir upp- götvun sinni. Hann talaði máli sínu við læknana hvern fyrir sig, lagði á sig mikið erfiði til að sannfæra þá, sem honum voru vel- viljaðir, um gildi uppgötvunarinn- ar. En á meðan stóð á þessari baráttu hans, hríðversnaði sjvik- lingunum þremur. En þá skynilega breyttu mót- stöðumenn hans um skoðun. Það var ákveðið, með viðeigandi al- vöru, að leyfa að nota nýja lyfið... Hann tók þegar til starfa. En það var auðivtað of seinL Hann gat vitað það. Sjúklingarnir þrír, sem nú höfðu verið sex:. daga í sjúkrahúsinu, og tíu aðr-ir, sem voru þegar í heljargreipum, voru búnir að fá svefnsýki, og voru auðsýnilega dauðadæmdir. Forlögin höfðu ekki verið honum hliðholl, heldur þvert á móti. Ann- arsvegar hafði hann hóp andvígra manna, sem: biðu þess með kaldr- anaegri óþreyju að hann ynnii kraftaverkið, en hinsvegar þrjú tilfelli, sem' heilbrigð skynsemi hans hefði þegar getað sagt hon- um að væri vonlaus. En hann var ekki skynsamur. Hann gat ekki hugsað sjer að láta mótstöðumenn sína hrósa sigri yf- ir að hann drægi sig til baka. Hann hafði tröllatrú á lyfi sínu og ákafi hans var hættulegur. Hann tók á sig ábyrgðina og gaf* öllum sjúklingunum heilainn- sprautingu. Alla þá nótt var hann á verði og endurtók við og við aðgerðir sínar. Snemma næsta morgun á sama klukkutíma dóu sjúkliiigarnir. Þeir hefðu dáið hvort sem' var. Það voru erfiðir tíma fyrir Har- vey og hann hefði komist yfir þá ef ekki einhver honum illviljaður hefði sagt frá þessu utan sjíikra- hússins. Frjettin um slysni þessa komst í blöðin og þau rjeðust ákaft á Harvey og sjúkrahúsið- Hann gaf því engan gaum, en sá nú að hjálp hans hafði komið of seint. Fyrir honum var dauðí þessara þriggja sjúklinga ekki annað en endalok tilrauna hans, sem þó ekki sönnuðu neitt. Yegna þess að hann girntist ekki auð skifti hann sjer ekkert af árásum, blaðanna og lýðsins. Framh. Sadie: Jeg heyri að skotar sjeu að reyna að koma í veg fyrir að (gamansögur verði sagðar um þá. Sam : Og livers vegna? Sadie: Af því að þær eru altaf á þeirra kosfnað. ★ Kona Cohen Gyðings vaknaði eitt sinn um miðja nótt við að maður hennar gekk um, gólf. „Hvað ep að, Cohen?“ spurði húu. „Jeg skulda Moss, hinum: megin við götuna, fimtíu pund. Jeg á að borga honum á morgun, en jeg hefi enga peninga", sagði Cohen. Frú Cohen fór upp úr rúminu, opnaði gluggann og kallaði yfir jgötuna: „Frú Moss“. Frú Moss kom út í gluggann á móti. „Já“, sagði hún. „Frú Moss“, kallaði frú Cohen: „maðurinn minn skuldar mannin- um yðar fimtíu pund, sem hann á að borga á rnorgun, en hann hefír enga peninga að borga með“. Því næst lokaði hún glugganum, sneri sjér að bónda sínum og sagði: „Komdu,'nú í rúmið, Cohen, og láttu herra Moss ganga um gólL það sem eftir er nætur“. ★ íri hafði nokkur svín til sölu og tilvonandi kaupandi kom og: barði að dyrum á bæ hans. Kona írans kom1 til dyra. „Get jeg fengið að líta á svín- ið?“ spurði komumaður. „Nei, hann er ekki heima‘%, svaraði frúin, ★ „Einhver sagði Pat mínum að hann gæti pressað buxurnar sínar með því að láta þær undir götu- valtarann“, sagði Bridget grát- andi. „Hvað er að því?“ „Pat gleymdi að. fara úr bux- unum“. ★ Patrick Murphy skýrir mynduu gufu á þessa leið: „Það er vate ,sem er brjálað úr hita“..

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.