Morgunblaðið - 08.01.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 08.01.1941, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ Miðvikudagur 8. jan. 194L Búlgaría -í DAG?- Philoff, forsætisráðherra Búlgara, kom til Sofia í gær frá Vínarborg. Hann var spurður við komu sína um flugu fregnir þær, sem gengið hafa undanfarið um að Þjóðverjar hefðu krafist þess að fá að fara með her yfir Búlagríu, en hann neitaði að svara þessu nokkru. í Berlín er það borið til baka, að Philoff og von Ribbentrop hafi talað saman í Vínarborg. I Associated Press fregn segir hinsvegar, að Philoff hafi ekki orðið ljóst hvílík hætta steðjaði að Búlgaríu fyr en hann hjelt heim- leiðis og varð var við hern- aðarviðbúnað þann. sem Þjóðverjar hafa í Rúmeníu á landamærum Búlgaríu. 1 Bandaríkjunum er búist við að Búlgarar neyðist til að beygja sig undir kröfur Þjóð- verja. Búlgarskt blað, vinveitt Þjóð- verjum skrifar í gær, að smá- þjóðirnar verði að gera sjer Ijóst, að þær geti ekki gerst Þrándur í Götu stórþjóðanna. Blaðið ræðir í þessu sam- bandi um afstöðu Grikkja og segir, að öxulríkin geti ekki leyft að Bretar fái bækistöð fyrir flota sinn í Vallona í Al- baníu), því að með því myndi siglingum í Adriahafi vera teflt í voða. En geta ítalir hindrað, að Bretar fái bækistöð í Vallona, ef engin hjálp kemur frá Þjóð- verjum? Lengsta loftárðs in i London I margar vikur Þjóðverjar hafa byrjað að nýju á því, að senda ein- stakar flugvjelar í dagsbirtu yfir England. Loftvarnamerki var gefið í London í gær og stóð það lengur en átt hefir sjer stað nú um nokkurra vikna skeið. - í breskum tilkynningupn. er skýrt frá því, að sprengjum hafi verið varpað niður og nokkur hús hafi eyðilagst. Sprengjum var einnig varpað yfir borg í miðlöndum og á nokkrum öðrum stöðum. Þjóðverjar segjast m. a. hafa hæft flugvöll fyrir vestan Lond on og eyðilagt nokkrar flug- vjelar á jörðunni. I London er búist við því, að Þjóðverjar muni nú fara að beina loftárás- um sínum meir en verið hefir að flugvöllum í Englandi. Engar breskar loftárásir voru gerðar í fyrrinótt. Tilkynning þýsku herstjórn- arinnar var í gær á þessa leið: í gær voru farnar vopnaSar könn- 500 þýskar flugvjelar verða sendar til Libyu PRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Þjóðverjar vilja bola Stauning úr dönsku stjórninni Víðtækar breytingar á stjórninni boðaöar FRJETTARITARI Lundúnablaðsins „Times“ í Stokkhólmi símar, að vænta megi innan skamms víðtækra breytinga á dönsku stjórn- inni. Sendiherra Þjóðverja er sagður hafa gert kröfu til þess, að leiðtogar sosialdemokrataflokksins víki úr stjórn- inni. Leiðtogar þeir, sem hjer um ræðir eru sagðir vera forsæt- isráðherrann, Thorvald Stauning og Hedtoft Hansen, formaður sosialdemokrataflokksins (tók við því starfi fyrir nokkrum ár- um af Stauning). Times-frjettaritarinn skýrir frá því að þessir menn hafi veitt viðnám tilraunum Þjóð- verja til að koma á verslunar- og tollabandalagi milli Þýska- lands. og Danmerkur og öðrum aðferðum til þess að þurka út Danmörku sem sjálfstæða fullvalda þjóð. Þeir eru einnig sakaðir um að hafa sýnt nazistaflokk Fritz Clausens fullkomna andúð. Frjéttáritarinn getur þess, aS dönsk blöS haf'i enn ekkert frá því skýrt, a<5 samningar faeru fram á bak við t.jöld- in um breytingaí’ á stjórninni. En hins- vegar kefir birst grein í þýska blaðinu „Borliner Börsén-Zeitung“! þar sem segir, „að eyða þurfi hefðbundnum flokka og stjettaryenjum, sem hindra að Danir, geti skapað sjer sess í hinni nýju Eyrópu“. í sambandi- við fregn Timesfrjetta- ritarans má geta þess, að það hefir lengi vorið kúnnugt, að Þjóðverjar gerðu kröfur til þess að fá yfirstjórn verslunarmála Dana í sínar hendur, á þann hátt, að þeir gerðu alla versl- unrasamninga fyrir þeirra hönd. Fregnir hafa gengið um það, að ut- anríkismálaráðherrann, Seavenius væri ekki fráhverfur því, að verða við ósk Þjóðverja, en andstaðan er talin hafa komið aðallega frá Stauning, Það varð- t.jóst fýrir nokkrum vikum (í nóv.), er Stanning gaf óvænta vfir- fýsingu í danska þinginu um stjórriar- farið í Danmörku, aS einhver öfl varu að verki, til þqss að fá nýja stjórn í landinu. í yfij-lýsingu sinni sagði Stauning m. a..: Undanfarið hefir mikið verið talað um myndun nýrrar st.jórnar í Dan- mörku. Þftð getur au'ðvitað komið til mála, að stjórnin verði endurskipulögð, en það verður þá að gerast á lögleg- an hátt. Það getur ekki gerst á þann hátt, að ekki sje tekið tillit til ríkisþings- ins. Konungurinn getur ekki skipað ný.ja ríkisstjórn án tillits til ríkis- þingsins, enda hefir konungur enga ósk látið í ljós í þá átt. Hjer í land- inu er lögleg st.jórn, sem nýtur stuðn- ings ríkisþingsins. Eru Brclar að sígrasf á kalbála- hæltunni ? Skipatjón Bandamanna var vikuna, sem endaði 30. des, 7 skip samtals 37.500 smál. (að því er breska flota- málaráðuneytið tilkynnir). Þar af voru 3 bresk skip, samtals 18200 smál. og 4 skip banda- manna, samtals 19.300 smál. í London er á það bent, að hetta sje þriðja vikan í röð, sem skipatjónið er langt undir meðaltjóni ársins 1940. Viku- legt meðaltjón árið 1940 var á 69.600 smálestir. Sjerfrœðingar í London segja, að á þessu stigi sje ekki hægt að gefa neina ákveðna skýringu á því, af hverju skipatjónið hefir minkað síðustu vik- urnar. Þeir segja, að bæði geti J>að stafað af slæmu veðri og eins af því, að bestu kafbátsforingjar Þ.jóðverja kunni að vera í höfn að hvíla síg og sæk.ja nýjar vistir. En það geti þó alveg eins verið, að vamir Breta gegn kaf- hátahættunni sjeu famar að bera aukinn árangur, en Um það sje ekkert hægt að segja með vissu. fyr en skýrslur hggja fyrri sem sýna tiltölu- lega lítið skipatjón í samfleytt 1—2 mánuði. Breskir f lotamál as.j erf ræðingar benda á, að á sama hátt og í síðustu styrjöld, hafi skipatjónið, það sem af er þessari styrjöld verið mjög misjafnt, þannig að sumar vikur hafa ákorið sig úr úm það. hve skipa- tjónið hefir verið mikið. Sú skýr- ing er gefin á þessti, hygð á reynslu úr síðustu styrjöld, að kafbátsforiíigj- arnir era mjög misjafnlega starfa sín- um vaxnir, í síðustu styi’jöld var tal- ið, að einn af hverjum 10 kafbátsfor- ingjum Þjóðverja hefðu skorið sig Eru komnar til Suður- Italíu, ásamt 10 þúsund manna þýskum her Bretar eru komnir að ytri virkjunum í Tobruk. Þrír ítalskir svartstakkaforingjar yfirgáfu bermenn sina BRESKUR HERSHÖFÐINGI upplýsti í Lund- únablaðinu „Times“ í gær, að 500 þýskar flugvjelar væru komnar til Suður-Ítalíu og einnig 10 þús. þýskir hermenn, sem ráðgert væri að senda suður til Libyu til hjálpar ítalska hernum þar. Áður en sókn Wavells hershöfðingja í vestur-eyði- mörkinni hófst í desember, var áætlar að ófriðaraðilar hefðu þar hvor um sig um 500 flugvjelar, en þó er vitað að Bretar höfðu aukið flugflota sinn nokkuð næstu vikur á undan. En það er hinsvegar augljóst, að 500 þýskar flugvjelar myndu geta haft mikil áhrif á hernaðaraðgerðirnar í Libyu. Breski hershöfðinginn bendir þó á, að Bretar hafa unnið mikið tjón á fiugvöllum Itala í Libyu, svo að hæpið sje, að hve miklu leyti þeir sjeu nothæfir fyrir þýsku flugvjelarnar. Hershöfðinginn bendir einnig á, að.þótt 10 þús. manna þýskt herlið með öllum vopnum sje komið til Suður-Ítalíu, þá sje ekki þar með sagt, að það sje komið yfir Miðjarðarhaf til Libyu. AMERÍSKAR FLUGVJELAR í fregnum frá London í gærkvöldi er skýrt frá því, að flugvjelar frá Bandaríkjunum sjeu komnar til Egypta- lands og að þær hafi reynst vel í orustum þar. Sókn Wavells í Libyu heldur áfram. I tilkynningu, sem her- stjórniiji í Kairo birti í gærdag segir, að vjelahersveitir hennar sjeu komnar að ystu virkjum Itala hjá Tobruk. Það varð kunnugt í gær, ða ítalir hefðu yfirgefið flugvöllinn hjá Tobruk, E1 Adem flugvöllinn,. og þegar breski herinn kom þangað, fann hann þar 40 ítalskar flugvjelar, sem gerðar höfðu verið ónothæfar í loftárásum Breta á flugvöllum. Breskar flugvjelar hafa gert ákafa loftárás á Tobruk. Einn- ig hafa þær gert ákafa loftárás á höfnina í Tripolis og hæfðu þar nokkur ítölsk skip, þ. á m. eitt 5 þús. smálesta olíuflutningaskip. VIÐURKENNING ÍTALA I herstjórnartilkynningu ítala í gær, var það viðurkent, að Bretar hefðu tekið síðustu ítölsku virkin í Bardia að kvöldi 5. þessa mánaðar. 1 tilkynningunni segir, að manntjón Breta hafi verið mikið, en tjón Itala hafi einnig orðið mjög mikið, bæði manntjón og hergagnatjón. En ítölsk blöð segja, að ósigurinn í Bardia sje næsta lítil- vægur, þegar litið sje á ófriðinn í heild. Blöðin segja, að hern- aðarstyrkur ítala sje næstum óskertur. Stórráð ít.alska fascistaflokks- ins kom saman í gær, og gerði satíiþvkt, þar sem því er lýst yfir, að Ttalir mmii halda stríðinu á- fram uns signr er nnninn, og að samvinna öxnlríkjanna sje óbreytt. Einnig er’því lvst vfir, að stefna Ttala sje bygð á þríveldasáttmál• anum. Loks segir í tilkynningunni, að heimavíg'stöðvarnar sjeu öruggar. í fregnum frá London er því aftur á ttióti haldið fram, að óánægja, sje farin að gera vart við sig í Ítalíu. Það hefir vakið athygli, að breska herstjómin í Kairo gaf í gær- kvöldi út sjerstaka aukatilkynn- ingu, til þess að skýra frá því, að þrír fascistiskir svartstakkafor- ingjar hefðu yfirgefið hérmenn sína í Bardia og skilið foiingja fascistahersins eftir til þess að .verja borgina. í fregn frá London segir, að þetta hafi eflt óánægjuna gegn fascistum í Ítalíu. ÞRIÐJUNGUR HERSINS. í London var skýrt frú því í gær, að ítalir hefðu mist 94 þús. menn frá því að orústurnar í Egyptalandi hóf- ust 9. des. Þar af hefðu 70 þús menn verið teknir til fanga, en 24 þús. hefðu annaðhvort verið drepnir, eða þeim dreift á flótta, svo að gera inætti ráð fyrir að þeir væru einhvers staðar á reiki í eyðrmörkinni Þetta er þriðjungur þess hers sem Graziani hafði í Libyu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.