Morgunblaðið - 21.09.1940, Page 5
A að láta hungurvofuna
sverfa að Evrópuþjóðunum?
Höfundur þessarar greinar er breskur þingmaður, R. Hon.
J. R. Glynes. Hann hefir um mörg ár starfað að matvælaeftir-
liti fyrir breska ríkið og var um eitt skeið aðaleftirlitsmaður
matvælabirgða ríkisins. — Grein þessi er rituð í tilefni af um-
ræðum, sem urðu í breskum blöðum nú fyrir skömmu, út af
yfirlýsingu Bandaríkjanna um yfirvofandi hungursneyð á meg-
inlandi Evrópu næstkomandi vetur. Voru sumir þeirrar skoð-
unar, að Bretum bæri að ljetta hafnbanninu af.
Xaugardagur 21. sept. 1940.
*j Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavtk.
í Rltstjðrar:
Jðn Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.),
, Auglýsingar: Árni Óla.
| Rltstjðrn, auglýsingar og afgreiBsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuBi
; innanlands, kr. 4,00 utanlands.
1 lausasölu: 20 aura elntaklB,
25 aura meB Lesbðk.
Frílistinn
Hinn nýi frílisti, sem boðað-
ur hafði verið er nú
Ikominn út. Samkvæmt honum
losna mjög margar vörur undan
viðjum haftanna, en þó því að-
eins, að hægt sje að greiða þær
með sterlingspundum. Með þess-
ari rýmkun á höftunum er stigið
stórt spor í rjetta átt.
Viðhorf Sjálfstæðisflokksins
til haftanna hefir verið ljóst
frá upphafi. Hann hefir litið á
höftin sem neyðarráðstöfun,
sem ekki væri hægt að komast
undan meðan þjóðina skorti er-
Jendan gjaldeyri. Engar skýrsl-
ur hafa verið birtar á þessu ári
um afkomuna út á við, en vitað
er, að hún hefir stórum batnað
■og að þjóðin hefir eignast álit-
legar inneignir í Englandi.
Með þessari breyttu aðstöðu
'hlaut krafa Sjálfstæðisflokks-
ins að verða sú, að nú yrði rýmk,
að verulega á höftunum. Aðrir
flokkar, sem að ríkisstjórninni
standa, höfðu einnig tjáð sig
fylgjandi því, að slakað skyldi
á höftunum jafnóðum og gjald-
• eyrisástæður leyfðu. Þetta kom
skýrt fram í sameiginlegri yf-
írlýsingu þjóðstjórnarinnar þeg-
ar hún tók við völdum. Af þessu
er ljóst, að ríkisstj órnin gat
«ekki lengur daufheyrst við
kröfu Sjálfstæðismanna um
verulega rýmkun haftanna.
Og nú er hinn nýi frílisti kom
:inn. Hann er stórt spor í rétta
átt og með honum er viðurkent
það sjónarmið Sjálfstæðis
manna, að höftin eigi ekki að
vera stundinni lengur en brýn
nauðsyn krefst, vegna gjald-
• éyrisástandsins. Má vænta þess,
að hjer eftir verði ekki vikið
frá þessu sjónarmiði, sem er
hið eina rjetta.
Deila má sjálfsagt óendan-
lega um það, hvort ekki sje of
skamt gengið með þessum nýja
frílista stjórnarinnar. Og víst
-er, að meðan jafnvel nauðsyn-
legasta vefnaðarvara og búsá-
höld eru ekki gefin frjáls, verð-
ur þjóðin ekki ánægð. Er þess
fastlega að vænta, að brátt
verði ráðin bót á þessu.
En þrátt fyrir þessa ann-
marka á frílistanum, ber að
fagna þeirri stórfeldu steínu-
breytingu, sem mörkuð er með
honum. Verði gjaldeyrisaðstað-
an góð áfram, má vænta við-
bótar á frílistann, áður en
langt líður. Mikil bót er það, að
þó að frílistinn sje í bili ein-
skorðaður við Bretland, verður
hann einnig látinn ná til annara
landa, sem taka greiðslu í pund-
um. Þetta getur haft mikla þýð-
ingu fyrir viðskiftin við Kanada
og Portúgal, sem vafalaust
■ taka greiðslu í pundum og hafa
: á boðstólum margskonar vörur
fyrir okkur.
Nefnd sú í Bandaríkjun-
um, sem kölluð er „Mat-
vælaúthlutunarnefnd Ev-
rópu“ og; sem skipuð er ýms- -
um merkustu og áhrifamestu
mönnum í Vesturálfu, hefir
lýst því yfir opinberlega, að
líkindi sjeu til þess, að 18
miljónir manna komi til að
líða matarskort á komandi
vetri í löndum þeim, sem
Þjóðverjar hafa hernumið.
Tölur þessar byggjast á ná-
kvæmum rannsóknum viðurkendra
sjerfræðinga í þeim efnum og
mun óhætt að ganga út frá að
þær sjeu rjettar.
Bretland verður nú að skera úr,
livort það vill ljetta af hafnbanni
því, sem floti vor heldur uppi á
meginland Evrópu — og tapa þar
af leiðandi stríðinu — eða hvort
það vill hinn kostinn, að halda
því áfram, og jafnvel herða á því,
og taka með því á sig ábyrgð af
styrjöld þeirri, sem nú geysar í
Evrópu.
Tíitler rjeðist inn í Pólland og
tók með því á sig ábyrgð af stýrj-
öld þeirri, sem níi geysar í Ev-
rópu. Síðan rjeðist hann með vægð
arlausri villimensku á varnarlaus,
viðurkend hlutleysisríki, Dan-
mörku, Noreg og Holland. Hann
sló Belgíu niður. Með ógurlegri
grimd, sem ekki hefir átt sinn
líka síðan Húnar fóru pm lönd
með blóði og eldi, ruddist hann
inn í Frakkland, með þvílíkum
ógnum og blóðbaði á óbrej ttum
borgurum, að landið gafst upp, án
þess að meginhluti hins mikla
franska hers hefði svo mikið sem
dregið sverð úr sliðrum. Þessi
maður bendir nú til þjóða þeirra,
sem hann hefir sjálfur látið brytja
niður, og reynir að koma sökinni
af vandræðum þeirra yfir á oss.
Þýkaland hefir hrifsað
til sín matvæli Evrópu-
landanna.
Danmörk, Noregur, Holland,
Belgía og Frakkland höfðu búið
sig vel út með matvælabirgðir,
áður en þau urðu undir járnhæl
Þýskalands. Hvar eru þessar mat-
mælabirgðir nú?
Þær hafa verið fluttar til
Þýskalands, með öllum þeim far-
artækjum, sem náðst hefir til.
Ekki eingöngu allar varabirgðir
landanna, heldur einnig uppskera
af ökrum í löndum þeim, sem
ráðist hefir verið inn í, hefir
hlífðarlaust v.erið gerð upptæk og
flutt á burt. Ennfremur hafa
miljónir hermanna verið fluttir
inn í þessi lönd, og þeim ætlað
að lifa á framleiðslu landsmanna.
Þett-a gegndarlausa rán á birgð-
um og slátrun alidýra í herteknu
löndunum hefir fylt upp i hin
hálftómu forðabúr Þýskalands í
bráðina — en þó aðeins af skorn-
um skamti.
Amerískur blaðamaður, sem ný-
kominn er heim frá Þýskalandi,
gefur skýrslu um vikuskamt
])ann, sem þýskum borgurum er
ætlaður;
Kjöt 10 únsur á viku (1 enskt
pund = 12 únsur), mjólk 35
únsur, sykur 3 únsur, marmelaði
3% únsur, kaffi eða te 2 únsur,
fita 2 únsur, brauð é1/^ pund á
viku, kartöflur 7%.
Fatnaður er mjög takmarkaður
og er fataefni ofið úr jurtatrefj-
um. Ef hermannaföt þýsks her-
manns vökna, hleypur ermin nærri
því upp undir olnboga. — Þá er
það enn að athuga, að matur er
jafnvel rninni en ætla mætti af
því, hvað skamtað er, því margar
af fæðutegundunum, sem skamt,-
aðar eru, er ófáanlegar vikum
saman og kjötið er oft hrossa-
kjöt.
Veturinn fer í hönd og útvarp-
ið þýska hefir þegar tilkynt, að
matarskamturinn verði enn færð-
ur niður. Ný vandræði hafa skap-
ast nieð því, að nú hefir verið
bannað að brenna viði í þýskum
borgum, en í flestum þýskum hús-
um er hitað upp með viðarofnum.
Þá munu Þjóðverjar komast að
raun um — hið sama, sem jég
fjekk vitneskju um, þegar jeg var
eftirlitsmaður matvæla hjer um
árið — að fólk, sem skortir hita,
þarf meiri mat.
Utan Þýskalands .er útlitið
jafnvel ennþá ískyggilegra. Sam-
anlögð íbúatala Noregs, Danmerk-
ur, Hollands, Belgíu, Frakklands
og Ítalíu er yfir 110 miljónir. Ár-
ið 1928 fluttu þessi lönd inn 31
miljón kvartsekkja af kornvöru,
hveiti, mais, bygg og hafra. Þar
af voru 12 milj. 750.000 kv.s. ó-
malað hveiti til manneldis. \Að
auki voru fluttir inn 1 milj. 500
þús. kv.s. af fínu hveiti. — í þess-
ari upptalningu er ekki meðtalið
skepnufóður, fóðurkökur, nje ann
að þess liáttar — en af því flutti
Danmörk ein inn 1 miljón tonna
árið 1938.
Hvernig skyldi nú afkoman
verða í þessum löndum í ár, eftir
eitt versta uppskeruár, sem sögur
fara af í Evrópu ? Því innflutning
fá þau — engan! Rússland getur
enga kornvöru flutt út, því á-
standið þar er ennþá hræðilegt,
vegna slæms skipulags. Donár-
löndin, sem undir venjulegum
kringumstæðum eru bestu korn-
ræktarhjeruð í Evrópu, urðu mjög
hart úti vegna harðindanna síð-
astliðinn vetur. Júgóslafía er und-
ir eðlilegum kringúmstæðum eitt
af mestu hveitilöndum Evrópu. í
ár hefir verið flutt þar inn korn í
stórum stil. Nýskeð keyptu Júgó-
slafar 10.000 tonn af maís frá
Búlgaríu.
Vjer verðum að muna það, að
* vegna hernaðarástandsins hafa
Balkanlöndin þurft að hafa mik-
inn herafþi vígbúinn, svo við
liggur, að jafnmikill her liafi
verið undir vopnum í þeim lönd-
um alt síðasta ár og ef þau hefðu
sjálf átt í ófriði. Af því leiðir, að
miljónir bænda og verkamanna
hafa verið teknir burt frá land-
búnaðinum og frá vinnu á ökrun-
um.
Það er nú á allra vitorði, að
æfintýrabraskið, sem Mussolini
stendur nú í í Afríku, fór hanu
út í af ótta við óeirðir í Ítalíu á
komanda vetri, vegna matarskorts.
II Duce verður að geta klófest
kornforðabúrin í Egyftalandi —
ef það ekki. tekst, eru dagar hans
taldir. —
Jeg hefi ástæðu til að halda,
að liann eigi eftir að verða fyrir
óþægindum í Norður-Afríku. En
ef það skyldi nú samt verða —
sem lítil líkindi eru til — að ít-
alskur her nái yfirtökunum í
Egýftalandi, þá mundi þó ekkert
korn falla þeim her í hendur. Það
er auðvelt að eyðileggja kornvör-
ur. Og það er engum erfiðleikum
bundið að flytja þær úr landi.
Bréski flotinn heldur ennþá Mið-
járðarhafinu úndir skugga fall-
byssukjafta sinna.
Það, var ennþá eitt atriði, sem
Bandaríkja-nefndin fyrnefnda
veitti athygli. Bændurnir í her-
numdu löndunum halda niðri
framleiðslunni vúljandi og með
ráðnum hug. Þeir neita að rækta
meir, en þeir þurfa sjálfir, til
framfæris sjer og f jölskyldum sín-
um.
Ilitler á ennþá eftir að læra og
reyna hverju þetta getur til leið-
ar komið. Ljósasta dæmið af því
tagi ltom fyrir í Bússlandi, þegar
sveitafólkið evðilagði framleiðsl-
una, sem umfram var eigin þarfir,
til að vinna á móti ríkisrekstri
búgarðanna. Það má senda her-
menn á staðinn til að fást við
þessháttar vandamál. En hermenn
geta ekki annað en hleypt af vjel-
byssum á fólkið, Vjelbyssuskot-
hríð gerir hvorugt, að hleypa vexti
í kornið á ökrunum, nje fita bú-
peninginn. — Já, ameríska mat-
vælanefndin hafði- gild rök fyrir
sínum alvöruþrungnu ályktunum.
Hoover, fyrv. Banda-
ríkjaforseti ráðlagði
hafnbann árið 1918.
Forseti nefndarinnar er hinn
víðfrægi og reyndi starfsmaður í
mannúðarmálum, herra Herbert
Hoover. Ilann var eftirlitsmaður
matvælabirgða í Bandaríkjunum
í síðasta stríði og hann kom hing-
að til London 1918, þegar jeg
var matvælaeftirlitsmaður hjer.
Ilann hefir altaf verið raunsæis-
maður. Hann yissi um eymdina,
sem hafnbannið var þá farið að
valda í Þýskalandi, en hann hik-
aði ekki eitt augnablik við að ráð-
leggja að halda því áfram. Þá var
ekki um jafn umfangsmikið fyrir-
tæki að ræða sem nú. Þá svelt-
um vjer inni Þýskaland, Austur-
ríki og lítinn hluta af Belgíu. Nú
er um að ræða, hvort vjer eigum
að svelta inni mikinn hluta af
meginlandi Evrópu.
Jeg get fullyrt það, að vjer
munum aldrei ljetta af hafnbann-
inu, fyr en vjer höfum komið
Þýskalandi á knje, svo að það
grátbiður um frið þann, sem það
sjálft hefir illu heilli rofið.
Ef vjer hleypum matvælaskip-
um inn á hafnir sigruðu þjóðanna,
hvaða afleiðingar verða af þvíf
Getur nokkur maður ímyndað
sjer, að hlutlansu fórnarlömbin
bragði spónfylli af þeim mat? —
Aldrei! — Sá matur mundi fara
beina leið í forðabúr þýska hers-
ins, til að ala fluglið það, sem
nætur og daga lætur sprengjum
rigna yfir borgir vorar — og
handa kafbátsmönnum, sem
drekkja saklausum sjófarendum
fyrirvaralaust.
Yel má vera, að „leynivopn"
Hitlers sje þessi ógnun lians um,
að miljónir saklausra manna muni
deyja úr sulti á komandi vetrí,
ef herskip Breta leyfi ekki matar-
flutninga um höfin. Vjer þurfum
ekki að óttast nein leynivopn.
Vjer tökum ekki á oss ábyrgð af
villimensku Hitlers gagnvart þjóð
um þeim, sem hann liefir undir-
okað, í löndum, þar sem hann
hefði aldrei átt að stíga fæti. Ef
hann óskar af -heilum hug, að
þjóðir þessar fái matvæli, þá ber
honum að flytja heri sína úr fyr-
ir landamæri þeirra. Þá — en ekki
fyr — munum vjer sjá um, að
þær fái þann mat, sem þær þarfn-
ast. Hvorki kvartanir nje hótan-
ir munu koma því til leiðar, að
vjer víkjum um fet frá hafnbanns-
aðgerðum vorurn, til að útvega
mat, sem Þjóðverjar mundu stela,
eins og þeir þegar hafa stolið
varabirgðum þjóða þeirra, sem
þeir hafa lagt undir sig.
Hvað mun Ameríka segja við
þessari einörðu ákvörðun?
„Sam frændi“ er góðlátlegur
náungi. Hann er gjafmildur við
þá, sem eru þurfandi. En hann er
fljótur að reiðast við þá, sem
valda óþörfum þjáningum eða
sýna miskunnarleysi.
Setjum svo, að áframhald á
hafnbanni voru verði til þess, að
Ameríkumenn snúist á móti oss.
Jeg á bágt með að trúa því. Jeg
hald, að þjóð sú, sem hjálpaði til
að herða á haínbanninu á meðan
jeg var matvælaeftirlitsmaður,
muni sjá hver nauðsyn ber til, að
halda hafnbanni áfram nú. Ame-
ríka veit, hvað er í húfi. Ög það
er ekki óviðkomandi öryggi Ame-
ríkn.