Morgunblaðið - 08.10.1940, Blaðsíða 8
8
Þriðjudagur 8. október 1940.,
JtCiiifl ^Aíintt r
wwwwt
VENUS RÆSTIDUFT
drjúgt — fljótvirkt — ódýrt.
Nauðsynlegt á hverju heimili.
HÚSGÖGNIN yðar
mundu gljáa ennþá betur, ef
þjer notuðuð eingöngu Rekord
húsgagnagljáa.
AF SAUÐÁRKRÓKI
fást fallegar ljósmyndir í búð-
inni á Laugaveg 18, niðri.
BÍLSTJÓRAR!
Fallegar dúkkur á bíla fást í
búðinni Laugavegi 18, niðri.
FRAKKAR og SVAGGERAR
fyrirliggjandi í miklu úrvali,
Guðm. Guðmundsson, klæð-
skeri, Kirkjuhvoli.
KÁPUBÚÐIN
Laugaveg 35. Orval af kápum
og Swaggerum. Einnig fallegar
kventöskur.
Ferð til Kanaríeyja
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
síma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
FLÖSKUVERSLUNIN
á Kalkofnsvegi (við Vörubíla-
stöðina) kaupir altaf tómar
flöskur og glös. Sækjum sam-
stundis. Sími 5333.
K ALDHREIN S AÐ
þorskalýsi. Sent um allan bæ.
Björn Jónsson, Vesturgötu 28.
Sími 3594.
NÝA FORNSALAN
Aðalstræti 4, kaupir allskonar
húsgögn og karlmannafatnað
gegn staðgreiðslu.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. Opið allan daginn.
EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR
blússur og pils altaf fyrirliggj-
andi. Saumastofan Uppsölum
Sími 2744.
40. dagur
Hann beygði sig saman, sló hanri
laust, Ijet eins og hann ætlaði að
slá með hægri hendinni, til þess
að slá hann á kjálkann með þeirri
vinstri. En höggið var aldrei sleg-
ið, því Harvey sló alt í einu með
þeirri hægri. Vegna þess hve högg
ið var óvænt, lenti hnefinn með
svo miklu afli á nefið á Carr, að
það virtist eins og það væri flatt
út. Höfuð hans kiptist til, hann
fjekk blóðnasir, glottið afskræmd-
ist og hann saup hveljur. Hann
hörfaði lítilsháttar aftur á bak,
hristi höfuðið og rauk á Harvey.
Harvey hrökk upp að dyrunum.
Axlir hans rákust hrottalega á
dyrnar, en hann vjek sjer undan
og sló Carr í þindina. Carr gretti
sig. Hann fór ver út úr því en
hann bjóst við. Hann misti stjórn
á sjálfum sjer. Nú rjeðist hann
urrandi á Harvey og sló í blindni.
í hjer um bil heila mínútu hjelt
hann áfram með sama æði, án
þess þó nokkru sinni að hitta svo
um munaði. Harvey vjek sjer í
hvert sinn undan og var honum
altaf of fljótur. Hann var óvenju-
lega fljótur á sjer og markviss.
Ekkert þekti hann til hnefaleika,
en hann vissi, að hann varð að
vinna. Hann var særður í andliti,
andaði þungan og virtist eins og
hann væri að bíða allan tímann.
Carr gerði alt sem hann gat.
Yfirlæti hans var horfið. Hann
fann núna, hversu linur hann var.
Honum virtist mikið um mun að
slá hann högg, sem bindi enda á
hnefaleikinn. Svitinn rann niður
á hálsinn á honum. Hann sló Har-
vey þungt högg á hálsinn og tók
hann fangbrögðum. Með því að
nota þunga sinn, tókst honum að
slá Harvey undir hökuna, tók
hann glímutökum og brá honum.
Harvey fjell, en hann var und-
ir eins risinn upp og barði Carr
af sjer. Þegar hann fann, hve
Carr var móður, vissi hann, eftir
hverju hann hafði beðið. Hann
beit á jaxlinn og rauk með æði á
Eftir A. J. CKOMN
SPARTA-DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi.
HARÐFISKSALAN
Þvergötu, selur góðan þurkaðan
saltfisk. Sími 3448.
ÞAÐ ER ÓDÝRARA
»8 lita heima. Litina selur
HJðrtur Hjartarson, Bræðra-
borgarstíg 1. Sími 4256.
KAUPUM
tóma strigapoka, kopar, blý og
aiuminium. Búðin, Bergstaða-
•træti 10.
KAUPI GULL
og silfur hæsta verði. Sigurþór,
Hafnarstræti 4.
KENNI BYRJENDUM
og Ies með skólanemum ís-
lensku, dönsku, þýsku, ensku og
stærðfræði. Eiríkur Kristinsson,
stud mag. Bergstaðastræti 76.
fTil viðtals kl. 1—3 og 6—7 e.h.
ÓDÝRASTA KENSLAN
er í Alþýðuskólanum. Upplýs-
ingar í síma 4330.
TVÖ HERBERGI
óskast, helst í sama húsinu.
Uppl. í síma 5108, frá 4—6.
HERBERGI
með húsgögnum óskast. Tilboð
merkt „Strax“, leggist á af-
greiðslu blaðsins.
2 ÍBÚÐIR
2 herbergja óskast. Upplýsingar
í síma 5935.
MIG VÁNTAR BÍLSKÚR
í Vesturbænum, strax. Sími
4454.
PIANO iEÐA ORGEL
óskast til leigu. Tilboð merkt:
„Hljóðfæri", sendist afgreiðslu
blaðsins.
SJÁLFBLEKUNGUR
hefir fundist. Vitjist til Böðvars
Steinþórssonar, s/s Selfoss.
Carr. Hann virtist hafa sparað
krafta sína til þess arna. Hann
barðist ekki af neinni knnnáttu,
heldur eins og óður. Carr fjekk
mikið högg, reyndi að verja sig,
en tókst ekki. Högg, sem hitti
hann í höfuðið, kom honum á
knje. Augnablik kraup hann, en
stóð á fætur aftur, stynjandi.
Andlit hans var atað blóði og
var það miður fögur sjón. Flibb-
inn hafði losnað og hárið úfið-
Hann var hamslaus af reiði. Hann
rauk á Harveý. Méð eldingarhraða
sló Harvey Carr á hökuna, sem
var óvarin, með vinstri hendinni.
Harvey fanst unaðurinn af að slá
hann og þetta væri augnablik, sem
mikið væri borgandi fyrir.
Carr fjell með miklu braki.
Harvey þurkaði svitann framan úr
sjer og horfði á hann. Carr velti
sjer, starði kjánalega upp í loft-
ið og brölti því næst á fætur.
Annað augað var sokkið og mun:i
urinn fullur af blóði. Hann leit-
'ffelaqslíf
I. O. G. T.
ST. VERÐANDI NR. 9.
Fundur í kvöld kl. 8. Inntaka
nýliða.
Haustfagnaður:
Kaffisamdrykkja.
1. Samkoman sett.
2. Ræða.
3. Tvísöngur.
4. Samlestur.
5. Þórbergur les upp úr nýrri
bók.
6. Tvísöngur.
7. Samlestur.
8. Dans.
Aðgöngumiðar afhentir í G.-
T.-húsinu kl. 4—7 í dag.
ÍÞAKA NR. 194.
Fundurinn í kvöld byrjar kl. 9.
_ iKmui’
GÓÐ STÚLKA
óskast í vist allan daginn. —
Rannveig Kjaran, Tjarnargötu
10 D.
TELPA
14—16 ára, góð í reikningi,
óskast til snúninga í matvöru-
búð. A. v. á.
aði í vasa sínum að vasaklút og
þurkaði blóðið framan úr sjer.
„Jeg skal muna þjer þetta“,
sagði hann með erfiðismunum og
leit á Harvey útundan sjer. „Jeg
gleymi ekki svo auðveldlega“.
„Auðvitað gleymir þú því ekki“,
sagði Jimmy fagnandi. „Þú hefir
fengið svoleiðis barning, að það
loðir við þig það sem eftir er æf-
innar1 ‘.
„Það er ekki lokið okkar á
milli“, hjelt Carr áfram án þess
að líta af Harvey. „Jeg veit hvern
ig á að fara með náunga eins og
þig“.
Harvey svaraði engu.
„Þú hefir sjálfur komið þjer í
klípu“, hjelt Carr áfram. „Og jeg
ætla að Iáta þig vita, að ef eitt-
hvað skeður óvænt með lafði
Fielding, berð þú ábyrgðina. Jeg
ætla að senda manninum hennar
símskeyti. Um leið og jeg hefi
vald, mun jeg gera ráðstafanir“.
Hann þaut út um leið og hann
sendi Harvey illilegt augnaráð.
Lyfsalinn horfði vandræðalega frá
einum á annan, hneigði sig út í
loftið og elti Catfr eins og hvolp-
ur.
Þegar hann gekk framhjá Har-
vey, rjetti Harvey út hendina og
sagði:
„Skiljið eftir töskuna handa
mjer“.
„En senor“, stamaði lyfsalinu
með náhvítar varir, „lækninga-
áhöld og meðöl mín eru —“.
„Yerið óhrædddur. Þjer fáið
þau aftur seinna“.
„Jeg á erfitt með að láta tösk-
una af hendi svona fyrirvara-
laust“.
Harvey tók af honum töskuna.
Lyfsalinn stóð mállaus eftir, fórn-
aði höndunum, hrópaði á drottinn
og þaut út.
Jimmy brosti glaður framan í
Harvey og þrýsti hönd hans.
„Guð á himnum veit, að þetta
voru slagsmál!‘ ‘ hrópaði hann.
„Jeg hefði ekki viljað verða af
því fyrir alla peningana í Klon-
dyke. Þú slóst hann í saltfisks-
stöppu. Og hvernig þú lagfærðir
á honum kjaftinn! Þetta eru.
fallegustu slagsmál, sem jeg hefi.
sjeð síðan Joe sló út Smiler“.
Hann brosti út undir eyru af'
ánægju og tók tvisvar sinnum í
nefið í fátinu. Svo þreifaði hann.
á blóðugum hnúunum á Harvey
með ljettum tökum.
„Guði sjeu þakkir, ekkert bein
brotið. Þessir djöflar með nauts-
húð þurfa þung 'högg. Og ráðn-
ingin, sem hann fjekk! Fór hann
kannske ekki fram á það? Og-
þurfti hann þess ekki með? Líður-
þjer vel? Ertu viss um það?“
„Það er ekkert að mjer“, sagði
Harvey. Hann gekk að borðinu,,
lyfti töskunni upp og opnaði
hana. Eins og hann hafði grunað,
voru í henni ýms læknisáhöld ogi
lyf. Hann lokaði töskunni og
gekk þvert yfir herbergið. Um
leið og hann opnaði dyrnar, sagðí-
hann við Corcoran:
„Nú fer jeg upp á loft. Þú ger-
ir það sem þú getur hjerj‘. Þv£
næst ’fór hann upp stigann.
21. kapítuli.
Það var að kvöldi hins samæ.
dags. Corcoran var í eldhúsinu og:
gerði sig heimakominn þar. Bláa,
niðurtroðna leirgólfið, opna eld-i-
stæðið og háa, uppmjóa loftið, senn
gert hafði verið fyrir fimm hundi"
uð árum, átti einkar vel við skap*
hans. En niðurníðslan og óreglan.
á staðnum var honum þvert um.
geð.
Hann fór úr jakka og vesti, og
að heiðursmanna hætti fór hanm
að fást við — tæpléga að koma
röð og reglu á hlutina----helduir
yfirborðs hreinlæti, svo sem að
skvetta fáeinum dropum hjer og:
þar og fægja ílát til málamynda..
Framhx
DUGLEGUR
og handlaginn sendisveinn ósk-
ast strax. Uppl. Nýu fornsöl-
unni, Aðalstræti 4. ,
STÚLKA
helst vön matartilbúning, ósk-
ast í vist til Keflavíkur. 2 í
heimili. Upplýsingar á Hring-
braut 61.
OTTO B. ARNAR
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj-
um og loftnetum.
REYKHÚSEÐ
Grettisgðtu 50 B, tekur kjöt,
fisk og aðrar vörur til reyking-
ar eins og að undanförnu.
í sveitakirkju einni kaþólskri,
suður í löndum, var eitt sinn sett
UPP nýtt líkneski úr trje af dýr-
lingi einum, en það gamla, sem
fyrir var, var látið út í hom í
kirkjugarðinum. Einn bændanna
læddist ætíð þangað til þess að
gera bæn sína. Nágrannar hans
sáu það og spurðu hvers vegna
hann gerði ekki bænir sínar fyrir
nýja líkneskinu. Hann svaraði-
„Jeg hefi enga trú á því; jeg
hefi þekt það, meðan það var
linditrje.
★
Þórður gamli formaður hafði
ætíð verið allheiðinn í háttalagi,
andvígur prestum og lengi saup-
sáttur við síra Pjetur, sóknarprest
sinn. Einu sinni varð Þórður
snögglega veikur. Er hann hafði
Iegið nokkra daga í rúminu og
neytt þeirra ráða, sem hann taldi
heilsusamlegust, en þau voru
kaffi og brennivín, þá sendi hann
boð eftir prestinum. Það var um
miðja nótt. Samt ljet ekki prest-
ur á sjer standa, enda þótti hon-
um mikið liggja við, er vænt-a,
mátti hughvarfs hjá slíkum manni.
„Sæll, Þórður minn“, sagði.
prestur, er hann kom inn til Þórð-
ar. „Er nú komið að því áð stund-
in nálgist og hjartað farið að láta
undan síga?“
„Onei“, svaraði Þórður. „Ja —
það er að segja svo og svo. Mig-;
dreymdi svo undarlega í nótt“.
„Nú, og hvernig var sá draum—
ur?“
„Jú, mig dreymdi að jeg kom
til Sankti Pjeturs og ætlaði þar-
inn. En hann sagði: Uss, uss, Þórð
ur, þetta hjálpar ekki; allir verða
að skrifta og fá þjónustu áður en.
þeir koma hjer. — Þá spurði jeg,
hvort jeg gæti ekki lokið mjer af
þar. Uss, nei, Þórður, segir hann,
það stoðar ekki. Iljer eru engir
prestar, segir hann“.
★
Gömul kona (sem hefir fengið
nýjar tennur): Ja, til þess að
tyggjn með duga þær ekki, en
hreint afbragð eru þær til að lesa.,
með.
✓