Morgunblaðið - 20.02.1941, Side 5

Morgunblaðið - 20.02.1941, Side 5
IFImtudagur 20. febr. 1941. Út«ef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritstjórar: J6n Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Auglýsing-ar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 3,50 & mánutti innanlands, kr. 4,00 utanlands. f lausasölu: 20 aura eintakib, 25 aura meC Lesbök. Skattakúqun og skattarán: Níðtirlag Orsakir skattaþungans — skattaíviinanir, eyðslusemi Nokkrar hugleiðingar um skattamálin — ettir Gunnar Þarsteinsson hrm. Mist trúna A síðasta Alþingi var tals- vert rætt um það, á hvern ifhátt lýðræðið gæti varið sig gegn skaðsemdarstarfi einræð- is- og ofbeldisflokka. Var flutt þingsályktunartillaga um þetta mál í sameinuðu þingi, en hún þótti ekki í anda lýðræðisins. Hún þótti bera keim einræðis- og öfgastefnanna. Einn af að- alleiðtogum Alþýðuflokksins, fór þeim orðum um þessa til- lögu, að ef hún væri samþykt, mætti lýðræðið gera að sínum orðum hið fornkveðna: Guð varðveiti mig fyrir vinum mín- um. Alþingi samþykti að lo'kum ;nýja tillögu, þar sem hvergi var hvikað frá anda lýðræðisins. Segir þar m. a.: „Jafnframt ályktar Alþingi aS fela ríkisst.jórninni að láta fara frani at- hugun á því, hvemig hið íslenska lýð- ræði fái fest sig sem hest í sessi og varist meS lýðrœðisaðferSum jafnt á- róðri sem undirróðri ofbeklisflokka og annara andsta>ðinga_ lý'ðræðisins. Enn- fremur láti ríkisstjórnin endurskoða ákvæði íslenskrar löggjafar um land- ráð“. Þannig gekk Alþingi frá þessu máli. Skyldi ríkisstjórn- sn leggja athuganir sínar og til- lögur fyrir næsta þing. Alþýðublaðið er mjög á móti því, að lýðræðið verjist áróðri og undirróðri ofbeldisflokka með lýðræðisaðferðum, en þá leið vildi Alþingi fara. Blaðið vill sækja fyrirmyndina til ein- ræðisríkjanna, beita sömu að- ferð og þau. Það vill banna alla slíka flokksstarfsemi, svifta menn ritfrelsi og vafalaust setja í fangabúðir, ef annað dugir ekki. Alt þetta þekkjum við ofur vel frá einræðisríkjunum. Mun- urinn aðeins sá, að þar eru fylgj endur lýðræðisins hneptir í fangabúðir. En ef lýðræðisrík- in færu að beita aðferð einræð- ísherranna, beita harðstjóm, ófrelsi \ og ofþeldi, sjer til verndar, myndi þá ekki skamt að bíða þess, að allar fegurstu hugsjónir lýðræðisins væru myrtar? Væri þá framar hægt að tala um lýðræði? Fyrir stríðið var það álit al- ment ríkjandi á bræðraþjóð- um okkar á Norðurlöndum, Dönum. Norðmönnum og Sví- um, að þær væru þroskuðustu lýðræðisþjóðir álfunnar. Aldrei kom þeim til hugar, að beita aðferð einræðisríkjanna til verndar lýðræði sínu. Samt áttu einræðisöflin hvergi minna fylgi en þar. Lýðræðið á sínum •ekki verða Þeir menn, sem og kúgun til verndar lýðræð- inu, hafa mist trúna á því. Ymsar og ólíkar orsakir liggja að sjálfsögðu til hinna ört hækkandi skatta síðustu árin. En að sjálfsögðu eru skiftar skoðanir u.m það, hvaða ástæður eða orsakir ráða hjer um mestu. Hitt mun og ekki síður deiluefni, hverjir eigi drýgstan ])átt í og þá mesta sök á skattakiigun þeirri, sem landsmenn hafa verið beittir undanfarandi ár. Yfirleitt munu þó flestir sam- mála nm, að skattaívilnanir, hvort heldur þær ná til einstaklinga eða fyrirtækja sjeu skaðlegar, enda getur ekki hjá því farið, að slíkar ívilnanir á einn veg eða annan stuðli að hækkandi sköttnm hjá öðrum skattþegnum og vidíi auk þess rjettmæta óánægju hjá þeim. Hinu verður ekki neitað, að þær aðstæður geta skapast og hafa skapast hjer á landi, sem fyllilega rjettlæta skattaívilnun að ein- hverju leyti um takmarkaðan tíma. A jeg þar við skattaívilnanir þær, til handa útgerðarfyrirtækj- um, sem lög nr. 93 frá 1938 fyrst og síðar lög nr. 49 frá 1940 heim- ila. Skattaívilnun þessi var í raun- inni óhjákvæmileg afleiðing af margra ára skattaráni því, sem þessi atvinnuvegur, — einkum stórútgerðin, — hinn þýðingar- mesti fyrir afkomu alls landsins, hafði verið beittur, jafnt af ríkis- valdinu sem bæjarins hálfu. Skattaívilnunin — þó neyðarúr- ræði væri — var óhjákvæmileg ráðstöfun til þess að verja þeilna atvinnuveg, sem staðið hafði — lengst af einn — undir fjárhags- lfgum stoðum þjóðfjelagsins, al- gerou hruni. En eins og ráðstöfun þessi var sjálfsögð og óhjákvæmi- leg á þeim tíma, sem hún var gerð, eins virðist brottfall slíkra í- vilnana ekki síður sjálfsagt og nauðsynlegt nú, eins og Itag þessa atvinnuvegar er komið. Ilin al- gerða bylting, sem yfirstandandi ófriður hefir skapað á þessu at- vinnusviði hefir orsakað það, að aðalhlut.verki fyrnefndra laga — að reisa stórútgerðina úr rústum — er nú í raun og veru lokið, á miklu skemri tíma, en ráð var fyr- ir gert samkv. efni laganna og miklu fyr en noklturn gat grun- að við lögfestingu þeirra. En það er auðsætt mál, að ekki má með neinu móti hverfa aftur að hinu óhæfilega skattafyrirkomulagi, sem nú er í gildi í landinu. Myndi þá fljótt sækja í sama horfið og áður. Þess verður því vel að gæta, er breyting verður gerð á núver andi ástandi í þessum efnum, sem væntanlega verður þegar á yfir- standandi Alþingi, að skattalög- gjöfinni verði þá stilt svo í hóf, hún styðji fyrst og fremst að og þroskavænlegu at- landinu? Að skattalög- geri öllum atvinnufyrir- sem rekin eru á heibrigð- um og hagsýnum grundvelíi, mögu leg, nauðsynleg og hægileg vaxta- skilyrði, einstaklingum og alþjóð til sameiginlegs velfarnaðar. ★ I samhándi við það, sem nú hefir verið sagt um skattaívilnun útgerðarfyrirtækja, er rjett að banda á, að það er lángt í frá að slík skattaívilnnn sje nýmæli eða einsdæmi í löggjöf landsins. Næg- ir í því sambandi að benda á, að frá 1928 hefir Eimskipafjelag ís- lánds h.f. verið undanþegið greiðslu á tekju- og eignaskatti til ríkisins og útsvari til Reykja- víkurbæjar því að fjelagið hafi í nokkur ár greitt. Revkjavíkurbæ, umfram lagaskyldu, nokkurn skatt, sem ekki er þó nema brot af eðlilegu útsvari, sem fjelaginu hefði' ella horið að greiða. Það er mjög vafasamt, hvort nauðsynlegt hafi verið að grípa til jafn aug- ljósra „óyndisúrræða“, sem að í- vilna jafn stóru og í raun og vern vel stæðu atvinnufvrirtæki, sem Eimskipafjelagið var' 1928, þó að því verði hinsvegar ekki neitað, að rekstur þess hafi verið þá all erfið- ur. En erfiður rekstur og ill afkoma skattgreiðandi fyrirtækis á til- tölulega stuttum starfstíma þess getur ekki rjettlætt slíkt ,,óeðli‘‘ í skattamálum og jafn illa sjeða ráðstöfun, sem skattaívilnun er. Til slíkra ráðstafana •ætti aðeins að grípa þegar þeirra væri brýn þörf til að hindra, ella óhjákvæmi- lega stöðvun á yfirgripsmiklum atvinnurekstri, sem þjóðinni í heild stafaði beinn fjárhagslegur voði af. En þó að deila megi' e. t. v. um rjettmæti skattaívilnana Eimskipafjelagsius á þeim tíma, sem þær voru fyrst lögfestar, þá fæ jeg ekki sjeð, að slík skatta- ívilnun eigi nokkurn rjett á sjer lengur, þar sem fjelagið er nú mjög sterkt. fjárhagslega. og þar 'sem rekstur þess hefir undanfar- andi ár skilað ágóða, sem skiftir ekki aðeins hundruðum þúsunda króna, heldur mörgum miljónum króna. Þá má benda á skattaívilnun þá, sem nýjum iðnaðar- og iðju- fyrirtækjum var heitið með lög- um nr. 57 frá 1935. Samkv. þeim lögum eru ný iðnaðar- og iðju- fyrirtæki í þeiin greinum, sem ekki hafa áður verið starfræktar hjer á landi, undanþegin greiðslu á tekju- og eignarskatti í ríkis- sjóð og útsvari í bæjar- eða sveit- arsjóð 3 f.vrstu áriu eftir að slík fyrirtæki' eru stofiiuð. Lög þessi vom eins og kunnugt er sett í þeim tilgangi að örfa sem mest alla nýbreytni í hverskonar iðn- aði. Það er auðvelt að gagníýna þessa ráðstöfun löggjafans frá 'öðru sjónarmiði en frá sjónarmiði skattþegans þó út í það skuli ekki farið hjer, en það mun fáa undra þó að það komi í ljós, að árang- ur þessarar lagasetningar verði þveröfugur við það, sem til var ætlast. Að lokum má benda á skatta- ívilnun þá, sem samvinnufjelög- um hefir verið veitt í löggjöfinni og alkunn er. Eins og jeg áður hefi sagt, eru allar skattaívilnanir ósanngjarn- ar og sem næst undanteknihgar- laust órjettlætanlegar gagnvart. öðrum skattþegnum, enda hljóta þær að verka sem skattauki á þá. Og þær skattaívilnanir allar, sem hjer hefir verið vikið að, fela und- antekningarlaust í sjer fullkomna og óhrekjanlega sönnun þess, að skattalöggjöf sú, sem við undan- farandi ár höfum búið við, er með öllu óhæf. Við hefðum að sjálf- sögðu aldrei haft neitt af slíkum skattaívilnunum að segja, ef við hefðum búið við sahngjarna og hóflega skattalöggjöf. ★ Sú lang veigamesta ástæða fyrir hinum óbærilega skattþunga und- anfarin ár er vafalaust óhæfilegt óhóf og taumlaus eyðslusemi stjórnarvalda á opinberu fje. Þarf ekki annað en að fletta fáeinum blaðsíðum í ríkisreikningunum og reikningum Reykjavíkurbæjar síðustu árin til að sannfærast um, að langt er frá því, að gætt sje þeirrar hagsýni og sparsemi í ráð- stöfunum ríkis og bæjaryfirvalda á opinberu fje, sem skylt er. Væn freistandi að nefna hjer nokkur dæmi, en þar eð mál þet.ta er orð- ið lengra en til var ætlast í upp- hafi skal því slept. Á það hefir verið bent af hlutaðeigandi, að ekki sjeu öll útgjöld „sjálfráð“ og skal það viðurkent, að hjer koma og aðrar ástæður til greina, sumpart utanaðkomandi og sum- part innanaðkomandi. Sumir all- háir og vaxandi útgjaldaliðih bæj- arins, t. d. framfærslukostnaður eru því ekki ásetningssyndir bæj- arstjórnar, lieldur bein afleiðing aðgerða löggjafans. Annars virðist; mjer aðalvillan í þessum efnum liggi í því, að for- ráðmenn ríkis og hæjar ákveði skatta og útsvör aðeins með í- myndaðri (ekki raunverulegri) fjárþörf ríkis og bæjar fyrir aug- um, en ekki með gjaldgetu þegn- anna fyrir augum. Hið síðara sjón- armið — gjaldgeta skattborgar- anna— ætti'þó sannarlega að vera hjer allsráðandi, því vitanlega verður að miða útgjöldin, jafnt ríkis sem bæjar, — við greiðslu- getu skattþegans og gæta þess vel að honhm verði að engu leyti of boðið með álögunum. Sje slíkt ekkí gert, er það ekki aðeins alvarlegt trúnaðarbrot hlutaðeigandi yfir- valds, heldur og svívirðileg svilc við þjóðfjelagshejldina, svik, seni hljóta að hefna sín fyr eða síðar. Óhyggilegar og óhæfilegar skatta- álögur sjúga blóð og merg úr skattborgurunum og hindra hæfi- lega auðsöfnun, sem er undirstaða eðlilegrar og nauðsynlegrar þró- unar atvinnulífsins og þar með vel- farnaðar alþjóðar. ★ Margur kann nú að segja sem svo, að þessar hugleiðingar ura skattamálin sjeu ekki tímahærar og það e. t. v. af tveim ástæðum. f fyrsta lagi af því, að mál þessi sjeu nú til endurskoðunar hjá nefnd skipaðri fulltrúum þri’ggja stærstu þingflokka landsins og í öðru lagi vegna þess, að gjald- endur eigi nú,, vegna yfirstand- andi „góðæris“ betri tök á að greiða hina ósanugjörvm skatta en nokkru sinni áður. Hið nýliðna ár er að vísu eitt hið allra hag- stæðasta, sem nolrkru sinni hefir yfir landið komið. En það væri meir en óhyggilegt að láta þá stríðu strauma hagsældar og vel- gengni, sem s.l. ár hafa runnið um flestar æðar atvinnulífs þjóðar- innar hindra nauðsynlega leið- rjettingu á þessu mikla vandamáli. Og það því frekar, þar sem góð- æristímar nýliðins árs og yfir- standandi árs eru einmitt ákjós- anlegir til þess að koma á nauð- synlegri og stórum bættri’ nýskip-i un á þessi mál. Þá ætti það ekki að draga úr framkvæmdum í þess- um efnum, að líkur eru til að eitt- hvað kunni að draga bráðlega úr hinum gengdarlausa stríðsgróða og eitt er víst, að að ófriðnum lokn- um koma erfiðleikatímar bæði fyr- ir einstaklinga, og þó einkum fyr- ir atvinnufyrirtækin. Hugleiðingar sem þessar ættn heldur ekki að vera ótímabærar fyrir það eitt, að málið sje til at- hugunar hjá þar til skipaðrí nefnd. Miklu frekar ættu, einmitt fyrir þá sök, umræður eða skrif um málið frá sem flestum hliðum að vera ákjósanleg og stuðla að hraðari framgangi og rjettlátari lausn á því. Og er til kasta lög- gjafarvaldsins kemur duga engar málamyndar-aðgerðir. Það verður að taka málið föstum tökum. Skattþegnarnir verða að gera þá skýlausu kröfu til þings og stjórn- ar, að frá málinu verði ekki horf- ið fyr en full leiðrjetting hefir fengist. í fyrsta lagi verður að hækka persónufrádráttínn, vegna FRAMH. Á SJÖTTU SIÐTJ. verður að hafa trú heilhrigðu málstað, ef það vill hafnalífi einræðinu að bráð. gjöfin heimta ofbeldi tækjum,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.