Morgunblaðið - 15.08.1940, Blaðsíða 4
4
Fimtudagur 15. ágúst 1940.
Gibraltar-vígið
ósigrandi
Spönsk blöð hafa krafist Gibraltar til handa Spáni. Þýskar
og ítalskar flugvjelar hafa gert loftárásir á þetta heims-
íræg vígi Breta. 1 þessu sambandi hefir verið um það rætt, hvort
„lykillinn að Miðjarðarhafinu“, en svo hefir Gibraltar verið
nefnt væri ósigrandi eða ekki.
MORGUNBLAÐIÐ
Hín ágætasta bók síðustu áratuganna
Markmið og
Einkum hefir verið um það
deilt hvort Gibraltar væri örugt
gegn loftárásum.
Tveir sjerfræðingar í þessum
efnum hafa látið áJit sitt í ljós
í breskum blöðum. Báðir hafa
verið landstjórar á Gibraltar,
þeir Sir Alexander Godley Og
Sir Edmund Ironside. — Báðir
telja þeir Gibraltar vígið ó-
vinnandi. Frá þeirra sjónarmiði
er Gibraltar ósigrandi, hvort
sem á það verður ráðist frá
landi, sjó eða úr lofti.
Gibraltar er traust vígi frá
náttúrunnar hendi, einkum
vegna hamranna, sem umlykja
vígið. Jafnvel veðráttan er
heppileg og loftgöt gera flug-
árásir erfiðar.
Gibraltar er lítill skagi,
tengdur meginlandinu með
mjóu eiði, sem er þriggja mílna
langt og einnar mílu breitt.
Klettarnir rísa svo að segja
lóðrjett í 1400 feta hæð.
★
Það er svo að segja ógerning-
ur fyrir flugvjelar að gera árás
á klettana án þess að flúga
beint fyrir kjafta loftvarna-
byssana, sem eru bygðar inn í
ilettinn.
Eiðið er ekki aðeins varið frá
landvirkjunum heldur má og
verja það frá herskipum
beggja megin eiðisins, bæði frá
Miðjarðarhafi og Gibraltarflóa.
Það er rjett, að Þjóðverjar
hafa komið sjer fyrir lang-
drægum ífallbyssum á Afríku-
strönd, nálægt Ceuta í Spönsku
Marokko, en þessar byssur eru
líka í skotfæri byssanna á Gi-
braltar.
En jafnvel þó Þjóðverjum
takist að skjóta á Gibraltar úr
langdrægum fallbyssum frá Ce-
uta eða spönsku ströndinni,
gætu þær ekki unnið mikið
tjón.
★
Borgin Gibraltar er að miklu
leyti höggin inn í klettinn. Inn í
klettinum eru íbúðir, geymslu-
rúm fyrir skotfæri o. þ. h. Þar
er ekki aðeins rúm fyrir alla
íbúa Gibraltar, heldur og fyrir
mikinn forða af bensíni, óg olíu,
fæðu og vatni.
Breska stjórnin skilur hve Gi-
braltar er þýðingarmikið virki
og undanfarna mánuði hefir
verið unnið að því, að styrkja
vígið ennþá meir en það var
áður. Konur og börn hafa ver-
ið flutt á brott og auk sterks
setuliðs eru íbúarnir aðeins nú
um 15,000 manns.
Gibraltarkletturinn er þakinn
stórskotaliðsbyssum og loft-
varnabyssum og enginn flug-
maður vogar sjer að fljúga yfir
hann nema í mikilli hæð.
Þeir flugmenn, sem sendir
eru til árása á Gibraltar, verða
að fljúga svo hátt að loftvarna-
byssukúlurnar nái ekki til
þeirra. Gibraltar er ekki heppi
legur skotspónn fyrir flug-
sprengjur, enda verður raunin
sú, að flestar fara þær í sjó-
inn.
★
Hingað til hefir lítið verið
látið uppi um bústaði þá, sem
höggnir hafa verið inn í kletG
inn. Einn breskur hermála-rit-
höfundur hefir lýst nokkuð hin-
um svonefndu St. Michaels
hvelfingu.
,,Þegar maður sjer þessar
gífurlegu hvelfingar og þau ó-
sköp af hernaðarvarningi, sem
þar er geymdur, hlýtur maður
að sannfærast um að Gibraltar
sje ósigrandi. — Gibraltar er
sterkara, en það hefir nokkru
sinni verið fyr í heimssögunni"
Einn af merkilegustu atburð
unum í sögu Gibraltar er um-
átur Spánverja um virkið
1779—1783. Spánverjar höfðu
um 400,000 manna lið gegn
7,000 manna setuliði. Umsátin
stóð svo að segja óslitið í þrjú
ár, en virkið var ekki unnið.
Foringi varnarliðsins var Sir
George Augustus Elliot, síðar
Heatfield lávarður.
Gibraltar hefir mikla þýð-
ingu í augum Mussolinis. ítalir
þurfa að fá flutt um Gibralt-
arsund margar nauðsynlegar
innflutningsvörur, einkum ben-
sín og matvæli, en Gibraltar-
sunds er gætt dag og nótt og
um sundið fer enginn nema
með leyfi Breta.
„Markmið og leiðir“, eftir
prófesor Aldous Iluxley. —
íslenskað hefir dr. Guðm.
Finnbogason.
etta kann að þykja mikið sagt
um eina bók, að hún sje sú
ágætasta, sem iit hefir komið hjer
á landi síðustu áratugina. En hver
maður hefir þó leyfi til þess að
segja álit sitt. Blíkri bók er erfitt
að lýsa, því híín er sennilega ein
hin altækasta og efnismesta bók,
sem þessi mikla bókmentaöld hef-
ir í heiminn borið. Margir munu
skrifa um hana og þannig kann
almenningi að síðustu að gefast
sæmileg heildarmynd af henni, en
hætt er við, að hver einstakur
mikli það helst sem honum vex
mest í augum í þessu glæsilega
ritverki. Hiin er heill heimur speki,
djúphygli, fróðleiks og mikil-
vægra sanninda. Hinn snjalli þýð-
andi bókarinnar, dr. Guðmundur
Finnbogason, sagði við mig, að
hún væri „frá upphafi til enda
skrautlaus röksemd“.
I meira en hálft ár hefi jeg
gætt mjer á því að lesa þessa bók,
brunnið af löngun eftir að fá hana
á íslensku, og áræddi seinast að
færa hana í tal við dr. Guðmund
Finnbogason og fleiri fjelaga
Mentamálaráðs. Það var óneitan-
lega skemtilegt að Mentamálaráð
skyldi nú hefja útgáfustarfsemi
sína á ný með þessu merkilega
verki. Enga bók hefi jeg fyrir-
hitt síðustu áratugina, sein jeg
te] heppilegri og þýðingarmeiri
fyrir nútímamenningu, en einmitr;
þessa. Hvílík heilsulind fyrir sál-
arsjúk'Ieik yfirborðsmenningar og
tilfinningaofsa öfga- og heittrúar-
stefnanna. Bókin skorar alla lmgs-
andi og greinda menn á hólm við
aig. Hinir liafa ekkert með hana
að gera, en hugsandi menn og
greindir vilja flestallir teljast, og
jinunu því margir hnýsast í bók-
na. Það borgar sig líka, því þang-
að má sækja auðlegð. Bókin er í
raun og veru. hinn prýðilegasti
skóli, sem meira gildi hefir fyrir
hið hagkvæma líf, heldur en marg
ur hinna.
Þetta, er nú aðeins vitnisburður
minn um bókina .Enn hefi jeg
ekki reynt að segja frá efni henn-
ar, og er jeg þar mjög hikandi,
því jeg gæti auðveldlega skemt
fyrir henni, þótt jeg reyndi að
benda á þann rauða þráð bókar-
innar, sem mjer finst mikilvæg-
astur.
Eins og há fjöll sjást úr mikilli
fjarlægð, svo er um mikla menn.
Það þarf jafnve'l ekki bókfróða
,menn til þess að kaonast við þessi
nöfn: Thomas Huxley, Julian
Huxley og Aldous Huxley. Allir
hafa þessir frændur verið lær-
dómsmenn miklir, rithöfundar og
vísindamenn. Þeir eru ekki fyrst
og fremst postular tilfinninganna,
heldur talsmenn raunveruleikans,
þekkingarinnar, fróðleiksins og
sannLeikans.Ekki mundi heimurinn
kalla ]>á trúmenn á almenuan mæli
kvarða, en þeir hljóta að vera
trúaðir á lífið og eflífa mögu-
leika þess. Aldous Huxley er höf-
undur bókarinnar, sem jeg er að
tala um'. Hann er þegar heims-
Efflir A.
kunnur rithöfundur og fræðimað-
ur, skáld og vísindamaður. Á höf-
undarins eigin máli heitir bókin:
„Ends and Means“ — Markmið og
leiðir.
I upphafi bókarinnar getur höf-
undui-inn þess, að í þrjú þúsund
ár hafi menn yfirleitt verið sam-
mála um markmiðið — hið eftir-
sótta og ákjósanlega takmark
mannkynsins og menningar þess.
Alt frá dögum Jesaja til Karl
Marx hafi spámenn þjóðanna tal-
að sem einn maður um gullöld
vonanna, að þar .muni ríkja: rjett-
læti, friður, frelsi og bróður-elska.
A'llir sammála um takmarkið. Það
er bræðralag manna á jörðu, en
— leiðimar, þær eru margar og
þar skifta skoðanir manna og
þjóða þeim' í harðvítuga andstöðu-
flokka. Höfundurinn leiðir svo les-
ara sinn út á þessar mismunandi
leiðir, sem flestar bera eitthvert,
„isma“-nafn, og vekur það undr-
un og aðdáun lesarans, hve víð-
tæka þekkingu höfundurinn á á
öllum þessum mismunandi leiðum.
llann virðist vera kunnugur öll-
um „ismum“ veraldarinnar. Þar er
rætt af víðsýni, þekkingu og næm
Um skilningi jafnt um kristindóm,
Búddatrú eða kenningu, dulspeki
og raunvísindi, kommúnism'a og
fasisma, Ilitlerisma og lýðræði,
viðskifti, atvinnumál og stórpóli-
tík, einnig- um uppeldi og hinar
innri hliðar vandamálanna og
dýpri rök tilverunnar. Hann er
ekkert feiknari yið að gagnrýna
sína eigin þjóð og afglöp hennar,
heldur en öfgastefnurnar með
hættum þeirra og ofsafengi. En
höfundurinn gerir meira en að
gagnrýna, bók hans er jákvæð og
slcapandi. Hún bendir á hinar á-
gætustu leiðir. Og þar er ekki að
ræða um einhverja hugmynda-
þoku milli hiœins og jarðar. Nei,
höfundurinn. hefir fasta jörð und-
ir fó/um. Ilann kemur töluvert
inn á skipulagningu atvinnumála
og viðskifta og annara stórmála,
sem þjóðunum hefir enn eltki tek-
ist að gefa viðunandi jafnvægi.
Prófessor Iluxley varar við
þeirri hugsanavillu, sem vel
mætti kallast villutrú, að álíta
lausn vandamálanna Íiggja í ein-
liverju einu, og aðeins einu. En
við þessu hefir mönnum og þjóð-
um löngum hætt. Lausnin er auð-
vitað fólgin í mörgu, en þeir
mörgu þræðir renna þó saman í
eitt, er höfundurinn nefnir sem
hið einasta bjargráð framtíðar-
menningarinnar. Og þetta. tel jeg
vera hina skemtilegustu athugun
þessa lærdóms og vísindamanns
í umræddri bók. Hann segir, að
einasta og öruggasta bjargráð
menningarinnar hljóti að felast í
því, að þjóðunum takist að ala
upp „the Ideal Man“, — hinu
rjetta og ákjósanlega maon. Það
er erfitt, segir höfundurinn að
finna eitthvert eitt orð, er rjetti-
lega lýsi þessum .manni, eða sje
heppilegt nafn á honum, en jeg
mundi helst kalla hann „The Non-
attached Man“, hinn óháða, al-
lelöir
Iluxlcy
frjálsa og sjálfstæða mann. Eu
til þess að maðurinn geti verið
/alfrjáls og óháður fjötrandi stefn-
um, fjötrandi nautnum og hinni
óæðri tilveru, verður hann að
vera háður einhverju, sem er
manninum æðra eða meira —*
„Attached to something greater
than Man himselF ‘.
Spámenn þjóðanna og hinir
mestu hugsuðir þeirrra, segir höf-
undurinn, verða að vera „Arki-
tektarnir“. Þeir verða að gera.
uppdráttinn að húsinu, það er:
skapa hina fegurstu og ágætustu
mynd af menningu og siðgæði,
sem keppa ber að, en samkvæmt
þeirri mynd, eða þessum upp-
drætti, verða svo sm'iðirnir að
l*yggja húsið, það er uppalararnir
að annast þjóðar og einstaklings
uppeldið. En með þetta fer höf-
undur bókarinnar snildarlega og
kemur þar fram bæði sem hug-
isjónamaður og raunsær vísinda-
maður.
I seinni tíð hefir allur heimur-
inn verið að svipast um eftir mönn
jim — miklum mönnum, er leyst
gætu þjóðirnar frá þjáningum.
styrjakla, atvinnuleysis, fjárhags-
vandræða og annara þrenginga,
og miklir nrenn þjóðanna hafa ver
ið að svipast um eftir bjargráð-
um. Aldous Huxley hefir komið
auga á rjetta manninn — „The
Tdeal Man“, og hið áægtasta
bjargráð, og það er sönn nautn
að lesa bók hans um þessi vanda-
mestu viðfangsefni mannsandans.
Sennilega þykir óðagotum vegur
sá, er höfundur bókarinnar vísar,
seinfarinn, en mannkynið á sjálf-
sagt ekki völ á öðrum leiðum til
farsældar.
Að lokum leyfi jeg mjer aS
liafa eftir örfá orð, er blaðið „The
Peetator“ segir um bókina:
„Þetta er bók, sem á skilið aS
vera lesin, og lesin aftur og
ígrunduð .... Þar fer sama»
hið mesta vitsmunalega afrek,
yfirburða þekking og athugun á
hinum algildu og æðstu sannind-
um, og hin ítrasta hreinskilni á
sviði tilfinninga og listar. Þetta,
sem á voruím; dögum er heimsíns
brýnasta þörf“.
Pjetur Sigurðsson.
Fyrstu árin
Guðrún Jónsdóttir fri
Prestkbakka: Fyrstu ár-
in. ísafoldarprentsm. h.f.
jer er sagt, að höfundur
þesarar bókar sje ung
stúlka og að líkindum er þetta.
hennar fyrsta ritsmíð.
f bókinni er lýst sálarlífi lítils
drengs, alt frá því að meðvitund-
in vaknar til fullra 9 ára aldurs,
ásamt umhverfi baxnsins og áhrif-
um þess á sál og líkama. Og þetta
er gert af svo mikilli hlýju og
skilningi, að drengurinn, verðnr
góður vinur les. ekki síður en amm
an f litla leyndardómsfulla horn-
,inu, sem sefur í brúnmálaða lausa
TBHJOL A 5JÖTTTJ SÍÐU.