Morgunblaðið - 22.10.1940, Side 8
9
ÍL___
Þriðjudagur 22. október 194tt
VENUS RÆSTIDUFT
drjúgt — fljótvirkt — ódýrt.
Nauðsynlegt á hverju heimili.
HÚSGÖGNIN YÐAR
mundu gljáa ennþá betur, ef
þjer notuðuð eingöngu Rekord
húsgagnagljáa.
KARTÖFLUR
í pokum og lausri vigt. Verslun
Eggerts Jónssonar. Sími 4548.
KÁPUR og FRAKKAR
fyrirliggjandi. Guðm. Guð-
mundsson, dömuklæðskeri —<
Kirkjuhvoli.
CHEVROLET VÖRUBÍLL
21/2 tons í góðu standi, til sölu.
Upplýsingar á Laugaveg 63 kl.
1—3.
MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR
keypt daglega. Sparið millilið-
ina og komið til okkar, þar sem
þjer fáið hæst verð. Hringið í
síma 1616. Við sækjum. Lauga-
vegs Apótek.
KÁPUBÚÐIN
Laugaveg 35. Úrval af kápum
og Swaggerum. Einnig fallegar
kventöskur.
KAUPUM FLÖSKUR
stórar og smáar, whiskypela,
glös og bóndósir. Flöskubúðin,
Bergstaðastræti 10. Sími 5395.
Sækjum. Opið allan daginn.
EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR
blússur og pils altaf fyrirliggj-
andi. Saumastofan Uppsölum
Bími 2744.
SPARTA-DRENGJAFÖT
Laugaveg 10 — við allra hæfi.
H ARÐFISKSALAN
Þvergðtu, selur góðan þurkaðan
saltfisk. Bími 3448.
ÞAÐ ER ÓDÝRARA
mK lita heima. Litina selur
HJörtur Hjartarson, Bræðra-
b«»rgarstíg 1. Sími 4256.
KAUPUM
tteia atrigapoka, kopar, blý og
aluminium. Búðin, Bergstaða-
itræti 10.
FLÖSKUVERSLUNIN
á Kalkofnsvegi (við Vörubíla-
stöðina) kaupir altaf tómar
flöskur og glös. Sækjum sam-
stundis. Sími 5333.
KALDHREINSAÐ
þorskalýsi. Sent um allan bæ.
Bjðrn Jónsson, Vesturgötu 28.
Bími 3594.
KAUPI GULL
og silfur hæsta verði. Sigurþór,
Hafnarstræti 4.
JPP*’ Gleraugu (silfurlit) töp-
uðust í vesturbæ síðastliðið
laugardagskvöld. Finnandi skili
fieim á afgreiðslu Morgun-
Iblaðsins.
KENNI KONTRAKTBRIDGE,
jKristín Norðmann, Mímisveg 2.
Sími 4645.
Ferð til Kanaríeyja ....
54. dagur
Hún reyndi að borða ávöxtinn,
sem lá á diski hennar. En hún
gat ekki rent bita niður. Tilfinn-
ingarnar rifu í hjartarætur henn-
ar og hún hvíslaði með sjálfri
sjer: „Ó, góður guð, hjálpaðu okk-
ur. Hjálpaðu okkur nú“.
An nokkurs fyrirvara stóð
greifafrúin á fætur. Hún vætti
fingur og varir sínar í vatni og
gerði svo krossmark, þuldi horð-
bæn og gerði svo aftur krossmark
fyrir sjer. Að lokum sagði hún:
Skemtifund
heldur K. R. í kvöld
kl. 8*4 í Oddfellowhús-
inu. Til skemtunar verður: Ein-
söngur, gamanvísur og dans.
Aðeins fyrir fjelagsmenn. Mæt-
ið stundvíslega og notið tím-
ann, því fundurinn hættir kl. 1.
Stjórn K.R.
KNATTSPYRNUFJEL. FRAM
heldur fund í Bindindishöllinni
klukkan 8i/2 í kvöld.
1. Fjelagsmál.
2. Bobb, spil og tafl.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin.
KVENRJETTINDAFJELAG
ÍSLANDS
heldur fyrsta klúbbfund vetr-
arins í Þingholtsstræti 18, í
kvöld. Nánar í fundarboði. —
Fjölmennið!
I. O. G. T.
ÍÞÖKUFUNDUR
fellur niður í kvöld.
ST. ÍÞAKA NR. 194
tilkynnir: Dregið var hjá lög-
manni í gær í hlutaveltuhapp-
drættinu. — Upp komu þessi
númer:
1. Flugferðin 248.
2. Matarforðinn 1121.
3. Kolin 1990.
4. ísland í myndum 82.
5. María Antoinetta 743.
Handhafar þessara núméra
gefi sig fram við Sæmund Sæ-
mundsson í Kiddabúð, Garða-
stræti 17.
GÓÐ STÚLKA
óskast í vist. Upplýsingar Vest-
urgötu 35 A. Sími 1913.
MYNDARLEG UNG STÚLKA
getur fengið atvinnu við sauma.
Upplýsingar á Suðurgötu 2.
SENDISVEIN
vantar strax í Versl. Baldur,
Framnesveg 23.
OTTO B. ARNAR
löggiltur útvarpsvirki, Hafnar-
stræti 19. Sími 2799. Uppsetn-
ing og viðgerðir á útvarpstækj-
um og loftnetum.
REYKHÚSBÐ
Grettisgðtii 50 B, tekur kjöt,
fi»k og aðrar YÖrur tií reyking-
ar eina og að undanförnuu
A. J. CRONIN
Eflir
„Sá sem lítið borðar, er skjót-
ur að því. Nú er líka kominn tími
fyrir Isahel de Luego að draga
sig í hlje. Si, si — hún verður að
fara til herbergis síns“. Hún gekk
hægt á hurt og mantillan hlakti
á höfði hennar. Við dyrnar stað-
næmdist hún og starði út í her-
bergið.
„A1 gran arroyo pasar post-
rero“, sagði hún mjög greinilega
og svo: „Adios“. Þetta var henn-
ar kveðja.
Susan horfði hrædd á Corcoran.
„Við hvað átti hún?“ hvíslaði
hún.
Hann stóð á fætur og burstaði
mola af vesti sínu.
„Ekki nokkurn skapaðan hlut“,
muldraði hann. „Jeg skil ekki
fyllilega sprokið“.
Susan greip, í handlegginn á
honum.
„Hvað sagði hún?“
„Það hefir áreiðanlega verið
eitthvað einkennilegt“, svaraði
hann vandræðalega. „Eitthvað um
stórt fljót og vera sá síðasti að
hugsa til að fara yfir það. En
takið ekki nærri yður hvað hún
sagði. Hún er fyrirtaks mann-
eskja inn við beinið, þegar maður
fer að kynnast henni. Það veit sá
sem alt veit, að jiún hefir gefið
mjer tækifæri lífs míns“. Hann
tók í nefið og flæktist í kring um
borðið stundarkorn. Svo gaut
hann hornauga á hana og gekk.
að dyrunum. „Jeg fer út í eldhús-
ið núna, það er verk, sem jeg þarf
að Ijúka við fyrir morgundaginn“.
Hún varð ein eftir og var hálf
órótt innanbrjósts. Hún fitlaði við
ávaxtahýðið, sem lá á diskinum
hjá henni. Ávaxtasafi fór inn í
sárið á þumalfingrinum, svo hana
sveið. Hún'tók varla eftir að hana
sveið, því hún var að hugsa nm,
hve óhugnanleg gamla konan var
og hversu hræddan hún gat gert
mann.
„Stórt fljót, og vera síðastur að
fara yfir“. Hver var þýðingin? í
þessu sólþurkaða landi, þar sem
allar ár voru þurrar, var þetta ó-
skiljanlegt. Að lokum hætti hún
þessum hugleiðingum, strauk hár-
ið frá augunum og ætlaði að rísa
á fætur. Um leið og hún ýtti stóln
um frá opnuðust dyrnar og Har-
vey kom inn.
Hún greip andann á lofti og dró
hræðilega ályktun af þessari ó-
væntn komu hans. Spurning var
komin fram á varir hans, en hún
gat ekki stunið einu orði npp.
Hann leit á hana og hristi höfuð-
ið hægt.
„Það er ekki það“. Hann hafði
fult vald á röddinni, en heyra
mátti á hreimnum, að hann var
dauðþreyttur.
Hún hikaði.
„Er alt — er alt eins og á að
vera ?“
„Það er ekki alt eins og á að
vera. Eftir að hitasóttin fór að
orsaka blóðspýting, er hún miklu
verri, Þessi síðasta blæðing hefir
tekið allan kraft úr henni“.
„En því hafið þjer þá komíð
niður?“
Það tók hann langan tíma að
svara; svo sagði hann ákveðinn
með ískulda:
„Kraftarnir eru á förum. Hún
hefir ekkert mótstöðuafl lengur.
Það getur ekki verið, að breyt-
ingin til hins betra eða verra sje
langt undan. Ef hún gæti aðeins
lifað til morguns, væri von. Það
er aðeins ein leið til þess að gefa
henni tækifæri. Það er hættnlegt,
en einasta leiðin“.
Hún hvíslaði:
„Iívað er það?“
Hann horfði beint framan í hana
og svaraði,-
„Það er blóðgjöf“.
Það varð þögn. Þetta svar kom
henni svo óvart, að hún varð mál-
laus, hjarta hennar harðist hrað-
ara. Svo fór hrollur um hana.
„Það getið þjer ekki gert“,
sagði hún stamandi. „Það eru eins
dæmi. Hún hefir hitasótt. Það eir
ekki það rjetta. Það líkist yður
ekki að koma með þannig tillögu'C
„Jeg er ekki eins og jeg á að
mjer núna“.
„En það er hetra að híða —•
bíða aðeins átekta —“.
„Og horfa á hana deyja af af-
leiðingnm hlóðmissis ?“
„Þjer getið ekki framkvæmt:
það“, sagði hún aftur. „Það er
ómögulegt, og hjerna af öllunr
stöðum og á þessum tíma af öll-
um. Þjer hafið engin verkfæri tií '
þess“.
„Jeg hefi alt, sem jeg þarfn-
ast“.
„Þjer getið ekki gert það'V.
hrópaði hún í þriðja skiftL.
„Áhættan er hræðileg. Það gæti.
auðveldlega orðið banvænt. Og,;
þeir munu koma sökinni á yður^.
ef yður mishepnast. Þeir rnunu
segja, að þjer hafið —
Hann svaraði engu, en hæðnis-
bros ljek um varir hans.
„í guðs nafni“, sagði hún grát-
andi. „Jeg grátbæni yður að fæ
aðstoð. Mig hefir hundrað sinnnm
áður langað til að hiðja yður um
það. Enginn hefir getað gert
meira en þjer hafið gert. Þjer
hafið verið dásamlegur. En svonaí
ábyrgð og aleinn, langt frá öllum..
Skiljið þjer ekki, að ef hún deyr,,.
segja þeir að þjer hafið myrt:
hana?“
Hún rjetti út hendina og þreif-
aði eftir handlegg hans. Þegar-
hvin sá þreytta, fölleita andlitið ■
hans, braust ást hennar út á nýj-
an leik. Hún gat ekki haldið til-
finningum sínum í skefjnm. Ilún■
þráði að kyssa þessi þrejYtu augu.
Tárin streymdu niður kinnar
hennar — en hún skeytti því;
engu. En hann virtist ekki taka>.
eftir henni.
Framh.
Maður nokkur frá Newport í
U. S. A. fór eitt sinn til Mexico
til þess að fá skilnað. Hann fjekk
skilnaðinn næsta dag og hefði nm
kvöldið stigið fæti sínum í heima-
land sitt, ef ekki hefði komið dá-
lítið óvænt fyrir. Fyrsta kvöldið
hafði hann farið inn í verslun,
þar sem seldir voru gamlir, verð-
mætir munir og leit þar á gamla
spánska muni úr messing. Hann
hefði keypt einhvern hlut, ef hon-
um hefði ekki þótt verðið of hátt,
svo hann fór út úr búðinni án
þess að ræða málið frekar. Sama
kvöld var komið með á hótel hans
stórt krossmark og kertastjaka
frá 15. öld og ýmsa fleiri muni,
og fylgdi reikningur með, sem
hljóðaði upp á 8000 dollara. Hann
sendi munina til haka með þeim
skilaboðum, að þetta hlyti að vera
misskilningur. Nokkrum klukku-
tímum _ seinna var honum stefnt
til að greiða fyrnefnda upphæð.
Hann leitaði þegar til lögfræð-
ings þess, sem hafði sjeð um skiln
aðarmálið fyrir hann. Fomgripa-
salinn var þorpari, þáð var aug-
ljóst, en lögfræðingurinn sagði, að
best væri að láta málið í sínar
hendur.
Málið kom fyrir rjett og kaup-
maðurinn bar vitni. Sagði hann,
að Ameríkaninn hefði greinilega
beðið um hlutina og kom með 6
Mexicana sem vitni, sem voru hon
um alveg sammála. í rauninni
hafði enginn þeirra verið í búðinni
við þetta tækifæri.
Ameríkaninn varð enn meira
hissa, þegar lögfræðingur hans
stóð á fætur til þess að verja
hann og sagði rólega, að hann og
umbjóðandi hans viðurkendu
þetta. Ameríkaninn hefði komið
í verslunina og beðið um áður-
nefnda hluti. Alt væri rjett, sem
ákærandi og vitni hans hjeldu
fram.
Þegar hjer var komið var Ame-
ríkaninn þess fullviss, að hann
hefði þolað tvöfaldan órjett. En
málíð fjekk óvænt annað viðhorf.
Yerjandi hans hjelt áfram: „Alt
var rjett, hárrjett, að einni und-
antekningu. Ameríkaninn hafði
borgað fyrir munina. Kaupmaður-
inn og vitni hans höfðu gleymt að •
taka það atriði fram, og svo kall-
aði hann fram 8 vitni. Þeir mundm’
að alt hafði fram farið eins og
borið var fyrir rjettinum, en á-
kærði hafði horgað fyrir mnnina;
og mundu meira að segja hvert
einasta atriði í sambandi við horg—
unina.
Dómurinn varð Ameríkananum
í vil og varð ákærandinn að af-
henda honum alla munina í rjett-
inum. Hann var ekki lengi a$í
halda heimleiðis.
★
Kona nokkur í New York áttii
tvo hunda. Eldra dýrið, Fritz^
hafði hún átt í mörg ár, en Beppo>
hafði hún eignast nýlega. Eitt;
sinn, er hún ætlaði í sitt árlega
ferðalag fil Evrópu, spurði vin-
kona hennar, hvort hún ætlaði aff'
taka Fritz með. „Nei“, svaraði
hún, „Fritz hefir komið til út-
landa mörgum sinnum, svo mjer
finst jeg megi til að fara me<5
Beppo núna“.