Morgunblaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 5
'f»riðjudagur 29. okt. 1940 JHorjgtmMafcid 'Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavík. Ritstjórar: Jón Kjartansson, Valtýrv Stefánsson (ábyrgtSarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreitSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 á mánuði innanlands, kr. 4,00 utanlands. í lausasölu: 20 aura eintakið, 25 aura með Lesbók. Fyrri grein S w A fundunum EFTIE að ungir Framsóknar- menn höfðu fyrir skömmu Jialdið allmarga iandsmálafundi •víðsvegar hjer austur í sveitum, íann Tíminn ástæðu til að geta þess alveg sjerstaklega, að ekki mætti skoða þessa fundi þannig, að með þeim væri verið að spilla stjórnarsamvinnunni. Astæðan til þess, að Tíminn fór að taka þetta fram, var sii, að hinir ungu og áhugasömu Fram- sóknarmenn voru í allmiklum vígamóð á fundunum, þar sem þeir rjeðust harkalega á Sjálf- i stæðisflokkinn og hlöð hans. Auð- vitað var þar farið með sannleik- ann að venjulegum hætti þeirra Tímamanna. Gætnir bændur í 'Frám sókn ar'f 1 okk nu m áttu erfitt með að skilja þessa framkomu unglinganna og- fóru að hafa orð á. þessu við ráðamenn flokksins. Og þá verður það, að Tíminn er látinn flytja þessa einkennilegu skýringu á fundunum, að ekki sje jneiningin með þeim, að spilla samvinnu flökkanna. Nokkru síðar fór forsætisráð- lierrann að boða til flokksfunda allvíða á Norður- og Vesturlandi. Fregnirnar, sem hingað hafa borist af þessum fundum, herma, að gætnir Framsóknarmenn í hjeruðunum hafi ©rðið all-nndr- andi, er þeir líeyrðu túlkun ráð- herrans á málunum. Ráðherrann hafi meðal annars rætt um stór- ■gróða útgerðarinnar. En alt væri þetta skattfrjálst og stæðu Sjálf- stæðismenn fyrir þeirri óhæfu. Líknr væru til þess, að næstu 'kosningar snerust um útgerðina og yrði þá úr því skorið, hvort ntgerðarmenn fengju áfram að valsa með peningana eins og hingað til. Þ'á hafði ráðherrann •minst á afurðasölumálin og sagði að blöð Sjálfstæðismanna hefðu foarist mjög gegn því, að kjötið yrði. hækkað og þannig sýnt hug sinn tíl bæuda-! Það er ofur skiíjanlegt, að bændur eigi erfitt að átta sig á þessum snöggu umskiftum. Flokks foringjarnir og Tíminn hafa kepst um að lofa samstarfið. En þegar flokksföringjarnir koma til sam- herjanna úti um landsbygðina, sem sumir eru e. t, v. nokkuð rauðir, verður alt annað uppi á teningnum. Þá eru það þrengstu : sjerhagsmúnir flokksins, sem sett- ír eru ofar öllu. Það má vel vera, að Framsókn- armenn sjeu nú ráðnir í því, að slíta stjórnarsamvinnunni strax á næsta þingi og ganga síðan tii kosnínga í von nm það, að þeir geti að lokinni kosningn mvndað -ntjórn með sósíalistum einum. Þetta er þrá margra Framsóknar- miimia. En það er ekki alveg víst, ; að þjóðin vilji þenna gang mál- , anna. Hvernig svikin komust upp um Láru miöil Úr skýrslu Sigurðar Magnússonar löggæslumanns w vik Láru Ágústsdóttur í miðilsstarfsemi henn- ar hafa sem von er vakið mikla athygli og fólki blöskr ar að vonum hin dæmalausa ósvífni svikamiðilsins. Frásögnin af svikunnm, sem birtist í sunnudagsblaði Morgun- hlaðsins, bygðist nær eingöngu á því, sem komið hefir fram í rjett- arhöldunum og á játningum mið- iisins sjálfs." En til þess að gefa lesendum hlaðsins nokkra hug- mynd um starfsaðferðir Láru miðils hefir blaðið fengið leyfi til að birta nokkurn útdrátt úr skýrslu Sigurðar Magnúsfpnar, • sem fylgdi kæru hans. Það sem Sigurður segir frá er mjög einkennandi fyrir svo fjölda marga menn, sem sótt hafa fundi hjá Láru. Munurinn er aðeins sá, að Sigurði ofbýður svikin og á- setur sjer að koma upp um Láru og svik hennar. Ifjer hefst útdráttur úr skýrslu Sigurðar Magniissonar löggæslu- manns: Fundirnir vetur- inn 1939—1940. — 6. október 1939 dó kona mín, Anna Guðmundsdóttir lijúkrunar- kona. Einhverntíma í nóvember mánuði fóru mjer að berast til eyrna sögur um að hún gengi ljós- um logum á fundum iijá Láru og að þar kæmu skilaboð frá henni til mín um að koma á fundina. Þessar sögur voru sag’ðar mjer úr ýmsum áttum. Svo hitti jeg að máli fólk, sem sagðist hafa þekt hana á fundnm hjá Láru — að hún líkanmaðist greinilega. Til að byrja með ljet jeg þetta eins og vind um eyrun þjóta. Jeg liafði heyrt að það væri „taktik“ Láru að senda fólki slík skilaboð, er ástvinir þess væru nýlátnir, svo jeg kærði mig kollóttan og fór hvergi. — Síðar — eftir því sem jeg heyrði þetta oftar — varð mjer ljóst, að jeg varð að taka einhverja, ákvörð un í málinu. — Jeg hugsaði málið vandlega og ályktaði á þessa leið: ★ 1. Væri Lára svikamiðill var með öllu ósæmilegt og svívirðilegt hirðuleysi af mjer að levfa henni' óátalið að nota nafn konu minn- ar látinnar í blekkingarskyni, og að það væri ódrengilegt af mjer að láta hana nota minningu konu, sem liafði verið fullviss um svik hennar, til að blekkja með og svíkja auðtrúa fólk. Enda þótt jeg hefði verið alveg sannfærður um að Lára væri svik- ari var mjer ijóst, að gersamlega tiigangslaust var að fara til henn- ar og biðja hana að hætta öllum leikaraskap með nafn konu minn- ar. Jeg gerði ráð fyrir að Lára, inyndi segja að alt sem fram færi á fnndunmn gerðist án hennar vit- undar, svo að hún fengi engu um það ráðið, hvort þar yrði minst á | konu mína eða ekki, þótt hún væri öll af vilja gerð til ]iess að henn- ar væri þar að engu getið. — Mjer varð þegar ljóst, að ef Lára I væri svikari, yrði jeg að saxrna á hana svikin, ef jeg ætti að gera mjer von um að hún hætti að svívirða nafn konu minnar látánn- ar með óviðurkvæmilegum leik- araskap með minningu hennar, sem. var mjer og vinum hennar kær. ★ 2. En ef Lára væri þrátt fyrir alt ekki svikari — har mjer þá ekki að fara til hennar? Einhver myndi e. t. v. segja: „Nei, konan þín var viss um að hún væri svik- ari og þess vegna getur þú ekki verið þektur fyrir að viðurkenna að hún sje miðill, eftir að konan. þín er látin“. — Þannig ályktaði jeg ekki. Það var fyrst og fremst alment sjeð altof barnalegt og íhaldssamt og í öðru lagi ósam- boðið minningunni um konu mína. Anna Guðmnndsdóttir var ein ær- legasta og fordómslausasta kona, sem jeg hefi þekt. Ekkert var henni ólíkara en að hafa rök skvn seminnar að engu og ekkert var ósamboðnara minningu liennar en að þora ekki að viðurkenna stað- reyndir, enda þótt þær væru ó- þægilegar í bili og öndverðar því sem áður var best vitað. — Ef fyrirbrigðin gerðust í raun og veru, hla.ut jeg þessvegna að við- urkenna þau, hvað sem fortíðinni leið -— en jeg varð að vera alveg sannfærður um að þau væru sann- leikanum samkvæm til þess að mjer bæri að treysta þeim. Að öllu þessu athuguðu ákvað jeg að fara —- staðráðinn í að við- urkenna það eitt, sem satt var og rjett — staðráðinn í að gera alt sem í mínu valdi stæði til að graf ast fyrir eðli fyrirbrigðanna — staðráðinn í að hafa drengskap til að viðurkenna þau, ef jeg væri sannfærður um að þau gerðust, en að sjálfsögðu staðráðinn í að fletta hlífðarlanst ofau af miðlin- um, ef jeg gæti staðið hana að svikum. „Góður fundarmaður“. Svo fór jeg á fund til Láru — jeg held í fyrsta skifti 5. des- ember 1939. Yeturinn 1939—1940 sótti jeg svo noltkra fundi. Hve marga fundi jeg sótti man jeg ekki. Jeg átti alioft tal við menu, sem voru á fundum og fvigdist þannig af afspurn og eigin reynd sæmilega með því sem gerðist. S.J. vor, er jeg gerði upp reikn- ing vetrarins, var jeg eiginlega engu nær. Jeg taldi mig stundum hafa ástæðu til að gruna Láru um svik. eu fjekk ]>ó aldrei tækifæri til að staðreyna að mn svik væri að ræða. Stundum gerðnst fyrir- brigði, sem voru svo ólík því, sem hægt er að fá venjulegar skýring- ar á, að jeg talcli mig hafa ástæðn tii að ætla, að engin hrögð væru í tafli. — Jeg l.jet af ráðnum hug Lára miðill með „útfrymi“ (gaze- slæðuna) út úr munninum. ekkert, bera á grun míniim um svik, hvorki við miðilinn, nje fundarmenn, til» að vekja ekki grunsemdir um að jeg væri kom- inn á fundina í miskunnarlausri leit að því einu, sem satt var og rjett, því jeg gerði ráð fvrir að allar getgátur í þá átt myndu valda því, að miðillinn fullyrti að jeg „skemdi fundinn með illnm hug“. Jeg var því talinn „góður fundarmaður“ og átti auðvelt með að fá aðgang, jafpvel að fundura með einvalaliði Láru. Nokkru eftir að frú Lára kom til bæjarins utan af landi í sum- ar hófust fundir hjá henni að nýjú. Jeg frjetti um þetta og fór sliömmu síðar á fyrsta fund minn hjá Láru þetta haust. Jeg man ekki nákvæmlega hve marga fundi jeg sótti, en mig minnir að * jeg hafi verið á þrem fundum. Því lengur sem jeg sat á fundi, þess rökstuddari urðu efasemdir mínar um sakleysi miðilsins. Jeg sann- færðist. með öðrum orðum um, að undantekningariítið gat þetta alt verið blekking af hálfu miðilsins. Raddirnar hlutu að vísu að vera meistaralega gerðar, en þær voru svo fáar, að góðir hæfileik- ar með áralangri þjálfun gátu framleitt þær. Svipbreytingar miðilsins hlutú líka að vera blekkingar, enda ]:>ótt þær væru mjög breytilegar. Líkamningarnir þóttu mjer stóryægilegasta sönn- unin fyrir sakleysi miðilsins — og þó — á sumum funditnum voru líkamningafyrirhrigðin ekki stór- feldari en svo, að duglegur svik- ari gat búið þau til með hvítum slæðum, eða einhverju öðru efni. „Marrið í stólnum“. Myrkrið var skjól svikarans og krafan mn að líkamningarnir væru ekki sneítir sltjöldur hans. Jeg veitti því athygli, að jafn- an, er andlit líkamninganna voru búin að vera litla stund í ná- inunda við ljósið, iieyrðist marr í stólnum, sem miðillinn átti að sitja í og hurfu líkamningarnir þá inn í myrkrið. Skýring var gefin á þessu sú, að miðillinn kipti í útfrymistaugina, sem lægi frá honum til líkamninganna ag væri það vegna þess, hve sam- bandið væri „óstöðugt". Þessa kippi miðilsins þoldu líkamning- arnir ekki og hurfu því sjónum okkar. Mjer fanst eðlilegasta skýringin á þessu oft vera sú, a5 miðillinn stæði á öðrum fæti í myrkrinu fyrir framan stólinu, teygði höfuðið að skímunni og sparkaði með hinum fætinnm í hægindastólinn. Enda þótt myrkrið væri miðl- inum til hlífðar var ómögulegt að miðillinn gæti leikið listir sínar, án þess að hafa einhver hjálpar- tæki, slæður, e. t. v. grímur eða einhverskonar ljósleitt efni, sem miðillinn gæti kastað yfir sig. Jeg hafði fundið snertingu af „útfryminu“ við andlit mitt og hendur. Þar var um greinilega „materialisation“ að ræða. Efnið var mjúkt, mýkra en Ijereft, en grófara en silki. Við Ijósið urðu slæðurnar, sem huldu líkamning- ana, að mestu eklti greindar með neinni nákvæmni. Ef um svik var að ræða, hlaut að vakna spurn- ingin um, hvar miðillinn geymdi þessar slæður fyrir og eftir fnnd- inn. Jeg hafði aldrei á þeim fund- um sem jeg sat vitað til þess að miðillinn væri rannsakaður fyrir eða eftir fund. Möguleikarnir á, því, að miðillinn geymdi slæður á sjer, voru því fyrir hendi. Jeg hafði stundum fyrir fund athug- að stól miðilsins og ekkert fund- ið þar athugavert. Það var líka mögulegt að slæðurnar væru geymdar í skápnum eða einhvers- staðar í námunda við hann, þar sem miðillinn gat náð í þær. — Nú mætti spyrja: Hversvegna tókstu ekki í slæðurnar á líkamn- ingunum til að fullvissa þig? í fyrsta lagi vegna þess, að ef svo ólíklega skyldi vera, að ekki væri um svik að ræða, þá hraut jeg á þann hátt varúðarreglur, sem mjer hefir skilist að allir spiritistar teldu miklu máli skifta að væru haldnar. Ef jeg gerði tilraun til að halda slæðunum föstum og tilraunin mistækist, mátti jeg ganga út frá því sem gefnu, að miðillinn æpti og vein- aði, flýtti sjer að troða slæðun- um inn á sig eða fela þær, fund- urinn leystist upp, áður en jeg gæti kveikt og afleiðingin yrði engin önnur en sú, að mjer yrði að sjálfsögðu bannaður aðgangur að fundunum framvegis og jeg yrði stimplaður þorpari í augum spiritista. Jafnvel þótt jeg að loknum FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.