Morgunblaðið - 22.10.1940, Blaðsíða 5
:í»riðjudagiir 22. október 1940
Jplorjgtm&lafctS
Út*ef.: H.f. Árvakur, Beyklavlk.
BltatJOrar:
Jón KJaatanuóo,
Valtýr Stefáneeoa (ADyrgBanM
Auglýsingar: Árni Óia.
Bltetjðm, auglýelngar om af*rei»»lat
Ausíurstceeti t. — Blml X&ðO.
Áakrif targjald: kr. R.BO A OÁaOtU
lnnanlanas, kr. 4,00 tttanlands.
1 lausasdlu: 2U aura eintakW,
26 aura maB lenbók.
Furðuleg skrif
PAÐ var nýlega hjer í blaðinu
minst á grein í enska blað-
inu „Spectator" ,eftir Snæbjörn
-Jónsson bóksala. í grein þessari
ræðir bóksalinn um ástandið, sem
:nú ríkir í okkar landi. Hann
* minnist á þá meðferð mála í æðstu
stjórn landsins, sem komst á 9.
apríl s.l. og segir rjettilega, að
jJ>etta ástand sje aðeins til bráða-
birgða. En þegar svo höf. fer að
ræða nm framtíðina, segir hann,
að ísland þurfi vernd erlends ber-
veldis, til þess að halda sjálf-
•stæði sínu. Þetta hafi „gáfaðri
íMuti“ þjóðarinnar sjeð fyrir löngu
og því til sönnunar vitnar höf. í
skrif tveggja alþingismanna,
þeirra Jónasar Jónssonar og Hjeð-
ins Valdimarssonar. Jónas hefir
mótmælt því í Tímanum, að hann
hafi haldið þessn fram.
Bóksalanum var í allri vinsemd
bent á hjer í blaðinu, að það væri
á öllum tínnim skaðlegt að vera
að skrifa í erlend blöð um mál-
efni íslands á þann veg, að and-
stætt væri hagsmunum og vilja
Islensku þjóðarinnar. En á tím-
nm sem nú eru, væru slík skrif
beinlínis háskaleg. Það var búist
við, að bóksalinn kæmist við nán-
ari athugun að raun um, að hanu
hefði hjer hlaupið á sig og hegð-
að sjer á annan veg en samboðið
væri íslenskum þegn. Hann myndi
því afsaka sínar gerðir og sjá til
þess, að skrif hans gleymdust
skjótt. En það virðist svo sem
bóksalanum sje þetta ekki ljóst
ennþá, því að hann er svo smekk-
laus, að trana hinu enska blaði út
í sýningarglugga í verslun sinni
og bendir vegfarendum alveg sjer-
staklega á hans eigin grein. Það
má vel vera, að hóksalinn finni
með þessu náð hjá hinum erlendu
hermönnum, sem fram hjá ganga,
en allir sannir íslendingar hafa
skömm á þessu atferli.
Fyrir tveimur árum eða svo,
bjeldu kommúnistar uppi þeim
iætti, að skrifa í erlend blöð og
tímarit um íslensk mál þannig, að
íslensk stjórnarvöld urðu að mót-
mæla. Skrif kommúnista heindust
einkum að því, að telja umheim-
inum trú um, að íslendingar væru
orðnir svo háðir þýsku stjórninni,
að segja mætti, að hún rjeði hjer
lögum og lofum. Sumt af þessum
-skrifum kommúnista birtist í ame-
rískum og enskum tímaritum.
Við vítum ekki hvaða áhrif þessi
skrif kommúnista kunna að hafa
haft, á hresk og amerísk stjórnar-
völd. Hitt vitum við, að okkar
land er nú hernumið af bresku
-setuliði.
Skrif kommúnista hjer áður fyr
og skrif hóksalans nú, eru öll í
óþökk íslensku þjóðarinnar og
•gegn hennar hagsmunum. Þau eru
®ðeins til þess, að vinna landi og
þjóð tjon.
$
Mjólkurskipulagið og hlutur
bænda í nágrenni Rvíkur
Eftir Eyjólf Jóhannsson
í eftirfarandi grein svarar höfundur síra Sveinbirni
Högnasyni og aðdróttunum hans í garð Mjólkurf jelags
Reykjavíkur um viðskifti þess við hændur áður en nú-
verandi söluskipulag mjólkur komst á. Hann sannar að
mismunur á því, sem neytendur greiða og framleiðendur
fá, er ca. 31 eyrir á hvern lítra.
Hann bendir á, að síra Sveinbjörn telur dreifingar-
kostnaðinn 3,22 aura á lítra. Þá segir Páll Zophoníasson
að sami kostnaður sje rúmlega 13 aurar á lítra.
Þá lýsir hann rangsleitni þeirri, sem bændur í ná-
grenni Reykjavíkur eiga við að búa, þar sem þeir verða
að búa við alt aðra og strangari flokkun, heldur en
gæða-flokkun sú, sem viðhöfð er á mjólk frá Flóabúinu.
Að lokum sýnir hann fram á, að bændur í nágrenni
Reykjavíkur fá ekki nema 27% hæra verð fyrir mjólk
sína nú, en árið 1914.
Og verri ert þú“, sagði
strákurinn.
Ennþá lifir í kolunum, varð
mjer að hugsa, þegar jeg las
grein síra Sveinbjarnar Högna-
sonar í „Tímanum“ frá 5. þ. m.,
sem svar til mín út af Morgun-
blaðsgrein minni frá 1. okt., þar
sem jeg var að segja frá því, að
hændur í nágrenni Reykj'avíkur
og Reykjavík fengju of lítið fyr-
ir mjólkina sína, svo að til vand-
ræða horfði. Benti jeg þar á
nokkrar misfellur í framkvæmd
mjólkurskipulagsins.
Aðalvörnin í grein síra Svein-
bjarnar er sú, að meðferðin á
bændum hafi verið ennþá verri
undir stjórn Mjólkurfjelags
Reykjavíkur eða Eyjólfs Jóhanns-
sonar áður en mjólkurskipulagið
komst á.
Ef síra Sveinbjörn færi hjer
rjett með, væri það ekki nema
lítilf jörleg afsökun, þótt hægt
væri að benda á annað verra. Jeg
ætla ekki að fara út í sjálfsmat
á mínura verkum, eins og síra
Sveinbjörn á sínum. Við verðum
báðir að sætta okkur við dóm sög-
unnar, og hann mun hvorki batna
nje versna þó við hlöðum sjálfir
á okkur lofi.
Oft þegar jeg les greinar eftir
síra Sveinbjörn Högnason eða
hlusta á ræðuflutning hans, þá
dettur mjer í hug gömul indversk
uppfinning.
Indverji nokkur fann einu sinni
upp undralyf, sem hafði þann
eiginleika, að hver sá, sem tók
inn ákveðinn skamt af lyfi þessu,
gat ekki sagt ósatt í heila viku.
Eu hann hjelt þessari mikilsverðu
uppfinningu sinni leyndri og dó
út frá öllu saman. Annars hefði
verið nógu gaman að panta eina
inntöku og gefa síra Sveinbirni
við hentugt tækifæri, og vita hvað
kæmi úr skjóðunni.
★
Sem svar við því, að bændur
hjer í hjeraðinu sjeu flestir að
komast á vonarvöl, segir síra
Sveinbjörn, að verra hafi það ver-
ið hjá Eyjólfi. Einu sinni hafi
hann tekið mikið af kúm þessara
hænda og selt upp í skuldir
þeirra, svo að þeir hafi staðið
slyppir eftir. Þá segir hann, að
Eyjólfur Jóhannsson hafi á sínum
tíma skilað þeim í hendur Kreppu-
lánasjóði, álíka stöddum og þeir
sjeu nú. „Og hann fór ekki með
þá í Kreppulánasjóð til að ljetta
af þeim hyrðunnm, eins og öll önn-
ur samvinnufjelög (leturbr. mín)
gerðu á viðskiftamönnum sínum,
heldur ljet hann þá taka lán til
að greiða skuldina hjá sjer að
fullu“.
Fyrra atriðið er algerlega til-
hæfulaus uppspuni; jeg hefi aldr-
ei látið selja kýr bænda upp í
skuldir, nje heldur Mjólkurfjelag
Reykjavíkur, sem hann mun eiga
við, þegar hann gerir samanburð
á Eyjólfi Jóhannssyni og öllum
hinum samvinnufjelögunum.
Um síðara atriðið er það að
segja, að þegar Kreppulánasjóður
var stofnaður, vegna þá yfirstand
andi erfiðleika bænda um land
alt, fóru margir bændur af fje-
lagssvæði Mjólkurfjelags Reykja-
víkur í Kreppulánasjóð, þó að þeir
væru tiltölulega fáir af öllum
fjöldanum. Kreppulánasjóður var
stofnaður til þess að veita bænd-
um hagkvæm lán, og l.jetta af þeim
lausaskuldum og erfiðum veð-
skuldum, gegn veði í fasteignum
miðað við fasteignamat frá 1930,
enn fremur veði í bústofni og
Iausafje samkvæmt mati. Sjóður-
inn lánaði ekki nema iit á nokk-
urn hluta þessa matsverðs fast-
eigna og lausaf jár. Skuldir hænda
umfram þetta matsverð voru tap-
aðar. Mjólkurfjelag Reykjavíkur
samþykti öll skuldaskil fyrir sitt
leyti, með þeim undantekningum,
að það óskaði eftir endurmati á
eitthvað 4 jörðum í samráði við
jarðeigendurna sjálfa, enda hafði
það þarna í stærstum stíl lánað
byggingarefni til húsabygginga
og ræktunarvörur til ræktunar,
og var því vitanlegt, að þessar
eignir höfðn stóraukist að verð-
mæti frá síðasta fasteignamati fyr
ir atbeina Mjólkurfjelags Reykja-
víkur.
Að Mjólkurfjelag Reykjavíkur
hafi krafist og fengið allar skuld-
ir bænda borgaðar, er því niiður
rangt, og er það órækast vitni
móti síra Sveinbirni, að fjelagið
fórnaði þá rúmlega 300.000 krón-
um af sjóðum sínum til að ljetta
undir með bændunum. Nokkuð af
þessu var gert samkvæmt ákvæð-
um kreppulaganna. um að láta
innieignir bænda í sjóðum og við-
skiftaskuldir ]ieirra mætast, en
mjög mikið af þessari upphæð var
greitt til bænda, sem ekki fóru í
kreppuna, en fengú skuldajöfnuð
hjá fjelaginu á þennan hátt. Fje-
lagið var þá fjárhagslega sterkt
og gat hlaupið undir bagga fvr-
ir meðlimi sína á þennan hátt,
Mjólkurfjelag Reykjavíkur
hafði á undanförnum árum hjálp-
að bændum í hjeráðinu til að
byggja upp íbúðar- og penings-
hús, lánað þeim ræktunarvörur til
að stækka túnin og til kaupa á
jarðyrkjuverkfruæm, alt til end-
urgreiðslu á nokkrum árum. Hjer-
aðið tók því á fáum árnm þeim
stakkaskiftum, sem óþekt eru
annarsstaðar á landinu á jafn-
skömmum tíma.
Vill síra Sveinbjörn Högnason
benda mjer á eitthvert annað sam-
vinnufjelag, sem hefir á sama
hátt greitt bændum út sjóðseign-
ir sínar umfram það, sem þau
voru skuldbundin til samkvæmt
kreppulögunum? Ætli hann gæti
ekki frekar, ef hann leitaði vel,
fundið eitthvað af samvinnufje-
lögunum, sem ekki drógu sjóðs-
eignir bænda frá viðskiftaskuld-
unum, þegar þau gerðu kröfulýs-
ingar sínar til Kreppulánasjóðst
★
Síra Sveinbjörn vill rifja upp
leigunám mjólktírstöðvarinnar.
Flest heldur hann að sje fram-
bærilegt sínum auma málstað til
varnar. Þegar Mjólkursamsalan
tók til starfa, bauð Mjólkurfjelag
Reykjavíknr að gerilsneiða alla
mjólk fyrir lcostnaðarverð og að
Samsalan hefði eftirlit með rekstri
og reikningshaldi stöðvarinnar.
Þetta vildi síra Sveinbjörn ekki,
nje hans fylgismenn í nefndinni.
Hann tók því upp samninga við
mig fyrir hönd Mjólkurf jelags
Reykjavíkur fyrir ákveðið gjald
fyrir gerilsneiðingu mjólkurinn-
ar. Samningar tókust og var
gjaldið heldur lægra en það, sem
lægst gerist á Norðurlöndum fyr-
ir sambærilega vinnu í mjólkur-
stöðvum. En þegar síra Svein-
björn komst að því, að jeg hafði
ekki samið af Mjólkurf jelagi
Reykjavíkur, heldur getað rekið
mjólkurstöðina svo, að fjelagið
græddi nokkuð á þessum samn-
ingum, ætlaði hann að ærast og
fjekk landbúnaðarráðherrann til
að setja hámarksgjald á geril-
snevðingu í mjólkurstöðinni. Var
hið tilskipaða gjald svo lágt, 2.2
aurar pr. lítra, fyrir gerilsneyð-
ingu og flöskun mjólkurinnar
(flöskurýrnun og aluminiumbönd
áttu að greiðast auk þess eftir
reikningi), að fyrirsjáanlegt var,
að ekki var hægt að framkvæma
rekstur gerilsneyðingarinnar með
því. Eigendur stöðvarinnar buðu
enn sem fyr að gerilsneyða fyrir
kostnaðarverð undir eftirlit Sam-
sölunnar, eða með föstu gjaldi 3
aurum pr. lítra í stað 2.2, en neit-
uðu að taka mjólk til vinslu fyrir
2.2 aura pr. lítra. Fyrir þessa
„ósvífni*4!! eigendanna var mjólk-
urstöðin af þeim tekin með bráða-
birgðalögum, sem frægt er orðið.
Nú kom til kasta landbúnaðar-
ráðherra að hera ábyrgð á því, aS
rekstnr stöðvarinnar færi ekki
upp úr hinu tilskipaða gjaldi.
Hann mun víst ekki hafa treyst
Mjólkursölunefnd til þess, og
valdi því til starfans þrjá sóma-
menn, sem að vísu höfðu enga
reynslu til slíkra hluta. Þessir
þremenningar sán, strax, að þeir
voru settir í slæma klípu, því að
reka stöðina með því að fá 2.2
aura pr. líter mundi ekki hægt.
Nú voru góð ráð dýr.
Reksturskostnaður stöðvarinnar
varð að greiðast, en 2.2 aurar
dugðu ekki, og þá var tekið upp
þetta gullvæga ráð, að taka það
sem á vantaði í duldum greiðsl-
um; þetta var bara kallað
„vinsluafföll og annar kostnaður".
Þarna var upp fundinn jöfnunar-
sjóður, sem enginn gat fengið að
vita, að hve miklu leyti fór til
vinsluaffalla, og að hve miklut
leyti í annan kostnað, en það var
viðurkent af þáverandi stjÓm
mjólkurstöðvarinnar, að til þess
arna hefði orðið að grípa, þar sem
hið tilskipaða gjald hrökk hvergi
nærri fyrir kostnaði, Ekki leið á
löngu þar til stöðváfgjaldið var
opinberlega hækkað upp í 3 aura
pr. lítra, sama og eigendur stöðv-
arinnar buðu. Virtist þá mesta
glorían á presti og landbúnaðar-
ráðherra farin að dofna, sú er
þeir hjeldu sig hafa fengið fyrir
stöðvartökuna. Einhverntíma á
þessu tímabilí var svo stjómin
tekin af þremenningunum og feng
in í hendur Mjólkursölunefndinni.
Það er varla hægt að hætta við
að skrifa um skandalana í mjólk-
urstöðvarmálinu, þar er af svo
miklu að taka, en það yrði út af
fyrir sig meira en nóg efni í heila
blaðagrein, og læt jeg því hjer
staðar numið í bili. Meira.
5. herdeildln
í Englandi
T'\aily Express“ skýrir frá því,
að grunur sje um, að ó-
vina flugvjelum sje gefið merki á
meðan á loftárásum stendur í Eng-
landi.
Merkin eru gefin:
með því að hreyfa gluggatjöld
í herbergjum, sem npplýst eru,
með ljósum og kyndlum,
með íkveikjum, sem gerðar eru
af ráðnum hug.
Scotland Yard fekk eina vikima
a. m. k. .50 kærur daglega frá
fólki, sem hjelt að það hefði sjeð
merki gefin.
En þessar kærur reyndust ekki
allar vera á rökum reistar, en
snmar þeirra „sýndu að fimta
herdeildin væri að verki“, segir
Daily Express.