Morgunblaðið - 04.02.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 04.02.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 4. febr. 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Alþingi kvatt saman 15. febrúar Aráðuneytisfundi í gœr var gefið út opið brjef þess efnis, að Alþingi skuli koma saman til reglulegs fundar laugardaginn 15. febrúar næst- komandi. Verður Alþingi þá sett, að aflokinni guðsþjónustu í Dóm- kirkjunni. Verkfall yfirvofandi tijá loftskeytamonnum á togurum Sáttasemjari hafði í gær fund með veitingamönn- um og fulltrúum starfsstúlkna á veitingahúsum, en fundurinn bar engan árangur. Verkfallið heldur því áfram. Sömuleiðis heldur áfrari verkfall hárg”eiðslustúlkna Þar hafa engar víðræð" farið fram ur.rtanfanð. Sáttasemjari atti í gær íal við framkvæmda- stjóra Vinnuve:tendaf ielagsins og Alþýðusambandsins, tíl þess að heyra hvemig hugur þeirra stæði. Niönrstaðan varð sú, að sáttasemjari taldi ekkí til neins, að kveðja samni igsaðilja á fund. Líkur benda til, að verkfall standi fyrir dyrum hjá loft- skeytamönnum á togurum. Fje- lág loftskeytamanna auglýsti á dögunum nýjan taxta og boðaði verkfalLfrá hádegi 6. þ. m., ef útgerðarmenn hefðu ekki fyrir þann tíma gengið að taxtanum. Samkv. upplýsingum, sem Mbl. hefir fengið, munu útgerðar- menn ekki vilja ganga að taxt- anum. Eru því allar líkur til, að verkfall verði hjá loftskeyta- mönnum. Breska þinghúsiO skemmlst i loftárás 4 menn fórust með m.b. .Baldri* Vjelbáturinn „Baldur" frá Bol- ungarvík, sem sagt var frá í sunnudagsblaðinu, er nú talinn af; A bátnnm voru fjórir menn, allir frá sömu fjölskyldu. Þeir voru; Guðmundur Pjetursson formað- ur og bróðir hans Ólafur Pjeturs- son, Óskar Halldórsson og Runólf- ur Hjálmarsson. Voru tveir hinir síðarnefndu í tengdum við bræð- urna. Br mikill harmur kveðinn og sár missir fyrir sömu fjölskylduna að sjá á bak fjórum karhnönnum k á besta aldri og fyrirvinnu f jöl- skyldunnar. Prestar Sprengja kom nýlega á þinghúsbygginguna í London og skemdi þann hluta af húsinu, sem nefnist Cloister Court. Þjóðræknisfjelagið hefir mörg verkefni Samtökin um fjelagið þurfa að verða almennari Míkíll kvef faraldor í bæntim Hlutfallskosning- ar í verkalýðsfje- lagi Stokkseyrar Fjelag Sjálfstæðisverkamanna á Stokkseyri, Málfundafjelagið „Freyr“, sem stofnað var fyrir rúmri viku, hefir nú þegar náð þeim athyglisverða árangri í starfi sínu, að koma á hlutfallskosningu í Verkálýðsfjelagf Stokkseyrar. Og nú í kosningu í stjórn og trúnað- armannaráð Verkalýðsfjelágsins komið að einum manni stjórnina. Ásmundi Hannessyni, með 'svo á- gætum meirihluta, að ekki vantaði nema tvö atkvæði, að fjelagið kæmi að tveimur. í trúnaðarmannaráð, sem skip- að er 15 mönnum, voru kosnir 5 Sjálfstæðisverkamenn. Þessi sigur Sjálfstæðisverkamanna á Stokks- eyri gefur góðar vonir um starf- semi Málfundafjelagsins „Freys“. Formaður fjelagsins er Svamu’ Karlsson. IÁRDEGISVEISLU, sem vestur-íslenskum gestum var haldin hjer í sumar, mintist Ásmundur P. Jóhannsson á stofnun Þjóðræknisfjelagsins hjer í Reykjavík og komst að orði á þá leið, að það væri sjer óblandið gleðiefni, að við skyldum hafa vaknað og tekið til starfa hjer heima áður en þjóðræknisstarfið var úti og búið vestan hafs. Ekki mátti skilja orð hans þannig, að hann liti svo á, að þjóðleg samtök Vestur-íslendinga væri i andarslitrunum. Bn hann gaf í skyn, — og það mun öllum, sem á hann hlýddu, hafa fundist með rjettu,— að þegar Þjóðræknisfjelagið vestra hefir starfað í 20 ár, þá er kom- tun tími til, að þau fjelagssamtök landa vorra fái stuðning og sam- ú.ðarvott hjeðan að heiman. Kveffaraldur mikill gengur nú hjer í bænum og legst hann þungt á víða. Mafði Mbi. heyrt, að sumir læknar teldu að hjer væri inflú- eiisa á ferðinni. En hjeraðslæknir sagði, að svo væri ekki, heldur væri þetta kveffaraldur. En far- aldur þessi væri slæmur og mjög útbreiddur í bænum. Honum fylgdi kveflungnabólga og væri því nauðsynlegt, að fólk færi vel með sig. Kveffaraldur þessi hefir verið hjer síðan fyrir áramót, en færst mjög í vöxt síðustu viku. Hallgrímskirkju settir i embættin T 7 iðhöfn mikil var við síðdegis- * messuna í Dómkirkjunni á sunnudaginn var, en þá voru þeir síra Sigurbjörn Einarsson og síra Jakob Jónsson settir inn í embætti sín í Hallgrímssókn. Dómprófastur, síra Friðrik Hal-1- grímsson setti prestana inn í em- bættin, en þvínæst flnttu þeir stutta ræðu hvor. Að lokum á- varpaði biskupinn, herra Sigur- geir Sigurðsson, prestana og söfn- uðinn. Kirkjan var þjettskipuð fólki, og fór athöfnin virðulega fram. Er þá búið að setja alla hina * nýju presta inn í embættin, nema síra, Jón Thorarensen, sem þjónar í Nessókn. Því verður ekki neitað, að tóm- læti hefir verið altof mikið lijer heima gagnvart Vestur-Islending- um og öllu sem þeirra er. Það er eins og ýmsir líti svo á enn í dag, að íslendingar, sem lifa og starfa úti í fjarlægum löndum, komi heimaþjóðinni lítið sem ekkert við. En þetta er hinn mesti mis- skilningur. Með því að halda líf- rænu sambandi vif5 íslendinga, er- lendis, stuðla menn að því, að þjóðin verði raunverulega stærri, áhrifá hönnar gæti víðar. Meðan Vestur-íslendingar eru eins ís- lenskir og þeir eru enn í dag, leggja þeir sinn skerf til íslenskr- ar menningar. Hver vill missa af sambandi við bestu menn Vestnr- íslendinga? Og hver veit nema þjóð vor eigi eftir að eignast þar annað stórskáld á við Stephan G. Stephánsson. En nú á tímum er okkur dýr- mætast að vita og skilja hve lengi og vel Vestur-íslendingar hafa getað lialdið íslenskri tungu og menningu vestur í þjóðahafinu. Er þetta okkur hjer heima hiu mesta uppörfun í því, að íslensk menning og þjóðarkend eru ekki yfirborðs látalæti, er þurkast burt við hvaða erlend áhrif sem eru. Þegar við horfum fram á það hjer heima, að við verðum í okkár eigin landi að standast meiri á- sókn erlendra áhrifa en nokkru sinni fyr, og nokkurn hefði órað fyrir, þá er gott að hafa í huga hve vel hið íslenska þjóðarbrot véstra hefir staðið sig, og það er ástæða fyrir okkur að leggja fram nokkra fyrirhöfn til þess að styðja landa okkar vestra í því, áð efla samtök sín og hinn þjóð- lega viðnámsþrótt þar. ★ Þjóðræknisf jelagið hjer í Reykja vík var stofnað 1. desember 1939. FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU. Togarar fara ekki á salt- fiskveiðar T7X ngar líkur eru til þess, að togarar fari á saltfisks- veiðar á þessari vertíð. Verðið á ísfiski helst stöðugt mjög hátt í Englandi, og með- an jsvo er, munu togaraeigend- ur ekki hugsa til saltfisksveiða með skip sín. Hjer í Reykjavík stendur og þannig á, að ekki er auðgert að taka hjer saltfisk í land, til verkunar, þar -sem allar fisk- verkunarstöðvar eru í vörslu breska setuliðsins. Pylsuvagnaeigendur eru ekki ánægðir með úthlutun pylsuvagna- stæðanna í Kolasundi, og hafa tveir þeirra kvartað til bæjarráðs. Reykjavíkurmót í sundknattleik Reykjavíkurmót í sundknatt- leik stendur yfir um þessar mundir í Sundhöllinni og er þegar búið að keppa í tvö kvöld, en úrslitaleikir fara fram n. k. föstudagskvöld. Þátttakendur í mótinu eru sveit frá Ármanni, K.R. og tvær sveitir, A og B frá Ægi. Úrslit hafa orðið þessi: Fyrst keptu A-sveit Ægis og K.R. og vann Ægir með 9 mörk um gegn 0. Sama kvöld kepti Ármann og B-sveit Ægis og unnu Ármenningar með 10:1. I gærkvöldi vann Ármann K.R. með 8:0 og A-sveit Ægis vann B-sveit Ægis með 9:1. Á föstudaginn kemur keppa því B-sveit Ægis og K.R. um þriðja og fjórða sætið og Ár- mann og A-sveit Ægis um fyrsta og annað sætið. Kept er um silfurbikar, sem er í smíðum. Næturakstur; Aðalstöðin. Sími 1383.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.