Morgunblaðið - 22.10.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 22.10.1940, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 22. október 1940 MORGUNBLAÐIÐ Minningarorð Þórð Þórðarson Idag, þegar duftið hnígur til jarðar, verður mörgum roskn- um Reykvíkingi ljúft að minnast „Þórðar í Lauganesi“. Þar bjó hann í 15 ár, 1900—1915, og var jafnan mörgum kunnugur að góðu einu og hjálplegur fjölda manna nær og fjær. Bigi síður hjálplegur langferðamönnum með hesta þeirra, en márgt annað. Þórður var fæddur á Leiru- bakka á Landi, sonur hjóna þar : Þórðar Jónssonar og Valgerðar Árnadóttur á G-altalæk, Binnhoga- sonar á Reynifelli Þorgilssonar. Foreldrar Þórðar Jónssonar voru: Jón bóndi í Svínhaga, systurson- ur Jóns skálds Þorlákssonar, pr. á Bægisá, og k. h. Valgerður Brynjólfsdóttir hrstj. í Kirkjubæ, Stefánssonar á Árhæ Bjarnasonar á Víkingslæk. Þ. Þ. var þannig í báðar ættir af traustum Rangvell- inga bændaættum, og ólst upp við sjálfstæði, trúrækni og siðmenning þeirra. En hann hafði eigi, frem- ur en aðrir á þeim árum, mikið að segja af sællífi, bóknámi eða leikj- nm — á kostnað annara. íþrótt- irnar voru smalamenska, heyannir, gripahirðing o. s. frv. Við slíkar íþróttir varð hver að læra af öðr- um að bjarga sjer sjálfur. Eigi síst þar, sem 16 urðu hörnin, eins og hjá þeim Leiruhakka hjónum. Fáir þekkja nú eða reyna, hvílíkt feikna þrek og atorku, sjálfsaf- neitun og sparneytni það krefur, að annast á eigin spýtur sömasam- lega um allan þann barnahóp, hæði við uppvöxt þeirra, er lengi lifðu, og andlát liinna. Átta þeirra náðu fullorðinná aldri, flest gift- ust og eignuðrrst horn, og eru systkinin nú öll dáin: Valgerður fyrir fáum vikum, Margrjet í fyrra (89 ára), Jón Þ. kaupm. í Reykjavík (1911), Árni verslm. hjer, Bogi hóndi í Varmadal á Rv., Lýður og Valgerður önnur. Á þroskáárum varð Þórður að fara að heiman í vinnumensku. Var hann m. a. 6 ár á Stóranúpi óg ráðsmaður hjá síra Valdimari Briem. Eftir það fór hann á Eyr- arbakka og giftist 1893 Ingunni (d. 1937) Einarsdóttúr bónda á Urðarfossi, ekkju Jóhanns (d. 1883) trjesmiðs Jónssonar. Voru Verkamönnunum í Bretavinnunni seldir enskirhappdrættis- miðar Salan brýlur í bág |vlð isleosk ’ lög og VBrJiic sl'SIiLiI j Þórður Þórðarson. þau 1 ár á Bakkanum, en hjuggu svo 6 ár á Ormsstöðum í Gríms-. nesi, þá 15 ár í Lauganesi. Síðan dvöldu þau hjónin til æviloka hjá dóttur og stjúpdóttur þeirra, Jó- honnu Jóhannsdóttur og manni hennar, Emil Rokstad á Bjarina- landi h.jer í bæ, og hutu'þar dótt- ur og sonarlegrar ræktar og um- hyggju. Þórði varð ekki harna auðið, en fósturson ólu þau hjónin upp, Þor- kel Þórðarson, sem enn er á Bjarmalandi. Geðprúðhr var Þórður og greið- vikinn við alla, trygglyndur og vinfastur, trúrækinn og siðsam- ur, en fáskiptinn um hagi og háttu annara. Lengstum var hann hraustnienni og hlaut hægt og ró- legt andlát 13. þ. m. V. G. Kolasundi lokað fyrir bilreiða- akstur Bejarráð hefir samþykt til- lögu frá lögreglustjóra um að loka Kolasundi fyrir bif- reiðaakstur yið Hafnarstræti. Lögreglustjóri hafði einnig lagt til við bæjarráð, að komið verði upp járngrindum við gang stjettir á krossgötum Austur- stærtis, Bankastrætis og Lækj- argötu. Bæjarráð samþykti að fresta ákvörðun um þá tillögu. Anglýsing verlflagsákvæði Verðlagsnefnd hefir samkvæmt heimild í lögum nr. 70 31. des. 1937 sett eftirfarandi ákvæði um hámarksálagningu á eftirgreindum reiðhjólahlutum: Dekk, slöngur, sæti, stýri, pedalar, gjarðir, fríhjól, framná, bjöllur, bretti, lugtir, lásar, handföng og keðjur. Álagningin má ekki vera hærri en hjer segir: 1. I heildsölu 20% 2. f smásölu: a) Þegar keypt af innlendum heildsölubirgðum 35% b) Þegar keypt beint frá útlöndum 55% Brot gegn þessum verðlagsákvæðum varða alt að 10.000 kr. sekt- um, auk þess sem ólöglegur hagnaður er upptækur. Þetta birtist hjer með þeim sem hlut eiga að máli. Viðskiftamálaráðuneytið, 21. okt. 1940. EYSTEINN JÓNSSON. Jón Guðmundsson, egar verkamenn, sem vinna í 1'-^ svokallaðri Bretavinnu, fengu útborgað fyrir síðustu helgi, var þeim um Ifeið boðnir til kaups happdrættisseðlar í happdrætti, sem Bretar hafa hjer sín á milli til kaupa á „Spitfire" orustuflug- vjelum. Verkamönnunum kom þetta sem og von var einkennilega fyrir sjónir. Neituðu sumir að kaupa miSana, en aðrir keyptu þá. Mun ekki hafa verið laust við að verka mönnum hefði skilist að vissara væri fyrir þá að kaupa miða, ef þeir ættu að halda vinnunni áfram Vitanlega er íslendingum ekki leyfilegt að kaupa happdrættis- miða í erlendu happdrætti eða í neinu öðru happdrætti en því, sem ríkisstjórnin íslenska hefir leyft, og er því sala þessara harppdrætt- ismiða með öllu óheimil. Morgunhlaðið spurðist fyoeirum þessa happdrættismiðasölu hjá eft- irlitsþjónustu bresku herstjórnar- innar í gær. Var því mótmælt, að verkamönnum hefði á neinn hátt verið þröngvað til að kaupa miða. Einnig var hlaðinu skýrt svo frá, að eftir 'að herstjórnin komst að því, að þessi happdrættismiðasala til ísléndinga væri ólögleg, hefði verið gefin út skipun um að hætta henni strax. Heimdallar-íunúur i ¥ kvöld verður haldinn fundur í ^ fjelagi ungra Sjálfstæðis- manna, „Heimdalli“, og hefst hann kl. 8y2 í Varðarhúsinu. Á dagskrá eru ýms fjelagsmál- efni, rætt um vetrarstarfsemina, kosnir fulltrúar á Sambandsþing ungra Sjálfstæðismanna, sem haldið verður 9. og 10. nóv. o. fl. Þá verður rætt um Þjóðrækni og kommúnisma og er formaður Heimdallar, Jóhann Hafstein, framsögumaður. Umræðuefnið er í nánu sambandi við æskulýðsfund- inn, sem haldinn var í Gamla Bíó fyrir nokkru, en kommúnistar hafa býsnast yfir því, að þeim skyldi vera haldið utan við hin þjóðlegu samtök æskulýðsfjelag- anna í bænum. Umræðurnar á Heimdallarfundinum munu leiða í ljós rökinfyrir því frá sjónarmiði ungra Sjálfstæðismaima. Mikill þróttur og áhugi er nú í starfsemi Heimdallar og nýtur fjelagið mikils trausts og fylgis meðal unga fólksins í bænum. Sjálfstæðismönnum er heimill aðgangur að fundinum og má bú- ast við að hann verði fjölsóttur. Hlutaveltu heldur St. Verðandi nr. 9 í G. T. húsinu í dag. Dagsbrún scgir npp samn- ingum Afundi trúnaðarmannaráðs Dagsbrúnar, sem haldinn var s.l. sunnudag, var samþykt að segja upp frá áramótum öllum gildandi samningum, sem fela í sjer kaupgjaldsákvæði. Tillaga í þessa átt var borin upp af stjórninni og samþykt í einu hljóði. Þá var einnig samþykt að segja upp samningum við Höjgaard & Schultz og vinnuskiftasamningi Dagsbrúnar og Trjesmiðafjelags- ins, en þar gildir 6 mánaða upp- sagnarfrestur. Formaður Dagsbrúnar, Sig. Halldórsson skýrði frá því á fund- inum, að stjórn fjelagsins hefði rætt við ríkisstjórnina um ýmsa hagsmuni verkamanna í sambandi við vinnuna hjá setuliðinu og hefði von um lagfæringar á ýms- um misfellum. Ýms fleiri hagsmunamál verka- manna voru rædd á fundinum. Æskulýðs- f undur í Hafn- arfirði Þórarinn Jónsson liðsforingi í breska hernum, sem verið hefir í Bnglandi undanfarnar vikur, ei* kominn hingað til Rvíkur aftur. „Danger schooI“. Skiltum með þessari áletran (skóli hætta á ferð um) hefir verið komið upp hjá öllum skólum bæjarins og er gert vegna enskra ökumanna, sem aka framhjá skólunum. f grein um áttræðisafmæli frú Jóhönnu Jónasdóttur frá Vatns- nesi í laugardagsblaðinu misprent aðist föðurnafnið Jónsdóttir fyrir Jónasdóttir. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Fundur sá, sem æskulýðsfje- lögin í Hafnarfirði boðuðu til í Hafnarfjarðarkirkju síðast- liðinn sunnudag var fjölsóttur og fór mjög vel fram. Eins og kunnugt er, vúr fundur þessi boðaður til að ræða vandamál æskulýðsins £ Hafnarfirði, sem skapast hefir við hemámið. Fundarstjóri var Stefán Jóns- son og setti hann fundinn með ræðu. Frumræðuna flutti síra Jón Auðans, en aðrir ræðumenn voru: síra Garðar Þorsteinsson, Guðjón Gunnarsson, Sveinn V. Stefánsson, Hermann Guð- mundsson og Jóhann Þorsteins- son. Ennfremur kvaddi sjet hljóðs utan dagskrár Sigurgeir Gíslason. Fundurinn samþykti tillögur sem hnigu mjög í sömu átt og tillögur þær, sem æskulýsfund- urinn í Reyltjavík samþykti ^ dögunum. , , .; 0 Helgafell 594010227 — IV.-V. — 2. ' ■ m I. O. O. F. Rb.st. 1 Bþ. 9010228^ Næturlæknir Halldór Stefáns- son, Ránargötu 12. Sími 2234. Næturakstur annast Bæjarbíl- stöðin. Sími 1395. Útvarpið í dag: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.20—16.00 Miðdegisútvarp. 20.30 E.rindi: Gullaldardraumur fornsagnanna (Björn Sigfússon magister). '.j:-:; Maðurinn minn og sonur GUÐNI JÓNSSON járnsmiður andaðist að Vífilsstöðum 21. þessa mánaðar. Margrjet Gestsdóttir. Jón Vilhjálmsson. Jarðarför móður og tengdamóður okkar ÞORBJARGAR EINARSDÓTTUR fer fram frá Fríkirkjunni miðvikudaginn 23. þ. m. Athöfnin hefst með húskveðju að heimili hennar, Barónsstíg 10 B kl. 1 miðdegis. Guðmundur Halldórsson. Fríða Aradóttir. Bróðir minn HELGI LAXDAL lögfræðingur verður jarðsunginn frá dónxkirkjunni miðvikudaginn 23. þ. m. kl. 3 e. h. Fyrir mína hönd eg annara aðstandenda Halldór Laxdal. Innilegar þakkir til svo margra nær og f jær fyrir samúð við fráfall og jarðarför ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR í Hvammi. Aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.