Morgunblaðið - 23.01.1941, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 23.01.1941, Qupperneq 3
Fimtudagur 23. janúar 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Stfórnarkosnimgin I Bagsbrún Markmiðið er: Ópólitískt stjettarf jelag - án allra áhrita kommúnista Alþýðuflokkurinn vildi kommúnista- stjórn i Dagsbrún HINN 25. þ. m. hefst stjórnarkosning í verka- mannafjelaginu „Dagsbrún“, fjölmennasta og öflugasta verkalýðsfjelagi landsins. Þrír listar verða í boði. Einn listinn er fram borinn í sam- einingu af Málfundafjelaginu Óðni (Sjálfstæðismenn) og Mál- fundafjelagi verkamanna, þ. e. óháðir verkamenn (er hafa fylgt Hjeðni Valdimarssyni) ; annar listinn er borinn fram af Al- þýðuflokknum og þriðji af kommúnistum. Reykjarmðkkur- inn myrkvaði sigiinoaieiOina Skipstrandið á Skerjafirði Laust fyrir hádegi í gær sigldi enskur togari, „Lapageria* ‘ frá Grimsby, á sker í mynni Skerjafjarðar og sat þar fastur. Togarinn var á leið hingað til Reykjavxkur. En svo mikinn reykjarnxökk lagði þangað út frá Reykjavík, að vart: sáust haudar- skil. Gátu togaramenn því ekki áttað sig á siglingaleiðinni og vissu ekki fyr til en skípið' rakst á Kepp, sem er sker sunnan til x mynni Skerjafjarðar. Magni, dráttarbátur hafnarinn- ar, var strax sendur á vettvang. Um flóðið í gær tókst hpnum að snúa togaranum það til á gkerinu, að hanxx sneri béint í öldurnar. Munaði og minstn að Magna, tæk- ist að draga togarann út af sker- inu á þessu sama flóði; togarinn flaut allur, nema bláhællinn. En þá var farið að falla það mikið út, að rjett þótti að bíða næsta flóðs, sem var kl. 2 s.l. nótt. Var ekki talinn vafi á, að togarinn næðist þá út.. Hann var með öllu óbrotinn. KawpgfaldsmáHn Samningaum- leitanir við loft skeytamenn Samningar standa nú yfir milli togaræigenda og eigenda farmskipa annarsvegar og loft- skeytamanna hinsvegar, um kaup og kjör loftskeytamanna. Samkomulag hefir ekki náðst ennþá. Hefir sáttanefndin fengið í hendur þann þátt deilxuxnar, er snertir loftskeytamenn á farm- skipum. Einnig standa yfir samningar við stýrimenn á farmskipunum. Verkfall hárgreiðslustúlkna held ur áfram. Verkfall er hafið á Bfldudal og hefir umboðsmaður sáttasemjara á Vestfjörðum fengið það mál í hendur. í Stykkishólmi er verkfall boð- að á sunnudag út af ósamkomu- lagi milli verkalýðsfjelagsins ann- arsvegar og Sigurðar Ágústssonar og kaupfjelagsins hinsvegar. Fara samningar fram um þetta mál hjer í Reykjavík. Það hefir verið mikill gaura- gangur undanfarið í blöðum sósíalista og kommúnista yfir því, að Sjálfstæðismenn í Dags- brún skyldu að þessu sinni géra kosningabandalag við ó- háða verkamenn, þ. e. fylgj- endur Hjeðins Valdimarssonar. En hvað var eðlilegra og rjettara, eins og á stóð, en það, að Sjálfstæðisverkamenn gerðu einmitt slíkt bandalag? ★ Það er einkum tvent í verka- lýðsmálunum. sem Sjálfstæðis- menn keppa að. Annað er það, að halda verkalýðsmálun- um utan við pólitískar flokka- deilur og gera þau óháð stjórn- málaflokkunum. Hitt er það, að útiloka með öllu hin háska- legu áhrif kommúnista í verka- lýðsfjelögunum. Um tvær leiðir gat verið að ræða fyrir Sjálfstæðismenn í Dagsbrún, til þess að ná .þessu marki. önnur var sú, að hafa bandalag við Alþýðuflokks- menn. Þessi leið var reynd í fyrra. En hvernig fór? Alþýðu- flokksmenn sviku öll loforð, sem þeir gáfu þá. Alþýðublað- ið hefir og sjálft upplýst, að þessi leið hafi verið útilokuð. Á laugardag segir Al- þýðubl. svo (orðrjett): „Sjálf- stæðismenn í Dagsbrún báðu beinlínis um það fyrir nokkru síðan, að Alþýðuflokksverka- menn hefðu samvinnu við þá um stjórnarkosninguna í Dags- brún. En Alþýðuflokksmenn neituðu“. Um þessa leið gat því ekki verið að ræða. Hin leiðin var farin, að gera kosningabandalag við óháða verkamenn, þ. e. stuðningsmenn Hjeðins Valdimarssonar. Tókst hið besta samkomulag um upp- stillingu lista milli þessara að- ilja og um framtíðarstarfið í Dagsbrún. Alþýðuflokksmenn völdu þá leiðina, að stilla upp einlitum flokkslista við þessa stjórnar- kosningu í Dagsbrún. Þetta er í fullu samræmi við þá stefnu, sem þing Alþýðusambaixdsins tók á s. 1. hausti. Þar voru rofin gefin heit um það, að leysa Al- þýðusambandið úr flokksviðj- unum. Algert flokkseinræði Ál- þýðuflokksins ríkir næstu tvö árin í Alþýðusambandinu. Hver hefðu orðið afleiðingar þess, ef Sjálfstæðismenn í Dags brún hefðu farið eins að og stilt upp flokkslista við stjórn- arkosninguna í Dagsbrún? Fyrstu afleiðingarnar hefSu I sennilega orSiS þær, aS ' kommúnistar hefSu náS öllum j völdum í Dagsbrún. En þaS iþýddi vitanlega þaS, aS Dags- brún hefSi þar meS veriS búin aS vera, sem verkalýSsf jelag. Er það ekki einmitt þetta, sem Alþýðuflokksmenn eru að keppa að? Vilja þeir ekki upp- lausn Dagsbrúnar? Jú; þetta er það,: sem þeir óska. Þeir vilja alt til vinna, til þess að gera Dagsbrún óstarf- hæfa. Þeir vita, að ein örugg- asta leiðin til þess að ná þessu marki er sú, að gera kommún- ista allsráðandi í Dagsbrún. ★ Sjálfstæðismenn í Dagsbrún og óháðir verkamenn unnu saman í allsherjaratkvæða-, greiðslunni í vetur, er um það var að ræða, að Dagsbrún gengi í Alþýðusambandið. Þeir stóðu gegn þessu og gátu kom- ið í veg fyrir, að þetta yrði gert. Þeir ákváðu, að halda á- fram baráttunni um óháð verk- lýðsfjelög. Hvað er eðlilegra, en að ein- mitt þessir sömu verkamenn standi saman nú, þegar á að FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Verður verkfall í veitingahúsum í kvöld? T7undur var haldinn í gær -*■ milli veitingamanna og samninganefndar starfs- stúlkna á veitingahúsum, og varð ekkert samkomxxlag. Var útlitið þannig í gærkvöldi, að allar líkur bentu til, að samn- ingar náist ekki í dag. En fari svo, hefja starfsstúlkur veitingahúsanna verkfall kl. 12y2 í nótt. Skákþing Reykjavíkur hefst í dag Skákþing Reykvíkinga hefst i kvöld kl. 8 í Góðtemplara- húsinu. Þátttakendur eru þessir: Meistaraflokkur: Sæmundur Ól- afsson, Guðmundur S. Guðmunds- son, Sturla Pjetursson, Eggert Gilfer, Einar Þorvaldsson, Áki Pjetursson, Magnús Jónasson, Sig- urður Gissurarson, Sigurður Lár- usson, Steingrímur Guðmundsson, Hafsteinn Gíslason, Guðmundur Ágústsson, Ásmundur Ásgeirsson, Baldur Möller. I. flokkur: Kristján Sylveríus- son, Víglundur Möller, Óli Valdi- marsson, Lárus Johnsen, Guðjón Helgason, Aðalsteinn Halldórsson, Pjetxxr Guðmundsson, Ólafur Ein- arsstöi. II. flokkur: Eyjólfur Guðbx-ands son, Pjetur Jónsson, Léó Sveins- son, ^Þorvaldur Kristmundsson, Róbert Sigmundsson, Hannes Frið- riksson, Rafn Árnason, Sigfús Sig- urðsson, Snjólfur Sveinsson. Teflt verður í Góðtemplarahús- inu, uppi, á fimtudags-, föstudags- og sunnudagskvöldum. Núverandi Skákmeistari Reyk- víkinga er Ásmundur Ásgelrsson. Sprengian svíftí hann klæðum egar sprengjurnar fjellu á byggingu' breska útvarpsins í London fyrir nokkru, fór einn af starfsmönnum útvarpsins út í aðaldyr byggingarinnar, eftir að nokkurt blje var orðið á sprengju- regninu, til þess að gæta að því, hvort flugvjelarnar væru farnar. En í sama mund fjell sprengja all-langt frá honuin og loftþrýst- ingurinn frá henni var svo mikill, að öll klæðin sviftust af honum. Háskóla- bíó í Austur- stræti? Sá orðrómur flaug fyrir í gær og var á margra vörum, að komið hefði til orða að Háskólinn keypti lóð við Austurstræti undir fyrirhug- að kvikmyndahús sitt. Er það lóðin Austurstræti 5, gegnt ísafoldarprentsmiðju. Nær sú lóð alla leið til Hafn- arstrætis, svo inngangar í samkomuhús, sem þar yrði reist, geta verið frá báðum götunumr Ekki ér blaðinu fullkunn- ugt hýe samningum er langt komið um lóðakaup þessi. • Stór hermanna- spitali bygður á íslandi Samkvæmt frásögnum breskra blaða, sem hingað hafa bor- ist nýlega, hafa Bretar í hyggju að byggja hjer á landi fullkom- inn nýtísku spítala, sem verður á stærð við stærstu sjúkrahús Lund- únaborgar. Sjxikralxúsið á ,að vera svo stórt, eftir því sem „Evening Standard“ segir frá, að aðeins tvö sjúkrahús í London hafa fleiri sjxikrarúm, en það eru Guy’s Basts. og St. Thom- as sjúkrahúsin. í tímaritinú „Nursing Mii’ror“ segir svo' um þenna spítala: „Yerið er að byggja nýjan her- mannaspítala á íslandi og verða þar stárfandi hjúkrunarkonur úr hjúkrunársveitum „Tbe Territorial Army“, en þær eru einustu bresku konurnar, sem vinna á íslandi. Alls verður starfsfólk spítalans 350 manns og verður svo útbúið í alla staði, að ekki þarf að ganga á lækningaáhöld eða meðul lands- ins. Sjerfræðingar í augna-, eyrna-, nef- og háls- og brjóstsjúkdómum starfa við spítalann auk skurð- lækna og meðalalækna. 1 spítalan- um verður röntgendeild. Gert er ráð fyrir, að sjúkra- flugvjelar, með sjúklinga frá ein- angruðum hjeruðum á Norður- og Ansturlandi, geti lent svo aS segja á hlaði, spítalans. Fyrir utan alt þetta hefir veriS sjeð fyrir þeim, sem eru að hvflá sig eftir sjúkdóma. Við spítalann verða kixattspyrnnvellir, tennis- vellir og setustofur handa þeim, sem eru að ná sjer eftir sjúkdóma. Kapella verður einnig í sambandí við sjúkrahús þetta“. Tímaritið „Nursing Times“ get- ur þess ennfremur, að hitalagnir til spítalans sjeu lagðar neðan- jarðar og síðar meir sje í ráði aS hita hann upp með hveravatni. Á Urriðakotsvatni og Hörðuvöll- m er prýðilegt skautasvell, eftir ví sem Hafnfirðingur skýrði laðinu frá í gær.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.