Morgunblaðið - 04.02.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 04.02.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 4. febr. 1941 Tveir menn, sem fórust með v.b. „Eggert" Jón Ragnar Einarsson. T Morgunblaðinu 29. nóv. s.L var getið um þá sjómenn, éir fórust með mótorbátnúm Egg- ert, er lagði í síðasta róðurinn, sem átti að verða, frá Keflavík 22. nóv., en koni aldrei aftur. Meðal þessára manna voru tveir ungir efnismenn, Jón Ragnar Ein- arsson og Arnar Eyjólfur Árna- son, sem þessar myndir eru af. Þeir höfðu unnið saman alla ævi og var með þeim fögur og óslítandi vinátta. Þeir voru báðir mjög harmdauða ættingjum sínum, sem Hafa beðið mig að koma á fram- færi eftirfarandi fáum minningar- orðum um þá, sem jeg hefi eftir áreiðanlegum heimildum, því að þá Sjálfa þekti jeg ekki,„ en foreldra þeirra vel, vandað sæmdarfólk á Miðnesi, sem liggur vestan á Reyk j anesska ga milli Garðskaga þg Hafna. 'j Jón Ragnar var fæddur í Báru- gerði 15. okt, 1917. Foreldrar Ein- ár Jónsson bóndi þar og kona hans Vilhelmína Vilhjálmsdóttir frá Smiðshúsum á Miðnesi. Voru þau fiutt að Sæbóli (í Sandgerði) Og þar andaðist faðir hans 1934. Hann var frábærlega góður og ræktarsamur sonur og einkastoð hióður sinnar og einnar systur jfcftir lát föður síns. Sjó liafði hann stundað frá æsku $g hafði hrð á sjer fyrir dugnað, snarræði . Og skyidurækni. í þeásá síðustu ferð sína fór hann fyrir atvik í stað annars manns. | Hinn pilturinn og vinur hans, Arnar Eyjólfur Árnason, var fædd úr 21. nóv. 1918. Foreldrar hans voru Ámi Magnússon frá Króks- koti, nú bóndi í Landakoti á Mið- tiesi, og feona hans Arudís G-uð- mundsdóttir frá Bóli í Biskups- tungum, en Guðmundur var bróð- ir Jóns föður Einars frá Galta- felli myndhöggvara. ITún ándaðisí. þá er Arnar fæddist, en faðir þans kvongaðist síðar Sigríði Magnúsdóttur, sem gengið hefir honum í bestu móður stað. Það |ná sama segja um hann og Ragn- þr, að hann var hið besta mann- ýal um atgerfi, dugnað og hátt- prýði og ekki síður harmdauði for- eldrum sínum. Þessir tveir ungu vinir voru óaðskiljanlegir, og hvar sem þeir fóru hin mestu prúðmenni og reglupiltar sem mik- ill mannskaði er að fyrir hvert Arnar Eyjólfur Árnason. bygðarlag. Eftirfarandi fagurt Ijóð um þá hefir ort Þórður Ein- arsson, sem mörgum er kunnur fyrir laglega ljóðagerð. Kristinn Daníelsson. Brimið svall á flúð og flesjum, feigðin leynda undir söng, sorgarský á Suðurnesjum, svífur yfir dægrin löng. Vöskum drengjum vota gröfin var hjer búin enn-eitt sinn, bylgjufalda björtu tröfin breiddust yfir legstaðinn. Sonarmissir sár er móður, sorgar hníga brennheit tár; fetar götu faðir hljóður, fengið hefir viðkvæmt sár. Sakna vinir dáðadrengja, drúpir þögul sveitin öll, sorgarómar stiltra strengja stíga hátt, sem boðaföll. Lifir minning, lífs þó brautin löng ei yrði meðal vor, —• ungra drengja’ er enduð þrautin, engum duldust manndómsspor, , hann öll verndar börnin sín. handleiðslunni hans má trúa, er þeir sveinar glæstir gengu, góðvild prýddi hreina lund, Gott er frjáls hjá guði’ að búa, gæska’ og náð hans aldrei dvín, velþóknun og virðing fengu vaskra manna’, að hinstu stund. Ykkar mun í æðri heimi andinn halda þroskans braut, starfa fáið guðs í geimi, gæðin æðstu falla’ í skaut. ^Nýárshugleiðingar FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. leiðslunnar, sem hefir verið stór þrándur í götu framleiðslunnar. T. d. hefi jeg orðið að greiða af 2000 kr. láni á fyrsta ári kr. 147.80, og voru okkar góðu þjóð- arfulltrúar búnir að eyða löng- um tíma til að koma þessari láns- stofnun á fót fyrir landbúnaðinn. Nýársdag 1941. Jón Guðmundsson, Brúsastöðum. Bæjarráð hefir samþykt fyrir sitt leyti að sóknarnefnd Hall- grímsprestakalls fái afnot af kenslustofu í Austurbæjarskólan- um til barnaspurninga, svo og kvikmyndasal skólans fyrir barna- guðsþjónustur. Tugir sklpa Oana, ÞjóDverja og Itala afhentir Bretum? Frá Ameriku New York blaðið „World Telegram" skýrði frá því í gær, að vænta mætti, að stjórnin í Washington legði þá og þegar löghald á dönsk skip, sem liggja í höfnum í Banda- ríkjunum, óg séldi þau til Bret- lands. Samkvæmt sömu heimild er gert ráð fyrir, að ríkin í Suð- ur-Ameríku kunni að fara að dæmi Bandaríkjanna í þessu efni, en þar liggja í höfnum 58 þýsk, ítölsk og dönsk skip. Bandaríkjaþing samþykti í gær frumvarp það, sem lagt var fram að tilhlutan Roosevelts, um að smíðuð verði 200 kaup- skip. Frumvarpið fer nú til hvíta hússins til undirskriftar og er þá orðið að lögum. Svar til Eggerts Claessen FRAMH. AF FJÓRÐU Sfi)U. sem yið vöktuðum stofu frú Kragh og reyndum að koma í veg fyrir að hún gæti haldið áfram að vinna, að okkar áliti ólöglega, Þarna snýr Claessen hlutunum alveg við, því það vorum við stúlkurnar sem urðum fyrir of- beldisárás, barsmíð og hrindingum af hálfu þessara tveggja „geð- prúðu göfugmenna“, sem að fram- an greinir. Á glapstigu telur Claessen hvern þann ganga sem ekki í auðmýkt tekur því sem að honum er rjett, svo fáir verða samferða honum og frú Kragh á dygða brautinni, ef dæma á eftir atburðum síðasta mánaðar, því margir hafa fyrir einbeitta framkomu og góð sam- tök fengið rjettmætar kjarabætur. Jeg þakka svo að síðustu hr. Claessen fyrir þá „nærgætni“ og „umhyggjusemi" er hann hefir sýnt okkur stúlkunum með því að opinbera ekki fyr en þetta okkar „hneykslanlegu" framkomu, en það get jeg sagt honum í fullri einlægni, að í áliti almennings mun hann og meistarar fá ómildari dóma heldur en við fyrir alla þeirra framkomu í þessum málum. Sveina Vigfúsdóttir. ★ Ut af ofanritaðri grein hefir Eggert Claessen óskað að taká fram eftirfarandi; Lögreglustjórinn hafði úrskurð- atS, að meistararnir hafi _ fullan rjett til að láta nemendur vinna með sjer, en verkfallsstúlkurnar sögðust vera á annari skoðun og þeirri skoðun sinni vildu þær framfylgja með ofbeldi. Að öðru leyti virðist mjer for- maður fjelags hárgreiðslukvenna viðurkenna, að jeg hafi skýrt rjett frá um ofbeldisverkin. Þjóðrsknisfjelagið FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Var Thor Thors, núverandi aðal- ræðismaður íslands í New York, aðal forgöngumaður fjelagsstofn- unarinnar. Samkvæmt lögum þeim, er þá voru samþykt fyrir fjelagið, er tilgangur þess að efla samhug og samvinnu milli heimaþjóðarinnar og Vestur-íslendinga, og taka upp samvinnu við Þjóðræknisfjelagið vestra. Var svo til ætlast, að fje- lagið gangist fyrir því, að Vestur- íslendingar komi hingað og menn fari hjeðan vestur, og verði ferð- ir þessar til þess að auka kynni heimaþjóðarinnar á högum landa vorra vestra. Rnnfremur er svo ákyeðið í lög- unum, að fjelagið standi fyrir ár- legum Vestmannadegi. Vestmannadagur hafði þá einn verið haldinn á Þingvöllum sum- arið 1939, og var annar haldinn hjer í bænum síðastliðið sumar. Ýmsar tillögur hafa komið fram viðvíkjandi verkefnum fjelagsins. Hefir m. a. veríð talað um hvern- ig heppilegast yrði að auka bóka- viðskifti hjeðan við íslendinga vestra. Hafa þau viðskifti oft gengið skrykkjótt, enda eru nokk ur vandkvæði þar á, vegna þess hve mikill inriflutningstollur er á bókum þar. Vel má vænta þess, að hjer finn- ist hagkvæm og fær leið. Hefir nefnd innan fulltrúaráðs fjelags- ins haft þetta mál til athugunar. En Zófónías Þorkelsson verk- smiðjueigandi frá Winnipeg ætlar að tala um þetta mál sjerstaklega á aðalfundinum á morgun. Þá hefir verið talað um að vest- ur-íslenskir námsmenn og kenn- arar fengju kenslupláss hjer við skóla. Ætti það að geta komið að góðu gagni fyrir kynning Vestur- íslendinga og samband við heima- þjóðina. Var samþykt áskorun til Alþingis' á fyrsta aðalfundinum um að það beitti sjer fyrir því, að 2 kennarar, 1 lækna- og 1 guð- fræðinemandi fengju hjer kenslu- pláss eitt ár hver. Ýmislegt annað hefir verið rætt í stjórn og fulltrúaráði fje- lagsins. Þeir sem hafa áhuga fyrir þess- um málum ættu að koma á aðal- fund fjelagsins annað kvöld í Kaupþingssalnum kl. 8V2. Þar geta menn, sem ekki hafa enn gerst fjelagar, gengið í fjelagið. Fjelagsgjaldið er 2 kr. á ári, en ef hægt verður að koma því við að fjelagsmenn fái Tímarit Þjóð- ræknisf j elags V estur-í slendinga, má gera ráð fyrir að ársgjaldið hækbi í 5 krónur. Libyaj FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. búi nú um sig í fjöllunum fyrir austan Benghazi, en um þessi fjöll liggi hin fræga bifreiðabraut Mussolinis, með vegarmerkjunum, sem skráð eru á ýms ummæli, sem boða fyrirætlun Mussolinis um að leggja undir sig Egyptaland. Breski flugherinn er farinn að undirbúa sóknina vestur á bóginn með loftárásum á veginn og á bifreiðasveitir og herflokka ítala þar. Símon I Vatnskoti sextugur sveinn í hrímaðri baðstofu á Brúsastöðum í Þingvallasveit. Sveinninn var skírður Simon Daníel, eftir síra Símoni Bech á Þingvöllum. Símon í Vatnskoti er því áreiðanlega sextugur. enda þótt lítt verði það á honum sjeð nje heyrt. Símon hefir auk þess dvalið lengst allra núlifandi manna í næsta nágrenni Þingvalla og á staðnum sjálfum, eða. nánar til- tekið alla sína ævi, að undantekn- um 6—7 árum, er hann var við trjesmíðanám og atvinnu í Reykja- vík. Og nú í vor eru 30 ár liðin síð- an hin ramma taug átthagaástar- innar dró ungu hjónin, Símon og Jónínu, austur yfir Mosfellsheiði. Fátæk að fje, en rík af bjart- sýni og trú á lífið, réistu þau sjer lítinn bæ í Vatnskoti við Þing- vailavatn. Nú eru 5 efnileg börn flogin úr hreiðrinu og orðin sjálfstætt fólk,. litli bærinn horfinn fyrir vistlegu og rúmgóðu íbúðarhúsi; alt ber vott uiri dugnað og reglusémi hjónanna, sem alt þetta^ hafa unn- ið ein með hjálp barna sinna. Símon er að mörgu leyti óvenju- legur maður, völundur á alt efni, tveggja maki til vinnu, gulltrúr í öllum sörfum, enda lÖngum hjálp- arhella sveitunga sinna í hverskon- ar vandræðum. Munu margir vinirnir frá fyrrí og seinni árum senda hinum vin- sælu merkishjónum í Vatnskoti hlýjar kveðjur og góðar óskir. Sveitungi. 1 ★ Ofanrituð grein barst Mbl. á laugardag og var ætlunin að birta hana á sunnudag, afmælisdag Sím- onar, en af vangá fórst það fyrir. Frakkland FRAMH. AF ANNARI SÍÐU. Lyons-útvarpið vitnaði m. a. í svissneskt blað í gær, sem skrifað hefði á þá leið, að Petain hefði stuðn- ing allra Frakka og það vœri þess vegna heimska af Þjóðverjum að vekja deilur við hann. Það hefir vakið athygli, að Petain ræddi margsinnis við Baudouin, fyrverandi utanríkis- málaráðherra sinn í Vichy í gær, en Baudouin hefir undan- farið sætt hörðum árásum í Parísarblöðunum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.