Morgunblaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.10.1940, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 29. okt. 1940. 7 Stjórn SKíðafjelagsins endurkesin Aðalfundur Skíðafjelags Reykja víkur var haldinn í Kaup- þingssalnum í gærkvöldi. Formað- ur fjelagsins og tveir menn aðrir, sem gengu úr stjórninni, voru endurkosnir. Stjórn fjelagsins skipa því næsta ár sömu menn og áður, en það eru: Kristján Ó. Skagfjörð formaður, Magnús Andrjesson varaform., Einar Guðmundsson gjaldkeri, Kjartan Hjaltested rit- ari og Björn Pjetursson. í varastjórn voru endurkosnir Jón Ólafsson og Stefán G. Björns- son. Endurskoðendur voru endur- kosnir þeir Björn Steffensen og Konráð Gíslason. Fundurinn samþykti að hafa sama árgjald í fjelaginu og áður, kr. 5.00. Nokkrar umræður urðu á fund- inum um ýms fjelagsmál. Lára miðill FRAMfí. AF. FIMTU SÍÐU fundi sýndi tusku, sem jeg hefði rifið út úr slæðum miðilsins, var auðvelt að segja, að jeg hefði komið með tuskuna á fundinn og logið því að jeg hefði tekið hana af miðlinum. Að ráðast á jniðilinn og taka af honum allar þær slæður, sem á honum væru, var hrottalegt og ó- viðui'kvæmilegt. Jeg beið því enn átekta, athugaði það sem fram fór í von um að fá tækifæri tíl að staðreyna grunsemdir mínar, þótt síðar yrði. Meira. Loftárásir á Bretland FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Þýskar flugvjelasveitir, einkurn Ijett- ar sprengjuflugvjelar gerðu margar refsiárásir á London allan daginn í gær. I þessum loftárásum vörpuðu þýskar flugvjelar sprengjum yfir flugvelli ná- lægt London og á fIugvjelabirgðastöðv- amar í Iienlow. Fjöldi orustuflugvjela vora eyðilagðar á jörðunni, í sprengju- árásum sem gerðar voru á flugvöll á Skotlandsströnd snemma í gærkvöldi. Meðal annara hemaðarlegra mikilvægra staða, sem ráðist var á, var stórt orku- ver á suðurströnd Englands hæft nokkr- um sinnum. Norður af Liverpool gerði þýsk- sprengjuflugvjel steypiárás með góSum árangri á hergagnaverksmiöju. 1 nánd við York, var jámbrautarlest hæfð og sett út af teinunum. Þýsk flugvjel hefir með góðum árangri ráð- íst á sterklega varða skipalest, 200 mílur vestur af Noröur-írlandi. Tvö kaupför, 8000 smálestir hvort, vora hæfð og láu hreyfingarlaus og hölluðust mikið. Um nóttina gerðu fylkingar stórra sprengjuflugvjela harðar árásir á bresku höfuðborgina. Sprengjuárásir vom enn gerðar á verksmiðjur í Birm- ingham og Coventry og á höfnina í Liv- erpool. í björtu komu engar breskar flug- vjelar yfir Þýskaland. Eti í skjóli myrk- ursins rjeðust breskar flugvjelar á í- búðarhverfi og löskuðu m. a. gamal- tnermahæli og mörg íbúðarhús. Margir borgarar særðust. Eina tilraunin, sem gerð var til að hæfa iðnaðarstöð mis- tókst. í gær mistu óvinirnir samtals; 29 flugvjelar og vom 17 þeirra skotnar niður í loftorastum yfir Lundúnasvæð- in, en 12 voru eyðilagðar á íörðunni. Níu þýskra flugvjela er saknað. Frönskum pegn- um bannað að blýða 0 breskt útvarp Tilskipun var gefin út í Vi- chy í gœr, um að frönsk- um þegnum er bannað að hlýða á breskt útvarp á opinberum stöðum. Tilskipun þessi var gef- in út um sama leyti og tilkynt var að Laval hefði tekið við stjórn franska útvarpsins. Laval hefir stjórn útvarpsins jafnhliða stjórn utanríkismál- anna. í>að hefir nú verið opin- berlega staðfest, að Baudoin, sem verið hefir utanríkismála- ráðherra, hefir sagt af sjer, en hann hefir verið gerður ráð- herra án stjórnardeildar, í nánu sambandi við ríkisforsetann (Petain). Laval verður áfram varafor- sætisráðherra. Stjórnin í Vichy hefir í orð- sendingu til frönsku yfirvald- anna í Tunis tilkynt, að engin breyting verði á stöðu Tunis. í London hefir þessi fregn vakið nokkra athygli vegna þess, að Bizerta, hin mikla flotahöfn, er í Tunis. ÞEGAR „EMPRESS OF BRITAIN“ VAR SÖKT '------ ’Í Isameiginlegri tilkynningu breska flotamála- og her- málaráðuneytisins í gær, er það viðurkent, að stórskipinu ,,Em- press of Britain", þriðja stærsta skipi breska kaupskipaflotans, hafi verið sökt síðastliðinn laug- ardag. I tilkynnnigunni segir, að þýsk flug- vjel hafi varpað sprengjum á skipið, en horfið síSan burtu. En flugvjelin kom aftur og varpaði þá íkveikjusprengjum yfir skipið, sem þá var alvarlega laskað. Tilraun var gerð til aS draga skipið til hafnar, en brátt var það alelda stafna á milli. Nokkru síSar varð sprenging í því, og hið glæsilega skip sökk. Árásin á skipið var gerð 700 mílur vestur af Norður-frlandi. SkipiS var á leið frá Kanada til Englands með 643 menn um borð, aðallega hennanna' fjöl-- skyldur, og nokkra hermenn (segir í bresku tilkynningunni). í fyrrakvöld var búiS að setja á land á Bretlandseyjum 598 manns. ' Skipstjórinn stóð í brúnni, þar til eldur logaði bókstaflega undir fótum hans. Þá fór hann fram á skipið og þaðan var lionum bjargaS. Fjárpestin FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ar 9 ær; þrjár þeirra voru sýkt- ar nú í haust. Það veit enginn, nema sá sem reynir, hve miklir erfiðleikar þeirra bænda eru, sem eiga við þessa plágu að stríða. Nú eru þeir bændur, sem búa framan Yatnsskarðsgirðingar, hræddir um, að kílapestin þing- eyska sje komin í fjenað þeirra. Hafa fundist sýktar kindur frá Vallholti í Skagafirði. Karakúl- ólánið ætlar lengi að loða við fjenað okkar. Ji0R6bí> BiÁtííÐ Dagbók □ Edda 594010297 — Fyrl. Næturlæknir er í nótt Gísli Páls- son, Laugaveg 15. Sími 2472. Næturakstur annast næstn nótt Bifreiðastöðin Geysir. Sími 1633. f fyrrinótt andaðist að Elli- heimilinu Grund, Jón Jónsson frá Sundi, fyrv. póstur og ökumaður. Jón var Árnesingur að uppruna, en dvaldi lengst af æfinnar hjer í bæ og var af mörgum þektur og vel látinn af öllum. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Bjarna Jónssyni Þórlaug Ólafsdóttir frá Grindavík og Sigurðnr Magnús- son sjómaður frá Patreksfirði. Hjónaband. Nýlega voru gefin saman í hjónaband af síra Friðrik Hallgrímssyni Ásta Davíðsdóttir frá Þverfelli og Pjetur Guðmunds- son bílstjóri. Heimili ungu hjón- anna er á Laufásveg 9. Almennur stúdentafundur. 1 kvöld kl. 8Yz verður haldinn al- mennur stúdentafundur í almenna fyrirlestrasalnum í Háskólanum. Stjórn stúdentaráðsins mun gefa skýrslu um störf ráðsins á liðnu starfsári. Að því loknu hefst um- ræðufundur um kosningar til stúd- entaráðs, sem fram eiga að fara á morgun. Eru þrír listar í kjöri að þessu sinni, svo búast má við fjör- ugum umræðum. Fundurinn hefst stundvíslega. Bókasala Mentaskólans verður opin í dag kl. 10—12 og 1—4 í íþöku og á sama tíma alla vikuna. „Forðum í Flosaporti“ verður leikið í Iðnó annað kvöld kl. 8y2. Varðarfundur verður haldinn í Varðarhúsinu n.k. föstudagskvöld kl. 8Y2. Jakob Möller fjármála- ráðherra talar á fundinum. „Maðurinn með mörgu andlitin“ heitir amerísk kvikmynd, sem Gamla Bíó sýnir í fyrsta skifti í kvöld. Aðalhlutverkin leika Akim Tamiroff, Llovd Nolan og Patricia Morison. Happdrætti, á hlutaveltu Fram, 27. okt. 1940. Þessi númer hlutu vinning: 13298 fólksbifreið, 9930 matarforði, 2126 málverk eftir Ei- rík Jónsson, 12296 ljósmynd frá Ólafi Magmissyni, 8864 kol 500 kg., 10352 farseðill til ísafjarðar, 4649 skíðasleði. Vinningarnir sæk- ist í Verslun Sig. Halldórssonar, Öldugötu 29, eða Lúllabúð, Hverf- isgötu 59. títvarpið í dag: 15.30 Miðdegisiltvarp. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.30 Symfóníutónlgikar (plötur): Symfónía eroica (Hetjuhljóm- kviðan) eftir Beethoven. 21.30 Tónleikar Tónlistarskólans. Skiðaferð á Laogfökui; FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. ÁSTANDS-ÚTGÁFA leikið í Iðnó annað kvöld kl. 8!/2 . Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4—7 í dag og eftir kl. 1 á morgun. — Sími 3191. B. S. í. Símar 1540, þrjár línur. Góðir bflar. Fljót afgreiðria. BEST AÐ AUGLYSA 1 MORGUNBLAÐINU. LOKAÐ verður frá hádegi i dag vegna jarð- arfarar. Jóh. Ólafsson & Co. Systir okkar, JÓHANNA NÍELSDÓTTIR, andaðist að Vífilsstöðum laugardaginn 26. október. María Níelsdóttir. Ingibjörg Níelsdóttir. Jarðarför bróður míns, MAGNÚSAR HELGASONAR, fer fram fimtudaginn 31. þ. mán. og hefst með kveðjuathöfn í Kennaraskólanum kl. 2 e. hád. Jarðað verður frá Dómkirkjunni og verður athöfninni þar útvarpað. Ágúst Helgason. Jarðarför sonar okkar og bróður, RAGNARS V. STEINÞÓRSSONAR, “ fer fram frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 30. þ. m. og hefst með bæn á heimili hans, Laugaveg 160, kl. 2 e. h. Foreldrar og systkini. Þökkum hjartanlega auðsýnda samúð við andlát og jarð- arför konu minnar, móður okkar, tengdamóður og ömmu, JÓNÍNU GUÐMUNDSDÓTTUR, frá Einarshöfn. Eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn. Var nú haldið austur í Þóris- dal, sem er eins og kunnugt er einhver merkasti dalur í óbygð- um. Skriðjökullinn úr Þóris-, Geit- lands- og Bláfellsjökli liggja niður í dalinn, en er nú að mestu í kafi vegna hins nýja snjós, en umhverfið alt vel lagað til skíða- ferða. * Ferðafjelag íslands efndi tij gönguferðar á Vífilsfell s. 1, sunnudag og tóku þátt í förinni 60—70 manns. Var förin hin á- nægjulegasta og útsýni dásam- lega fagurt í góða veðrinu af Vífilsf elli. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð við fráfall og jarð- arför mannsins míns og föður okkar, ÖGMUNDAR JÓNSSONAR, Kaldárhöfða. Elísahet Guðmundsdóttir og synir. Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför GUÐMUNDAR ÞORSTEINSSONAR frá Sigurvöllum á Akranesi. Fyrir hönd vandamanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.