Morgunblaðið - 09.10.1940, Page 4

Morgunblaðið - 09.10.1940, Page 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 9. okt. 1940- KVEMDJOÐIM Oa liEIMILIM Kartöfiur og rófur - Rúsínur l g sveskjur Það var ekki glæsilegt útlitiö hjá húsmæðrum með öflun .garðávaxta, kartafla og rófna, ]>egar aðaluppskeran var komin í iullan gang á þessu hausti. Uppskeran hafði brugðist mjög víðast hvar á landinu, vegna þrá- Mtra kulda og hrakviðra framan af sumri og reyndar alt sumarið í aðal-kartöfluhjeruðum landsins. Eftirspurnin eftir þessari dýr- mætu nauðsynjavöru var því þeg- ar mjög mikil. Og þegar þar við hættist, að braskarar, sem höfðu komist í samband við breska setu- liðið með útvegun þessarar vöru, þeystust út um sveitirnar og keyptu upp alla þá garðávexti, sem unt var að fá, er ekki að undra þótt varan hækkaði geipi- lega í verði. Enda komust kart- •öflur brátt í 60—70 au. kg. í smá- sölu hjer í bænum og gulrófur í 80—90 aura kg. Þegar kappklaupð var komið á þetta stig, tilkynti forstjóri Græn- metisverslunar ríkisins, að hann hefði nú gert ráðstafanir um inn- flutning kartaflna og væru þær væntanlegar innan skamms. Þessi tilkynning gladdi mjög húsmæður hjer í bænum, því að það var síður en svo skemtileg tilhugsun, að hafa engin ráð með útvegun kartaflna með viðunandi verði, fyrir veturinn. Húsmæður vænta þess, að erlendu kartöflurnar verði seldar viðunandi verði. Um gulrófurnar er það að segja, að ]ta;r eru nú algerlega ófáan- legar nema í smásölu hjer í Reykja vík og þá með því verði, að ■almenningur getur ekki keypt vöruna. Hvað framleiðendur hafa fengið í sinn hlut, vitum vjer •ekki; en ilt er það, ef braskarar hafa náð tökum á þessari vöru. Eru engin úrræði til þess að ráða hót á þessu ástandi ? Húsmæðrum þykir sárt að geta ekki fengið gulrófur með viðunandi verði, eða annað í þeirra stað. Yiidu ekki góðir menn athuga þetta? ★ Vel á minst, ávextirnir. Fyrir nokkru skrifaði húsmóðir hjer í Kvennasíðuna og skoraði á stjórn- arvöld'in að leyfa innflutning á nlgengustu þurkuðu ávöxtum, rúsínum og sveskjum. Þessi áskor- Tin er áreiðanlega studd af öllum húsmæðrum á landinu. Það: er við- nrkent, að þessir ávextir sjeu heil- næmir og hollir og þeir eru nauð- •synlegir til bragðbætis í ýmsan mat, þ. a. m. margskonar mat, sem búinn er til að mestu úr inn- lendum fæðutegundum. Yið viljum mjög eindregið skora á stjórnarvöld landsins, að leyfa frjálsan innflutning á þessum vörutegundum. Yörur þessar kosta sáralítið í innkaupum og því ekki um að ræða eyðslu á erlendum gjaldeyri. Verðið á þeim hjer ligg- ur aðallega í flutningskostnaði og tollum og fer því ekki út úr land- inu. U M BRiDGE Samtal <ið fiú KMnu NoiBmann FRÚ KRISTÍN NORÐMANN hefir nýlega gefið út bók um kontraktbridge. Þetta er fyrsta bókin, sem prentuð hefir verið á íslensku um þessi efni, og höfundurinn auk þess kona, svo Kvenna- síðu Morgunblaðsins þykir vel hlýða að hennar sje minst þar. Þeir munu vera margir sem fagna útkomu bókar- ínnar, og ekki síst konur. Þar sem nú fer að líða að vetri og sá tíma fer í hönd að margir stytta sjer stundir við spil, sneri blaðið sjer til frúarinnar í sambandi við útkomu bókarinnar. — Hvað var það sem kom yðuv til að skrifa þessa bók? — Mín besta skemtun hefir alt- af verið að spila á spil frá því að jeg var barn, segir frúin. Faðir minn þótti afbragðs spilamaður, og kendi okkur eldri systkinunum að spila og tefla. Seinna var ávalt mannmargt á heimili móður minn- ar og í þá daga ekkert útvarp og minna um aðrar skemtanir, sem nú eru algengar, og styttu menn sjer þá stundir við spil þar. Um 20 ára skeið hefi jeg líka haft vist „spilapartí" og höfum við fjórar konur spilað einn eftirmið- dag í viku. Höfum við skoðað það sem okkar frídag frá húsmóður- störfunum og hefir ávalt verið okkar besta skemtun. Er við fór um að spila kontraktbridge, feng- um við okkur bók um það, því kontraktbridge er ekki hægt að spila án þes sað hafa einhverjar reglur að styðjast við. Vildum við þá undireins taka upp kerfi er væri notað annarsstaðar, en ekki sjálfar að búa okkur til eitthvert kerfi, eins og mun vera nokkuð algengt hjer. Fjöldamargir. sem jeg þekti, kvörtuðu undan að kunna ekki undirstöðuatriðin í kontraktbridge og kom það mjer til þess, fyrir 33/2 ári, er jeg var stödd erlendis, að kynna mjer Culbertsons-kerfið, með kenslu fyrir augum. Margir hafa líka kvartað um við mig að hafa ekki aðgengilegan bókakost um þessi efni og hafði jeg þess vegna frá byrjun hugsað mjer að gefa út bækling um kon- traktbridge. . Þegar jég. minnist á bókina, vil jeg geta þess, að fleiri en eitt kerfi eru notuð við kontraktbridge og má þá nefna Wienar og Vand- erbilt-kerfi, en eflaust eru þau fleiri, þó jeg ekki þekki til þeirra. Bridgebókin er bygð á Culbert- sonskerfinu, og er Culbertson tví- mælalaust þektasti spilasjerfræð- ingur sem uppi er, en að öðru leyti hefi jeg sniðið bókina eftir reynslu þeirri sem jeg hefi fengið við bridgekenslu, og vonast jeg til að hún megi koma að nokkru gagni, jafnt byrjendum og þeim sem lengra eru á veg komnir. Þess vil jeg líka gjarnan geta, að til þess að sþila kontraktbridge ef álveg nauðsynelgt að taka tillit til meðspilarans. Þeir, sem síður vilja gera það og vilja spila sjálf- stætt, ættu þá heldur að spila aktion-bridge, sem líka er ágætis spil og gefur þeim frjálsari hend- ur. Margt fólk verður, af ýmsum ástæðum, að neita sjer um ýmsar þær skemtanir, sem aðrir telja sjálfsagðar, svo sem skíða-, göngu- og skautaferðir. þ'vrir það fólk er ekki til betri skemtun en að spila á spil, ef það þá yfirleitt hefir ánægju af því. Þá spyr jeg frúna hvaða reynslu hún hafi fengið í því, sem karl- mennirnir halda fram, að konut- geti ekki lært að spila vel á spil Eflaust er það rjett, segir frúiri, að karlmenn sjeu slyngari í að einbeita huganum að spilunum, enda munu þeir að jafnaði spila meira. Eftir þeirri reynslu sem jeg hefi, vil jeg segja, að margar konur hjer spili ljómandi vel, en munurinn finst mjer aðallegá vera sá, að konur hafa ekki eins mikið þol til að leggja sig eftir aðalat- riðunum og gefast fyr upp ef þeim finst eitthvað erfitt. Dæmi þess að konur sjeu jafn- færar að spila og karlmenn, eru Culbertsons-hjónin, sem eru talin sjerlega slyng á því sviði og stendur frúin þar ekki manni sín- um að baki. Komir hjer hafa fáar treyst sjer til að taka þátt í þeim bridge- kepnum, sem hjer hafa verið háð- ar, en hafa eflaust margar verið v-el færar um það. Jeg vildi gera það að tillögu minni, að þær kónur, sem mikið fást við að spila, kæmu sjer sam- ari uin að efna til(sjerstakrar kepni sín á milli og æfa sig vel undir það. Á þessum tímum munu konur sennilega halda sig meira í heima- húsum og þá tilvalið fyrir þær, sem hafa reglulega ánægju af að spila, að stytta sjer stundir með því. Hjal eða hugleiðingar um nútlð ng fortlð Skyldi nútímakonan hafa hug- leitt, hvað hamingjan var henni hliðholl, þegar hún hagaði því svo, að hún skyldi skjótast inn í þennan heim, ekki fyrir rúm um hundrað árum, heldur á þess- um tímum tækni og þæginda? Skyldi henni vera ljóst, hve erfið kjör amma hennar og langamma bjuggu við, frá nútíma sjónar- miði? Ekki býst jeg við því. Jeg held varla, að það hafi verið hægt að lifa lífinu í þá daga, nema að halda altaf í hemilinu á sjálfum sjer og einblína á skyld una. En ef til vill hafa gömlu kon- Urnar verið svona miklu tápmeiri og hraustari en við, og þær hafa líklega verið aldar upp í þeirri trú, að skyldan væri Ijúf, en ekki horð, því að anUars finst mjer, að þær hefðu hefðu ekki getað notið lífsins. Að minsta kosti hlýt- ur lífsnautn þeirrar kynslóðar að vera önnur en okkar, sem verður að una saumavjelalaus við gólf- skúringar og aðra slíka erfið- leika. Ekki er það glæsilegt! Hvað finst ykkur, sysfúr mínar? Og svo að þurfa að standa við að straua víðu, Ijósu pilsin, utan yfir krínó- línuna. En þið kunnið að segja, að þetta hafi verið sjálfskapar- víti, því að þær hafi sjálfar fund- ið krínólínuskömmina upp. En þá er því til að svara, að vissulega eru sjálfskaparvítin verst og hver segir svo, að þær hafi sjálfar fundið hana upp ? Er ekki öllu líklegra, að fjárinn hafi fundið hana upp til þess að hæða kven- þjóðina? En hvernig sem því var varið, þá var krínólínan staðreynd, sem þær höfðu við að stríða. Stað- reynd, sem gerði þeim lífið erfið- ara — og umfangsmeira. Það er þó ómótmælanlegt! Og þar að auki staðreynd, sem óhætt er að álykta að þær hafi tekið mjög alvarlega og álitið vera höfuðprýði lífs síns. Þær hafa vissulega aldrei hirt um að brjóta af sjer ok henn- ar. Jeg þykist nú heyra einhverjar ykkar segja, að ekki sje hægt að vorkenna fólki, sem sje haldið slíkri heimsku. En gömlu konurn- ar voru ekki að biðja um, að sjer væri vorkent. Þær vorkendu sjer ekki einu sinni sjálfar. Jeg held varla, að þær öfunduðu okkur, þó að þær litu upp úr gröf sinni og Verð á S að telja; Tómatar, 1. fl., 5 kg. ks. . -— 2. f]., 5 kg. ks........ — 3. fh, 5 kg. ks........ — grænir, 5 kg. ks....... Agúrkur, 1. fl., 10 stk. ks — 2. fl., 10 stk. ks..... Blómkál, extra, stk........ — 1. fh, stk............. a hef- — 2. fl., stk. .. 0.75 verð — 3. fl., stk. .. • • • • • • 0.50 þ. m. Gulrætur 1. fl„ 10 stk. bt. 0.50 — 2. fl., 10 stk. bt. 0.25 Radísur, 10 stk. bt. 0.20 Kr. Persille, 10 stk. bt. 0.10 15.00 Rabarbari, kg. 0.60 12.00 Toppkál, 1. fl„ stk. 0.70 7.90 - 2. fl„ stk. . 0.50 7.50 Salathöfuð, 1. fl. 18 stk. ks. 3.60 10.00 — 2. fl., 24 stk. ks. 3.60 7.50 Hvítkál, 1. fl„ stk. . 1.00 1.25, — 2. fl„ stk. .. ....... 0.70 1.00 (Freyr). sæju okkur sitja á dúnkoddum tækninnar og segja; „Verði ljós!“ Eða rjettara sagt, að við þurfma ekki annað en að styðja á hnapp og þá verður ljós. Þær voru ekki að fást um nein þægiiidi, gömlu konurnar, þær einblíndu á skyld- una eins og jeg sagði áðan. Ætli okkar kynslóð læri nokk- urn tíma að tigna og tilbiðja skylduna þannig? Það held jeg varla! Tæknin og þægindin sjá um það. Á jeg að segja ykkur, hvað jeg held að ömimirnar segðu, ef þær sæju til okkar? Jeg held að þær myndu segja, eins og hún amma mín var vön að segja, þegar henni fanst jeg aðgjörða- lítil: „Lediggang er Fandens Hovedpude“, ef þær segðu þá ekki eins og gamla kopan í Mosfells- sveitinni sagði, þegar sonarsonur hennar setti upp útvarp heima hjá sjer; „Er rjett fyrir ykkur að vera að þessu grufli ?“ Saltað hvítkál 10 kg. hvítkál, kg. gróft salt. Best er að salta hvítkálið í stór- um stíl. Sje allrar nákvæmni gætt og kálið geymt á köldum stað, er hægt að nota það til mat- ar, alt árið, sem nýtt kál. Best er að salta kálið í tunnn eða kvartil, sje það gert í stórum stíl, en í leirkrukku eða gleraða fötu, sje lítið saltað í einu. ílátið er þvegið úr heitu sóda- vatni, því næst úr heitu og köldu vatni. ÖIl óhreinu blöðin eru tekin af kálinu. Þótt kálið sje ekki þjett- vaxið, er það samt vel nothæft. Kálið er skorið niður; fljótlegast er að skera það í brauðhníf; síðan er það vegið. Á botn tunnunnar er sett salt; því næst lag af káli, svo aftur salt. Kálinu er þrýst saman með trje- hnalli við og við, þannig er tunn- an fylt, efsta lagið á að vera salt. Soðinn línklútur er lagður yfir, þar á hlemmur með götum, og steinn yfir, hvorttveggja er soðið áður. Ilátið er geymt á köldum stað, en má þó ekki frjósa. Einu sinni í viku verður að þvo barma ílátsins, hlemminn og lín- klútinn, og sje nokkur skán á efsta laginu, verður að taka það í burtu. Fljóti lögurinn ekki yfir, er saltvatn með 6% salti helt yfir. Áður en kálið er borðað er það þvegið \4l og afvatnað. Notað sem nýtt kál í súpur og jafninga. Söltuð steinselja. Ný og óskemd steinselja er þvegin og vatnið hrist af, söxuð. Lögð niður í krukku með salti og sykri, þannig að 1 matsk. borð- salt og 1 matsk. sykur er blandað saman og lagt niður í krukkuna. í Lögum. Bundið yfir með cellophan-papp- ír og geymist á köldum stað. Gras- laukur er saltaður á sama hátt. H. S.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.