Morgunblaðið - 23.01.1941, Síða 7

Morgunblaðið - 23.01.1941, Síða 7
Fimtudagur 23. janúar 1941. MORGUNBLAÐIÐ Sigríður Steinsdóttir Minna-Hofi *7 2g er búin að bíða eftir því í j ár, að mjer ritfærari kona mintist 40 ára ljósmóðursstarfs frú Sigríðar Steinsdóttur á Minna-Hofi, en jeg hefi ekki sjeð það í sVeitablöðunum. Byrja jeg því þakklætislínurn- ar. Mjer er það svo minnisstætt í fyrsta sinni, sem Sigríður kom til mín í hvíta sloppnum, ljós í andliti, bláeyg með dökt bylgj að hár, stilt og blíð í viðmóti. Frú Sigríður Steinsdóttir er fædd að Minna-Hofi á Rangár- völlum 1872. Lærði ljósmóður- fræði hjá dr. J. Jónassen land- lækni og lauk prófi 20. janú- armánaðar 1900. Var henni veitt Rangárvallaljósmóðurum- dæmi 24. jan. sama ár og er því búin að vera þjónandi Ijós- móðir í 41 ár með mikíum á- gætum, aldrei dáið hjái henni kona eða barn í fæðingu, enda •er það hennar góða fylígja, að vera sjerstaklegá athugul og fljót að átta sig, ef læknis- hjálpar hefir þurft með. Hún hefir gegnt störfum, auk síns umdæmis, í Hvolhreppi (þar sem hún er nú sett ljósm. í hálfum hreppnum), Útland- eyjum, Holtahreppi og alla leið upp að Næfurholti, sem er í Landhreppsljósmóðurumdæmi í forföllum annara ljósmæðra. Ekki hefir Sigríður látið vega- lengdir nje slæmt færi á sig fá, farið út í snjóbylji og sandbylji jafnt nætur sem daga, æðru- laus, aðeins hugsað um að kom- «st sem fyrst til konunnar sem beið hennar hjálpar og mjer jhefir verið sagt, að Sigríður væri ekki lengur að búa sig, en maðurinn sem sækti hana, væri að leggja á hestinn sem hún ætti að sitja á. Frú Sigríður er gift Ingvari ■Úlafssyni frá Voðmúlastöðum í Landeyjum. Þau hjón hafa bú- ið sínum fyrirmyndar búskap á Minna-Hofi. Þau hjón hafa átt 10 syni, 3 dóu ungir en 7 lifa. Sigríður er nú farin að eldast, njrðin 69 ára, en er ung í sjón og reynd, aðeins hrokkna hárið farið að grána, hún sinnir ljós- móðurstörfum sem ung væri. Við erum margar, konurnar, sem höfurn notið þinnar góðu hjálpar og þinnar mÖðurlegu umhyggju, Sigríður, þegar okk- ur lá mest á. Við þökkum þjer hjartanlega þitt góða og fórn- fúsa-starf í 41 ár og óskum að þú getir gegnt ljósmóðurstörf- iim í hreppnum sem lengst. Ein af mörgum. Fyrirlestur um útvarpsstarfsemi B. B. C. m * r. Cyril Jackson sendikenn- IVl ari flytur fyrirlestur í kvöld, á fundi fjelagsins „Anglia“. Fjallar fyrirlesturinn um þætti úr útvarpsstarfsemi, en fyrirlesarinn hefir síðastliðin 5 ár verið starfs maður hreska útvarpsins og aðal- lega haft með höndum fræðslu- sfarfsemi og fyrirlestrahald hjá B. B. C. Mr. Jackson er-mörgum Islend- ingum að góðu kunnur, síðan hann dvaldi sjer árin 1929—1931, en þá var hann tvo vetur enskukenn- ari við Mentaskóla Akureyrar. Talar hann íslensku prýðilega, og mun betur en flestir útlendingar aðrir. Hann hefir nú byrjað ensku- kenslu sína, við Háskólann, og mun innan skamms hefja fyrir- lestra þar, Mun hann þá m. a. einnig flytja fyrirlestra um hreska útvarpið. Eir auk starfa síns við Háskólann mun hann vinna áfram að þýðingum úr ís- lensku á ensku, og vinna að því að kynna íslenskar bókmentir í Bretlandi. Það má því vænta skemtilegs fyrirlesturs í kvöld, því að bæði ér, að íyrirlesarinn er efninu mjög kunnugur og að bann ©r þaulvan- úr og skemtilegur fyrirlesari. Eins og venjulega lýknr fund- inum með dansi. Sterka ölið Herra ritstjóri! eg vil biðja yður að birta eft- irfarandi athugaseöid í blaði vðar: I smágrein í dagbók Morgun- blaðsins frá 18. þ. m., með yfir- skriftinni „Áfenga ölið“, stendur, að fi’ásögn blaðsins um áfenga ölið daginn áður hafi bvgst á við- tölum við marga breska liðsfor- ingja — en frásögn þeirra átti að byggjast á viðtali við mig. — Ályktar blaðið síðan að erfitt sje að átta sig á því hvað rjétt sje. þegar sami maðurinn ségi við- skiftavinuip sínum alt annað en síðar í blaðaviðtali, Út af þessu vil jeg taka fram, að umræður um þgsgi mál hafa aðeins farið fram milli mín og þeirra tveggja foringja, sem sjer- staklega hafa með þau mál að gera, og hafa þeir háðir tjáð rnjer, að Morgunblaðið, eða frjettaritari þess, hafi ekki fengið upplýsingar sínar hjá þeim, oji að frásögn mín í „Yísi“ sje að öílii íeyti rjett, Staðhæfing blaðsins úm tví- sögli mína, er því út í* bláinn. Reykjavík. 22. janúar 1941. Tómas Tómasson. ★ Morgunblaðið sjer enga ástæðu til, að vera að karpa um þessa smámuni. Aðalatriðið er, að hjer er farið að framleiða gott, sterkt öl, en sá er gallinn á, að íslend- ingar fá ekki' áð bragða þenna góða drykk. Sálarrannsóknafjelag íslands hehlur fund í kvöld kl. 8% í Iiá- skólanum. Gengið inn um s'uður- dyr. ••••«•«••••• oooooooooooo Dagbóh 000000000009 000900000000 I. O. O. F.6 = 1221238‘/2 = Næturlæknir er í nótt Kristján Hannessop, Mímisveg 6. Sími 3836. Næturvörður er í Reykjavíkur Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn. Næturakstúr annast Bifreiðastöð Reykjavíkur. Sími 1720. Frú Guðrún Hermannsdóttir, Hverfisgötu 59, á fimtugsafmæli í dag. Spegillinn kemur út á morgun. Leikfjelag Reykjavíkur sýnir „Logann helga“, eftir W. Somer- set Maugham, kl. 8 í kvöld. —• „Hái Þór“ verður sýndur á sunnu- dag. Faust yerður leikinn í Varðar- húsinu annað kvöld kl. 8.30. Verkefni við skriftarkenslu. Guðmundur I. Guðjónsson skrift- arkennari við Miðbæjarbarnaskól- ann hefir gert verkefni við skrift- ai'kenslu handa börnum ög ung- lingum. „Skrift verkefnanna er nokkuð misstór, stærsta skriítin er fremst í heftinu, og várla ætl- andi vngri börnum en 9—10 ára. .... Skriftarstærðina á síðustu sýnishornunum tel jeg hæfilega hjá 12—14 ára börnum“, segir höf. í formála fyrir heftinu. Ef foreldrar og kennarar láta börnin nota þessi hefti. má spara mikið fje, því að þá má nota almennar strikaðar bækur Við kensluna, í stað forskriftarbóka, sem auk þess hafa gefist misjafnléga. ,. fsland í erlendum blöðum, Meirá hefir undanfarið verið rætt um ís- land í enskum blöðutn, en nokkrn sinni fyr. Flestar greinaúna um ísland eru í sambandi við dvöl setuliðsins hjer. Setuliðsmenn, sem skrifa heim, fara yfirleitt lofsani- legum orðum um land og þjóð. Pjetur Sigurðssön háskólaritari hefir ritað nm Háskóla tíslands í tímaritið „Nature". Fvlgja þeirri grein myndir af próf. Alexandei' Jóhannessyni háskólarektor og háskólgbyggingunni nýju, — -i. Þórðardóttir ritai- grein í t ímaritið „Lady“, sem nefnist „Flower growing in lcéíánd“. — Þá liefif .ungfrú Ethel Píckering haldið fyrirlestur um Island í Landfræði- fjelaginu í Manchester. Enski frjettaritarinn W. K. Bliss, frá „Evening Standard", áem hjer var á ferð í haust, hefir ritað fjölda greina Um Island og he niámið. Kennir ýnisra grasa í greinum hans, sem þó eru vfirleitt ritaðar af vingjarnlégÚúi húg í garð ís- lands og íslendinga. ; Farsóttir og manndauði í Rvík vikuna 22.—28. des. (í svigum töl- ur næstu viku á undan): Hlás- bólga 47 (42). Kvefsótt 361 (230). Blóóðsótt 1 (1). Gigtsótt 0 (1). Iðrakvef 26 (19). Kveflungnabólga 12 (2). Taksótt 1 (2). liauðir hundai' 61 (43)!Tleiniakoma 1 (1). Kossageit 2 (0). Ristill 2 (0). Hlaúpábóla 1 (0). Mannslat 3 (0). Laúdíækiiisskrifstofaii. Útvarpið í dag: 12.00 Hádegisútvarp. 15.30 Miðdegisútvarþ. 19.25 Illjómplötnr: Danslög. 19.40 I.esin dagskrá n:nst,u vikn, 20.00 Frjcttir. 20.30 Erindi: Fjelagsmál og.utan- fíkismál 1940 (Stefán Jóh. Stef- ánssön fjelagsmálaráðberra). 21.10 Hljómplötur* fslenskir söng- ménn. 21.20 Mimiisvet'ð tíðiudi (Sigurð- ur EinárssóVi/- 1 2Í.40 „Sjeð og bévrt": 21.50 Frjettir. R Verkefnft vftð skriftarkensln eftir Guðmund I. Guðjónsison, skriftarkennara yið Mið- bæjarbarnaskólann, eru nú komin út. Þetta eru lítil hefti, sem ætlast er til að börnin hafi til fyrirmyndar, en ekki til að skrifa í, svo að þaú endast barninu allan veturinn. Heftið kostar 1 krónu. BÓKAVERSLUN ÍSTFOLDARPRENTSMIÐJU. SVEINAFJELAG HÁRGREIÐSLUKVENNA. FUNDUR verður haldinn í Sveinafjelagi hárgreiðslukvenna í dag kl. 1.30 e. hád. í Alþýðuhúsinu (efstu hæð). Afar nauð- synlegt að allar mæti. STJÖRNIN. SJÁLFSTÆÐISKVENNAFJELAGIÐ VORBOÐl Hafnarfirði, heldur fund föstudaginn 24. janúar kl. 8.30 að Hótel Björninn. Spil og kaffidrykkja. STJÓRNIN. MORGUNBLAÐIÐ MEÐ MORGUNKAFFINU. Móðir og tengdamóðir okkar, frú KRISTÍN EINARSDÓTTIR Skálholtsstíg 2, andaðist á Landakotsspítala 22. þ. mán. Dætur og tengdasynir. Jarðarför mannsins mins og föður okkar, EINARS KR. ÞORSTEINSSONAR beykis, fer fram frá Dómkirkjunni laugardaginn 25. þ. mán. og hefst með húskvéðju að heimili okkar, Lindargötu 16, kl. 1 e. hád. Athöfninni í kirkjnnni verður útvarpað. Ólina Oddsdóttir og böm. Jarðarför konunnar minnar, VILHELMÍNU ÁRNADÓTTUR, fer fram frá heimili okkar, Garðakoti, Miðnesi, laugardaginn 25. þ. m. og hefst kl. 1 e. h. Þorlákur Eyjólfsson. Jarðarför konunnar minnar og móður okkar, GRÓU HALLDÓRSDÓTTUR, fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 24. þ. m. og hefst með 'i'l1! f‘D/>v ,, bæn að heimili okkar, Bræðraborgarstíg 49. kl. iy2 e. h. Kirkjuathöfninni verður útvarpað. Jarðað verður í Fossvogskirkjugarði. j Sigurður Pálmason og börn. Jarðarför ' T" | JÓNÍNU HELGADÓTTUR fer fram frá heimili hinnar látnu, Ölhól, Stokkseyri, laugar- daginn 25. þ. mán. kl. iy2 síðd. Theodóra ’Helgadóttir. Ingibjörg Magnúsdóttir. Bílferð kl. 9 frá Laugaveg 144. ÞÖkkum innilega auðsýnda samúð og hluttekningn við and- lát og jarðarför okkar kæru móður og tengdamóður, HÓLMFRÍDAR JÓNASDÓTTUR. Ásdís Jónsdóttir. Ingvar Benediktsson. Þuríður Hallbjörnsdóttir. Jóhann Jónsson.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.