Morgunblaðið - 21.09.1940, Page 8
Laugardagur 21. sept. 1940-
r 1
1—2 HERBERGI
og eldhús óskast 1. okt. —
Sími 5908.
Ferð
30. dagur
Kanaríeyja ....
Eftir A. J. CRONIN
K. F. U. M.
Almenn samkoma annað kvöld
kl. 8 y2. Síra Sigurjón Árnason
frá Vestmannaeyjum talar. All-
ir velkomnir.
MINNINGARSPJÖLD
Barnavinaf jel. „Sumargjafar“
eru seld í verslun Augustu
Svendsen, Aðalstræti 12.
Hin vandláta húsmóðir notar
BLITS
í stórþvottum.
BLANKO
fægir alt. — Sjálfsagt á hvert
heimili.
NOKKRAR KÝR
til sölu, vegna heyleysis, bæði
snemm- og miðsvetrar-bærar.
A. v. á.
„Loksins er jeg hjer“, hugsaði
hann. „Loksins get jeg aðhafst
eitthvað".
Hann beið ekki boðanna. Dyrn-
ar á næsta húsi voru opnar og án
þess að hika gekk hann inn í
uppljómaða herbergið. Um leið og
hann kom inn, rjetti stúlkan úr
sjer, sem hafði verið að aðstoða
unga bóndastúlku, sem lá í einu
horninu. Hún sneri sjer við og
stóð gegnt honum og rak upp
undrunaróp. Stúlkan var Susan
Tranter.
18. kapítuli.
Tveim dögum fyr hafði Marv
Fielding horft á Aureola sigla út
úr Orotavaflóanum. Standandi á
svölum San Jorge, með vind og
regn lemjandi í andlitið, hafði
hún horft á skipið hverfa í
mistrið.
Þegar það var horfið sjónum
fór hún bin í herbergi sitt, sem
var mjög smekklegt og settist.
BARNARÚM
til sölu Hverfisgötu 73.
NÝA FORNSALAN,
, Aðalstræti 4,
Kaupir allskonar húsgögn og
karlmannafatnað gegn stað-
greiðslu.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
kept daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
síma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
KÁPUBÚÐIN
Laugaveg 35. Úrval af kápum
og Swaggerum. Einnig fallegar
kventöskur.
FRAKKAR og SVAGGERAR
fyrirliggjandi í miklu úrvali.
Guðm. Guðmundsson, klæð-
skeri. Kirkjuhvoli.
KAUPIR OG SELUR
húsgögn, bækur o. fl. Fornsal-
an, Hverfisgötu 16.
/>
v feiíjjeirsSkúlasonar
Yiichersundi 3 Sími 5908
SPARTA-DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi.
DUGLEGUR MATSVEINN
óskar eftir atvinnu, helst á
matsöluhúsi, nú þegar. Uppl. í
síma 3565.
TEK ÞVOTTA
og hreingerningar. Elín Þor-
björnsdóttir. Sími 4895. Njáls-
götu 110.
HARÐFISKSALAN
Iwergötu, selur góðan þurkaðan
ealtfisk. Sími 3448.
HREINGERNINGAR.
Pantið í tíma. Guðni og Þráinn.
Sími 5571.
STÚLKA
sem vildi fá sjer hæga vetrar-
vist fyrir sanngjarnt kaup, ósk-
ast til húsverka hjá einstæðum
manni, sem býr í góðu húsnæði
neð rafmagnseldavjel og öðrum
þægindum. Tilboð með upplýs-
ingum um fæðingarstað, aldur,
kaupkröfur og ástæður, sendist
með utanáskrift: Pósthólf 75,
Hafnarfirði.
JCem£cv
KENNI ENSKU,
dönsku og bókfærslu. Friðgeir
Skúlason, Fischersundi 3.
SkipxiS-furtfUð
TAPAST HEFIR
grænn kvenhattur úr Austur-
stræti og niður að Fagranesi.
Finnandi vinsamlegast beðinn
að skila til matsveinsins á
Fagranesinu, gegn fundarlaun-
um.
Sfeinhús á Sólvðlluin
með Iausri ágætri íbúð, er til sölu með góðum kjörum, e£
samið er strax. — 10—15 þúsund króna útborgun.
Trygt veðskuldabrjef í fasteign óskast til kaups.
Lögfræðis- og fasteignaskrifstofa
donnsrs Sigurflssonar & Geirs Gunnarssonar
Hafnarstræti 4. Sími 4306.
-v •'«. **+.■■ ■■# k- t*. 'ii * ■ -J* '-
þjónustustúlkuna og biðja hana
að taka upp úr töskunum eða að
finna Elissu, að líta á póstinn —
stór brjefahrúga lá efst á tösk-
unum. Hún átti ekki að sitja
svona auðum höúdum, en hún gat
ekki hrist af sjer slenið. Hún
hafði sáran verk í síðunni.
Hún beit á vörina. Vertu ekki
með þessa vitleysu, hugsaði hún,
vonlaust og kjánalegt fífl geturðu
verið. Hún hringdi bjöllunni og
beið.
Múlattastúlka kom inn, Kragi
og uppslög hennar voru eins hvít
og hvítan í augum hennar. Hún
byrjaði þegar að fást við farang-
urinn.
Mary gekk út að glugganum
og þrýsti höndum saman og starði
á úðann.
„Hvenær hættir að rigna?“
Stúlkan leit upp og ljet skína
í mjallhvítar tennurnar.
„Frú mín, gott veður altaf hef-
ir verið. Rosita segir svo“. Mál-
rómur hennar var djúpur og með
næstum hlægilegu hljómfalli.
Mary frá fyrri dögum hefði elsk-
að að heyra þessa rödd. En nú gat
hún ekki einu sinni brosað.
„Lagast það bráðumf'
„Já, frú mín, morgun. Fínt
manana“.
Á morgun! Aftur fjekk Mary
verk fyrir hjartað. Á morgun og
á morgun; næsti dagur og sá
næsti; óendanlega margir, tóm-
legir dagar framundan. Aftur
komu tár fram í augu hennar.
Hún þrýsti kinnunum að kaldri
rúðunni og stundi eins og hjarta
hennar væri að springa.
Dagurinn hjelt áfram göngu
sinni. Lokið var að taka upp úr
töskunum og stúlkan fór brosandi
út. Nú gall við bjallan til hádeg-
isverðar.
Hún hitti Elissu og Dibs við
hornborðið. Þau voru í ágætis
skapi. Elissa var yfir sig ánægð
með anda og gesti gistihússins og
Eiginlega átti hún að hringja á
Dibs yfir fæði þess. En hlátur
2 svissneskir bræður, Xaver og
Ludwig Stödter komu heim til
Sviss frá Ameríku eftir 40 ára
dvöl þar. Voru þeir þá eins fá-
tækir og þegar þeir fóru að heim-
an. Stuttu eftir heimkomu sína
tóku þeir mal sinn og staf og
fóru af stað í pílagrímsför til
Landsins helga. Förin tók lang-
an tíma, en á heimleiðinni vildi
það óhapp til, að annar þeirra
veiktist hastarlega og hinn reynd-
ist heldur ekki vera vel frísk-
ur. Svissneskt fjelag í Alexandríu
sá um að þeim var báðum komið
fyrir á sjúkrahúsi. Þegar þangað
kom neituðu þeir að láta afklæða
sig, þegar átti að baða þá, svo að
lokum varð að afklæða þá með
valdi.
Til mikillar undrunar fyrir
starfsfólkið kom þá í ljós, að bræð
urnir höfðu verðbrjef á sjer, ca.
miljón svissneskra franka virði.
Að lokum var hægt að hafa út úr
þeim, hvernig þeim hafði áskotn-
ast fje þetta á pílagrímsferðinni,
þar sem þeim hafði ekki tekist að
þeirra fjell eins og högg á Mary.
Þrátt fyrir öll ágæti gistihúss-
ins hafði hún ekki lyst á matnum.
Hún aðeins bragðaði á honum, eu
borðaði ekkert. Samræður liennar
voru líka aðeins til þess að sýnast.
Eftir hádegisverðinn gengu þau
inn í fordyrið. Enn rigndi og eft-
ir að Elissa hafði horft á rigning-
Una dálitla stund með efasemd,
stakk hún upp á að spila bridge.
Bridge! Mary ætlaði að mót-
mæla, en hætti við. Hún hataði að
spila bridge, en það var sama, hún
yarð að gera tilraun til þess að
vera hæf til að vera innan um
fólk, svo hún kinkaði kolli til
samþykkis.
Fjórði maðurinn var eldri mað-
ur, allur með hermannasniði. Hon-
um var kunnugt um nöfn þeirra,
því það var vani hans á hverjum
morgni að athuga gestabókina.,
Ekki leið á löngu þar til hann |
komst að raun um, að þau áttu
sameiginlega kunningja. Iiann var
á vetrum erlendis vegna konu
sinnar, málaði lítilsháttar og
þakkaði guði fyrir að vera Eng-
lendingur. Hann hjet Forbes-
Smith; það mátti ómögulega
gleyma að hafa bæði nöfnin sam-
an.
Spilinu var haldið áfram, stokk-
að, dregið, gefið, sagt og hent af
sjer. Spilið var ekki fyr búið en
hringferðin byrjaði á nýjan leik.
Mary fanst þetta alveg tilgangs-
laust. Því sat hún nú þarna með
spil í hendinni og neyddi sjálfa
sig til þess að tala og brosa, þeg-
ar hún vildi helst fá að vera ein?
Loksins var lokið við að spila
og miðdegisverður framreiddur.
Strax á eftir afsakaði Mary sig
með þreytu og fór upp í herbergi
sitt og lagðist út í glugga.
Nú var hætt að rigna. í fjarska
heyrði hún kvakið í froskunum,
sem blandaðist saman við sjávar-
niðinn. Fyrir neðan gluggann uxu
liljur. Ilmur þeirra líktist svo
mjög ilm freesiu, svo hún fjekk
verk fjrrir hjartað.
eignast einn einasta eyrir eftir
40 ára dvöl í Bandaríkjunum.
Á ferð sinni til Palestínu höfðu
þeir lifað á betli og beðið um að-
stoð hjá öllum velgerðastofnun-
um, sem þeirn hafði fúslega verið
látið í tje. Péningunum komu þeir
svo smám saman í verðbrjef, en
betluðu sig samt áfram þar til alt
komst upp.
★
Nýi presturinn spurði Jón
gamla, sem var 99 ára: Hafið þjer
verið alla yðar æfi hjer í sókn-
inni?
— Ekki ennþá, svaraði öldung-
urinn.
★
Margir daglegir siðir stafa frá
þeim hlutum, sem síst er hægt að
hugsa sjer. Áð heilsast með handa
bandi stafar af því, að fyrir hólm-
göngu tókust keppendurnir í
hendur eins og enn þann dag í
dag í boxi og glímu. Þegar höfuð-
ið er beygt í kveðju skyni, var
það í fyrstu merki um að gefast
upp, og eins er með að taka ofan.
Hún fór að hátta og lagðist upp*
í rúmið. Henni fanst flugnanetið
í kringum rúmið alveg ætla að
kæfa hana.
Gat það verið, að hún væri
veik? Það kom henni ekki í hug„.
Samt sem áður hafði hún hita og
blóðið streymdi örara í æðum,
hennar.
Hún vissi ekki um það. Það eina
sem hún vissi var að hún gat ekkii
hvílt sig. í þrjá tíma lá hún and-
vaka, þar til hún sofnaði. Og þá
dreymdi hana drauminn.
Aldrei áður hafði hann verið
svo raunverulegur sem nú. Hann
byrjaði eins og venjulega hjá gos-
brunninum, sem var allur sprung-
inn af elli, með svönum gerðum úr
málmi, sem virtist synda í vatns-
lausri dældinni. Grænar eðlur
lágu á börmunum, bökuðu sig í
sólinni og deplúðu vingjarnlega,
framan í hana augunum þegar hún
kom nær.
Ilmur af freesiu fylti Ioftið. En
auðvitað gat hún ekki staðnæmst.
Hún þaut út í garðinn og um leið
og hún hljóp, flugu tveir svanir
upp og stefndu með söng miklura
til fjalla. Hún þaut að appelsínu-
lundinum.
Hún staðnæmdist alt í einu
mjög undrandi. Hann var þarna-
aftur f lundinum, sem hún hafðí
litið á sem sinn eigin leikvang.
Hún hafði svo oft sjeð hann þarna>
áður, en aldrei svona skýrt, og-
það var *áreiðanlega hann. I þetta<
skifti gat hann ekki neitað því.
Hún teygði handleggina í áttina.
til hans og hljóp á móti honum
hálfgrátandi og hálfhlægjandi í:
einu.
Loksins þóttist hún vita, hvers-
vegna hún var þarna. Vegna þess-
að hún hafði verið að leita að
honum alla æfi. Nú var garðurinu
fullkominn. Aldrei framar þurfti.
hún að kvíða einverunni og aldreú
framar þurfti hún að læðast á burt.
með barnalegar hugsanir sínar.
Framh.
Sá sem sigraður var, tók ofau
hjálminn fyrir sigurvegaranum og
gaf á þann hátt til kynna, að
hann gæfist upp skilyrðislaust_
Silfurnæla eða pílur, sem kven-
fólk skreytti hár sitt með, stafa,
frá þeim tímum, þegar kvenfólk:
í Suður-Evrópu faldi rýtinga f
hári sjer og á sama hátt eiga,
hálsfestar, armbönd og þessháttac-
skraut að tákna hlekki.
★
Dómarinn: Það er gagnslaust
fyrir þig að þræta, því fingraför-
in þín þekkjast á skápnum, sem.
þú braust upp.
Ákærði: Nei, það er ómögulégt',
því jeg hafði vetlinga á höndun-
um.
★
Pjetur; Heldurðu, Anna, að þús
vildir eiga mig, ef jeg misti ann-
an fótinn í stríðinu?
Anna: Já! Þúsund sinnum held-
ur vildi jeg eiga þig, Pjetur, á
einum fæti, en nokkurn annan, þó.
hann hefði fjóra fætur.
nrriMÍ