Morgunblaðið - 08.01.1941, Blaðsíða 5
.Miðvikudagur 8. jan. 1941
IPlorgimMaðid
; Út»ef.: H.f. Áxvakur, Reyklarlk.
; Rltktjðrar:
Jðn KJartanaaon,
Valtýr Stef&naaon (ábyrcBarzn.).
Angr-lýsingar: Árni Óla.
Rltstjörn, auKlýalUffar ot afrrslBsia:
Austurstrœti 8. — Slssl 1(00.
’Áakrif targ-Jald: kr. (.50 A ssAnnBl
lnnanlanda, kr. 4,00 ntanlanda.
lausasölu: 20 aura elntaklB.
25 aura meS Leabök.
Ðagsbrúnarmenn
Samkvæmt áskorun frá sátta
semjara ríkisins í vinnu-
deilum, hófst í gær allsherj-
aratkvæðagreiðsla í verka-
mannafjelaginu, Dagsbrún, um
samningsfrumvarp það, sem
Dagsblrúnarfundurinn feldi á
nýársdag.
í brjefi til stjórnar Dags-
jbrúnar, sem birt er á öðrum
;stað hjer í blaðinu, bendir
;sáttasemjari á þá óhæfu, að
íundarsamþykt, þar sem inn-
.an við fjórðungur fjelagsmanna
taka þátt í atkvæðagreiðslu,
skuli látin nægja í þessu mikil-
væga máli. Sáttasemjari bendir
á, að í Dagsbrún sjeu um 2200
atkvæðisbærir fjelagar, en á
fundinum á nýársdag voru að-
Æins 446, sem höfnuðu samn-
angsfrumvarpinu. Því meiri ó-
hæfa væri að láta þessa at-
kvæðagreiðslu ráða úrslitum,
segir sáttasemjari ennfremur,
þar sem því væri ákveðið hald-
ið fram, að úrslitin þá hafi
raunverulega oltið á því, að
verkamönnum, sem mættu á
fundinum, hafi verið talin trú
um ,að breska setuliðið myndi
halda áfram vinnu, ineð inn-
lendum mannafla, þótt inn-
lendir vinnuveitendur sættu sig
ekki við þá kosti, er fundurinn
setti. Hinsvegar væri nú feng-
ið úr því skorið, að þetta væri
■rangt.
Loks segir sáttasemjari: ,,Jeg
skal taka það fram, að jeg hefi
-eftir föngum athugað þetta
:;mál alt og kynt mjer samnings-
frumvarp það, sem samninga-
mefndin hafði fallist á, og jeg
verS að játa það hreinlega, að
jeg get ekki borið fram tillögu
:frá mjer, sem felur í sjer betri
kosti en samninganefndin hafði
fengið framgengt".
Með þessum orðum gerir
sáttasemjari í raun og veru
samningsfrumvarpið að sinni
úrslitatillögu. Af því leiðir, að
«ef samningsfrumvarpinu verð-
ur enn hafnað er starfi sátta-
rsemjara lokið.
Þetta verða verkamenn vel
:að athuga og varast undirróður
kommúnista, sem beita nú öll-
um brögðum til þess að fá
verkamenn til að hafna samn-
ingsfrumvarpinu. Þeir reka
margskonar óleyfilegan áróður
-á kjörstað, að ógleymdu land-
ráðastarfsemi þeirra í sam-
bandi við áróðursbrjefið, er
þeir dreifðu meðal setuliðsins.
Sá verknaður kommúnista sýnir
betur en nokkuð annað, að þess
ir menn eru ekki íslendingar,
heldur leiguþý erlends valds.
Verkamenn! Sýnið nú í verki,
.að þið viljið engin mök hafa
við landráðalýðinn! Bjargið
^atvinnu yðar og heiðri fjelags
;yðar!
B
Prestkosningin í Reykjavík
og íslenskt lýðræði
T^ví var oft fleygt í haust
* og vetur, að vjer kjós-
endur í Reykjavík mundum
litlu um það ráða, hverja
presta vjer hlytum.
Að minsta kosti mætti reiða sig
á það, að kosning yrði ólögmæt,
enda var það ekki ólíklegt, því
að umsækjendur voru margir og
hinir sæmilegustu menn, hver með
sinn stuðningsmanpahóp að haki.
Eftir að úrslit kosninga komu í
ljós, heyrðust ýmsar ögranir
manna á meðal þess efnis, að vjer
hefðum fyrirgert öllum rjetti vor-
um til íhlutunar. Jeg var hræddur
um, að þetta mundi boða ilt veð-
ur, sem nú er komið á daginn.
Hins vegar ætlaði jeg ekki að
trúa því fyr en í fulla hnefana, að
sti regla yrði brotin, sem staðfast-
lega hefir gilt til þessa dags, það
er að sá hljóti embætti, sem flesfc
hefir atkvæðin.
Nú hefir þessi regla verið þann-
ig brotin, að síra Jón Auðuns er
rændur embættinu, en síra Jakob
Jónsson hefir verið skipaður hans
í stað. Þó hefir síra Jón Auðuns
mikið á þriðja hundrað atkvæða
fram yfir síra Jakob. Þar að auki
er brotinn rjettur á.síra Sigurjóni
Arnasyni.
Vjer vitum, að kirkjumálaráð-
herrann getur afsakað athæfi sitt
með lögum um prestkosningar.
En til eru önnur lög, sem frelsi
og ákvörðunarrjettur manna og
þjóða byggist á, og það færi bet-
ur á því hjá vorri þjóð, eins og
sakir standa, að hún teldi þau lög
rjetthærri en dauðan og steindauð-
an bókstaf. sem aldrei hefir ver-
ið farið eftir.
Þetta ættu þeir að skilja, sem
staðið hafa framan í þjóðinni
langjarmandi og þráklifandi á lýð-
ræðinu, sem þeir einir þykjast vera
færir um að verja gegn öllum ill-
um öflum. Og það er satt að lýð-
ræði var einu sinni fagurt hugtak,
meðan það var tengt við frelsis-
hugsjónir og mannrjettindi. En nú
er svo komið að ekkert bölv eða
ragn, ekkert klám eða guðlast er
jafn viðbjóðslegt og orðið lýð-
ræði á vörum hræsnaranna, sem
skrevta með því ræður sínar, en
skirrast ekki við að vinna því
tjón og grand í verki, hvenær
sem tækifæri býðst.
I langri greinargerð frá kirkju-
málaráðherranum í Tímanum neit-
ar hann ekki að á það hafi verið
minst, að lýðræðinu væri misboðið
með því að veita öðrum embætti
en þeim, sem hæstar atkvæðatölur
hlutu við kosninguna. Hinsvegar
telur hann, að enginn geti haldið
slíku fram í alvöru, „því að það
væri að búa til skrípamynd af lýð-
ræðinu“. Jeg býst við, að þessi
greinargerð fyrir embættisAreitingu
sje einsdæmi.
Það mun ekki vera af neinni
dygð sprottið eða rjettlætistilfinn-
ingu, að síra Signrbirni Einarssyni
hefir loks verið veitt embættið
eftir langt þóf. T fyrsta lagi mundi
ihafa verið iirðugt að leggja hon-
|um fjötur um fót, og í öðru lagi,
Eftir Jón Magnússon
mun ekki hafa verið hægt að láta
hann gjalda neins stjórnmála-
flokks eða ættingja, en þar gegnir
öðru máli um síra Jón Áuðuns.
Því fer mjög fjarri að jeg vilji
kjósa síra Jakobi Jónssyni illan
hlut, og jeg tel ódrengilegt að
láta hann gjalda þess, hvern veg
hann er til embættis kominn. En
kirkjumálaráðherrann og sam-
herjar hans í ríkisstjórninni eru
engu að síður skömminni íklædd-
ir. Það sem gerst hefir er það, að
persónulegur venslamaður og
skjólstæðingur hefir verið skip-
aður í embætti, sem aimar maður
hafði skýlausan rjett til. Fyrir
þessu er ekkert fordæmi til í ís-
lenskri ráðherratíð um veitingar
prestembætta.
Þeir sem vilja svívirða minn-
ingu Þórhalls Bjarnarsonar og
Hannesar Hafsteins með því að
klína á þá slíkum verknaði, vita
í þessu máli engin skil á rjettu
og röngu.
Svo virðist sem íslensk stjórnar-
völd hefðu annað þarfara að starfa
um þessar mundir, heldur en að
tefla refskák um ranglætið á bak
við tjöldin. Á hátíðum og tyllidög-
um má heyra fagrar ræður. Þá er
þjóðin hvött til þess að standa
saman um heiður sinn og þá er
talað um að deilur og flokka-
drættir innbyrðis sjeu engin lyfti-
stöng sjálfstæði voru og menningu
í framtíðinni. En það mega þeir
góðu stjórnarherrar vita, að ef
nokkurt mark á að vera tekið á
hjali þeirra, verða þeir sjálfir a'ð
koma fram eins og menn.
Krikjujmálaráðherrann hefir nú
af beinum ásetningi, eða vitandi
vits, sáð til úlfúðar og fjðndskap-
ar, og hann hefir jafnframt lýst
Nýu presfarnir
i Keykjavík
Sira Jón Tliorarensen er fæddur 31.
október 1902. Ilann tók stúdentspróf
1924. Enibættispróf i guðfræði 1929;
var vígður 1930 til Hruna í Hruna-
ma.nnahreppi. Þar liefíi' hann verið
prestur síðan.
Síra Sigurbjorn Kinarsson er fædd-
ur 30. júní 1911 að Efri-Steinsmýri í
Meðallandi. Hann tók stúdentspróf
1931. Árið 1933 fór hann til Svíþjóðar
og dvaldi í Uppsalaháskóla til 1937.
Yeturinn 1937—’38 settist hann í
guðfrreðideildiná; tók embættispróf
1938. Sania ár prestur í Breiðaból-
staðarprestakalli í Snrefellsnessýslu.
Síra GarSar, Svavarsson er fæddur
8. scpt. 1906. Hann tók stúdentspróf
1927. Guðfræðiprófi lauk hann 1933
og var vígður til prests sama ár.
1933—Í936 gegndi hann prestsembætt-
inu £ Hofsprestakalli í Djúpavogi. 1936
byrjaði hann prestsstörf á vegum dóm-
kirkjusafnaðarins í Laugamesshverfi.
Síra Jakob Jónsson er fæddur 20.
jan. 1904 að Hofi í Álftafirði. Hann
lauk stúdentsprófi 1924. Tók próf í
guðfræði vorið 1928 og vígðist 22. júlí
samsumars aðstoðarprestur föður síns.
Fjekk veitingu , fyrir Norðfjarðar-
prestakalli 1929. Dvaldi í Vesturheimi
frá haustinu 1934 til s.l. hausts.
yfir því, að þær lýðræðisreglur,
sem bæði hann, fram að þessu, og
fyrirrennarar hans hafa farið eft-
ir um veitingar prestembætta sjeu
ekkert annað en §krípaleikur.
Þessi embættisveiting er glögg-
ur vitnisburður um hina gráu hrá-
slaga-óöld og illræði, sem smám
saman er að grafa um sig í stjórn-
arfarinu og eitra þjóðlífið. Það er
í mínum augum ekkert annað en
grímuklætt einræði.
Jón Magnússon.
Athugasemd
Frá stjettarfjelagi
barnakennara
\T egua þess, að Alþýðublaðið 4. þ.
v m. og Morgunblaðið 5. þ. m..
gera á villandi hátt að umtalsefni til-
lögu þá, er samþykt var á fundi í
Stjettarfjelagi barnakennara í Reykjae-
vík, sem haldinn var 28. f. m. og birt
var í Ríkisútvarpinu að kvöldi sama.
dags, vill stjóm Stjettarf jelagsins'
mega birta tillöguna orðrjetta á ný.
Tillagan er á þessa leið:
„Fundur í Stjettarfjelagi bamakenn-
ara í Reykjavík, telur ótvírætt, að
það, að skólaböm sæki jólaskemtanir
eða aðrar samkomur til hins erlenda
setuliðs, er hjer dvelur, sje brot á 1.
grein í „Reglum fyrir skólanemendur",
er kenslumálaráðuneytið setti 24. sept-
ember 1940, en þar stendnr: „Nem-
endur skulu forðast alt óþarfa sam-
neyti við hið erlenda setulið". Telur
því fundurinn nauðsynlegt, að athygli
aðstandenda sje vakín á þessu ákvæði
í reglunum".
Þessi fundarsamþykt ber það með
sjer, að um bann frá kennara hálfn,
sem blöðin gefa í skyn, var ekki að
ræða, enda vald til slíks ekki meðal
kennara. Hjer er aðeins vakin athygli
á þeim reglum, er kenslumálaráðuneyt-
ið setti, festar vorn upp í hverrl
kenslustofu í bamaskólum Reykjavík-
ur, kennumnum falið að vekja athygli
bamanna á og þeir álitu að taka ætti
alvarlega.
Þeim ásökunum öðmm ? garð reyk-
vískra bamakennara, er í blaðagrein-
unum felast, ætlar stjórn fjelagsins
ekki að svara aS þessu sinni.
Reykjavík, 6. janúar 1941.
Stjórn Stjettarfjelags barnalcennara
í Beykjavik.
Yfírlýsíng
Frá Sveínafjclagí
mttrara
Að gefnu tilefni vill stjórn
Sveinaf jelags múrara taka það
fram, að fregnmiðar þeiri, er dreift
var út meðal breskra hermiima
hjer í bænum á sunnudagskvöld,
eru henni og Sveinafjelaginu al-
veg óviðkomandi.
F. h. Sveinafjelags múrara,
Þorsteiim K. Löve.
Þorfimrar Guðbrandsson.
Ársæll Jónsson.