Morgunblaðið - 14.09.1940, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 14.09.1940, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Laugardagur 14. sept. 1940. Bifreiðarstjóri með meira prófi og bílaviðgerð armaður, geta fengið atvinnu. - Afgr. vísar á. Reykjavík - Akureyri Tlraðferöir alla daga. BifreiðastöQ Akureyrar. Bifreiðastöð Steindórs B.S.I. Símar 1540, þrjár línur. Góðir bflar. Fljót afgreiðsla. REFUR ^telur KINDUM SLÆM OLÍA STELUR BENSÍNI og gerir tílakstur dýrari. Veedol dregur úr bensin- eyðslu með því að gera stimpla og ventla þjetta og liðuga, og útiloka óþarfa mótstöðu. Þúsundir manna um allan heim nota þessa ágætu olíu til þess að fá meira upp úr bílnum. KAUPIÐ VEEDOL, SPARIÐ BENSÍN MOTOR OIL THE EXTRA MILEAGE MOTOR OIL... DREGUR ÚR BENSÍNEYÐSLU. )) BteiHm RUC 1 / 99 BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUKTLAÐINU. Bræðslu á Hjalleyri hælt Bræðslu í Hjalteyrarverksmiðju er nú lokið. Hefir alls verið unnið þar úr 261 þúsund málum á síldarvertíðinni í sumar. Síðasta skipið, sem landaði á Hjalteyri, var Kitty Wake í fyrradag, 53 málum. Þjóðverjar fljúga yfir þær Sjerstakt eftirlit með fjárrekstrum til bæjarins Ríkisstjórnin hefir í samráði við Dýraverndunarfjelagið ráðið Sigurð Gíslason lögreglu- þjón til að hafa eftirlit með og aðstoða sveitamenn við fjár- rekstra til bæjarins í haust. Morgunblaðið sneri sjer í gær til Sigurðar og spurði, hvaða ráð- stafanir hann myndi gera í þessu nýja starfi sínu. Sigurður sagði m. a.: — Bins og kunnugt er, er um- ferð nú svo mikil um vegina, að ótækt er með öllu að reka fje eft- ir aðalvegunum. Þessvegna hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að fje, sem rekið verður austan *>7fir fjall, verði rekið um gamla Hellisheið- arveginn og niður Hellisskarð hjá Kolviðarhóli. Verður vegurinn lagfærður og varðaður vel til þess að minni hætta verði á að menn villist, ef þoka er á fjall- inu. Frá Kolviðarhóli fara rekstr- arnir niður með Húsfnúla, norðan til í Vötnumim og niður að Lög- bergi. Frá Lögbergi verðu# rekið með fram aðalveginum og verða girð- ingar meðfram veginum væntan- lega fluttar til. Frá Elliðaám verður rekið yfir Sogaveginn niður Háteigsveg og niður á Ilringbraut. Lögregluþjónar verða á „hættu- svæðum“, éða þar sem óhjá- kvæmilegt er að reka yfir sjálf- an þjóðveginn, til að leiðbeina og koma í veg fvrir slys. Munu um lögreglrrþjónar vérða við það starf. Fjárrekstrar úr Grímsnesi, Þingvallasveit og Laugardal verða að fara gamla Þingvalla- vegirrn og koma rriður hjá Geit- hálsi, þar sem svó mikil umferð er á Mosfelissveitarveginum, að óhugsaíidi er að fara þar um meö stóra fjárrekstra. Að lokum sagði Sigurðrrr Grsla- son frá því, að aðairekstrar hyrj- uðu npp úr 20. þ. m. Mun hafa verið farið fram á við bændur, að reir hafi rekstra ekki stóra í haust. í fregn frá 'London í gærkvöldi er skýrt^frá því, að þýsk flugvjel liafi flogið á loftbelgjagirðingu við borg eirra á suð-austurströnd Eirglarrds og hrapað. En áður hef- ir þess, ekki verið getið, að þýsk- ar flugvjelar hafi flogið á ioft- belgjagirðingar r Englandi, held- ur fara þær venjulega svo hátt, að þær eru yfir þeim. Búlgarar þakka Bretum > endiherra Búlgara í Lond- I on hefir vottað bresku stjórninni þakkir fyrir hina vn- samlegu afstöðu, sem hún 4ók í sambandi við endurheimt Búlg- ara á Suður-Dobrudja. Nýr forseti í Mexico Kjörnefnd þingsins í Mexico úrskurðaði í gær Cama- cho rjettkjörinn forseta í land- inu. Kjörnefndin upplýsti, að Camacho hefði hlotið í kosning- unum í júlí siðastliðnum 2Vá miljón atkvæða, en andstæð- ingur hans Amanzan hershöfð- ingi hefði hlotið aðeins 150 þús. atkvæði. Amanzan, sem nú dvelur í Bandaríkjunum hafði lýst yfir því, fyrir nokkni, að hann myndi vjefengja tölur kjör- nefndar þingsins, þar sem nefndin myndi falsa tölurnar. Nokkru síðar Ijet hann fylgis- menn sína úrskurða sig rjett kjörinn forseta í Mexico. Camacho tekur við af Carde- nas, sem verið hefir forseti und- anfarin ár. Camacho var studdur af Car- denas við forsetakosningarnar, en Amazena af andstæðingum Car- denas. Hússtjðrn GúQtempt- arareglunnar í Rvik stefnir AlþýQublaQinu ¥ frásögn Alþýðublaðsins um fjársvikin hjá „Dagsbrún“, var Góðtemplarareglan bendluð við það á óviðeigandi hátt, og því jafnvel dróttað að henni fyrst í stað, að þar hefði orðið sjóðþurð og Einar Björnsson „staðið að“ henni. Síðar er sagt frá því, að þetta hafi að vísu ekki verið hjá Stórstúkunni, heldur hafi Einar skuldað hús- byggingarsjóði Reglunnar, og það sje ekki nema „formsatriði“ hver sjóðurinn sje. Blaðið virðist og gefa í skyn, að forráðamenn þess sjóðs hafi gengiS svo hart að Einari með borgun, að hann hafi neyðst til þess að grípa til þess óyndis úrræðis að stela fje úr sjálfs sín hendi til að greiða skuldina. Þá ásakar hlaðið hússtjórnina um að hafa lánað Einari fje í heimildarleysi. Út af þessum dylgjum og öðrum fleiri ummælum hefir Hússtjórn ! Reglunnar í Reykjavík höfðað mál gegn ritstjóra Alþýðublaðsins. Hið sanna í máli þessu er að Hús- stjórnin keypti seint á árinu 1938 vel trygðan víxil af Einari BjörnssynL Mun hún rjettilega hafa litið svo á, að henni væri heimilt að ávaxta nokk- uð af fje hússjóðs á þann hátt. Víx- illinn var framlengdur nokkrum sinn- um eins og gerist og gengur, en í febrúar s. 1. greiddi Einar hann að fullu og kvaðst hafa fengið bankalán til þess. Var þá víxill þessi úr sögunni þangað til Alþýðublaðinu þóknaðist að draga hann, á þenna leiðinlega hátt, inn í frásögu sína af sjóðþurð- inni í Dagsbrún. % Önnur málaferli hafa líka risið í sambandi við sjóðþurðarmálið. Hefir stjórn Alþýðuflokksins og Alþýðu- sambandsins stefnt Hjeðni Valde- marssyni fyrir aðdróttanir í blað- inu „Nýtt land“ um það að eitthvað af fjenu, sem Einar tók úr sjóði Dagsbrúnar hafi runnið til Alþýðu- sambandsins. Og enn fremur hafa þessir aðilar stefnt blaðinu „Vestur- landi“ á ísafirði fyrir ummæli í sam- bandi við frásögn um sjóðþurðina í Dagsbrún. Hermann Göring Pað var ranghermt í blaðinu í gær, að Hermann Göring hefði skipulagt flugmál Svía á ár- unum 1920—1921. Charge d’affairs Svía á íslándi, hr. Otto Johansson, hefir leitt at- hvgli vora að því, að Göring hafi aldrei haft nein skipulagsmál mcð höudum í flugstjórn Svía, en ár- in sem hjer um ræðir starfaði hann í Svíþjpð sem flugmaður í sænskum samgönguflugvjelum. Fræðsluvika i á Akureyri Frá frjettaritara vorum. Akureyri í gær. Agúst Sigurðsson, kandídat í norrænum fræðum hefir ver- ið hjer á Akureyri til að undir- búa kenslu í vetur með náms- flokka fyrirkomulagi. Húsrúm er fengið fyrir kensl- una í Mentaskólanum. Fræðsluvika verður haldin 2.— 6. október á Akureyri og flytja þá eriiidi prófessor Sigurður Nor- dal, Jakob Kristinsson fræðslu- málastjóri og Árni Friðriksson magister. Forstöðti fyrir námsflokkakðnsl- unni í vetur hefir Steindór Stein- dórsson. I. og II. flokkur. Æfing í kvöld kl. 6 á íþrótta- vellinum. *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.