Morgunblaðið - 04.02.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 04.02.1941, Blaðsíða 2
2 MÖRGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. febr. 1941. —Franski— flotinn er og verð- nr franskur... Aður en Darlan fór til París, sagði hann í sam- tali við franska blaðið „Le Journal“ (að því er Lyons- átvarpið segir frá): „Franski flotinn er og held- ur áfram að vera franskur. Hann mun verja sig og franska heimsveldið gegn öll- um árásum, hvaðan sem þær koma“. Lyons-útvarpið birti í gær hvatningarávarp til Frakka um að láta skrá sig í þjón- ustu flotans. í ávarpinu segir, að Frakkar verði að efla flota sinn til þess að geta varið ný- lenduríki sitt. ■ Hatrammar deilur um láns og leigu frumvarpið En ðrugt am meiri hluta í þinginu Deilurnar í Bandaríkjunum, út af láns- og leigu-frum- varpi Roosevelts, eru nú á há- marki. í gær hófust umræður í fulltrúadeildinni um frumvarpið og er búist við að deildin sam- þykki frumvarpið með álitlegum meirihluta í lok þessarar viku. Forseti fulltrúadeildarinnar spáði því í gær, að meirihlutinn myndi nema 100—125 atkvæðum íaf 335). Frumvarpið fer síðan til öld ungadeildarinnar. Heitar umræður. En þótt frumvarpið sigli þann- ig rjetta boðleið að því að verða að Íögum, þá gefur þó þessi til- tölulega fljóta afgreiðsla ekki rjetta hugmynd um hitann sem ríkir í umræðumnn um vald það, sem frumvarpið véitir Roosevelt, meðal þiugmanna og í blððum. Hafa fallið þungar og illskeyttar ákærur í þessum umræðnm, eins og t. d. þegar einn &f aðal for- vígismönnum einangrunarsinna sagði, að Roosevelt stefndi að því að senda þriðja eða fjórða hvern æskumenn í Bandaríkjunum á . vígvöllinn. Roosevelt svaraði þess- ari ákæru um hæl með því að lýsa yfir því, að þetta væri „hinn svívirðilegasti rógur“, sem á hann hefði nokkru sinni verið borinn. Nokkru síðar skýrði Roosevelt blaðamönnum frá því, að Wheeler hefði látið þau orð falla í samræð- um við einn af sendiherrum Banda ríkjanna, „að það væri óhjákvæmi- legt að Hitler sigraði og þess framh. á sjöundu síðu. Fyrsta varnarlína ítölsku Austur-Afríku rofin Darlan á ráð- stefnu með Laval í París Þjóðverjar gera harða at- iii’xz* ' lögu að Vichystjórninni JEAN DARLAN, flotamálaráðherra Frakka, kom til Parísar í gær, og síðdegis í gær átti hanu langt samtal við Pierre Laval, í viðurvist franska fulltrúans í París, Fernands de Brinons. Engar fregnir höfðu hinsvegar borist í gærkvöldi um að hann hefði rætt við dr. Otto Abetz, sendiherra Þjóðverja. Svo virðist, sem Þjóðverjar leggi í bili aðaláherslu á að Laval verði tekinn aftur í Vichy-stjórnina, í því trausti, að síðar verði hægt, með hans aðstoð, að fá öðrum kröfum framgengt. ANDSTAÐA PETAINS Þetta varð m. a. ljóst af fregn, sem þýska írjettastofan birti í gær, þar sem sagt var, að það væri stöðugt að verða greini- legra, að almenningur í Frakklandi liti svo á, að Vichy-stjórnin hefði hætt að túlka vilja fólksins 13. desember, þ. e. daginn, sem Laval var vikið frá. Frjett, sem Brússel-útvarpið birti í gærkvöldi, bendir einn- ig til þess, að Þjóðverjar gera það að höfuðskilyrði að Vichy- stjórnin tæki við Laval aftur og sýni með því vilja sinn til sam- vinnu við Þjóðverja, því að útvarpið sagði, að för Darlans til Parísar, myndi engan árangur geta borið, ef ekki yrði tekið fyrir rætur misskilningsins (milli Þjóðverja og Frakka), í Vichy. En jafnframt því, sem greinilegar kemur fram í dagsljósið, ágreiningurinn milli Þjóðverja og Vichy- stjórnarinnar, þeim mun einbeittari virðist afstaða Vichy-stjómarinnar verða. Útvarpið í Lyon, sem er að- al útvarpsstöð Vichy-stjórnar- innar, lýsti í gær vanþóknun á hinum nýja þjóðlega alþýðu- flokk, sem stofnaður hefir verið í París. Útvarpið varaði við þvíl, að blanda saman þessum nýjá flokki og hinni „þjóðlegu bylt- ingu“ Petains. I Þýskalandi hefir þessari flokkstofnun verið fagnað mjög og hún verið talin áþreifanleg sönnun fyrir óánægjunni með Vichy-stjórnina. í þýskum fregnum var skýrt frá því í gær, að meðlimir flokksins væru orðnir yfir hálf miljón og voru taldir upp ýmsir forustu- menn í þessu liði. Lyons-útvarpið sagði í gær, að meðal þessara forustumanna væru flestir áköfustu andstæð- ingar Petains. Nefndi útvarpið sjerstaklega tvo menn,, annan „alræmdan frímúrara", en hinn foringja „Cagoulardanna“ eða ,,munkahettanna“, fjelagsskap- ar, sem franska stjórnin bann- aði árið 1937. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU Þýskar flugvjsl- ar I orustunum I Llbyu ýskar flugvjelar gerðu í fyrradag loftárásir á borgirnar Bardia og Sollum í Libyu. í þýskum fregnum er skýrt frá því, að í þessum á- rásum hafi 4 þús. smálesta skipi verið sökt og eitt 6 þús. smá- lesta og annað 4 þús. smálesta skip hafi verið haefð. í gærkvöldi tilkynti breska flugstjórnin í Kairo, að áköf loftárás hefði verið gerð á flug- völlinn Castro Benito, skamt fyrir sunnan borgina Tripoíi, mestu hafnarborgina í Libyu'. Sjö flugvjelar voru eyðilagðar á jörðunni, og flugskýli löskuð. Talið er að þýsku flugvjel- arnar, sem gerðu árásina á Bardia og Sollum hafi notað þenna flugvöll. ítalir skýra frá því, að ít- alskur tundurspillir hafi fyrir nokkrum dögum sökt 11.600 smálesta skipinu „Derbyshire/ í Eyjahafi. I Líbyu: „Orusturnar um fjöllin“ að hefjast BRETAR hafa rofið fyrstu varnarlínu ftala í Eritreu og með því færst nær því marki að brjóta yfirráð ítala í ítölsku Austur-Afríku á bak aftur. Er það skoðun kunnustu hermálasjerfræð- inga, að varnir ítala í öðrum hlutum Austur-Afríku muni brátt þrjóta, ef þeir missa Eritreu. Þegar Bretar hófu sókn sína í Eritreu, með því að ná á sitt vald landamæraborginni Kassala, hörfuðu ftalir undan 150 kílómetra inn í landið, til borgarinnar Agerdat, en þar er endastöð einu járnbrautarinnar í Eritreu, og liggur í austur til hafnarborgarinnar Massawa. I Agerdat höfðu ítalir reist víggirðingar, og búið um sig í víglínu, sem lá þaðan suð-austur til borgarinnar Barentu. í hvorri borginni um sig höfðu þeir um 7—10 þús. manna lið. En á laugardaginn náðu Bretar Agerdat á sitt vald og hjeldu þaðan áfram sókninni til næstu varnarlínu ítala í Keirann og Asmara, höfuðborgar Eritreu, en sú borg liggur miðja vegu milli TCeirann og Rauða hafsins. Aust.ur-Afríku t.eljast: Eritrea, Abvssinía. ítalska Somaliland og Breska Somaliland. Franska Som- aliland með hafnarborginni Dji- bouti er að nafninu frönsk ný- lenda, en ítalir ráða þar lögum og lofum, í bili. Loftárás á London í nótt Þýskar flugvjelar gerðu loft árás á London í nótt (að því er Lundúnaútvarpið skýrði frá kl. 2 í nótt). En engar nán- ari fregnir um árásina höfðu verið birtar. Þetta er í annað skiftið á rúmum hálfum mánuði, sem á- rás er gerð á London að nætur- lagi. í gærdag voru einstaka þýskar flugvjelar yfir austur og suð-austur hlutum Englands Flugvjelarnar gerðu- árásina á þann hátt, að þær flugu skyndi- lega út úr skýjaþykni vörpuðu nið- ur sprengjum, og hurfu síðan aft- ur inn í skýin. En með því að Agerdat fjell, varð nokkur hætta á að ítalska herliðið, um 7 þús. manns, í Barentu yrði króað inni, og tók það þess vegna það ráð, að hörfa undan að næturlagi, bar- áttulaust. Höfðu Bretar sest um borgina á þrjá vegu, og hjeldu innreið sína þar í dögun á sunnudagsmorgun. Heldur sókn in einnig hjer áfram austur á bóginn í áttina til hafs. í Bretlandi er þó bent á, að varnarskilyrði sjeu góð frá nátt- úrunnar hendi í Eritreu, og þess vegna megi vænta harðvítugs við- náms þar, af hálfu ítala, áður en langt um líður. I ABYSSINIU. Sú skoðun, að varnir ítala í Austur-Afríku muni brátt þrjóta, ef þeir missa Eritreu, byggist m. a. á því, að þar hafa þeir sína bestu flotahöfn autur þar, sem breski flotinn myndi þá geta notað. En hún byggist einnig á því, að að- staða Breta til sóknar í Abyss- iníu myndi stórum batna. Bretar sækja þó nú þegar inn í Abyssiníu á tveim stöðum, að norð-austan, en þar eru ítalir sagðir vera á. hröðum flótta til Gondar og láta eftir sig rnikið af hergögnum, og að sunnan, frá Kenyu. en þar eru suður-afrík- anskir hermenn komnir 15 km. inn fyrir landamærin og hafa tek- ið 3 ítalskar varðstöðvar. í ítalska Somalilandi heldur sókn Breta einnig áfram. „ORUSTURNAR UM FJÖLLIN“. f Libyu halda Bertar áfram að búa sig undir sóknina vestur frá Derna til Benghazi. Blaðamaður nokkur skýrir svo frá, að „or- ustunum mn eyðimörkina“ sje nú lokið, en „orusturnar um fjöllin“ sjeu nú að hefjast. Blaðamaðurinn segir að ítalir FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.