Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 16.10.1940, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 16. okt. 1940. Sjóorusta í Miðjarðarhafi: 3 ítölskum herskipumsökt Beitiskipið „Ajax“ (7 þús. smál.). Sigur ,Ajax6, skips- ins sem barðist gegn ,Graf Spee6 BEITISKIPIÐ „AJAX“, sem tók þátt í sjóor- ustunni við „Graf Spee“ í vetur, lagði til atlögu við ítölsk herskip í Miðjarðarhafi nú um helgina og sökti 3 ítölskum tundurspillum. í tilkynningu breska flotaforingjans í Miðjarðarhafi, þar sem frá þessu er skýrt, segir, að flotinn hafi enn farið um austanvert Miðjarðarhaf og miðbik hafsins, án þess að hitta ítalska aðalflotann. En á laugardaginn hefði beitiskipið „Ajax“ sjeð 3 ítalska tundurspilla um 80 mílur suð-austur af Sikiley. Beitiskipið lagði þegar til orustu við tundurspillana, sem voru hver um sig tæpar 700 smálestir og sökti tveimur þeirra þegar í stað. Þriðji tundurspillirinn laskaðist, en komst undan. Síðar hitti „Ajax ‘ stórt ítalskt beitiskip sem hafði fylgd fjögurra tundurspilla. Tókst þegar orusta, og laskaði Ajax einn tundurspillirinn. En hin skipin komust undan í náttmyrkrinu. Síðar um nóttina kom breska beitiskipið „York“ á vett- vang, þar sem ekki var vitað hve stór ítalska flotadeildin var, sem Ajax átti í höggi við. _____________ Stalin var ekki skýrt frá áformi Hitlers fyrirfram 150-180 þús. manna þýskt herlið í Rúmeníu SVO VIRÐIST, sem óvissan um afstöðu Rússa marki aðallega fregnirnar hina síðustu at- burði á Balkanskaga. Hin opinbera rússneska frjettastofa, Tass, gaf í gær út tilkynningu, þar sem segir, að það sje ekki rjett að Sovjetstjórninni hafi verið tilkynt fyrirfram um herflutninga Þjóðverja í Rúmeníu, eða fengið skýringu á því, í hvaða tilgangi þeir væru gerðir. i SVAR TIL „POUTTKEN“ Tilkynning Tass-frjettastofunnar er birt, sem svar við fregn í „Politiken“, þar sém skýrt var frá því, að þýska stjómin hefði gert Sovjetstjórninni kunnugt um áform sín fyrirfram. En í tilkynningunni er hinsvegar ekkert minst á þá yfirlýsingu þýsku stjórnarinnar, sem birt var í Berlín í síðustu viku, þar sem skýrt var frá því, að öllum vinsamlegum ríkisstjómum hefði verið skýrt fyrirfram frá áformi Þjóðverja í Rúmeníu. önnur opinber tilkynning sem Tass-frjettastofan birti í gær, bendir hinsvegar til þess, að sovjet-stjórnin ætlar ekki að binda hendur sínar á neinn hátt, heldur vera fyrst um sinn óháður áhorfandi að því sem gerist á Balkanskaga. í tilkynningu þessari er^það borið til baka að ráðgert sje, að stofna bandalag milli Grikkja, Tyrkja, Breta, Júgóslafa og Rússa. BANÐARÍKIN OG RÚSSAR I New York gengur sá orðrómur, að sendiherrar Tyrkja ©g Bandaríkjanna í Moskva, hafi ræðst við um helgina. En engin staðfesting hefir fengist á þessari fregn. New York fregnir herma einnig að Sumner Welles, að- stoðarutanríkismálaráðherra Bandaríkjanna og Oumansky sendiherra Rússa í Washington hafi ræðst við ítarlega nú um helgina, og að árangurinn af viðræðum þeirra hafi orðið, að búast megi við að ýms smávægileg ágreiningsmál, sem valdið hafa örðugleikum í sambúð Rússa og Bandaríkjanna undan- farið verði jöfnuð. Þegar birti af degi sást frá „Ajax“ og „York”, hvar ítalsk- ur tundurspillir fór með tundur- spillirinn, sem laskast hafði kvöldið áður í eftirdragi. — Dráttarskiþið slepti þegar drátt artauginni og flýði, skildi lask- aða turidurspillinn eftir. — Sjóliðarnir um borð í tundur- spillinum fengu V2 tíma til þess að fara í bátana, en síðan var skipinu sökt með fallbyssu- kúlnm; Tundurspillir þessi var 1620 smálestir, einn af nýjustu og bestu tundurspillum ítala. 1 viðureignum þessum varð aðeins lítið manntjón á „Ajax“ og skipið laskaðist lítillega, en ekki alvarlegra en svo að það getur haldið áfram siglingum og tekið þátt í orustum. „York“ laskaðist ekkert. Eftir viðureignirnar gerðu ítalskar flugvjelar loftárásir á bresk herskip í Miðjarðarhafi í 4 klst. ítalir segjast hafa sökt 1 flugvjelamóðurskipi og 1 beitiskipi. En sannleikurinn er sá, segir breski flotaforinginn, að ekkert skip laskaðist, en aft- ur á móti voru 4 flugvjelar skotnar niður. Útlánsdeild Bæjarbókasafnsins í Austurbæjarskólanum er nú tekin til starfa — og er opin virka daga kl. 7—8 síðd. og sunnudaga kl. 6—7 síðd. Sigrid Undset í Bandarikjunum Sigrid Undset, norska skáld- konan, er nú komin til Bandaríkjanna, en til þess að komast þangað varð hún að fara yfir Rússland, Síberíu og Kyrrahaf. Hún mun nú héfja fyrir- lestraferð um Bandaríkin og segja frá innrás þýslca hersins í Noreg. Sendiherrar á ferðalagi Lothian lávarður, séndiherra Breta í Bandaríkjunum, lagði í gær af stað með flugvjel frá New York, áleiðis til London. I London er gefið í skyn, að för hans sje á engan hátt óvenjuleg. Joseph Kennedy, sendiherra Bandaríkjanna í London, er á för- um vestur um haf, í stutta heim- sókn. Þrír farþegar á Esju fengu a'o koma í land í gærkvöldi, sendi- herrafrú Georgia Björnsson, Finn- ur Jónsson alþm. og hr. cand polit. Klemens Tryggvason. Þau höfðu sendisveitarvegabrjef. Von Schulenburg, sendiherra Þjóðverja í Moskva hefir dval- ið heima í Þýskalandi nú um nokkurt skeið. Hann hefir nú verið sendur til að taka upp aftur störf sín í Moskva og kom hann þangað í gær. Fregn, sem barst frá Buka- rest í gær um að þýskir hers- höfðingjar hefðu sagt við rúmenska jórnvaravarðliðs- menn að herflutningunum í Rúmeníu væri stefnt gegn Rússum, en til átaka myndi þó ekki koma fyr en síðar, hefir ekki verið staðfest. — Einnig munu fregnir, sem borist höfðu til London um að rússneskt herlið væri komið yfir rú- mensku landamærin hjá Bess- arabíu, vera gripnar úr lausu lofti. Fimtán þúsund þýskir her- menn dulbúnir sem ferðamenn eru sagðir vera komnir til Rú- meníu en hjer er einnig um óstaðfesta fregn að ræða. 150—180 ÞÚS. Það er tiú talið, að 10 'til 15 þýsk herfylki sjeu komin til Rúmeníu eða um 150—180 þús. manns. Sjerfræðingur breska blaðs- ins Yorkshire Post í hermálum skrifar: „Hægri herarmur öxulsríkj- anna á Balkan hefir verið að koma sjer fyrir síðan um síðustu helgi, þegar tvö þýsk herfylki lögðu undir sig hernaðarlega mikilvæga staði í Rúmeníu. Flutningur þessara herfylkja bæði eftir Dóná og með járn- brautum virðist benda til þess að þeim sje stefnt til sóknar austur á bóginn, í áttina að rússnesku landamærunum. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. —- Rússar — stöðugt viðbúnir Timoschenko, yfirmaSur „rauða hersins“, segir í rússnesku herfræðitímariti, sem út kom í gær, að um- hverfis Rússland sjeu eintóm auðvaldsríki, sem sjeu stöð- ugt að reyna að einangra það. Kjörorð „rauða hersins“ hljóti því að vera, „að vera ávalt viðbúinn“. 166 smálestum af sprengiefnl varpað á Lnndon" — segja Þjóðverjar Deutsches Nachrichten- buro“ skýrir frá því aS eldarnir sem kveiktir voru í London í loftárásunum í fyrri- nótt hafi verið meiri heldur en kviknað hafi þar nokkru sinni, frá því að loftárásimar byrjuðu. Þjóðverjar segjast hafa varpað niður 147 smálest- um á London í fyrrinótt, en 19 smálestum í fyrradag, svo að alls hefir verið varpað á London á einum sólarhring 166 smálestum af sprengiefni. í gær hófu Þjóðverjar loftárás- irnar í býtið um morguninn og gerðu 5 atrennur þar til nætur- árásin hófst, um líkt, leyti og venjulega. f loftbardögum í gær segjast Þjóðverjar hafa skotið riiður 31 breska flugvjel, en mist sjálfir 5. En Bretar segjast hafa skotið niður 9 þýskar, en mist sjálfir 10 flugvjelar. Er vakin athygli á því í London, að Þjóðverjar hafi aðallega sent orustuflugvjelar yfir Ermarsund í gær, nema í fyrstu árásinni kl. 9 um morguninn, er nokkrar Sprengjuflugvjelar komust yfir London. Yarð þá nokkurt tjón í suður og austurhluta borgarinnar. En Bretar gerðti í fyrrinótt loft- árásir á olíuvinslustöðvar víðsveg- ar í Þýskalandi, og einnig á Berlín og innrásarborgirnar við Ermar- sund. Segja Bretar að tjón hafi orðið mikið í Berlín, þ. á. m. á járnbrautarteinum á Lehrterbraut- arstöðinni, á járnbrautarteinum við Tempelheferflugvöllinn, í Dan- zigerstrasse og víðar. Árás var einnig gerð á Ham- borg, Bremen, Magdeburg og á Le Havre í Frakklandi, en sú árás var afar hörð, segja Bretar. Mótmæli Itala T Rómaborg er það borið til -*• baka að þýskar hersveitir sjeu komnar til Egyptalands til þess að fá þar æfingu í ný- lenduhernaði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.