Morgunblaðið - 08.10.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.10.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLÁÐIf) pnöjudagur 8. oktober iy4U. Japanar ógna Bret- . , I '4J , „ ..... . f , Churchill býður þeim byrginn Hagsmunaðtðk I Austur-Asfu, á meðan vfgbliku dregur á loft ÞEGAR Winston Churchill, forsætisráðherra Breta tilkynnir í breska þinginu í dag eða á morgun, að breska stjórnin hafi ákveðið að framlengja ekki samninginn við Japana, um það að hindra flutninga á hergögnum um Burmaveginn til Kína, en samningurinn er útrunninn 18. þ. m., má búast við, að á- tökin um yfirráðin í Áustur-Asíu blossi upp með nýj- unt öfsa. „HEIMSKULEG RÁÐSTÖFUN“. Japönsk blöð spara ekki aðvaranir sínar til Breta, hóta að grípa til hinna róttækustu gagnráðstafana, og segja jafnvel, að Japanar komist ekki hjá því að eyði- leggja Burmaveginn með loftárásum, ef Bretar ætla að opna veginn. Þar sem það er alkunnugt að náið samstarf er milli Breta og Baridaríkjamanna í Austur-Asíu málunum beina japönsku þlöðiri einnig aðvörunum sínum til Bandaríkjamanna og eitt blaðið „Hotzi“, skorar á þá að varast „allar heimskulegar ráð- stafanir.“ Sum japönsk blöð tala jafnvel um að afleiðingin geti orðið heimsstyrjöld, ef Bretar opna Burmaveginn. H AGSMUN AÁTÖK. Fregnir hafa borist um helgina, sem bera með sjer, áköf stjórnmálaátök, á bak við tjöldin, sem miða að því, að skapa aðiljjnum, sem telja sig hafa hagsmuna að gæta í Austur-Asíu, bætta herna,ðaraðstöðu þar. Bandaríkin. Samtöl. hafa farið fram und- anfarið milli sendiherra.Banda- ríkjanna í Moska og rúss- neskú "'stjórnarinnar og er talið að rætt hafi verið um hið nýja viðhörf sem skapast hefir við þríveldabandalag Japana, ítala o^Þjóðverja. I| þessu sambandi hefif það.vakið nokkra athygli að amerískur komúnistaforingi hefir hvatt til þess, að Rússar, Kínverjar og Bandaríkjamenn gerðu með sjer bandalag, Svo virðist, sem þannig sje lítið á víða, að Rússar hafi sömu lykilaðstöðu í Austur-Asíu eins og talið var að þeir hefðu í Evróþu í fyrra, þegar bresku samningamennirnir voru staddir í Moskva. Kína. Blað kínversku stjórnarinnar í Tschungking skorar á Banda- ríkin að horfast í augu við þá staðreynd, að ekki verði hjá styrjöld komist á milli þeirra og Japana, og hvetur Banda- ríkin því til að verða fyrri til og setja hafnbanná Japana svo að þeir geti ekki dregið að sjer nein hergögn. Japan. Matzuoka, utanríkismálaráð- herra Japana sagði í ræðu í :gær, að til þess að koma skipun FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. „Korporatlvt" rlkl I Noregl Vidkum Quisling er nú far- inn að halda því fram, að Hákon konungur hafi verið ó- löglega tekinn til konungs í Noregi. Handtekinn hefir verið í Oslo kunnur norskur læknir og fyr- irlesari dr. Johan Scharffen- berg fyrir að flytja ræðú, þar sem hann sagði að norska þjóð- in myndi aldrei láta af hollustu við Hákon, sem hún hafi sjálf valið sjer til konungs árið 1905. Það er nú sýnilegt, að fyrir Þjóðverjum vakir með aðstoð hins nýja ,,ríkisráðs“ að stofna ,,korporativt“ ríki í Noregi eft- ir fascistiskri fyrirmynd. Meðal þeirra, sem ríkisráðið hefir svift eignum (allar eigur ráðherranna í norsku stjórn- inni í London og Hambro stór- þingsforseta hafa eins og kunn- ugt er verið gerðar upptækar), er Jóhan Mowinkel, sem kom til Islands sumarið 1939. Þfskt herliD I Rúmenfu til að kenna rúmenska hernum Fregnir bárust í gær um að Þjóðverjar hefðu sent um 15 þús. manna lið með öllum útbún- aði, skriðdrekum og flugvjelum, til Rúmeníu og að væntanlegt væri þangað annað eins af herliði og hergögnum frá Þýskalandi. í Associated Press fregn segir, að auk herliðsins sje á leiðinni til Rúmeníu heilir hópar Þjóðverja úr öllum greinum þjóðlífsins, vís- indamenn, iðnrekendur o. fl. I gærkvöldi var birt í Bukarest opinber tilkynning, þar sem við- urkent er að rúmenska herstjórn- in muni að sjálfsögðu leita sam- vinnu við herstjórnir öxulríkj- anna, einkum við Þjóðverja, og FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Hundruð þýskra flugvjela í heiðskíru veðri yfir Englandi Lundúnabúar fá borg sína fyrir sjálfa sig eina kvöldstund Breska stjrónin hefir ákveðið að taka í sína þjónustu öll strand- ferðaskip og önnur minni skip í Englandi, á sama hátt og hafskip voru tekin í byrjun stríðsins. ✓ 15 liðum -- en engin innrás Þýskur liðsforingi sagði í útvarpsræðu í gær, að hægt væri að skifta hernaðin- um gagnvart Bretum í 5 þætti: 1) Þjóðverjar ætluðu að ná algerlega yfirhöndinni á Erm- arsundi og suðurstrÖnd Eng- lands. 2) Alger eyðilegging Lund- úna. 3) Eyðilegging á hernaðar- lega mikilvægum iðnverum í Englandi. 4) Eyðing v á hernaðartækj- um Breta smátt og smátt., 5) Niðurdrep hugarþreks bresku þjóðarinnar. PJÓÐVERJAR tóku upp að nýju í gær, í sól- skini og heiðskíru veðri, loftárásir á London í stórum stíl. Það er talið, að a. m. k. 5 hrann- ir flugsveita með samtals 400—500 flugvjelum hafi ráð- ist yfir Ermarsund frá því kl. 9.30 í gærmorgun. Viðbúnaðarmerki var gefið í London hvað eftir ann- að fram eftir deginum og í gærkvöldi byrjuðu þýsku flug- vjelarnar kvöld- og næturárásirnar nokkuð fyr en venju- lega. Það er eins og þær hafi ætlað að vinna upp hljeið, sem varð á loftárásunum í fyrrinótt, er Lundúnabúar höfðu 9 klst. hlje frá loftárásum, í fyrsta skifti frá þvi 7. sept. síðastl., sem Þjóðverjar hafa orðið að láta nætur- árásimar á London falla niður. Orsökin til þess, að árásirnar fjellu niður, var stormur og rigning, sem stóð í alla nótt, eða þar til birti upp um dögun. En þrátt fyrir illviðrið, eða einmitt vegna þess, notuðu Lundúnabúar tækifærið þetta sunnudagskvöld er engin hætta var á að þýsku flugvjelarnar ljetu sjá sig, til þess að þyrpast út á göturnar og fara hressingargöngur. BREYTIR UM VEÐUR. I fyrradag var einnig slæmt veður, rigning og lágskýjað á Ermarsundi, en breskar flugvjelar gerðu £ó loftárásir á inn- rásarborgirnar á Frakklandsströnd, sem stóðu ýfir, að því er segir í tilkynningu breSka flugmálaráðuneytisins frá dögun, þar til degi tók að halla. Harðastar voru árásirnar á Calais og Bou- logne, þar sem sprengjum var varpað á flutningabáta og hafn- armannvirki. En í gær hafði alveg skift um veður á Ermarsundi, hæg gola bljes að súð- vestan, heiðskírtvar og lítill sjór, svo að skilyrði til inn- rásar voru hin ákjósanleg- ustu, að því er segir í fregn frá London. Flugvjelarnar, sem Þjóðverj- ar sendu yfir Ermarsund í gær, voru aðallega einsæta orustu- flugvjelar, Messerschmidtflug- vjelar, sem flúttu með sjer nokkrar sprengjur. Bretar segj- ast hafa skotið niður 28 þýsk- ar flugvjelar, en þar af voru aðeins 2 sprengjuflugvjelar; venjulega hefir hlutfallið verið öfugt, sprengjuflugvjelarnar, er skotnar hafa verið niður, hafa verið margfalt fleiri en orustu- flugvjelamar. Bretar segjast sjálfir hafa mist 14 flugvjelar í gær, en 6 flugmenn eru sagðir hafa bjarg- ast. Norðtirlandabúar t London Danska utanríkismálaráðu- neytið tilkynti í gær, sam- kvæmt opinberum upplýsingum sem það hafði fengið frá Lon- don, að engir danskir menn hefðu farist í loftárásunum þar undanfarna mánuði. Það er hinsvegar kunnugt, að tveir norskir menn hafa farist í loftárásunum, að því er norska stjórnin í London hefir tilkynt. - en Bretar ætla að gera ínnrás, síðar TT;nry Page-Croft aðstoðar- J-J hermálaráðherra Breta, sagði ,1 ræðu í gær, að bresk- ur her myndi fylgja eftir inn í Þýskaland, þegar breski flug herinn er búinn að eyðileggja hergagnaiðnað Þjóðverja. Þýsk blöð birtu í gær grein- ar með stórum fyrirsögnum um þessa innrásar fyrirætlun Breta, sem Þjóðverjar draga dár og kalla kórvillu. Þýsk blöð birtu í gær hat- ramari árásir á Churchill en nokkru sinni fyr, og segja að breska þjóðin eigi ekki við- reisnar von, nema að hún losi sig við Churchill. í sumum fregnum eru þessar árásir settar í samband við ákvarðanirnar sem teknar voru á Brennerfundinum. Loftbelgiv enn yfir Svíþfóð Loftbelgir, sem slitnað höfðu upp í Englandi og borist yfir Norðursjó, voru enn yfir Svíþjóðígær og ollu þar nokkru tjóni. I GÍFURLEGRI HÆÐ Breska flugmálaráðuneytið til- kynnir, að í eitt skiftið, er sleg- ið hafi í bardaga milli um 50 Messerscmidtflugvjela og breskra ,,Spitfire“ og „Hurri- cane“-flugvjela, hafi næstum fjórðungur þýsku flugvjelanna verið skotnar niður. Loftorusturnar voru háðar í geysi-mikilli hæð, eða í alt að 30 þúsund feta hæð. Um 50—60 flugvjelum FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.