Morgunblaðið - 17.12.1940, Side 7

Morgunblaðið - 17.12.1940, Side 7
Þriðjudagur 17. des. 1940. MORGUNBLA ÐIÐ 3 Dagbók □ Edda 594012177 — Jólahugl. Atkv. I.O.O.F. = O.b. l.P. = 12212178V4 Morgunblaðið er 12 síður í dag. Næturlæknir er í nótt Pjetur Jakobsson, Vífilsgötu 6. — Sími 2735. Næturvörður er í Ingólfs Apó- teki og Laugavegs Apóteki. Næturakstur annast næstu nótt Bæjarbílstöðin, sími 1395. 50 ára verður í dag frú Sólveig Guðmundsdóttir, Freyjugötu 4. I'imtugur er í dag Þorleifur V. Sigurbrandsson, verkstjóri hjá Hinu íslenska steinolíuhlutafje- lagi. Hjónaefni. Nýlega hafa opin- berað trúlofun sína ungfrú Jó- hanna Þorgilsdóttir, Njálsgötu 34 óg Gunnar Gunnarsson, Auðar- stræti 13. Hjónaefni. Nýlega hafa opinber að trúlofun sína ungfrú Ása Eyjólfsdóttir, Þrastalundi, Sand- gerði og Garðar Guðmundsson for- maður, Rafnkellsstöðum, Garði. Jólatrjesskemtun ætlar skip- stjóra og stýrimannafjelög bæjar- ins að halda sameiginlega þriðja jóladag í Iðnó. Er búist við mik- illi aðsókn og því vissara að tryggja sjer miða í tíma. „Messías" eftir Hándel var end- urtekinn s.l. sunnudag í Fríkirkj- unni fyrir húsfylli og mikilli hrifningu áheyrenda. Næst verð- nr „Messías“ fluttur annan jóla- dag og þá í síðasta sinn. Dr. Símon Jóh. Ágústsson held- ur fyriríestur í dag í III. kenslu- stofu Háskólans kl. 6.15. — Efni: „Stöðuval“. Ollum heimill aðgang- ur. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfjelag- anna í Reykjavík. Síðasta fulltrúa ráðsfundi var frestað vegna and- láts Pjeturs Halldórssonar borg- arstjóra. Fundur sá, er þá var fyrirhugaður, verður haldinn n.lc. miðvikudagskvöld kl. 8% í Varð- arhúsinu. Þar verður m. a. rætt um „Nazista“-grýluna og afstöð- una til styrjaldarþjóðanna. Ráð- herrar Sjálfstæðisflokksins verða á fundinum og taka til máls.' — Fundarmenn eru mintir á að sýna skírteini við innganginn. Húsmæðrafjelag Reykjavíkur heldur fund í dag kl. 4 í Varðar- húsinu. Á fundinum verður m. a. rædd og tekin ákvörðun um stuðn- ing fjelagsins við húsmæðraskóla- málið. Skrifstofa Vetrarhjálparinnar er í Tryggvagötu 28 og síminn er 1267. Þar er tekið á móti peninga- gjöfum og hverskonar öðrum gjöf- um til starfseminnar. Vitar og sjómerki. Frá vitamála stjóra hefir blaðinu borist eftir- farandi: Höskuldseyjarvitinn á Breiðafirði logar nú aftur. Á Mið- fjarðarskersvita í Borgarfirði hef- ir einnig verið kveikt aftur 1. des. Báðir vitarnir loga eins og venju- lega. Baujan á Garðskagarifi hef- ir slitnað upp, og verður ekki lát- in út aftur að sinni. Nýtt kvennablað, desemberhefti, er nýlega komið út og flytur ýms- ar greinar, stærri og smærri, varð- andi áhugamál kvenna o. fl. For- síðumynd ritsins er af hinni fögru höggmynd Einars Jónssonar, Alda aldanna, og fleiri myndir prýða heftið, eins og t. d. mynd af for- sætisráðherrafrúnni, frú Vigdísi Steingrímsdóttur í íslenskum skautbúningi. Sjómaðurinn, blað Stýrimanna- fjelags íslands, jólablaðið er kom- ið út og er það selt á götunum í dag. Blaðið er mjög smekklegt að öllum frágangi. Það er 72 síður að stærð og í því eru 25 myndir af ýmsu. Blaðið verður, auk þess að vera selt á götunum, einnig selt í bókaverslunum. — Jólablað Sjómannsins í fyrra seldist upp á tveimur dögum. í auglýsingu hjer í blaðinu í dag er nánar skýrt frá efni þessa myndarlega blaðs. Drengjajól heitir Jólablað Skát- anna og kemur það út í dag, 52 síður í fjórðungsbroti. Það er mjög snoturt að öllum frágangi og prentpn. M. a. eru í því greinar eftir hr. biskupinn Sigurgeir Sig- urðsson, Hlöðve Sigurðsson skóla- stjóra, Jón Sigurðsson skólastjóra, Helga Tómasson skátahöfðingja. Blaðið verður ekki selt á götun- um. Til nýju kirkjunnar á Skóla- vörðuhæð: Gjöf frá ónafngreindn konu 100 kr. Afhent síra Friðrilr Hallgrímssyni. Til fátæku konunnar: N. N. 10 kr. M. B. 4 kr. H. H. 5 kr. N. N. 20 kr. 3 systkini 10 kr. N. N. 2 kr. G. Á. 5 kr. Ó. B. 5 kr. S. 10 kr. Samskotum þessum er hjer með lokið. Afgreiðsla Morgunblaðsins tek- ur á móti peningagjöfum til Vetr- arhjálparinnar. Til Vetrarhjálparinnar, afhent Morgunblaðinu: Anna 5 kr. í. 25 kr. B. Ó. 5 kr. K. Þ. 5 kr. H. G. 10 kr. K. Ó. 5 kr. N. N. 3 kr. 4 systkini 20 kr. N. N. 5 kr. R. E. 5 kr. Peningagjafir til Vetrarhjálpar- innar: Starfsfólk hjá G. Helgason 6 Melsted h.f. 27 kr. G. M. 5 kr. Frá Karlag. 24 10 kr. Starfsfólk . hjá Húsgagnav. Hjálmars Þor-! steinssonar & Co. 37 kr. N. N. 10 kr. Safnað af skátum í Miðbæ, ! Vesturbæ og Skerjafirði 11. des. ! kr. 3011.26. .Safnað af skátum í: Austurbænum 12. des. kr. 4593.12. } Lokasöfnun skáta í Austurbænum S 13 des. kr. 246.35. Bjarni Jónsson j 5 kr. Starfsfólkið í Reykjavíkur Apótek 89 kr. Gunna litla 1 kr. S. S. 15 kr. D. G. 5 kr. Kærar þakkir. F. h. Vetrarhjálparinnar. Stefán A. Pálsson. Gjafir til Laugarneskirkju frá Jóhönnu litlu 25 kr., frá ónefnd- um 20 kr., afhent síra Garðari Svavarssyni. Kærar þakkir. Nefndin. Útvarpið í dag: 12.00—13.00 Hádegisútvarp. 15.30—16.00 Miðdegisútvarp. 18.30 Dönskukensla, 1. fl. 19.00 Enskukensla, 2. fl. 19.25 Hljómplötur: Lög úr óper- ettum og tónfilmum. 20.00 Frjettir. 20.30 Erindi :Norski rithöfundur- inn Olav Duun (Kristmann Guð- mundsson rith.). 20.55 Erindi: Um skilning á tón- list, II.: Þekt sálmalög á ýms- um öldum (með tóndæmum og söng). (Páll ísólfsson og dóm- kirkjukórinn). 21.50 Frjettir. 10 ára afmæli Kvennadeildar Slysa- varnafjelagsins I Hafnarfirði Kvennadeild Slysavarnafjelags íslands í Hafnarfirði hjelt hátíðlegt 10 ára afmæli sitt laug- ardagskvöldið 7. des. s.l. Hófið stóð að Iiótel Björninn og hófst með borðhaldi. Frú Sólveig Eyj- ólfsdóttir bauð gesti velkomna. Voru því næst ræður fluttar. Fyrst tók til máls formaður fjelagsins, frú Rannveig Vigfúsdóttir; gaf frúin mjög ýtarlega skýrslu yfir störf deildarinnar liðin 10 ár, og þakkaði einnig meðstjórnarkonum og öðrum fjelagskonum mikinn og einlægan starfs- og stuðnings- vilja fjelaginu til handa. Þá talaði frú Sólveig Eyjólfs- dóttir og mælti fyrir minni sjó- manna. Þá frú Sigríður Sæland fyrir minni íslands. Einnig tóku til máls: Forseti aðaldeildar, Guð- bjartur Ólafsson; form. kvenna- deildarinnar í Reykjavík, Guðrún Jónasson; fyrv. form. Fiskakletts, Jónas Sveinsson; erindreki Jón Bergsveinsson; frk. María Maack, og form. Fiskakletts, Ólafur Jóns- son. Á eftir hverri ræðu voru sungnir sjómannasöngvar og ætt- jarðarljóð. Hófið var mjög vel sótt, hvert sæti skipað í húsinu. Deildinni bárust mörg heilla- skeyti og ávörp og 1000 króna gjöf frá togaraútgerðarmönnum í Hafnarfirði. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavík. FUNDUR verður annaðkvöld, miðvikudaginn 18. þ. m. í Varðarhús- inu og hefst kl. 814. Rætt verður um „Nazista“-grýluna og afstöðuna til styrjaldar- aðila, o. fl. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins verða á fundinum. Fulltrúar eru mintir á að sýna skírteini við inngang- inn. — STJÓRNIN. Verð á smjörlíki lækkar enn. Smásöluverð á smförlíki er Irá og meö deginum i dag kr. 2.28 H.f. Smjörlíkisgerðin Smári. Smjörlíkisgerðin Ljómi. 0 H f. Svanur. H.f. Asgarður. |KIIIIIIIIIIllllll1lllllll!lllllllllllllllllM!llllllllllllll!lllll!ll!II!l!IMIIII!]l!llllIlllllIllllinilllllllllIll!!llll!llll]limilll1lll1lllllllllllllllllllllllllllim llIllllllllllllllllllllimilllllUIUIIIIllllllllllllllllllllllIIIIir I Áfengisverslun ríkisins hefír emkarýett á framíeíðslu bökunardrmpa, ilmvalna og hárvalna. Eínníg hefir hán eínkarjett á ínnflutningí þessara vara, og ennfremur á hvers konar kjörnum | tíí íðnaðar. Verslanír og aðrír, sem á vörum þessum þurfa að halda, sntií sjer því tíl okkar. 1 Afengisverslun ríkisins 5llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllH!llllllllllllllllllllllllllllllllllllIllllllllllllllllllilllllllllllllllllllllllllllllllllllll|ll|l'lllllllllllllllll|lllllllllllllllllllllllllll!llllllllllllllllllllllllllll,lllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll‘

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.