Morgunblaðið - 22.10.1940, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 22. október 1940
Hæslirf etlur:
Það var heild-
söluverslun
Alagningin því of há
HÆSTIRJETTUR kvað í gær upp dóm í mál-
inu: Valdstjórnin gegn Óla Vernharði Metú-
salemssyni.
Tildrög málsins eru þau, að hinn 27. mars 1939 kom eftirlits-
maður Verðlagsnefndar í verslun Ó. V. Jóhannsson & Co. og tók þar
tvo verðreikninga yfir húsgagnaáklæði, sem verslunin hafði til sölu.
Iieiknaðist honum svo til, að álagning verslunarinnar væri sem
næst fylsta leyfileg smásöluálagning. Þótti eftirlitsmanni þetta ein-
kennilegt, því honum virtist hjer væri um að ræða heildverslun. Hann
færði þetta í tal við framkvæmdastjórann, Óla V. Metúsalemsson, en
hann hjelt því ákveðið fram, að hjer væri smásöluverslun. Voru svo
síðar þetta sama ár tekin fleiri verðsýnishorn og þau sýndu einnig
smásöluálagningu.
Við nánari athugun komst
Verðlagshefnd að þeirri niður-
stöðu, að hjer hlyti að vera um
að ræða heildverslun og 31. ágúsc
f. á. kærði hún verslunina fyrir
úlöglega verslunarálagningu.
Viðskiftamenn verslunarinnar
voru aðallega húsgagnabólstrara-
meistarar, sem seldu húsgögn í
heilu lagi. Þeir voru 'margir leidd-
ir sem vitni í málinu og háru það,
að ]>eir hefðu oftast keypt áklæði
■gegn framsali gjaldeyris- og inn-
flutningsleyfa. Þeir hefðu því lit-
ið svo á, að hjer væri heildversl-
nn og með tilliti til þess hefðu
þeir sjálfir lagt á áklæðin sem
svaraði leyfilegri smásöluálagn-
ingu.
Lögreglurjettur Reykjavíkur
komst að þeirri niðurstöðu, að
hjer væri heildverslun og að versl-
nnin hefði því brotið ákvæði !.
nr. 70, 31. des. 1937, um verðlag
á vörum. Var Óli V. Metúsalems-
son dæmdur í 800 kr. sekt og
skyldi ólöglegur ágóði, kr.
1565.51 gerður upptækur.
Þessum dómi áfrýjaði Óli V.
Metúsalemsson. Hæstirjettur lækk
aði sektina niður í 200 kr., en feldi
burtu ákvæði undirrjettardómsins
nm upptækan ágóða. ,
í forsendum dóms Hæstarjettar
segir svo:
,,Það verður að líta svo á eftir til-
högun þeirri, sem kærði hafði í versl-
unarrekstri sínurn, að hann hafi komið
fram sem heildsali gagnvart iðnrek-
«ndum þeim, er hann seldi hÚ3gagna-
áklæði á áriiiu 1939, svo sem nánar
segir í hjeraðsdóminum. Hann hef,r
jneS of hárri verSIagningu á vöm þes-a
brotið ákvæði 3. mgr. 8. gr. laga nr
70 frá 1937 um verðlag á vörum, sbr-
auglýsingu atvinnu- og samgöngumála ■
ráðuneytisins 11. febr. 1939 og aug-
lýsingar verðlagsnefndar 17. febrúar
og 13. apríl sama ár. Ber uú að ákveða
refsingu fyrir brot þetta eftir 3. mgr.
13. gr. laga um verðlag nr. 118 frá
1940, sbr. 2. gr. almennra hegningar-
laga.
Eftirlitsmaður verðlagsnefndar at-
hugaði verðlagningu kærða, fyrst 27.
mars 1939 og síðan 12. apríl, 4. maí,
22. júlí og 18. ágúst s. á., og var
verslunartilhögun og verðlagning kærða
með svipuðum hætti allan þann tíma,
að því leyti, sem hjer skiftir máli.
Samt sem áður hefir verðlagsnefnd
ekki, svo sjeð verði,. ámint kærða eða
lagt fyrir hann að breyta um verð-
lagningu áður en hún kærði hann fyrir
lögreglustjóra þann 31. ágúst 1939. —
Með tilliti til þessa þykir refsing kærða
hæfilega ákveðin 200 króna sekt til
ríkissjóðs, og komi 12 daga varðhald
í stað sektarinmvr, ef hún verður ekki
greidd innan 4 vikna frá birtingu dóms
þessa.
Með hjeraðsdómi er gerður upptæk-
ur ólöglegur ágóði kærða að fjárhæð
kr. 1,565,51. Af próftm málsins verður
ekki sjeð, hvemig þessi fjárhæð er
reiknuð nje við hafa sölur hún er
miðuð, og ekki s.jest heldur, að hún hafi
verið borin undir kæru og hor.um veitt
færi á að gæta rjettar síns í því sam-
bandi. Er því ekki kostur þess að á-
kveða nú, hverju óiöglegur ágóði kærða
kann að hafa numið, og verður að
sýknh hann af þessu kæruatriði.
Eftir þessum málalokum ber að stað-
festa ákvæði hins áfrýjaða dóms um
greiðslu sakarkostnaðar í hjeraði. Svo
ber kærða og að greiða allan áfrýjun-
arkostnað sakarinnar, þar með talin
málflutningslaun skipaðs sækjanda og
verjanda í hæstarjetti, 100 krónur til
hvors“.
Sveinbjörn Jónsson hrm. var
sækjandi málsins, en verjandi
Eggert Claessen lirm.
Bifreiðarstjóri
getur fenglð atvlnnu §trax.
Afgrelðsla blaöslns visar á.
Símar 1540, þrjár línur.
Góðir bflar. Fljót afgreiðsla.
B. S. í.
BEST AÐ AUGLÝSA I MORGUNPLAÐINU.
H ELGI
LAXDAL
Kveðja frá skólabróður
Helgi Laxdal sagði eitt sinn
við mig af venjulegri
glettni sinni, þegar fram af hon-
um gekk, hve skólasetur mínar
lengdust og próf mín drógust, að
ekki yrði þess langt að bíða, að
allir embættismenn á fslandi yrði
skólabræður mínir. En þegar jeg
lít nú í huga mjer yfir allan þenn-
an sæg skólabræðra, þá er þar
einn, sem er mjer langsamlega
hugstæðastur, og sá maður er —
Helgi Laxdal. Það er ekki ein-
ungis af því, að hann var mjer
kunnugri en ýmsir aðrir náms-
fjelagar mínir, heldur fyrst og
fremst af hinu, að fyrir mínum
sjónum er hann frumlegasti, svip-
mesti og sjerstæðasti einstkling-
urinn í þeim flokki.
Við hjetum því eitt sinn hvor
öðrum, að sá, er hinn lifði, skyldi
eftir hann skrifa, ef nokkur yrði
til þess. Og við tókum þess dýra
eiða hvor af öðrum, að þau eftir-
mæli yrði ekki tómt skrum og
skjall, grátstafir einir og guðs-
orðalestur, heldur drög til mann-
lýsingar, eins og við þekktum hana
sannasta og gætum dregið hana
gleggsta. Auðvitað bjuggumst við
þá við langri og merkilegri ævi-
sögu, ef til vill ekki miklum mann-
virðingum, en að minnsta kosti
merkilegum verkum og miklum
afköstum, þar sem vilji okkar og
vitnnd hefði kristallast og ein-
staklingseðlið lifði að nokkru leyti
áfram, eins og gengur og gerist
um drauma skólapilta. Nú er kom-
ið að þeim skuldadögum, að jeg
efni heit mitt við Helga, sem hef-
ir nú sjálfur greitt þá miklu skuld,
sem við eigum öll að gjalda.
Enginn, sem Helga þekkti,
myndi segja það hræsnislaust, að
hann hefði verið lipurt ljúfmenni
í dagfari sínu, enda hefði hann
þá ekki verið jafn-yfirbragðsmik-
ill og eftirminnilegur og raun ber
vitni .Hann var í framkomu sinni
óþjáll og napur, stríðinn og stund-
um allt að því kaldhryssingslega
ónotalegur. Sumir, sem við hanu
áttu lítil skipti, eygðu aldrei inn
fyrir ysta borðið og kváðu hann
kaldlyndan mann og ónærgætinn.
En undir þessu hrjúfa yfirborði
bjó í senn einhver viðkvæmasta
sál og sterkasta skapgerð, sem jeg
hefi kynnst. Að upplagi var hann
manna næmastur á öll ytri áhrif,
og við það bættust hin þyngstu
veikindi og árlangar rúmlegur.
Allar þær raunir bar hann af
þrotlausu þreki, og nú síðast vann
hann fram undir andlát sitt og
leyndi sjúkdóm sinn jafnt lækni
sínum sem vinum, þótt hann vissi
sig feigan. En hann 'Vildi hvorki
vægja og lúta örlögum sínum nje
láta sjálfan sig uppi við aðra, og
þess vegna brynjaði hann sig gegn
umhverfinu, faldi þunglyndi sitt
undir glettninni, viðkvæmni sína
undir kaldranahætti.
Það, sem Helga þótti merkileg-
ast allra fyrirbæra í þessum
heimi, var maðurinn,' einstakling-
urinn. Athyglisgáfa hans var frá-
hær, og með hinni óvæntu fram-
komu sinni og opinskáu spurn-
ingum stóðu menn oft varnar-
iansir gagnvart honum og ljetu
þá óvart uppi ýmislegt það, sem
öðrum var huiið. Þannig komst
hann fyrir margt, og hann hugs-
aði mikið um þá menn, sem á
lífsleið hans urðu, og hann var
ákaflega nærfærinn á eðli þeirra
og innstu hvatir, gat oft lesið
leyndustu hugsanir manna og ráð-
ið bældustu kenndir þeirra, svo að
Helgi Laxdal.
furðu gegndi. Hann er einhver
mesti mannþekkjari, sem jeg hefi
kynnst. — Við þessa sífelldu um-
hugsun hans um mannlegt eðli og
einstaklingseinkenni bættist mik-
ill lestur ágætustu bókmennta, því
að Helgi var listhneigður mjög og
ljóðelskur, kunni til að mynda
utan að mikið af kvæðum Step-
hans G. Stephanssonar og Einars
Benediktssonar, og flestum mönn-
um bar hann betur skyn á leik-
list, þeirra, sem ekki hafa lagt
sjerstaka stund á þá grein og
aldrei farið utan, því að saman
fór hjá honum frábær smelckvísi
og dæmafá dómgreind, sem birt-
ist að vísu fremur í einstökum
skarplegum athugunum en heild-
argagnrýni, og stundum gat svo
virst, að glöggskvggnin beindist
meir að véilum en verðleikum,
meir að göllum en giidi, eins og
títt er um gáfaða íslendinga. En
iistir og skáldskapur voru honum
engin hjegómamál eða fánýt leik-
föng, heldur rammur þáttur í hans
eigin þroskasögu. Áhugi hans og
ást á þessum efnum birtist m. a.
í því, að hann hafði varla lokið
lögfræðiprófi, er hann sótti um
innritun í heimspekideild háskól-
ans, þar sem hann lagði stund á
íslenska bókmenntasögu allt frá
próflokum sínum í lögfræði í janú-
ar 1939. Ásamt veikindum Helga
urðu öll þessi hugðarefni til að
auka honum andlegan þroska og
afla honum menntunar í sannasta
og eiginlegasta skilningi þess orðs.
Það var ekki aðeins, að það væri
hið mesta yndi og ógleymanleg
nautn að heyra Helga ræða um
skáldsakp, þegar komið var inn
ur þeirri hörðu en þuunu skel, sem
hann hafði brætt utan um sig, og
skarpskyggni hans og dómgreind
voru yljuð af hjartafólginni hrif-
næmi, heldur ATar eins og manni
sjálfum ykist þá hugkvæmni og
hyggjuvit í návist hans, sú and-
lega snerting ein við þennan þung-
lynda bölsýnismann gat öðrum
orðið örvun og afigjafi.
Frumlegastir og frjóastir hafa
hæfileikar Helga líklega verið á
hin listrænu hugðarefni. En í lög-
fræði hafði hann lokið góðu prófi
og var talinn svo efnilegur í þeirri
grein, að skömmu eftir próflok
var hann skipaður setudómari.
Hann hafði hart nær lokið þeim
störfum, er hann andaðist af
berklum 15. okt. s.l., tæplega þrí-
tugur að aldri (f. 29. okt. 1910
að Tungu í Svalbarðssókn).
Það væri til lítils að leggja hjer
fyrir sig þá gátu, sem menn hafa
árangurslítið spreytt sig á, allt frá
því að saknaðarkennd kviknaði
mönnum í brjósti, hvers vegna
menn með mikla hæfileika og hálf-
notað starfsþrek hverfa hjeðan aS
óunnu dagsverki. En ef til vill
hafði Helgi lokið því, sem mestu
skiptir einstaklinginn sjálfan og
persónuþroska hans, hann hafði
sett sjer takmark, tekið hina end-
anlegu ákvörðun, hafnað og valið.
Líklega veit jeg einn manna um
þessa ætlun Helga, og öðrum kanu
að virðast hún litlu skipta úr því,
sem komið er. En það er hvort-
tveggja, að hún lýsir manninum
mæta vel og gæti orðið öðrum að
hollu hugleiðingarefni. Fyrir
skömmu stóð hann á krossgötum.
Um tvennt var að velja. Annað var
föst staða, sem hefði getað gefið
fyrirheit um heimili, borgaralega
virðignu og áhyggjulítið líf. Eu
sjálfur ól hann í hrjósti þrá Tim
að semja lært verk og mikið og
hafði hugsað sjer viðfangsefnið.
Fyrir þessu var engin skynsam-
leg ástæða, því síður hjegóma-
girnd, þótt þetta kynni í hæsta
lagi að afla honum doktorsnafn-
bótar einhvern tíma síðar meir.
Þetta var af óskýranlegri imuri
þörf, ómótstæðilegri hvöt, sem á
hann sótti, þrá til að reyna krafta
sína, nauðsyn þess, að sanna það
fyrir sjálfum sjer, að hann væri
nokkurs megnugur. Honum var
Ijóst, að hann yrði að hafna
mörgnm heimsins lystisemdum, ef
hann hyrfi að þessu ráði. Hann
yrði fyrst að starfa árum saman
til að afla sjer fjár og síðan að
vinna um margra ára skeið að
verkefni sínu. Honum var einnig
ljóst, að hann.yrði fyrir vonbrigð-
um, hvorn kostinn, sem hann kysi.
T ritstörfum sínum og fræðagrúski
myndi hann sakna hinna föstu
iauna og hins friðsæla heimilis.
En hann komst að þeirri niður-
stöðu, að fastastaðan yrði sjer ó-
bærilegri. Hann viðurkenndi gagn-
semi hennar fyrir þjóðfjelagið eg
gildi hennar fyrir þá, sem hún
hentar. En þar sæi hann engin
merki starfs síns, skapaði ekkert,
helsta takmark lífsins yrði þar að
spara af mánaðarkaupi sínu til
næsta sumarleyfis og helsta
vandamál lífsins að ráða fram úr
því, hvernig þessu sumarleyfi yrði
varið. Slíkt líf hefði aldrei veitt
honum neina fullnægingu, til þess
var það of tilgangslaust, andlega
innantómt og fátæklegt. Þar hefði
honum stöðugt fundist hann eiga
óleyst verkefni það, sem á hann
sótti, hafa brugðist köllun sinni,
selt sál sína, látið sóma sinn, glat-
að virðingunni fvrir sjálfum sjer.
Það gat hann ekki. Hann A'ildi
vera mikill af sjálfum sjer. Þess
vegna hafði hann sett sjer tak-
mark, tekið hina eridanlegu á-
kvörðun, hafnað og valið. Hanu
fjekk ekki flúið örlög sín fremur
en aðrir menn. En hann beygði sig
aklrei fyrir þeim, hvikaði ekki frá
marki sínu, sveik aldrei sjálfan
sig.
Steingrímur J. Þorsteinssou.
rúúií hoffiá' mea
RITS m)fiEiEeiiBáu)íi
EF LOFTUR GETUR ÞAI>
EKKI-----ÞÁ HVER?