Morgunblaðið - 24.09.1940, Page 8
3!ftorgmtMttfó&
Þriðjudagur 24. sept. 1940.
t -
VENUS RÆSTIDUUFT
drjúgt — fljótvirkt — ódýrt.
Nauðsynlegt á hverju heimili.
HÚSGÖGNIN YÐAR
mundu gljáa ennþá betur, ef
þjer notuðuð eingöngu Rekord
húsgagnagl j áa.
SKÍRNIR
1905—36, í fínu bandi, til sölu.
Afgr. v. á.
ALT ER KEYPT:
Húsgögn, fatnaður, búsáhöld,
grammófónar og plötur, bækur
o. fl. Hringið í síma 5691 —
kem strax. Fornverslunin —
Grettisgötu 45.
KALDHHREINSAÐ
þorskalýsi. Sent um allan bæ
Björn Jónsson, Vesturgötu 28
Sími 3594.
GÓÐUR GUITAR
óskast. Uppl. í síma 1368.
KAUPI KARTÖFLUR
Von. Sími 4448.
NÝA FORNSALAN,
Aðalstræti 4,
Kaupir allskonar húsgögn og
karlmannafatnað gegn stað-
greiðslu.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
kept daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
sima 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
KÁPUBÚÐIN
Laugaveg 35. Úrval af kápum
og Swaggerum. Einnig fallegar
kventöskur.
Ferð til Kanaríeyja
40. datíar
Eftir A. J. CRONIN
Andlit hans vakti meðaumkvun
í gleði hennar. Hann sá hana ekki.
Hún hvíslaði með þrá nafn hans,
en hann heyrði ekki. Aftur kallaði
hún hærra og ætlaði að hlaupa tii
hans. En gleði hennar var myrt á
einu augabragði. Hún gat ekki
hreyft sig. Hún reyndi að kom-
ast áfram, en líkami hennar virt-
ist vera bundinn. Hún reyndi
enn, en það var til einskis, og hún
vaknaði því næst kjökrandi.
Hún vaknaði hálfringluð. Hún
hafði búist við að vera í garðin-
um. Hún skalf við tilhugsunina
um, hve nærri hann hafði verið
og samt sem áður langt í burtu.
Rosita kom .inn með bakka með
morgunverði á. Hún dró glugga-
tjöldin til hliðar.
„Sjáið nú. Gott veður. Jeg sagði
frúnni að við hefðum nóga sól“.
Mary starði á stúlkuna þegjandi
og hugsaði: Svona nálægur, svona
nálægur. Alt í einu, eins og rek-
in áfram af óþektri von, sagði
hún:
„Rosita, er hjerna garður ná-
'*Fjelaqslíf
I. O. G. T.
FRAKKAR og SVAGGERAR
fyrirliggjandi í miklu úrvali.
Guðm. Guðmundsson, klæð-
skeri. Kirkjuhvoli.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. Opið allan daginn.
EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR
blússur og pils altaf fyrirliggj-
andi. Saumastofan Uppsölum
Sími 2744.
SPARTA-DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi.
HARÐFISKSALAN
Þvergötu, selur góðan þurkaðan
saltfisk. Sími 3448.
ÞAÐ ER ÓDÝRARA
mS lita heima. Litina selur
Hjörtur Hjartarson, Bræðra-
borgarstíg 1. Sími 4256.
KAUPUM
téana strigapoka, kopar, blý og
altrminium. Búðin, Bergstaða-
10.
FLÖSKUVERSLUNIN
á Kalkofnsvegi (við Vörubíla-
stöðina) kaupir altaf tómar
flöskur og glös. Sækjum sam-
stundis. Sími 5333.
'&Z2/íynnin<jav
ST. VERÐANDI NR. 9.
Fundur í kvöld kl. 8:
1. Inntaka nýliða.
2. Erindi: Síra Ragnar Bene-
diktsson.
3. Upplestur.
4. Bindindisþáttur.
KVENSTUDENT
kennir ensku og dönsku. Uppl.
í síma 1429. milli 5—7 e. m. í
dag og morgun.
REGLUSAMUR NEMANDI
óskar eftir einmanns herbergi,
sem er bjart, hlýtt og rakalaust.
Frjáls aðgangur að heitu og
köldu baði fylgi. Má vera dýrt.
Fyrirfram greiðsla.Tilboð merkt
„Sólríkt“, leggist inn á afgr.
Morgunblaðsins.
LÍTIÐ HERBERGI ÓSKAST
Fyrirframgreiðsla 2—3 mán-
uði. Sími 2973.
STÚLKA ÓSKAST
til húsverka hálfan eða allan
daginn. Uppl. á Hávallagötu 27.
UNGLING
vantar til mjólkurflutninga o.
fl. Uppl. í síma 5814.
MINNINGARSPJÖLD
Baraavinaf jel. „Sumargjafar"
eru seld í verslun Augustu
Svendsen, Aðalstræti 12.
OTTO B. ARNAR
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj-
um og loftnetum.
HREINGERNINGAR.
Pantið í tíma. Guðni og Þráinn.
Sími 5571.
lægur, þar sem svanimir setjast
stundum um sólsetur ?“
Rosita varð hissa á svipinn. Svo
hló hún og hristi höfuðið, eins og
þetta hefði verið fyndni.
„Nei, frú, þó Rosita sje skrítin,
þá hefir hún aldrei heyrt minst á
það“. '
„Eruð þjer alveg vissar?“
„Það veit guð“. Hún hló hátt.
„Það er nóg af görðum, en eng-
inn þannig. Jeg hefi átt heima
hjer í tuttugu ár og aldrei sjeð
svan“.
Mary svaraði engu. Hún hlust-
aði aðeins til hálfs á það, sem
Rosita sagði. Ilugur hennar var
enn við; svo nálægur.
Hún fór á fætur og niður á bað-
ströndina. Hún synti Ijettilega og
fanst vatnið bylgjast um sig eins
og mjúkt klæði. Hún tók varla
eftir, að vinstri handleggur henn-
ar var stirðari en ella og á úln-
liðnum var rauður blettur. Það
var mýflugustunga. Þrem dögum
áður, þegar luin gekk yfir bryggj-
una í Las Palmas, hafði skor-
kvikindi, sem bar sýkil, bitið
hana. „Það, sem á að ske, mun
ske“, hafði hún sagt, og „það er
ekki tilviljun, lieldur örlögin, sem
ráða lífi okkar“. Nú var hún sjálf
fórnardýr síns eigin spádóms og
grimmileg örlög biðu hennar.
Hún hafði fengið gulu hitasótt-
ina.
Þegar hún kom upp úr sjónum
þurkaði hún sjer og hjelt af stað
upp til gistihússins. Þegar hún
Irom fyrir beygjir eina, rakst hún
á gamlan mann, sem lá á hnján-
um og hirti blómabeð með rauð-
um lupinum. Hann var með stór-
eflis stráhatt á höfðinu og í eyrum
hans hjengu eyrnalokkar úr gulli.
Hún starði á hrukkótta hálsinn á
karlinum. Hann sinti henni engu,
en hjelt áfram starfi sínu. En að
lokum sneri hann sjer við og
brosti ofurlítið til hennar og
heilsaði.
Hún brosti aftur. Hún gat held-
ur ekki stilt sig um að_ brosa að
sjálfri sjer. IIúu varð að spyrja
þennan gamla spurningu hennar.
Vissulega mundi hann hlæja að
henni eins og Rosita hafði gert.
Hún hló samt ekki þegar hún
spurði. Karlinn horfði rannsak-
andi og alvarlega framan í hana.
Lengi þagði hann svo hún endur-
tók spurninguna.
„Jeg skil yður fullkomlega“,
sagði hann hikandi. „Það getur
hugsast, að jeg kannist við stað-
inn“,
Staðreyndin, að hann neitaði
ekki spurningu hennar alveg,
gerði henni glatt í geði.
„Fyrir löngu síðan vann jeg
hinumegin á eyjunni hjá Luego-
fjölskyldunni. Já, frú, garðurinn
var stór“. Hann fitlaði við hatt-
börðin um leið og hann stamaði
fram skýringu sinni. „Skjaldar-
merki fjölskyldunnar var svanur
— fljúgandi svanur“.
Snöggur svimi greip hana. Húu
skygði hendinni fyrir augun.
Vissulega var það sólin, sem
blindaði hana.
„Það er á hliðinu — stórum
járngrindum, og þar nálægt er
gulur dyravarðarbústaður ?“
Hann hugsaði sig um og sagði
svo:
„Já, rjett, frú. Og á gosbrunn-
inum —“.
En Mary greip fram í:
„Gosbrunnurinn er þur og
grænar eðlur hlaupa um á börm-
um vatnsskálarinnar. Fyrir fram-
an súlnagöngin er beð með free-
sium. Og fyrir neðan stíginn eru
appelsínutrje — í hundraðatali“.
„Það er einmitt svona. Það er
auðheyrt að þjer hafið verið þar.
La Casa de los Cisnes“.
La Casa de los Cisnes. Hún end-
urtók nafnið oft til þess að
gleyma því ekki. Svo hvíslaði hún:
„Er það langt hjeðan?“
Hann vaggaði höfðinu lítilshátt-
ar.
„Nei, nei. Það er ekki langt og
heldur ekki erfitt að komast þang-
að. Fyrst til Saiita Cruz og það-
an til Laguna. Þar þekkir hver
maður búgarðinn. Það er ósköp
auðvelt. Ein dagleið með bátnuiV
sem fer á hverjum degi uin ha
degi. Svo er ekið dálítinn spotts-
Það er nú alt og sumt“.
Hún heyrði sjálfa sig þakha
karlinum fyrir. Ekki lengur var
hún þess vitandi hvar hiin var,
þóttist þegar vera komin í gar "
inn.
Hún var hin ánægðasta, þyí
vissi hún, hvað liún átti að gera’
Hún fór heim í gistihúsi r
klæddi sig, tók dálítið af penÍB^
um og skrifaði Elissu nokkrar h®
ur, sem hún skildi eftir á borðiBu
í herberginu.
Nú var hún tilbúin og læddi®*
út. Enginn mátti vita um ferðir
hennar. Svanastaðir, SvanastaðiÞ
söng í huga henjiar. Líkami heB®
ar skalf við tilhugsunina um,
nú væri hún að leggja af stað 3'
áfangastaðinn.
að
19. kapítuli.
Kvölddöggin var byrjuð
falla, þegar hanh gekk heim
húsinu. Hann gekk boginn. All^
daginn hafði hann verið að ver
í Hermosaþorpinu. Það hafði vef
ið erfiður dagur fyrir hann
ekkert upp úr stritinu að haf®-
Alstaðar hafði liann mætt f
fræði og óhreinindum. Herdei
var í þorpinu, en yfirmanninB
þótti aðstoð hans grunsainleS'
Ilann var mjög ókurteis: ,
báðum ekki herrann —“. Ofan
alt sá hann, að það versta var h
ið hjá. Eins og venjulega hat _
hann komið of seint. Samt hafð*
hann ekki verið rekihn á burt. M
an daginn hafði hann unnið eiBs
og þræll. Hann hafði leyst slIlU
liluta vel af hendi. Og nú, þegar
hann kom upp gangstíginn,
var
hann dofinn á sál og líkama
þreytu.
ar
Alt í einu kom hann auga
hana. Hann náfölnaði og tók hoB1
unum fyrir augun.
Framh-
‘TruxJ nnmQ^umhc^pyrixL
Maður nokkur, sem var nýkom-
inn frá Evrópu til San Franciskó,
stóð þar á götu með hendurnar í
vösunum. G«ngur þá fram hjá
honum borgarbúi, sem spyr háðs-
lega:
„Hvers vegna standið þjer með
hendurnar í vösunum?“
„Jeg hefi verið hjer svo fáa
daga, að jeg er ekki enn búinn
að læra að stinga höndunum í
annara vasa“, svaraði maðurinn.
★
Kennarinn: Mikill sóði ertu,
Pjetur. Þú hefir ekki þvegið þjer
áður en þú fórst í skólann. Jeg
get sjeð hvað þú borðaðir í dag.
Pjetur: Hvað borðaði jeg?
Kennarinn; Egg
Pjetur; Nei, þjer getið skakt.
Jeg fjekk fisk í dag en egg í gær.
I samkvæmi.
Frúin: Það er merkilegt að yð-
ur vex ekki skegg. Faðir yðar
hafði alskegg.
Gesturinn; Já, það er satt. Á
því sviði líkist jeg meira móður
minni en föður mínum.
★
„Hundurinn þinn gelti að mjer,
en þagnaði undir eins og jeg
horfði fast framan í hann. Hanri
hefir líklega sjeð á mjer, að jeg
var honum meiri að viti“.
„Það getur verið. Menn segja,
að dýr sjái stundum það, sem
engir menn fái sjeð“.
★
„Öllu fer nú aftur“, sagði kerl-
ingin þegar hún leit í spegilinn.
„Nú sjást ekki annað en spje-
speglar. Það var öðru vísi að líta
í gömlu speglana, þegar jeg var
ung“.
★
Kennarinn: Hvernig stendur á
því að þið hafið hækkað laun
allra kennaranna, nema ungfrú
Láru ?
Skólastjórinn: Af því að hún
vill reyna að líta út, sem hún sje
j*
,5«
að
ung, þá getum við ekki verið a
veita henni ellistyrk.
★
Presturinn: Jeg kysi heldur
þú sætir heima, Jón minn, og k©111
ir ekki til kirkjunnar. Það hneyhs
ar söfnuðinn að sjá þig á hveO
um sunnudegin, sofandi og hrjó*
andi í kirkjunni.
Jón,- Það er von að þjer seg1
bef*
þetta, prestur minn, og jeg
raun af því sjálfur. En ræðurnB1
yðar hafa sömu áhrif á mig
sterkir svefndropar, án þesS' a
aS
jeg sje að lasta þær.
★
Trúboðinn ((við dreng, sem a ^
fara til útlanda); Ilefurðu Bll>
drengur minn, tekið Guð með Þ*Íe!*
í ferðalagið?
Drengurinn: Nei, jeg er á þriS-h
farrými.
Drengurinn: DýralæknirinB '
er
kominn til þess að skoða naU
tifc
Bóndinn,- Já, jeg kem strax-