Morgunblaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 2
 ✓ Hitler í 23U stunda viðræða Hitlers og Musso- linis í Florenz SNEMMA í gærmorgun var það tilkynt opinber- lega í Þýskalandi, að Hitler og von Ribben- trop væru komnir til Florenz, á 18. afmælis- degi fasistagöngunnar til Rómaborgar, til þess að ræða við Mussolini. Klukkan 11 um morguninn hófust viðræður Hitlers og Mussolinis og stóðu til kl. 1%. Er tilkynt að utanríkis- málaráðherrarnir von Ribbentrop og Ciano greifi hefi tekið þátt í viðræðunum. von Keitel, yfirmaður þýska herforingjaráðsins, var einnig viðstaddur, en hann tók þó ekki beinan þátt í ráð- stefnunni. Tilkynning var gefin út að henni lokinni, þar sem segir, að eins og venjulega, hafi algert samkomulag orðið á milli foringja öxulríkjanna. Síðar um daginn fór Hitler og skoðaði markverða staði 1 Florenz, en hjelt síðan kl. 6 e. h. heimleiðis til Berlín, í hinni brynvörðu járnbrautarlest sinni. Viðræða Hitlers og Mussolinis hefir vakið geysimikla athygli, þar sem hún er talin vera áfram- hald af viðræðum þeim, sem Hitler átti við Petain og Franco. Orðrómur gengur um það, að Franco og Petain muni innan skamms koma til Berlínar. Laval, hinn nýi utanríkismálaráðherra Frakka fór frá Vichy í gær til París, að því er talið er, en þar mun hann ræða við þýsk yfirvöld. Loftárásir á Brelland frá Noregi Iherstjórnartilkynningu Þjóð- verja á sunnudaginn var þess í fyrsta sinn getið, að gerðar hefðu verið loftárásir á Bret- landseyjar frá Noregi. Þýskar flugvjelar, sem tóku sig upp frá norskum flugstöðvum vörpuðu sprengjum á flugstöðvar hjá Lossimouth og Cick í Norður- Skotlandi. „Deutsches Nachrichtenbúro“ skýrði frá því í gærdag, að þá hefði verið haldið uppi látlaus- um loftárásum á London í 37 klukkustundir samfleytt. í gærkvöldi skýrði Reuter frá því, að 4 þýskar flugvjelar hefðu verið skotnar niður í gær. Loftárásir voru gerðar aðallega á borgir í East-Anglia (þar sem talið er líklegast að Þjóðverjar geri innrásartilraun sína, hve- nær sem það verður). Þjóðverjar segjast hafa skotið niður í gær 2 breskar flugvjel- ar og mist sjálfir 1. Um hernaðaraðgerðirnar í fyrradag segir þannig 1 her- stjórnartilkynningu Þjóðverja: Fjörutíu og tveggja þús. smál. skipið ,,Empress of Britain“, sem þýsk flug- vjel varpaði sprengjumí yfir og kveikti í með eldsprengjum, var skotið í kaf af þýskum kafbát, sem Jaenisch yfirliðs- foringi stjómaði, eftir að tilraun Breta til að draga „Empress of Britain" til breskrar hafnar, með fylgd tundurspilla og eftirlitsskipa hafði mistekist. Hernaðaraðstaðan Itaíír stefna í áttína til Saíoníkí Strangt frjetta- eftírlít Fyrsti þátturinn í átökun- um um yfirraðin í aust- anverðu Miðjarðarhafi hófst í gaer, er Italir hófu innrás í Grikkland. Samkvæmt upplýs- ingum gríska sendiherrans í London var barist í allan gær- dag, frá því kl. Syz um morgun- inn við landamæri Albaníu og Grikklands, en frjettaeftirlitið í Bretlandi, ítaliu eða Þýska- landi hefir ekkert leyft að birta um hvað bardögunum miðar. Fregnir voru birtar í London í gær, um að barist væri á landi, sjó og í lofti, en engar nánari fregnir hafa borist nema um bardagana í lofti. Italskar flug- vjelar gerðu loftárás á hina mik- ilvægu hafnarborg Potras, á Pelopsskaga og komu flugvjel- arnar 'í þremur bylgjum, 5 í hverri. 1 opinberri tilkynningu er skýrt frá því, að 4 menn hafi farist, en 17 særst. En aðrar fregnir herma að manntjón hafi orðið meira. Tjón varð á nokkr- um byggingum, en það er talið lítilvægt. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 29. okt. 1940. Italíu, Italir í Grikklandi Ilalir segja að innrásin hefjisl fyrir alvöru um dögun I dag SíOustu frjettir: Hafa Bretar tekið Krft og Korfu? Samkvæmt fregnum, sem birtar voru í New York í gær, hafa Bretar þegar tekið eyjuna Krít á sitt vald. Eyja þessi er grísk, og hefir mikla hernaðarlega þýðingu, sem flota- og flugvj elabækistöð. Fregnir hafa einnig verið birtar um það, að breskt her- lið hafi verið sett á land á Korfu. Ef fregn þessi reynist rjett, þykir það benda til þess, að Bretar hafi búist við inn- rás ítala og haft herlið og herskip á næstu grösum við Korfu. í annari herstjórnartilkynn- ingu Grikkja í gærkvöldi er skýrt frá því, að bardagar hafi staðið allan daginn á landamærunum. — Grikkjum tókst á einum stað að rjúfa varnarlínu ítala og ráðast 13 km. inn í Albaníu, segir í til- kynningunni. Loftárás hefir verið gerð á Aþenu. Er á það bent í fregn frá Kairo, að þar sem Aþena sje síst ómerkari borg sögu- lega og fornfræðilega sjeð, en Rómaborg, sje það ólíklegt að ekki verði gerði hefndarárás á Rómaborg. f byrjun stríðsins gerði Mussolini sjerstakar ráðstaf- anir til að lýsa Rómaborg ó- víggirta borg, til að hlífa henni. Þ|óðver|ac bíða átehta Síðdegis í gær safnaðist mann f.jöldi að ítölsku eimskipa- og flugvjelaskrifstofunni í Aþenu- borg og framdi þar spellvirki. En ítalska sendiherraskrifstofan var látin ósködduð. Um alt Grikkland var byrjað að kyrsetja ítalska og þýska borg- ara í gær. En það hefir vakið nokkra athygli, að þýska st.jórnin hefir engar ráðstafanir gert enn til að kalla þýska bcfrgara í Grikk- íandi heim. Bretar heita Grikkjum aðstoð, óvissa um Tyrkland SÓKN ÍTALA í Grikklandi er talin vera byrj- unin á naglbítstaki, sem öxulríkin ætla að ná á áhrifasvæðum Breta við austanvert Mið- jarðarhaf. I Bandaríkjunum er búist við, að samtímis sókninni í Grikklandi, eða í kjölfar hennar, hefjist sókn Grazianis marskálks í Egyptalandi. Markmiðið er að nagl- bíturinn lokist um Suezskurðinn „mittislínu“ breska heims- veldisins. Bretaa1 gerðu það ljóst þegar fyrir rúmu ári (í apríl 1939), er Mr. Chamberlain hjet Grikkjum stuðningi, ef á þá væri ráðist, hve mikilvægt þeir teldu, að óvinaþjóðir þeirra næðu ekki tökum á Grikklandi. Breska stríðs- stjórnin kom saman á fund snemma í gærmorgun og samþykti að fela sendiherra sínum í Aþenu, Sir Charles Palariet, að skýra grísku stjórninni frá því, að Bretar myndu veita henni alla þá hjálp, sem þeir gætu í tje látið. Útvarpiö í Aþenuborg sagði um miðjan dag í gær, að skjótr- ar hjálpar væri von frá Bretum og sagði að breskt herlið væri þegar viðstadd. Georg Bretakonungur sendi grísku þjóðinni í gær svohljóð- andi skeyti: Á þessari stundu, er hin hrausta gríska þjóð þarfn- ast hjálpar, vil jeg láta hana og frænda minn, Georg konung, vita þetta : Við erum með ykkur í baráttu ykkar. Ykkar barátta er okkar barátta. Við eigum nú í höggi við sameiginlegan óvin. Framundan eru örðugleikar, en við munum setja traust okkar á úrslitasigur hinna vaxandi krafta þjóðanna, sem berjast fyrir frelsi. Það er sannarlega von um að straumhvörf sjeu að verða, að máttur árásaþjóðanna sje að þverra samtímis því, sem máttur þjóðanna, sem berjast fyrir frelsi er vaxandi. Lengi lifi gríska þjóðin og foringjar hennar, lengi lifi Georg konungur". Churchill hefir sent Metaxas skeyti, þar sem hann segir að ógnanir Itala hefði einskis mátt sín gegn staðfestu hans. Chur- chill heitir Grikkjum allan þann stuðning, sem Bretar geta í tje látið. Það er tekið fram í London að ekkert sje hægt að segja á þessu stigi um það, í hverju hjálp Breta muni verða fólgin. En það er tekið fram, að nákvæm áform hafi verið gerð um þenna stuðning og að rætt hefir verið um þa.u við rjetta aðila í Aþenu- borg. Hinar nýju vígstöðvar á Balkanskaga munu að sjálfsögðu hafa víðtæk áhrif á aðrar Balkanþjóðkr, Júgóslafa og Búlgara, en þó fyrst og fremst á Tyrki. JÚGÓSLAFÍA: Chvetkovitc, forsætisráðherra Júgóslafíu var staddur við landamæri Albaníu, þegar innrásin hófst í gær, en hann skundaði þegar í stað til Belgrad. Síðdegis í gær, var haldinn þar ráðherrafundur og að honum loknum var því lýst yfir, að Júgóslafía myndi gæta hlutleysis á meðan þess væri kostur. BÚLGARÍA: Boris Búlgaríukonungur flutti ræðu er búlgarska þingið kom saman í gær, og sagði að Búlgarar myndu gæta hlutleysis. Boris talaði um vináttuböndin sem tengdu Búlgara við Júgóslafa og Tyrki og talaði einnig um vin- áttu Búlgara og öxulríkjanna. Nokkur óvissa ríkti fram eftir degi um það, hver afstaða Búlgara myndi verða, þar sem vitað er, að þeir hafa sótt FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.