Morgunblaðið - 07.01.1941, Qupperneq 5
l»riðjtidagur 7. janúar 1941.
9
fPlorsiJítMa&td
í 'Útgef.: H.f. Árvakur, Rajklavlk.
I Rltatjðrar:
Jðn Kjartanaaon,
Valtýr Stef&nocon (AbyrkOarm.).
AOK-lýsingar: Árnl Óla.
Rltatjörn, augrlýaliikar otí afkrelOata:
Austurstrœtl 8. — Slaal 1800.
Áakrlf targjald: kr. 8,80 A aAnuOl
lnnanlanda, kr. 4,00 utantanda.
lauaasölu: 20 aura elntaklO,
25 aura meO u»btk.
Kommúnistar
Dreifibrjef Kommúnista til
bresku hermannanna var
íumræðuefni manna hjer í bæn-
um í gær. Það fyrirbrigði 1 ís-
lensku þjóðlífi er nýtt og ein-
stakt. Áður vissu menn þó, að
kommúnistar eru óvandir að
meðulum sínum. Það er og
kunnugra en frá þurfi að segja,
.að illgirni þeirra og fantaskap-
ur er í mjög nánu sambandi við
heimskuna. Ofstækið blindar
þessa menn.
Þeir hafa nú, síðan á nýári
unnið ósleitilega að því, að
vinnustöðvun sú, er þeir komu
á 1. janúar, gæti orðið sem
lengst. Að verkamenn í þús-
undatali mistu vinnu sína ófyr-
irsjáanlegan tíma. Þetta hef-
ir verið takmark þeirra. Til
'þess að ná því takmarki hafa
þeir gripið hvert örþrifaráðið
af öðru.
Á sunnudagskvöld voru þeir
komnir svo langt; að' þeir
sveigja inn á landráðabrautina.
Um leið gerast þeir svo lítil-
mótlegir, að furðu sætir.
★
f alt sumar hafa þeir svívirt
Bretastjórn og breska setiíliðið
sem hjer er, með öllum upp-
hugsanlegum ráðum. Á sunnu-
dagskvöldið sneru þeir við blað
inu. Þá biðja þeir hina bresku
hermenn, sem hjer eru, að ger-
ast aðilar í íslenskum innan-
landsmálum, til þess að hjálpa
sjer til að framkvæma þjóð-
skemdaverk sín. Um leið fara
þeir fram á við liðsmenn hins
breska hers, að þeir óhlýðnist
fyrirskipunum hernaðaryfir-
valdanna.
Þarna eru slegnar tvær flug-
ur í einu höggi. Hjer eru fram-
in svikráð gagnvart íslensku
þjóðinni, um leið og reynt er að
efna til uppreisnar í setuliðinu.
Sennilegt er að sú tikaun þeirra
beri ekki mikinn árangur. En
verknaðurinn er sá sami frá
þeirra hendi fyrir það.
★
Það er kominn tími til, að
reykvískir verkamenn losi sig
við öll áhríf frá slíkum mönn-
um. Þeir geta gert það, með
því að efnt verði til allsherjar-
atkvæðagreiðslu í Dagsbrún.
Þjóðin þarf að sjá það, hve fá-
ir það eru, sem fylgja kommún-
istum, eftir að þeir hafa sýnt
allan sinn innri mann, bæði
svikráðin, ósvífnina og heimsk-
una. Það færi best á því, að
kvæðagreiðslan kæmist á sem
fyrst. Úrslit hennar geta ekki
farið nema á einn veg. Hver
• einasti verkamaður á svo auð-
velt, með það í dag, að átta sig
:á því, að a^ kommúnistum er
• einskis nema 'ills að vænta.
íf
Hvíta hveitið“ og
Veðurspámaðurinn B. L. J.
heldur enn áfram til-
sögn sinni í heilsufræði í
Mbl. 15. þ. m.
Er hann nú mun hægari en áð-
ur, verður aðeins vart lítilshátt-
ar goluþyts við og við, og nokkra
stroku leggur stundum á tornæma
lærisveina, einkanlega undirrit-
aðan, svo að sjá má, að sem bet-
ur fer er belgurinn ekki bilaðnr
til muna eða vindlaus orðinn með
öllu. Get jeg vel skilið og vorkení
það, að spámaðurinn beinir vind-
gangi sínum að mjer, því að iþað
sýnir, að jeg hefi hitt naglann á
höfuðið; „kennir hver sín“, sagði
skessan. Samt verð jeg að benda
honum á það í bróðerni, að alt
eru það öfugmæli, sem hann segir
um rithátt minn. Hann talar um
„reiðiaustur S. J.“. Hver sem les
greinar mínar, hvort heldur þá
fyrri eða hina síðari, sem virðist
hafa komið enn þá meir við kaun-
in, getur gengið úr skugga um,
að hvorug þeirra er skrifuð í
reiði, enda hafði jeg miklu meira
gaman en ama af veðurfræðingn-
um og baráttunni, sem kenning-
ar hans háðu hvor við aðra. Svo
ber hann mjer á brýn „stóryrða-
vaðal, fúkyrði og rangfærslur“.
Sumt af þessu eru nú að vísu
frekleg meiðyrði, sem jeg tel vafa
laust að mætti fá veðurfræðing-
inn sektaðan fyrir; jeg er samt
enn svo laus við kala til hans, að
mjer dettur ekki í hug að baka
honum útlát, en læt það nægja að
skora hjer með á liann að til-
færa eitthvað af þessum „stór-
yrðum, fúkyrðum og rangfærsl-
um“. Geti liann það ekki, neyðist
jeg' til að lýsa hann ósanninda-
mann að þessum orðum og þau
með öllu marklaus, eins og mörg
önnur orð hans, er jeg hefi sýnt,
að ekkert mark er á takandi.
Þótt lítið sje, má marka sanu-
leiksást veðurfræðingsins á því,
ar -hann segir um grein eftir mig,
er birtist í Eimr. 1937 (1936 segi"
vfr., gat ekki einu sinni haft þetta
rjett eftir). Jeg ráðlagði honum
að lesa þessa grein, því að hún
sýndi, að jeg hefði gefið orðum
Jónasar Kristjánssonar gaum, en
yfir því hafði vfr. kvartað, að
það hefðu læknar „varla eða ekki“
gert. í stað þess að minnast spak-
mælisins: „hafa skal holl ráð,
hvaðan sem þau koma“ og kynna
sjer greinina, kemur hann ineð
dylgjur um, að sig furði ekki á,
þótt -1. Kr. „hafi tekið þann kosi
að ganga þegjandi fram hjá henni
ef (auðk. af mjer, S. J.) orðbragð
og innihald hefir verið með sömn
einkennum og nú“. Þessi einkenni
telur hann, eins og áður er getið,
vera „reiðiaustur, stóryrðavaðal,
fúkyrði og rangfærslur“. Nú er
tvent til: annaðhvort hefir veður-
fr. ekki einu sinni hirt um að
gera sjer þá litlu fyrirhöín til að
kynna sjer hvað rjett væri í þessu
efni, að spyrja J. Kr.. eða J. Kr.
hefir gefið þetta í skyn, sem vfr.
er að dvlgia um: er hvorttveggja
að vísu harla ótrúlegt, en um
öauði svkurinn'
k ■
Eftir Sigurjón Jónsson lækni
fleira getur ekki verið að ræða.
Nú var, eins og J. Kr. veit, ekki
aukatekið orð í hinni umræddu
grein honum til miska — nema.
það sje móðgun við hann, að sam-
sinna ekki öllum kenningum hans
— og verð jeg því að ætla, að vfr.
sje með þessar aulalegu dylgjur
upp á sitt eindæmi, enda væri mjer
óljúft að þurfa að telja J. Kr.
samsekan honum um það, að taka
fram hjá sannleikanum.
Það nær engri átt að veðurfr.
geti lesið það út úr grein minni,
að hún sje rituð sem mótmæli
gegn því, að leikmaður „beri
fram rökstuddar skoðanir um heil-
brigðismálin alment ásamt gagn-
rýni á lækna“. Því fer fjarri. En
órökstutt fleipur um þessi mál og
órjettmæt gagnrýni á lækna var
það, sem veðurfr. fór með, eins
og’ jeg hefi margsýnt. Slíkt gerir
ekki annað en ógagn, og er því
rjett, að mótmæla því, hvort sem
leikmaður eða læknir á í hlut;
þykist jeg og' hafa sýnt, að jeg
geri mjer þar yfirleitt ekki
mannamun, þótt því fari að vísu
fjarri að jeg endist til að eltast
við allar firrur í þessum efnum,
sem lesa má. eða heyra til lærðra
og leikra.
Veðurfr. tekur það hvað eftir
annað fram, að hann ætli ekki að
I
svara mjer, og þo ber öll grein .
hans það með sjer, að hún á að j
væra svar til mín. Að vísu er það
rjett, að hann hættir sjer lítt ú't
í að verja þær mótsagnir og vit-
leysur, sem jeg sýndi að voru í
fyrri greinum hans, enda er það
ómögulegt; þá sjaldan bann reyn-
ir eitthvað í þá átt, verður úr því
aumlegt yfirklór, eins og'! vörn
hans fvrir fávíslegri eða óráð-
vandlegri meðferð sinni á tölum
úr lieilbrigðisskýrslunum. —
Ekki minnist hann nú á (
„krabbameinssýkilinn“, og er það j
ekki svo lítil framför, ef ]iað ber .
að skilja á þá leið, að ha'nn kann-
ist við að hafa vaðið þar revk. j
Tel jeg það að vísu alveg sjálf- |
sagt, að þannig eigi að skilja .
þetta, því að það bæri vott uiti
miklu meiri varmensku en jeg get
ætlað veðurfræðingnum. þótt hann
sje nokkuð hreyskur, þegar hann
er að hagræða tölum og tilvitn-
nnum, ef hann lægi á einhverjum
fi’óðleik um þennan skaðræðissýk-
il, því að væntanlega véit hann
l>að, að eitt fyrsta snorið til ]iess
að ná tökurt á svklasóttum og
geta haldið þéim í skefjum, hefir
einatt'verið það. að finna sýkl-
ana. sem þeim valda.
Veðurfr. ber á móti því, að hanu
hafi viljað láta líta svo út, sem
manndauðinn yfirleitt hafi auk-
ist op' telur það rangfærslu á orð-
um sínum að halda því fram. En
ef svo var ekki, hvað var hann
,þá að gera með að telja upp þá
siúkdóma og býsnast yfir þeim,
sem hann hjelt að dánartölur
hefðu hækkað í á síðari árum 1
Gat sú upptalning átt nokkurt
annað erindi en að staðfesta kenn
ingu veðurfr. um síhnignandi
heilsu far? Var ekki gefið í skyn
með henni, að framför eða hnign-
un heilsufarsins stæði í beinu hlut-
falli við lækkun eða hækkun dán-
artalna, elcki aðeins í hinum til-
greindu sjúkdómum, heldur og í
sjúkdómum yfir höfuð? Og úr því
að veðurfr. var búinn að sanna
svona laglega hnignun heilsufars-
ins, var þá ekki eðlilegt að hann
gæti gert sjer von um, að athuga-
litlir lesendur leiddu af því, að
dánartölur hefðu yfirleitt hækk-
að? Það skal játað, að það kann
að vera of sterkt að orði kveðið,
að „enginn vafi“ sje á þessu, það
er ef til vill unt að hugsa sjer,
að þessi rökleiðsluaðferð vfr. stafi
af heilagri einfeldni, og að hann
hugsi t. d. að það s.je vottur um
verra heilsufar, að menn déyja á
gamals aldri úr krabbameini en á
unga aldri úr berklaveiki. En
hvað sem um þetta er, þá verður
ekki um hitt deilt, að kenningar
hans hrynja eins og spilahús,
hvað lítið sem við þær er komið.
Hitt er annað mál, að til þess að
fá rökstudda hugmynd um breyt-
ingar á heilsufarinu, þarf á fleira
að líta en breytinguna á dánartöl-
um einuöi saman. Jeg tók það
fram þegar í byrjun fyrstu grein-
ar minnar, að hvert mál hefði
fleiri en eina orsök. Veðurfræð-
ingurinn lagði þann grundvöll að
umræðunum að miða mat sitt, á
heilsufarinu við manndauða, úr fá-
einum sóttum, og lá því beinast
við að sýna, eins og’ jeg gerði, að
ef miðað var við manndauðann í
heild, leiddi^ það_ til þveröfugrar
niðurstöðu. Lengra þurfti ekki að
fara til ]iess að sj'na fánýti þess,
sem vfr. kallar „rök“ sín, og
lengra þarf ekki heldur að fara
hjer. En ef taka ætti að nokkru
gagni til athugunar, hvort heilsu-
farið liefir farið versnandi eða
batnandi hjer á landi í seinni tíð
og hvaða orsakir muni helst hafa
valdið breytingum á því til liins
verra eða betra, þá yrði það eitt
nægilegt efni í langa ritgerð og
verður því ekki gert hjer. Ef til
vill reyni jeg seinna að gera eitt-
hvað í þá átt. Hjer verður að látrt
nægja að ryðja hrófatildri veður-
fríéðingsins af þeim grundvelli,
sem slíkar athuganir verða að
byggjast á.
Veðurfr. segir, að, eins og haun
hafi bent á áðiir, stafi lækkun
heildardánartölu af því, að dreg-
ið hafi úr farsóttum og slvsum.
En, má jeg spvrja: Koma farsótt-
ir ekkert við heilsufarinu ? Þeir
múnu fleiri en jeg, sem eru svo
einfaldir að láta sjer detta í hug
að þær geri það, og meÞa að segja
bæði beinlínis og óbeinlínis. Eða
eru e. t. v. „hvíta“ hveitið og
„dauði“ sykurinn, sem eru svodd-
an „lífs elixír“ fyrir „krabba-
meinssýkilinn“ og „botlangabólga
sýkilinn“, valda lokuskemdum I
hjarta o. s. frv., — eru þau kann-
ske baneitruð fyrir lungnabólgn-
sýkla og taugaveikissýkla og ann-
að illþýði, er farsóttum veldnr,
eða hefir hin sívaxandi hveiti- og
sykurneysla ef til vill aukið við-
námsþrótt fólksins gagnvart hin-
um bráðu farsóttum? Varla get-
ur veðurfr. talið, að hveitið og
sykurinn sjeu áhrifalaus í þessum
efnum, úr því að „maturinn er
hvorki meira nje minna en aðal-
stoðin undir allri heilbrigði“. Mun
hitt heldur, að hann er kominn
þarna með kenningar sínar og
fullyrðingar í sömu sjálfli elduna
og vent er.
Veðurfr. finnur að því, að jeg
skuli ekki hafa leiðrjett vitleysu,
sem hann segist hafa sagt um
tíðni tannskemda. Hvaða heimt-
ingu á hann á því, að jeg lei5-
rjetti allar vitleysur, sem hann
lætur út úr sjer, þótt jeg hafi gert
sumum þeirra nokkur skil? Jeg
efast ekki um, að í greinum hans
hinum fyrri liafi verið margar
vitleysur, sem jeg hefi ýmist ekki
tekið eftir, eða ekki liirt. um að
leiðrjetta, og svo mun einnig
verða í þeirri, sem jeg hefi nú
gert að umtalsefni. Afsegi jeg með
öllu að taka nokkra ábyrgð á
nokkurri vitleysu hjá honum,
hvort sem jeg hefi lagt mig niður
við að leiðrjetta hana eða ekki,
enda er það fálieyrð frekja, að
ætlast til að jeg fari að ganga í
slíka samábyrgð með honum.
Enn virðist veðurfr. leggja mjer
það til lasts, að jeg „forðist eins
og heitan eldinn að minnast á
tannskemdirnar“. Til þess lágu
góðar og gildar ástæður: Það hefði
engin nærgætni verið að biðja
Mbl. fyrir rúm til þess að leið-
rjetta allar villur hans, og urðu
þá þær lielst að sitja á hakanum,
sem minni háttar voru, og eink-,
anlega ef um ]iær gat. að einhverju
leyti orkað tvímælis. Og svo er
einmitt um orsakir tannskemda-
aukningarinnar. Að vísu hygg jeg
að hún sje nokkuð orðum aukin,
én hvað sem því líður, verður því
ekki neitað að aukning hefir átt
sjer stað. Orsakir til þess eru
vafalanst margar. Ef til vill er
of mikið sætindaát ein þeirra,
þótt það sje fráleitt meðal al-
gengustu orsakanna. Mjer vitan-
lega er engin óvggjandi niður-
staða fengin, er skýri tannskemda-
aukninguna til fulls. Annars skal
veðurfr. bent á. að hann, getnr
aukið dálítið þekkingu sína nm
orsakirnar til tannskemda, ef hann
vill lesa um þær í heilsufræði
þeirri, sem ætluð er barnaskóÞ
unum, þótt sjálfsagt. geti fleiri
orsakir komið til greina en þar
eru taldar.
Meira.