Alþýðublaðið - 30.03.1929, Qupperneq 5
ALÞÝ©UBLA»I»
5
Óbjðr iðnneia.
Lengi hcfir verið til pess itekilð
hér í hænum, hve kjör flestra iðn-
nerna hafa verið slæm og aðbúð
peirra ill. Hefir mieðferðin á biak-
ara- og járnsmíða-nemum vakið
mesta gremju meðal sanngjamra
manna, enda hefir meðferðin á
pessum námssveinum verið öllum
aðstandendum til vansa. — Þrátt
fyrir það þótt tpldð hafi verið
mikið um þetta mál, þá hefir en,g-
inn af þeim, sem forystu eiga að
hafa í siíkum málum, hafist
h«anda og krafist umbóta. Jafnvel
ekki þeir, sem málið var þó
Bkyldast, — því er niú tími tii
kominn, að umræður hefjist um
málið og væri vel. ef slikar um-
ræður gætu komið því til leiðar.
að einhverjar róttækar umbætur
yrðu gerðar á kjörum iðnnem-
anna.
Lærdómstími í flestum iðn-
greinum hér á landi mun vera
4—4V2 ár, Er það langur tími og
i sumum iðngreinum of lainigur
tími fyrir æskumenn að eyða í
mámið, þegar þess er og gætt, að
á náimsárunum eru launin svio
smánarlega við nögl skorin, að
enginn nemandi getur látið þau
nægja til að kauþa fyrir brýnustu
lífsnauðsynjar sínar, og þess
verður líka að minnast, að sú hefir
verið hefðin hér á landi og raunar
víðar, að nemandi sé næstum
skilyrðislaust undir aga hiús-
bóndans meðan á námstíma
stendur og þeir, sem þekkja þrár
æskulýðsins og langanir vita, að
það er ekki holt fyrir hann að
vera lokaður i;nni myrkranna á
milli áu þess að hanm fái nokkru
sinni að njóta fulls frelsis. Það mun
líka vexa tilfellið, að nemandi
njóti lítils frelsis á námsárumum,
er hainn svo háður meistara sín-
um, að þrældómi gemgur næst.
Skyldi maður þó ætla, að nú væri
frelsisást svo ofarlega í hugum
íslendinga, eftir alla sjálfstæðis-
sigrana, að engum manni liðist að
kúga amnan, sízt að óþroskuðum
uniglingum með viðkvæmum til-
finningum væri sýnd harðstjóm
iog frekja, og það af þeim mönn-
um, sem þeir ættu í raun og veru
að taka sér til fyrirmyndaí, fyrst
og fremst um alt verldag og
einnig um daglega framkomu.
Eins og gefur að skilja er það
óhæft þegar meistarar eða kenn-
arar sýna nemanda sínum fyrir-
litningu, þess er auðvltað krafist
af nemandanum, að hann komi
fram við meistara sinn þannig,
að fullsæmilegt sé, en þess verð-
ur líka að krefjast, að meistiari
sýrii nemahda sinu'm fulla virð-
ingu og sé fús að fyrirgefa van-
kunnáttu hans. — Eins og gefur
áð skiiljia er nemandi oft í vafa
um hvernig hann eigi að vinma
verk sm. Honum er því nauð-
synlegt að spyrja þá um ráð, sem
„yfir honum hafa að segja“, fer
það svo oft, að svarið, sem nem-
andi fær, er sletta um vankunn-
áttu, olnhogaskot og jafnvel
hrinding. Heyrði ég t. d. verk-
stjóra einn segja mýlega: „Það
er ekkert sældarbrauð að þurfa
að kenna þeirn memanda, sem
maður þarf oft að sparka í rass-
inn á.“ Slíkum spark-„móral“
verður að útrýma, en hann mun
(vera í hávegum hafður, að minsta
kosti á sumum verkstæðum hér
í bænum.
Hvaða áhrif hlýtur slík kenslu-
aðferð, sem hér hiefir verið lýst,
að hafa á nám lærisveins? Nem-
andinn verður hræddur við að
leita til&agnar og gerir því oft
glappaskot, sem hann fær ákúr-
ur fyrir, er hann þannig atyrtur
bæði í tíma og ótíma, og afjeið-
ingin er hræðsla við alt og ó-
sjálfstæði við verkið.
Það hefir verið á það drepið
hér að framan, að sú hefð hefir
rjkt, að nemandi væri lítilsvirt-
ur bæði af verkbræðrum sínum
og meisturum. Það mun t. d. við-
gangast í flestum greinum, að
nemanda séu falin öll verstu
skarnverkin. Jafnvel eru dæmi
til þess, að nemanda sé skiþað
að ræsta verkstæðið í eftirvinnu
r*- kauplaust, og að hann sé lát-
inn gera ýms þau verk fyrir
meistarann, sem hvergi koma
nærri iðngreiniinini, t. d. að mokh
út úr hesthúsum, rækta kartöflu-
garða io. s. frv. — Erfiðustu verk
iðrainnar eru oftast lögð á herð-
ar námssveininum og er slíkt
hneykslanlegt. Hafa t. d. jám-
smíðanemar sagt mér, að þeir
hafi oft verið næstum að þrotum
komnir, er þeir unnu að viðgerð-
|um í togurum, stundum blautir
og kaldir að kvöldi og nóttu til.
Verður oj^ að álíta að til slíkra
verka sé skylt að setja hina
hraustustu menn, en ekki hálf-
harðnaða unglinga, sem enn eru
ekki búnir að fá fulla leikni í
starfinu.
Mikil óánægja ríkir meðal iðn-
nema yfir því, hvernig kensl-
unni er hagað. Hefir sú óánægja
oft leitt af sér sundurlynidi og
jafnvel að nemanda hafi verið
sagt Uþp. — En óneitanlega vek-
ur það illan grun hjá mönnum
á samvizkusemi mieistarannía, ef
það er satt, sem sagter.að ímörg-
um tilfellum sé hið argasta sleifar-
lag á kenslunni. Það muinu ekki
fátíð dæmin um það, að meist-
ari gerl vinnu nemanda sér að
féþúfu, og eftir sögn nemenda
sjálfra þekkist það, að meistari'
beinlírtis lifi á. vánnu" nemenda
sinna og geri ekkert sjálfqr nema
að stjörna þeim. Skal ég segja,
til skýringar þessu, ( frá viðtalii,
er ég átti við iðnniema einn fyrir
nokkxum mánuðum. Nemandi
þessi hafðii veniö I læri í tvö ár;
sagði hann mér, að fyrsta dag-
inn, sem hann kom á vimnustoí-
una, hefði sér verið sagt að;
„fægja“ festar og nokkrar smá-
þlötur. Bjóst hann vjð, að þetta
v,æri að eins byrjunarverk, sem
hnnn myndi vera látiinn vinna í
eina viku eða svo, en svo varð'
eigi. 1 tvö álr, hefir hrínn Lític
amað gerf en petta, nema hvað
hann hefir heimt inn reikninga
fyrir meistarann og hlaupið
sendiferðir fyrir hann nokkrum
sinnum á dag. Sagðist hann ekki
búast við að meistarinn ætlaði
að breyta til, og því myndi hann
ekki hafa lært neitt í iðninni er
námstíminn (4 ár) væri búinn.
Laun þessa nemanda eru mjög
lág og hefir hann notið styrks
fátækra foreldra sinna undan
farið.
Það mun vera skylda meistara
samkvæmt lögum um iðnaðar-
nám, að nemandi skuli hafa full-
lært iðn, sína að námstíma iokn-
um. Á nemandimn þá að leysa
hjádparlamt af hendi eitthvað
aveinsstykki og fá vottorð um
það hjá meistaranum og þróf-
dómendum, að hann sé fulllærð-
ur..— En saga nemandans, sem
sögð er hér að framan, og sem
er ekki einsdæmi, sýnir, að eitt-
hvað hlýtur að vera bogið við
framkvæmd þessara ákvæða lag-
anna. — Enda er sannleikurilnn
sá, að námssvéinum er oft hjálp-
|a5 til að leysa sveinsstykkið af
hendi. En af hverju er hann ekkii'
fær til að leysa það af hendi
einn? Það er augljóst af hverju
hann getur það ekki. Meistarinn
hefir hugsað meir um að græða á
vinnu nemandans en að kenna
honum. Nemandinn hefir verið
látinn vinna saim verkið alian
námstímann, þroski hans við
námið verið stöðvaður. Hann hef-
ir ekld fengið að kynnast öllum
greinum iöninnar og þegar náms-
tíma er lokið er hann ekki full-
numa, en til að breiða yfir svik
sín og vanrækslu lætur meistar-
inn fullnuma fagmenn hjálpa
nemanda við sveinsstykkið —
enda er sú saga sögð, að hér á
landi séu fáir fagmenn innlendir.
Og sú hefir venjten yerið hér
á vélaverkstæðum, að nemandi
hefir fengið að sigla sinn sjó
þegar námstíma var lokið, en
danskir, sænskir eða norskir
fagmenn hafa verið fluttir inn.
Er það allkynlegt, að ríkisvaád-
ið skuli' ekki hafa haft meira eft-
irlit á þessu sviði en raun er á.
Enn vil ég benda á eina slæma
misfellu. Skv. lögum um iðnað-
arnárn ber meisturum að kosta
nemendur á Iðnskólann. Oft van-
rækir meistari þessa skyldu sína.
En þó að meistari vanræki hana
ekki alveg og hann láti nemanda
sinn njóta kenslu í skólanum, þá
mega vera miklar töggur í nem-
andanum ef hann á að hafa nokk-
urt gagn af kenslunni, sem fram
'jer í skólanum.
Tökum dæmi af járnsmíða-
néma.
Nemandinn vinnur frá kl. 7 að
morgni til kl. 5 að kvöldi, skól-
inn byrjar kl. 6 og stendur yfir í
3 og oftast 4 stundir. Nemandinn
IHStamestsi steamkolin ávalt fyrir-
liggjandi í Kolaverzlun Ólafs Ólafs-
sonar.
*s í m I 5 9 6!
hefir því að eins eina, segi og
skrifa eifip klukkustund, til að
fara heim til sín, ræsta sig, hafa
fataskifti, matast og fara leiðinai
1 skólann; þar er hann svo til
kl. 9—10 og þegar hann kemur
heim á hann að byrja að líta í
bækurnar undir næsta dag.
Allir hljóta að sjá hversu sl'ík
meðferð á æskumönnum er sví-
virðileg. Hvar er frítími þeiirra?
Hvenær geta þeir lyft sér Uþp,
notið skemtunar og gleði, sem
er svo nauðsynlegt fyrir andleg-
an þroska unglingsíns ? — Þetta
er hinn argasti þrældómur, smán-
arhlettur á íslenzku þjöðfélagi.
— Sumir vilja nú ef til vill segja,
að smánarblettirnir séu svo marg-
ir, að það taki því ekki að tala
um þennan eina, en ég vil halda
því fram, að þessi sé sá versti,
því að hér er verið að drepa and-
legan þroska upprennandi æskuu
manna. —
Laun iðnnema eru, eins og
drepið, hefir verið á, svo lág, að
enginn getur lifað af þeim. Jám-
smíðanemar (byrjendur) hafa að
eins 20—30 aura á kl.stund.
Verða þeir því stundum fegnir en
meistarar „gefa þeim fri“ að
isumri í 2—3 mánuði til að þeir
geti farið að vinna fyrir sér. —
Stundum er nemanda vísað frá
þegar hann kemur aftur til meist-
arans úr „fríinu“. Hefir meist-
ari þá e. t. v. fengið annan náms-
svein yngri — ódýrari. En alliri
hljóta að sjá að slíkt er algerlegai
óhæft. Nemendurnir eru ráðnir tií
að nema iðnina- Verður meistari!
því að halda þeirn að því námi.
Og launin verða að hækka.
Um þetta mál er mikið hægt að
skrifa. Það er svo margt, semí
aflaga fer, og margar kröfuir þarf
að gera um umbætur á kjörum
iðnnema. En fyrsta krafan verð-
ur að vera að gagngerð endur-
skoðun fari fram á lögum um
iðnaðarnám og að lögunum sé
framfylgt, en á það vill skorta.
Það nauðsynlegasta, sem fyrir
iðnnemum sjálfum liggur, er að
stofna til samtaka sín á milli.
Prentnemar og járnsmiðaneman
hafa þegar myndað sín samtök
og fleiri munu í uppsiglingunni.
Þegar iðnnemar eiga sterk sam-
tök sjálfir geta þeir búist við
því að þeir geti komið fram um-
bótum á kjörum sínum, en fyr
ekki. —
Ég hefi að eins stiklað hér á
stóru. Margar misfiellur og þær
slæmar væri xétt að drepa á, eni
hér læt ég staðar numið að sinni,
Vona ég að iðnniemar sjálfír
skrifi um þetta, og .mun Alþýðu-
blaðið fúslega veita þeim rúm
fyrir greinir um þetta mál.
V. S. V.