Morgunblaðið - 11.02.1941, Síða 8

Morgunblaðið - 11.02.1941, Síða 8
IHlorgtmMa&ft Þriðjudagur 11. febrúar 194! nfinniir VENUS RÆSTIDUFT drjúgt — fljótvirkt — ódýrt. Nauðsynlegt á hverju heimili. HÚSGÖGNIN YÐAR Znundu gljáa ennþá betur, ef þjer notuðuð eingöngu Rekord búsgagnagljáa. HAMINftJUHJÓLIB KAUPUM FLÖSKUR og GLÖS háu verði. Sækjum samstundis Sími 5333. Flöskuversl. Kalk- ofnsvegi við Vörubílastöðina. MEÐALAGLÖS og FLÖSKUR keypt daglega. Sparið millílið in» og komið til okkar, þar sem þjer fáið hæst verð. Hrínglð I !■!»>* 1616. Við sækjum. Lauga- vegs Apótek. KAUPUM FLÖSKUR itórar og smáar, whiskypela, flðs og bóndósir. Flöskubúðin, Sergstaðastræti 10. Sími 5395. iækjum. Opið allan daginn. EFTIRMIÐDAGSKJÓLAR blússur og pils altaf fyrirliggj- andi. Saumastofan Uppsölum Sími 2744. HARÐFISKSALAN Þvergötu, selur góðan og þurk- aðan saltfisk. Sími 3448. ÞAÐ ER ÖDÝRARA að lita heima. Litina selur Hjörtur Hjartarson, Bræðra- borgarstíg 1. Sími 4256. KÁPUR og FRAKKAR fyrlrliggjandi. Guðm. Guð- mundsson, dömuklæðskeri - Klrkjuhvoli. vj» KONA EÐA STÚLKA óskast í árdegis vist, Kristinn Jónsson, vagnasmiður, Frakka- Btíg 12. OTTO B. ARNAR Jögglltur útvarpsvirkl, Hafnar Irtræti 19. Sími 2799. Uppsetn- Ing og viðgerðir á útvarpstækj- hm og loftnetum. ÐE Nýar Sítrónur vism Laugaveg 1. Fjölnisveg 2. JQ rqúÍ!Í húffitl rneá' RITS raffibæiisdufti 0E KAUPI OG SEL allskonar Verðbrfef og fasfeignir. Símar 4400 og 3442. Garðar Þorsteinsson. 30 53. dagur Ilún sá glögglega fyrir hug- skotssjónum sínum, hvernig hún hafði verið og hvað hún hafði sagt. Hún mundi ekki orðin, en hún skildi, að þetta fárveður, sem hún hafði feykt yfir höfuð hans, hafði verið að búa um sig altaf síðan stríðið skall á, og allar von- ir hennar hrugðust. Hún hafði nefnt ísabellu, en í raun og veru átt við þreytu, vonhrigði, ósigra. Og Kester hafði hlustað á hana og ekki skilið hana, af sömu ástæð- um, þreytu, vonbrigðum, ósigrum. Og þarna sat hún fyrir framan arineldinn og gerði sjer ljóst, í fyrsta sinni á æfinni, að hún gat sjálfri sjer um kent, en ekki öðr- um, þá ógæfu, er hana hafði hent. Betty kom og sagði, að kvöld- maturinn væri tilbúinn, en hún sendi hana burt. Loks stóð hún á fætur og fór upp á loft. Hún stóð úti við svefn herbergisgluggann og beið eftir því, að Kester kæmi, en árangurs- laust. Það var farið að birta, og henni hafði ekki komið dúr á auga. En húu hafði lært, að enginn gat gert henni jafn mikið tjón og hún sjálf hafði gert. ★ Það var barið að dyrum, og hún stökk á fætur, full eftirvænt- ingar. En það var aðeins Betty. Hún var hissa, þegar hún sá, að Eleanor var alklædd. „Eruð þjer þegar komnar á fæt- ur, Miss Eleanor ?“, sagði hún undrandi. Eleanor var búin að gleyma því, að hún hafði ekki háttað um nóttina, en vonaði mi, að Betty tæki ekki eftir því að rúmið var ósnert. „Já“, svaraði hún. „Hvað er þjer á höndumu?“ Betty afhenti henni hraðsendi- brjef frá New Orleans. Utaná- skriftin var vjelrituð og Eleanor var„ svo vonsvikin, að hún ætlaði varla að opna brjefið. Loks reif hún þó upp umslagið og blað úr bók og tvær blaðaúrklippur fjellu niður í kjöltu hennar. Brjefið var frá föður hennar.. Hann sendi henni aðeins kveðju og sagðist vona ,að hún hefði gagn af þessu. Eleanor hafði varla rænu á að líta á þetta, en fór brátt að lesa úrklippurnar. New York. 2. mars. stóð skrifað á þær. I smáklausu þar Aar sagt frá því, að breska herskipið „Queen EIisabeth“, sem nú væri í Dardan- ellasundi, notaði heilan balla af bómull í hvert sinn og hleypt væri skoti úr hinum 15 þumlunga fall- byssum skipsins. Þó Eleanor væri dauðuppgefin reyndi hún að festa hugann við að lesa líka blaðið. Það var ein síða prentuð, rifin úr handbók í efnafræði, og þar var grein um sprengiefni. Þar var talað um skot- ull, sprengítrjeni og fleiri efni, sem hún vissi lítil deili á. En smátt og smátt gleymdi Eleanor rifrildinu við Kester og hatrinu á ísabellu fyrir öðrum hugsunum mikilvægari. Hún fór inn í baðherbergi og * +• REGLUSAMUR MAÐUR óskar eftir góðu herbergi. — Fyrirfram greiðsla. Upplýsing- ar í síma 2195. Eftir GWEM BKI^TOW baðaði augu sín úr köldu vatni og fór síðan aftur inn í svefnherbergi til þess að síma. Hún ætlaði að tala við Sebasttian, bróður Kest- ers, og símaði heim til hans, þar sem hún gerði ráð fyrir, að hann myndi ekki vera kominn á skrif- stofuna. Hún revndi að tala hressi- lega, er hann kom í símann. „Sebastian“, sagið hún. ,,Þú færð í dag brjef frá Kester, þar sem hann biður þig að selja bómull. En jeg síma til þess að segja þjer, að hann hefir hætt við það. Hann ætlar ekki að selja núna“. „Hvers vegna ekki, Eleanor ?“ „Kester segir þjer það seinna. En þú manst það fvrir alla muni, að selja ekki“. „Jeg ráðlegg ykkur þó eindreg- ið til þess að selja. Þýskaland og England —---------“ „Hefurðu nokkurntíma heyrt getið um skotull, Sebastian?" greip Eleanor fram í fyrir liou um. „Sprengiefni í sambandi við bómull f ‘ „Um hvað ertu eiginlega að tala ?“ „Það stendur á sama. Seldu bara ekki bómullina okkar“. Hún lagði heyrnartólið á sím- ann. Kraftar liennar voru þrotnir. Hún flevgði sjer upp í rúm og steinsofnaði í einu vetfangi. Sólin var komin hátt á loft, þegar hún vaknaði. Fyrst í stað var liún undrandi vfir, hve lengi hún hafði sofið og skildi ekki, hvers vegna hún var í öllum föt- unum. En síðan mundi hún alt og stökk á fætur. Kester var ekki kominn heim. Það var auðsjeð að þjónustufólkið var forvitið, en Eleanor ljet sem hún tæki ekki eftir því. Hún tal- aði við eldabuskuna, horfði á, meðan Cornejía borðaði matinn sinn og borðaði sjálf, þó hefði hún enga matarlyst. Þegar húm liafði baðað sig og skift um föt, settist hún út á veröndina, hall- aði sjer upp við eina súluna og beið eftir að Kester kæmi. Klukkan var næstum því orðin tHtft'*,' \ ... 4, þegar hún heyrði í bílnum í trjágöngunum. Hún stökk á fætur. Og þegar Kester steig út úr bíln- um, hljóp hún til móts við hann. Þau tókust í hendur og sögðu bæði í einu: „Geturðu fyrirgefið mjer?“ Eftir það vissi hún varla, hvað þau sögðu. Hún talaði um alt mögulegt í belg og biðu og eins gerði hann. Þau fóru inn í dag- stofuna. Hún settist í legubekk- inn fyrir framan arineldinn, en hann kraup við fætur hennar og lagði liöfuðið í kjöltu hennar. Hún sagði honum, að hún liefði verið búin að fyrirgefa jhonum löngu áður en hann kom lieim og ]>að eina sem hún kærði sig um, væri að vita að honum þætti enn vænt um sig. En hann þurfti að tala út. ★ Hann hafði alls ekki ætlað sjer að fara til ísabellu, er hann yfir- gaf hana. En hann var svo reið- ur, að hann vissi ekkert livað liann gerði. Áður en leið á löngu var hann orðinn dauðadrukkinn. Þó mundi hann vel alt sem skeð hafði. Sjerstaldega mundi hann vel eftir því, að veitingamaður- inn í drvkkjukránni hafði grát- beðið hann að aka ekki sjálfur bíln um svona á sig kominn, og hann hafði svarað, að hahn gæti stjórn- að hvaða bíl sem væri, hvenær sem væri. Hann muudi, að honum hafði liðið betur þegar hann kom út undir bert loft og hann hafði ekið mjög varlega. En þegar fór að renna af honum, 'mundi liann greinilegar alt það illa, sem hún liafði brigslað lioiium um. Og þá varð hann á ný svo reiður, að hann óskaði þess helst af öllu, að sjá hana aldrei framar. Síðan liafði hann ekið eftir vegnium meðfram fljótinu, af gömlum vana, en brátt sjeð, að hann gat eklti haldið bíln- um á rjettri leið. Og hanu hafði ekki verið ölvaðri en það, að finna, að það myndi enda með ósköpum, ef hann færi lengra. Rjett í því uppgötvaði liann, að liann var j x:-■ Fram á 16. öld ])ótti hýðing all- góð lækning við möi-gum kvillum. Og í gömlu lækningariti er því lýst, hvernig dugleg liýðing „örfi starf hinna stífluðu kirtla, leysi upp skaðleg siilt og lireinsi blóð- ið“. — ★ Hann: Haldið þjer, að faðir yðar vilji mig fyrir tengdason? Hún: Það liugsa jeg. Við erum altaf ósammála. ★ — Þú þykist vera grænmetisæta og etur svínasteik? — Já, en jeg tel hana ávöxt! — Ávöxt? — Já, forboðinn ávöxt! ★ Alt fram til 15. aldar þóttu kristnar kirkjur of heilagar til þess að fram færu í þeim hjóna- vígslur, eftir því sem segir í gömlu riti uin kirkjumál. Hjónavígslur fóru því að jafnaði fram fyrir utan kirkjudyrnar. ★ Fyrir rúmum hundrað árum var til í Rómaborg Fjelag sjálfsbana. Á hverjum aðalfundi var einskoin ar happdrætti og dregið um nöfri fjelagsmanna. Sá, sem dró sitt nafn átti að fremja sjálfsmorð, og gerði það að hinum aðsjáandi. ★ — Borðar sonur yðar allan mat heima? — Ónei, við fáum svolítið líka. ★ Læknirinn: Viljið þjer hálda niðri í yður andanum, herra greifi ? Greifinn (við þjón sinn) : Jó- hann, ger þú það! ★ — Jeg þekti konuna mín í þrjú ár, áður en við giftumst. — En jeg þekti mína ekki fyr en við vorum búin að vera gift í eina viku. ★ — Ertu ekki á sama máli, að tóbak reki burt óþægilegar hugs- anir og geðvonsku? — Jú, konan mín fer altaf út úr stofunni, þegar jeg fer að reykja. rjett fýrir utan hús ísabellu, ogr- sá ljós í einum glugga á fyrstu hæð. Og nú vildi hann óska þess, að hún skildi, hve lionum hafði fundist hann vera mikill ræfill, fantur og aumingi, er hann vakn- aði, því að þá myndi hún líka skilja, hvers vegna hann hafði ek- ið um úti í skógi síðan um morg- uninn og ekki getað fengið af sjer að fara heim og mæta augnaráði hennar. kr Eleanor sagðist skilja þetta vel. Og hún skildi það, vegna þess að hún hafði sjálf sjeð það, þessa vökunótt, að hreintrúarmenn og prestar, sem settu mönnum lífs- reglurnar, vissu lítið hvað þeir voru að gera, ef þeir gerðu ráð fyrir að það væri aðeins ein synd, sem bryti helgidóm hjónabandsins. Hún hafði, engu síður' en hann, brotið af sjer. Þau höfðu ekki verið hvort öðru holl. Og nú var ekki annað að gera en lofa því að sýna hvort öðru fult traust í framtíðinni. Það var mjög kyrt í herberginu. Kester hjelt utan um Eleanor og- hvíldi höfuðið í kjöltu hennar. Húu strauk hár hans blíðlega og hugsaði með sjálfri, sjer, að þessi atburður hefði sýnt lienni greini- legar en nokkru simii áður hve órjúfanlegum böndum hiin var bundin Kester. Hvað sem hann gerði, heyrði hún honum til með' líkama og sál. ★ Loks leit hann ujip. „Það sem jeg nú þarfnast er sjálfsvirðing“, sagði hann. Eleanor laut fram og kvsti liann. „Það sem þú þarfnast nú“, sagði hún brosandi, ,,er að fara f bað og skifta um föt. Enginn, sem lít- ur svona út, getur haft virðingu fyrir sjálfum sjer“. „En hvað þú ert dásamleg- manneskja“, sagði liann, og Elea nor brosti til lians hamingjusæl. Framh. 5 mínútn krossgáta Lárjett. 1. Fjöll í Mið-Evrópu. 6. Tíma- bils. 7. Ábendingarfornafn. 9. Ó- þekt. 11. Vefnað. 13. Blása. 14 Asíuríkis. 16. Lyfseðill. 17. Fljótið. 19. Efui. Lóðrjett. 2. Lægð. 3. Reyna. 4. Við. 5 Þreyttur. 7. Vend. 8. Iláls. 10. Þakskeggið. 12. Þræl. 15. Áliald. 18. Málmur. AUGLÝSING er gulls ígildi. sje hún á rjettum stað.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.