Morgunblaðið - 11.02.1941, Page 6
6
MORGUNBLAÐIÐ
Þriðjudagur 11. febrúar 1941
Sj álf stæðismálið.
Alyktun Sjált-
stæðisfjelags
Akureyrar
Bílslysið
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
og upp á akveginn aftnr. Þar var
svo bíllinn stöðvaður.
Hjer hefir bersýnilega verið
mikill hraði á bílnum og telur bíl-
stjórinn ekki útilokað, að hann
hafi í fátinu, sem á hann kom,
stigið í ógáti á bensíngjafann í
stað hemilsins.
Afundi, sem haldinn var í
fjelagi Sjálfstæðismanna
á Akureyri 5. þ. m., var sam-
þykt einróma svohljóðandi til-
lága í sjálfstæðismálinu:
„Með því að sambandslög-
in eru úr sögunni fyrir rás við-
burðanna, en ríkisstjórnin hef-
ir tekið konungsvaldið í sínar
hendur til bráðabirgða, og með
J>ví að nauðsyn er á því að end-
anleg og tryggileg skipun sje
gerð um hver fari með þetta
vald, þá skorar fundurinn á
Alþingi að gera stjórnarskrár-
breytingu í þessu skyni, enda
gengur fundurinn út frá því,
að vald þetta verði lagt í hend-
ur þar til kjörins forseta".
Þingmálafundur
i Vestmannaeyjum
ingmálafundur var haldinn
í Vestmannaeyjum á mið-
vikudaginn var. Þingmaður
kjördæmisins, Jóhann Þ. Jós-
efsson, boðaði til fundarins.
Eigi mættu á fundinum for-
svarsmenn annara flokka,
nema Isleifur Högnason fyrir
kommúnista.
Margar tillögur voru sam-
þyktar á fundinum, þ. á. m.
svohljóðandi tillaga í skatta-
málum:
„Fundurinn skorar á Alþingi
að! setja þegar á þessu þingi
ný skattalög með hliðsjón af
þeirri reynslu, sem fengist hef-
ir jaf núgildandi skattalöggjöf.
Skattfrelsi sje afnumið en
skattaálagningu þannig hagað,
að atvinnufyrirtæki fái aðstöðu
til að safna hsefilegum .ara-
sjóðum, og efía framleiðslu-
tæki sín“.
1 sjálfstæðismálinu var sam-
þykt svohljóðandi tillaga:
„Fundurinn lýsir yfir því, að
hann telur ráðstafanir Alþing-
is, þær er gerðar voru síðast-
liðið ár, um meðferð utanrík-
ismála og ráðstöfun konungs-
valdsins, sökum þess ástands,
er ríkir, nauðsynlegar og rjott-
mætar. Ennfremur telur fund-
urinn nauðsyn þess að varð-
veitt sje þjóðleg eining og verð-
mæti frelsisbaráttu þjóðarinn-
ar undanfarna áratugi, að alt
sje förðast í orðum eða athofn
um, er til þess geti leitt, að er-
lendar þjóðir reyni að ná var-
anlegri íhlutun um málefni
lands vors, en að því sje unnið,
að þjóðin fái óskoruð yfirráð
allra sinna mála á þeim grund-
velli, sem lagður er með sam-
bandsíögunum frá 1918“.
Nytt námskeið í þýsku hefst í
háskólanum bráðlega. Kennari
Ingvar Brynjólfsson. Uppl. hjá
háskólaritara fyrir vikulok.
Köstuðust af
bflnum.
Þegar bíllinn rann út af veg-
arkantinum, köstuðust piltarnir 5,
sem stóðu á pallinum, af bílnum
og lentu sumir á grjóti. er þeir
komu nifiur og hlutu mikil meiðsl.
Piltarn% voru:
Guðmundur Eiríksson, Hofs-
vallagötu 19. Hans meiðsl voru
mest og andaðíst hann á Lands-
spítalanuih um kl. 7 á sunnudags-
kvöld. Guðmundur sál. var einka-
sonur Eiríks Einarssonar, er lengi
vann hjá Ölgerðinni Egill Skalla-
grímsson. Hann var mesti efnis-
piltur.
Magnús Guðbrandsson (Guð-
brandar forstjóra Áfengisverslun-
arinnar) hlaut mikil meiðsl á
höfði og blæðing á heila; einnig
meiðsl á handlegg og fleiri smærri
meiðsl. Hann var fluttur meðvit-
undarlaus á spítala, en læknar
telja þó von um, að hann sje ekki
í lífshættu.
Ásbjöm Magnússon, Grjótagötu
14. Fekk sár á höfði og sennilega
viðbeinsbrot.
Skúli Petersen og Haraldur
Gíslason sluppu með minni
meiðsl. Sjötti pilturinn, sem var
á pallinum, Halldór Guðmunds-
son, fjell ekki af bílnum.
Það merkilega skeði, að þeg-
ar bíllinn stöðvaðist upp .4
veginum, lá Halldór á hægra
frambrettinu. Hann veit ekkert
hvernig þetta hefir skeð.
Bretar bundu
um sárin.
Breski hermannabíllinn, sem
fyr getur, kom þarna fyrst að.
Hermennirnir, sem í bílnum vom,
höfðu meðferðis sáraumbúðir og
bundu til bráðabirgða um sár
hinna slösuðu, hagræddu þeim,
vöfðu í teppi og yfirhafnir,
Var strax sent niður að Bald-
urshaga og símað til Reykjavíkur.
Komu brát.t tyeir sjúkrabílar og
læknir og voru hinir sæx*ðu menu
fluttir á Landsspítalann.
Orsakir slyssins.
Bílstjórinn segir, að hjól bílsins
hafi lent í holu á veginum, auga-
blöð á báðum framfjöðranum hafi
brotnað og við þetta hafi bíllinn
„skrollað“ og hann mist stjórn-
ina á honum.
Annars er vegurínn tiltölulega
sljettur þarna, en á vegbraninni
er lausamöl, en þar sem svo er,
er erfitt að hafa stjórn á bíl, ef
ferðin er mikjl.
★
Rannsóknarlögreglan hefir mál-
ið tíl rannsóknar. Hún gat ekki
sagt neitt ákveðið um það í gær,
hver væri orsök slyssins.
Hjónaefni. S.l. laugardag opin-
beruðu trúlofun sína ungfra Sig-
ríður Eggertsdóttir, Leifsgötu 3
og Oddgeir Þ. Oddgeirsson (síra
Þórðar Oddgeirssonar), starfsmað-
ur hjá H. í. S.
Sjötugur: Páll Bergs-
son írá Hrfsey
Páll Bergsson kaupmaður
frá Hrísey á sjötugsaf-
mæli í dag. Hann er fæddur á
Atlastöðum í Svarfaðardal og
ólst þar upp í foreldrahúsum.
Gekk í Möði'uvallaskóla árið
1891, útskrifaðist þaðan 1893.
Árið 1897 kvæntist Páll Svan
hildi Jörundsdóttur frá Hrísey.
Fluttist sama ár til Ólafsfjarð-
ar og rak þar verslun og út-
gerð. Hann varð brátt forystu-
maður sveitarinnar, vegna á-
gætra hæfileika.
Árið 1916 fluttust þau hjón
til Hríseyjar og settust að á
föðurleifð Páls, Syðstabæ. Þar
reisti Páll stórt og vandað hús.
Hann rak útgerð frá Hrísey
til ársins 1930. Hann fluttist
til Akureyrar á s. 1. ári.
Aðalstarf Páls hefir verið við
útgerð og verslun. En hann
gegndi einnig lengst af ýmsum
opinberum störfum. Var t. d.
hreppstjóri í 18 ár og oddviti
í 9 ár, sýslunefndarmaður í
24 ár, símstjóri 10 ár, spari-
sjóðsformaður 22 ár. Hann
stofnaði fyrsta bátaábyrgðar-
fjelagið við Eyjafjörð og var
förmaður þess í 5 ár.
Þau hjón, Páll og Svanhild-
ur, eignuðust 13 börn, en tvö
dóu ung. Elsta soninn mistu
þau 22 ára gamlan. öll hafa
börnin notið skólamentunar,
átta synir verið í Mentaskóla
Akureyrar og tekið próf það-
an. Dæturnar hafa hlotið margs
konar mentun. Börn þeirra á
lífi eru: Hreinn, kaupfjelags-
stjóri í Hrísey, Gestur, skrif-
stofustjóri, Rvík, Bjarni, frysti
hússtjóri í Hrísey, Gunnar,
skrifstofumaður, Rvík, Jörund-
ur, listteiknari, Rvík, Bergur,
1 Stýrimannaskólanum, Svavar,
í Háskólanum, Guðrún, gift
Hjeðni Valdimarssyni, Eva,
gift Jóhanni Kröyer, verslunar-
stjóra, Akureyri, Margrjet,
símamær á Akureyri.
Páll Bergsson er einn af
þeim, sem menn meta því meira
og þykir því vænna um, sem
þeir þekkja þá betur. Hann er
alt í senn, hagsýnn maður og
gleðimaður, fullhugi og gæt-
inn, strangur við sjálfan sig,
en mildur við alla, sem hann
umgengst. Hann er einn af
þeim mönnum, sem skilja al-
vöru lífsins, en meta hvem
þann sólskinsblett sem hann
hittir á lífsleiðinni, svo öllum,
sem þekkja hann, hlýnar um
hjartarætur í hvert sinn er þeirj
hugsa til hans.' V. St.
Wiilkie
í dag
Wendell Willkie er nú kom-
inn til Bandaríkjanna og
nran verða yfirheyrður af utanrík-
ismálanefnd öldungádeildar.innar í
dag (þriðjudag).
Það var tilkynt í Washington í
gær, að Willkie myndi fara á fund
Roosevelts, þegar að lokinni yfir-
heyrslunni í ntanríkismálanefnd-
innj.
Samkepni um teikn-
ingu á Háskúlabíúinu
Þrenn verðlatin
Nefnd sú, sem Háskólinn
hefir falið að hafa fram-
kvæmdir í bíó-málinu, hefir á-
kveðið að láta fram fara sam-
kepni um teikningu á húsinu.
Þrenn verðlaun verða veitt:
4000 kr., 2000 kr. og 1000 kr.
Teikningum á að vera skilað
fyrir 10. mars n. k.
B|örnæi
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
annað, verða frá glötun geymd-
ur.
Vonandi verður einhver til
að gera þetta og það sem fyrst.
Því enginn veit hve nærri er
æviendi.
Björnæs minn, gamli vinur!
Þú hefir nú, þegar fyrir nokkru,
unnið þjer vinsemd og virðingu
þeirra samverkamanna þinna,
sem tókst að skilja þig og þjer
að skilja þá. Hlýji slík vinátta
og samúð að þjer á allar hlið-
ar svo að þau spor, sem þú enn
átt óstígin hjer, megi verða
þjer unaðsrík. Njóttu þeirrar
sælu um ólifaða ævidaga!
Elsti samverkamaður.
Berganzoli
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU
upp fyrir breskum majór. Ame-
rískur frjettaritari lýsir því, er
hann hitti Berganzoli í Soluch.
Hann lýsir honum sem litlum
manni með rautt kjálkaskegg.
Berganzoli barðist með ítölsku
sjálfboðaliðssveitunum á Spáni og
hlaut þá viðurnefnið „maðurinn
með rafmagnaða kjálkaskeggið“.
Berganzoli varðist í Bardia, en
komst þaðan undan. í Sollueh var
hann klæddur í einkennisbúning
óbreytts hermanns. Ilann var þar
í hópi 6 annara ítalskra herfor-
ingja, og voru þeir allir fluttir
til Kairo í gær.
f tilkynningu bresku herstjóm-
arinnar í Kairo í gær var skýrt
frá því, að verið væri að hreinsa
svæðið hjá E1 Agheila, á landa-
mærum Cyrenaica og Tripoli.
Maitland Wilson hershöfðingi,-
sem stjórnaði bresku hersveitun-
um í Cyrenaica, hefir nú verið
skipaður landstjóri þar. Hann
hafði verið yfirhershöfðingi breska
hersins í Egyftalandi frá því í
maí 1939.
Minningarorð um
Guðíúnu A. Júnsdúttur
r dag verða jarðneskar leifar
Guðrúnar sál. Jónsdóttur born
ar til hinstu hvílustaðar. Hún and-
aðist 5. þ. m.
Guðrún' sál. var ættstór í báð-
ar ættir. Foreldrar hennar vorn
merkishjónin Þórdís Bjarnadóttir
og Jón llalldórsson bóndi að
Hofsá í Svarfaðardal, en þar
fæddist hún 9. maí 1849. Naut
hún hins besta uppeldis í föður-
húsum og dvaldi auk þess á Ak-
ureyri til mentunar um skeið,.
sem á þeim tímum var þó ótítt.
Góðir meðfæddir hæfileikar og að-
hljmning þeirra varð þannig sá
grundvöllur, er Guðrún sál. gar
bygt framtíð sína á.
Hún giftist á ungum aldri Jóni
Þorvaldssyhi frá Krossum, en
hann andaðist fyrir allmörgum ár-
um. Þau hjónin bjuggu búi sínts.
að Hofi í Svarfaðardal, og eru
börn þeirra: Snjólaug, ekkja,
Jóhann J. Eyfirðingur kaupm..
Þórdís J. Carlqvist ljósmóðir, Jóií
J. Eyfirðingur bóndi, Þofsteinh
J. Eyfirðingur skipstj. og Sigur-
laug, gift Th. Thomsen vjelfræð-
ingí. Barnabörn og barnabarna-
börn hennar eru hátt á þriðja
tug. Síðustu ár æfinnar bjó hún
hjá Sigurlaugu dóttur sinni.
Ytra útlit Guðrúnar var hið
prýðilegasta. Hún var Ijett í spori
og frjálsleg í fasi, ljóðelsk, ákveð-
in í skoðunum og minnug vel. Og
alt þetta hjelst í hendur til æfi-,
loka með þeim ágætum, að eins,
dæmi má heita. Ilún hafði fóta-
vist nær alla tíð og bar ávalt lif-
andi áhuga á því, sem gerðist í
kringum hana nær og f jær. En ef
við ættum þess kost að líta með
henni til baka á hoi’fna slóð, mætti
sjá að bernska, glaðvær æska, full-
orðinsár með alvöru, móðurgleði
og baráttu, efri ár og elli, alt bar
sömu einkenni: kjark, þrautseigju
og óbilandi lífsþrá. Árangurinn
varð líka mikið lífsstarf, en laun-
in einhver þau bestu, er lífið veit-
ir: Hún naut kærleiks og um-
hyggju ástúðlegra barna og bama
bama, sá þau vaxa upp og verða
að nýtum borgurum og sjálf hafði
hún óskerta líkams og sálar
krafta alla tíð.
Frá þjóðfjelagslegu sjónarmiði
verður líf og starf slíkrar konu
hvorki mælt nje vegið, en jeg veit
að
„vel er fátæku
fósturlandi
meðan jafngóða
getnr svanna“. S. S.