Morgunblaðið - 08.10.1940, Blaðsíða 7
f í'
Þriðjudagur 8. október 1940.
MORGUNBLAÐIÐ
Baldvin Einarsson
aktýjasmiður 65 ára
Átökin
I Austur-
Asíu
Idag, 8. okt. er 65 ára einn
af velþektum borgurum
þessa bæjar, Baldvin Einarsson,
aktýgjasmiður, til heimilis á
Mánagötu 17.
Baldvin er uppalinn í Herríð-
arkoti í Holtahreppi og átti þar
heima fram yfir tvítugs aldur,
en um það leyti fór hann hing-
að til Reykjavíkur að læra söðla
smíði hjá Ólafi Eiríkssyni. Eft-
ir nokkurn lærdómstíma þar,
rjeðist hann, þótt fátækur væri
og lítt að sjer í útlendu máli,
til utanfarar, til að afla sjer
frekari þekkingar í leðuriðnaði
í Noregi. — Þar lærði hann til
fullnustu aktýgjasmiði, sem þá
stóðá háu stigi þar í landi, enda
mun Baldyin hafa. verið fær-
ástur maðyr í þeirri iðngrein
eftir lærdóm sinn í Noregi. —
Baldvin er vandvirkur og góð-
ur smiður í sinni grein, og hefir
stundað hana með mikilli elju
og kostgæfni hjer í bænum ó-
slitið alla tíð síðan og þekkja
hann því margir, bæði hjer í
bæ og úti um land í gegnum
iðngrein hans. Starfsþrek hans
virðist enn lítt bilað þrátt fyrir
þennan aldur, enda vinnur hann
enn fullum fetum við þetta iðn-
fyrirtæki, þótt hann hafi látið
af forstöðu þess í hendur son-
ar síns. Baldvin er kvæntur
norskri konu, sem reynst hefir
honum hinn sterkasti förunaut-
ur á lífsleiðinni.
Jeg, sem þessar línur1 rita,
hefi þekt Bldvin að öllu í meir
en 20 ár, og höfum við oft
átt saman skemtilegar samræð-
ur þegar næði hefir verið ’til,
því Baldvin hefir staðgóða nátt-
úrugreind til að bera. Jeg vil
því þakka Baldvin fyrir alla
góða viðkynningu á liðinni tíð,
og veit jeg, að margir verða til
að taká undir með mjer um, að
honum megi verða framtíðin
sem ánægjulegust þótt æfisólin
sje gengin þetta langt á vestur-
loftið. Þ. J. J.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
á Austur-Asíumálin væri heppi-
legast að Japanar og Rússar
iÖfnuðu öll ágreiningsmál sín.
En Matzuoka tók það fram (að
því er segir í fregn frá Lon-
don), að Japanar gætu ekki
leyft það, að kommúnisminn
flæddi yfir Japan, eða Kína.
\í tilkynningu, sem birt var i
Tokio í gær segir, að japanska
stjórnin fylgist með áhuga og at-
hygli með því, sem gerist í Kyrra-
hafi og Austur-Indíulöndum,
þeim er varða lífshagsmuni Jap-
ana. Japanar óska ekki eftir því,
segir í þessari tilkynningu, að
stríðið breiðist út og verði heiins-
stríð, sem spennir um állar álfúr.
En Japan hlýtur að vænta þess,
að hollensku Austur-IndíUr og
franska Indó-Kína láti sjer skilj-
ast, að dagar hinna svókölluðn
móðurlanda þeirra eru liðnir und-
ir lók og að eina lífsskilýrði þess-
ara landa er að fylkja sjer und-
ir merki Jaþana, um nýsköpun
Austurálfu, eiris og Þýskaland er
nú að skapa nýja Evrópu.
Rúmenía
Loftárásirnar
á London
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
tókst að brjóta sjer leið
yfir Mið-London í gær og
varpa niður sprengjum
Opinberlega hefir verið
skýrt frá því, að nokkuð
manntjón hafi orðið, nokk-
ur hús hafi verið eyðilögð
og önnur hafi laskast.
Eldar komu upp áð nokkrum
stöðum í borginni, en það tókst
fljótt að ná tökum á þeim, seg-
ir í fregn frá London.
Engar fregnir höfðu borist
um tjón af árásinni, sem hófst
snemma í gærkvöldi og stóð
enn yfir, í nótt.
Loftvarnaskothríðin var sögð
ákfaari en nokkru sinni fyr.
Nokkrum flugvjelum hafði þó
tekist að komast inn yfir borg
ina og varpa niður sprengjum.
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
einnig við hergagnaiðjuna í
Þýskalandi.
Staðfest í Berlín.
í fyrstu voru fregnirnar um að
þýskt herlið væri komið til Rú-
meníu, en þær höfðu komið frá
Bukarest, bornar til baka í
Þýskalandi, en síðar í gær var það
viðurkent, að þýskt herlið væri
komið þangað, í þeim til-
gangi að kenna rúmenska hern-
um meðferð nýtísku vopna; þess
vegna hefði þýski herinn allan
útbúnað.
Þýski herinn er ságður vera að-
allega í olíunámahjeruðum, og í
borg einni á Svartahafsströnd,
sem olíuflutningarnir frá Rú-
meníu fara um.
Það er tekið fram í Reuters-
fregn frá Rúmeníu, að alllangt
sje þaðan sem þýsku hermenn-
irnir eru, til landamæranna, þar
sem hermenn Rússa eru.
Reutersfregnin hermir, að 12
lýskir liðsforingjar sjeu komnir
til Bukarest til þess að ræða við
rúmensku stjórnina um hvar
lýska herliðinu skuli komið fyrir.
I fregn þessari segir, að háttsett-
ur, þýskur hershöfðingi, sem
staddur var nýlega í Bukarest,
hafi komist að þeirri niðurstöðu,
að nauðsynlegt væri að rúmenski
herinn yrði endurskipulagður. Eru
Þjóðverjar sagðir hafa tekið að
sjer að kenna 8 rúmenskum her-
fylkjum (division) meðferð ný-
tísku hergagna.
Þjóðverjar munu telja sig hafa
rjett til íhlutunar um hermál Rú-
mena, þar sem þeir tóku að sjer
að ábyrgjast landamæri Rúmeníu
með Vínarúrskurðinum um Tran-
Sylvaníu.
ftalir eru sagðir hafa tekið að
sjer að kenna rúmenska hernum
aðallega á sviði flugmála. Eru ít-
alskir flugkennarar sagðir hafa
verið í Rúmeníu um nokkurra
mánaða skeið.
Verslunarmannafjelag Reykja-
víkur hóf vetrarstai'tjemi sína í
síðastliðinni viku með vígslu hins
myndarlega Fjelagsheimilis, sem
skýrt hefir verið frá hjer í blað-
inu. Fjelagið heldur fund í kvöld
til þess að ræða um framtíðár
fyrirkomulag og rekstur Fjelags-
heimilisins og önnur fjelagsmál.
Starfseini V. R. er sívaxandi og
hefir fjöldi verslunarfólks sótt um
inngöngu í fjelagið síðustu dag-
ana.
Slapp úr fanga-
búðum Breta
I
gærkvöldi var lýst eftir þýsk
um flugliðsforingja í breska
útvarpinu, en flugliðsforinginn
hafði slc^ipið úr fangabúðum
Englandi um miðjan dag í gær.
Nákvæm lýsing var hirt á mani:
inum, hann sagður vera 26 ára
og tala reiprennandi ensku.
Þriðjudagsveltan. Ýmsar veltur
komu til uppbótar fyrir þá
sunnudaginn og voru misjafnlega
birtingarhæfar. Ein þeirra var
Jiessi: Jeg er að velta því fyri
mjer, hvort Jónasarmenn geti ver
ið hermannlegir. Höfundurinn
skrifaði „Hermannlegir“ með stór
um staf.
I. O. 0. F. Rb.st. 1 Bþ. 901089y2
I. E.
Næturlæknir er í nótt Eyþór
Gunnarsson, Laugaveg 98. Sími
2111.
Næturvörður er í lugólfs Apó-
teki og Laugavegs Apðteki.
Næturakstur annast Litlá Bíl-
stöðin. Sími 1380.
50 ára er í dag frú Jónína Guð-
jónsdóttir, Hringbraut 32.
Frú Vilborg Jónsdóttir, Berg-
staðastræti 56 er 75 ára í dag.
Þegar jeg mæti henni á‘ leið til
vinnu minnar á morgnana, finst
mjer það æfinlega jafn ósenni-
legt, að þar fari kona, er kom-
in sje þetta til ára, ekki hafi ver-
ið heilsusterk og sje að koma frá
sinni vinnu — Vilborg vinnur
úti enn — hefir starfað um 30
ára skeið eða lengur að ræstingu
hjá Búnaðarfjelagi íslands og um
langan tíma hjá Rafveitu Reykja-
víkur. Vilborg er vinsæl, enda
trölltrygg, glaðlynd og skemtileg
í viðræðum. Þeir muiiu áreiðan
saman í hjónaband ungfrú Mar-
grjet Kristjánsdóttir, Sellandsstíg
14 og Guðmundur Sæmundsson,
bóndi að Eiði-Sandvík í Flóa.
Hjónaefni. S.l. fimtudag opin-
beruðu trúlofun sína ungfrú Jeni\ý
Sigmundsdóttir frá Þingeyri og
Guðmann Högnason frá Laxárdal
í Gnúpverjahreppi.
Fyrsti fundur V arðarfj elagsins
á þessu hausti verður haldinn
annað kvöld kl. 8y2 í Varðarhús-
inu. Árni Jónsson alþm. mun
hefja umræður um samstarf
flokkanna.
Atli Már Árnason verður kenn-
ari á námskeiði verslunarmanna í
auglýsingaskrift og auglýsinga-
teikningu, sem hefst á morgun í
Handíðaskólanum. Atli Már hefir
stundað teikninám í þrjú ár í
Listiðnaðarskólanum í Kaupmanna
höfn, og útskrifaðist þaðan með
góðum vitnisburði s.l. vetur. —.
Kenslan fer fram á kvöldin, eftir
vinnutíma verslunarfólks.
Slökkviliðið var um 11-leytið f
gærkvöldi kallað að Ægisgarðí,
þar sem línuveiðarinn Sigríður
liggur. Hafði kviknað í háseta-
lega nokkuð margirý sem óska klefa út frá olíulampa. Búið var
að slökkva eldinn að mestu, er
slökkviliðið kom, og skemdir voru
lítilfjörlegar.
Til fatlaða mannsins: Z. A. Z.
50 kr.
Til Strandarkirkju: G. H. 10
kr. H. J. 3 kr. Ónefnd kona 5 kr.
J. B. 5 kr. M. 10 kr. G. G. 10 kr.
Y. D. 10 kr. S. J. 2 kr.
Útvarpið í dag:
12.00—13.00 Hádegisútvarp.
19.30 Hljómplötur: Lög úr tón-
filmum og óperettum.
20.00 Frjettir.
20.30 Erindi; Kvikmyndalistin og
Luis Trenker (ungfrú Rannveig
Tómasdóttir) .
21.00 Hljómplötur; Píanótríó í a-
moll, Op. 50, nr. 2, eftir Tschai-
kowsky.
henni af alhug til bléssunar um
ókomná æfi. ! H. J.
Hjúskapur. Á laugardaginn gaf
síra Friðrik Hallgrímsson saman
í hjónahand ungfrú Guðfjnnu
Lárusdóttur og Gunnar Gunnars-
son trjesmið. Heimili þeirri er á
Hverfisgötu 102.
Hjónaband. S.l. laugardag voru
gefin saman í hjónaband ungfrú
Sigríður Jóhannesdóttir ljósmynd-
ari og Sigurjón Vilhjálmsson mál-
ari. Heimili ungu hjónanna er
við Öldugötu 18 í Hafnarfirði.
Hjónaband. S.l. laugardag voru
gefin saman í hjónaband hjá lög-
manni ungfrú Steinunn' Sigur-
björnsdóttir og Hafsteinn Ólafs-
son harmonikuleikari. — Heimili
þeirra er á Karlagötu 13.
Hjónaband. í dag verða gefin
Ltmdtínabúar
,br essír og glaðí r ‘
rkibiskupinn af Kantara-
borg ræddi í gær um fram-
komu Lundúnabúa í loftárás-
um og kvað hann aðdáunar-
vert hversu mikla hugprýði
þeir hafa sýnt. Kvaðst hann
geta um þetta dæmt af eigin
sjón og raun. Óskaði hann þess
að Hitler og Göring hefði tæki
færi til þess að sjá, hversu hug
rakkir menn væru, hressir í
lundu og glaðir, þrátt fyrir alt,
sem á hefir dunið. Sprengju-
árásirnar, sagði erkibiskupinn,
hafa ekki aukið likurnar fyrir
sigri Þjóðverja.
Kaupi og sel allsbooar
M ðl i^veröbrfef og fasfeftgnir.
Til viðtals kl. 10—12 alla virka daga og endranær eftir
samkomulagi. — Símar 4400 og 3442.
GARÐAR ÞORSTEINSSON.
V'_ '.X.
• » .
-'VvA
22 ítalskir
kafbátar
B
resk herskip í Miðjarðarhafi
söktu í vikunni sem leið
tveim ítölskum kafbátum.
ítalir hafa þar með mist 22
kafbáta frá því að stríðið hófst
iJi -|f. ■ f
Jarðarför konunnar minnar
JÓHÖNNU GÍSLADÓTTUR
fer fram frá fríkirkjunni á morgun, miðvikudaginn 9. þ. m.,
og hefst með húskveðju að heimili okkar, Leifsgötu 22, kl. 1
e. h. Kirkjuathöfnixmi verður útvarpað.
Fyrir hönd barna okkar, fjarstaddrar móður og annara
vandamanna
Guðbrandur Guðjónsson.
Jarðarför
ÞURÍÐAR NIKULÁSDÓTTUR
frá Hjörsbæ í Keflavík, fer fram föstudaginn 11. þ. m. og hefst
með húskveðju frá heimili hinnar látnu, Vesturgötu 9, Kefla-
vík, kl. 2. — Bílaferðir frá Bifreiðastöðinni Geysi.
Aðstandendur.
Hjartanlegar þakkir öllum þeim, sem vottað hafa virðing
minningu móður okkar
GUÐRÍÐAR MAGNÚSDÓTTUR.
Kristinn Níelsson. Níels Níelsson.
Á