Morgunblaðið - 21.02.1941, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.02.1941, Blaðsíða 2
2 11 0 R G U N B L A & I Ð Föstudagur 21. febr. 1941. Eden og John Dill komnir til Egyptalands Undirbúningur undir næsta þátt styrjaidarinnar í Austuriöndum Þaö var tilkynt í London í gærkvöldi, að Anthonv Eden, utanríkismálaráðherra Breta, og Sir John Dill, yfirmaður hreska herforingjaráðs- íns, væru komnir til Kairo, „til þess að ráðgast við ýmsa leiðtoga þar um hið nýja viðhorf í stjórnmálum og hern- aðarmálum, sem skapast hefir við sigra Breta í Líbýu“. í Englandi og Bandaríkjunum er för þessi álitin vera mjög mikilvæg, og er á það bent, að síðast, þegar Eden var í Egjrptalandi í nóvember síðastliðnum, var ákvörðun- in tekin um sókn Wavells hershöfðingja í Líbýu. Ferðalagi Edens og Sir John Dills hefir verið haldið vel leyndu, því að liðnir eru nokkrir dagar frá því að þeir fóru frá London. jL’nuiiiinmmiiiiniimiiiiiiiiiiiiiiiiumiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimi | Miljón manna | 1 varalið kvatt | s. ■ *. .. = til vopna ( í Rúmeníu | ioHnm iiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiii Associated Press frjettastofan skýrði frá því seirit í gser kvöldi, að miljón mainia varalið hafi verið kvatt til vopna í Rúm- eníu. ★ amkvæmt fregnum frá An- kara í gærkvöldi, báru tyrknesk blöð á móti því í gær, að Þjóðverjar hefðu átt nokk- urn þátt í því að tyrknesk- búlgarski samningurinn var gerður. Blöðin hjeldu því fram, að því færi fjarri, að Þjóðverj- ar hefðu nokkuð komið þar nærri, hitt yæri sönpu nær, að samningurinn torveldaði sókn Þjóðverja yfir Búlgaríu (að þvj er Associated Press fregn frá New York hermir). ★ IBandaríkjunum voru þó mjög skiftar skoðanir um, hverrúg skilja beri samning- inn. Einn kunnasti sjerfræðing- ur Bandaríkjanna í hermálum, Fielding Elliot, telur, að samn- ingurinn muni greiða götu Breta. Hann álítur, að samning- urinn muni hafa í för með sjer, að Wavell hershöfðingi geti sett her á land f Saloniki, í Grikklandi og með því opnað r.ýjar vígstöðvar gegn Þjóð- verjum í Evrópu, en Þjóðverjar eru sagðir ekkert óttast meir, en að þurfa að berjast á tveim vígstöðvum í senn. En annar hermálasjerfræð- ingur, sem ekki er síður kunn- ur, telur að m.ð samningnum hafi Hitler í raun og veru lagt Undir sig Balkanskagann án þess að þurfa að bregða sverði. Hann segir, að þessi skoðun sje ríkjandi meðal stjórnmála- manna í Washintion. TiJ vMrunar? Ifregn frá Berlín er skýrt frá því, að þýska kvikmyndin „Sigur á vesturvígstöðvunum“ hafi verið sýnd í Belgrad (Júgó slafíu) í gær. Viðstaddif voru allir ráðherra,r Júgóslafa, xrieð Cýetkovio, forsætiírráðherra í fararbroddi,.og ennfremur for- ingjar júgóslafneska hersins og fulltrúar erlendra ríkja í borg-:. inni. Það er tekið fram, að Edón hafi verið valinn til þessarar ferðar, vegna þess að hann þekkir alla helstu leiðtogana íj Austurlöndum, frá fyrri ferðum sínum þangað. Hann hefir ferð- ast þrisvar til Egyptalands, frá því að stríðið hófst: Fyrst í fyrrasumar, en þá fór hann þangað til að taka á móti fyrstu hermönnunum sem komu frá Ástralíu. Hann var þá sam- veldismálaráðherra; t nóverh- ber síðastliðnum fór hann þang að sem hermálaráðherra, og var sú för farin í sambandi við áform bresku herstjórnarinnar, sem framkvæmd voru nökkrum vikum síðar, um sókn í Libyu. Þessi þriðja för Edens þyk- ir ekki síst markverð vegna þess, að nú er í för með honum Sir John Dill, yf- irmaður breska herfor- ingjaráðsins, en herfor- ingjaráðið tekur ákvarðan- ir um allar hernaðarað- gerðir breska alríkisins. För þeirra Edens og Dills vekur einnig athygli vegna síðustu atburðama sem gerst hafa á Balkanskaga, og fregna þeirra, sem birt-ir hafa verið um að Bretar kynnu að reyna að setja her á land í Saloniki Herskylda á Malta ¥ gær var lögskipuð almenn her * . skylda manna á aldrinum 18 —4-1 ára á Malta. Talið er, að hertaka Malta sje ofarlega á blaði hjá þýsku herstjórninni. en mark- mið herstjórnarinnar er að loka miðhluta Miðjarðarhafsins. Sflglingar Svía Siglingásairigöngur við . Sví- þjóð hafa minkað stór- lega vegna styrj'aldarínnar. Samkvæmt skýrslum, Sem bírt-. ar v'oru í Stokkhólmi i gær, minkuðu siglingar til Svíþ.jóðár og frá Svíþjóð árið sem leið urp 491/2%'• 'r:' ' ,lnnan 30 daga' R>ndell, öldungadeildarformað- ur, sem greiddi atkvæði með „láns og leigu“ frumvarpi Roose- velts í utanmálanefnd öldunga- deildarinnar fyrir nokkruin dög- um, lýst yfir. því á þingfundi öld- ungadeildarinnar í gær, að hann myndi greiða atkvæði á móti frum varpinu í þingdeildinni, vegna þess, að hann hefði sannfærst. nm. að ef frumvarpið verður sam- þykt, þá komin í stríðið ..innan 30 daga“. Atkvæðagreiðslan í öldunga deildinni fer að líkindum fram á þriðjudaginn. Bandaríkin og Suður Ameríka Galleys-stofnunin, sem kynn ir sjer ,,vísindalega“ al- menningsálitið í Bandaríkjun- um, hefir nú síðast rannsakað afstöðu almennings þar, til Suð- ur-Ameríku. 86% af þjóðinni vilja (segir Galleys) að Banda- ríkin fari í stríð, ef svo ber undir, til þess að hindra, að öxulsríkin nái fótfestu í Suð- ur-Ameríku. 50% álíta, að öx- ulsríkin hafi hug á að ná þar fótfestu, en 38% að þau seju þegar byrjuð að koma sjer fyr- ir þar. Hopkins getur nú hjálpað Bretum Harry Hopkins, sem nýlega er kominn úr kynnisför til Londoh, hefir verið skipaður í framleiðsluráð Breta (Productión Plahning Böard) í Bandarík.jun rirmm, en ráð þetta cr til aðstoð- ar amerísku landvarnanefndinni. Ognanlr Japana vlð Indo-Klna amtímis því, sem fregnir h-- voru að berast um auk- inn viðbúnað Bandaríkjanna við Kyrrahaf, kom japanska stjórnin saman á fund, ásamt foringjum hers og flota, í gær. Japanska stjórnin hefir þegar borið fram mótmæli gegn því, að Bandaríkin víggirði Guam- eyju. Það var tilkynt i Wáshington í gær, að sjerstakir hermála- sjerfræðingar hefðu verið skip- aðir við sendiráð Bandaríkj- anna í Bankok (Thailandi) og Batavia (höfuðborg hollensku Austur-Indlands-nýlendnanna). Hlutverk þessara hetmálasjer- fræðinga verður að safna skýrsl um um viðbúnað og íyrirætlan- ir Japana í Austur-Asíu. INDO-KÍNA. Fregnir hafa verið birtar um að málamiðlunartilraun Jap- ana í deilum Indo-Kína og Thailands. hefði strandað, vegna andstöðu Indo-Kína, en. þetta er borið til baka í Tokio. En samt sem áður hafa jap- önsk blöð hafið ákafan áróður hafa gert bandalag við Breta og Bandaríkjamenn um það, að vinna gegn hinni „nýju skipun“ í Austur-Asíu. Þau saka ný- lendustjórnina um að hafa lát- ið yf rvöldunum í Singapore í tje mikilvægar upplýsingar um viðskifti Indo-Kína og Japana, gegn því að fá keyptar frá Bretum 200 flugvjelar. aðvaranir til japana. I Bandarikjunum eru dag- lega birtar nýjar fregnir um liðssamdrátt Japana nálægt Indo-Kina. í forustugrein i New York Times er á það bent, að Japan- ar kunni að álíta það tima- bært, að knýja fram áform sín í Austur Asíu núna, í því trausti, að athygli Bandaríkj- anna beinist svo mjög að Ev- rópust.vrjöldinni, að þau vilji framh. á sjöundu síðu Menzís t London M nzis, forsætjsráðherra Ástral íumanna, kom til London í gær, til viðræðna við bresku stjórn ina.. Frá því v,ar skýrt opinber- lega í Washington í gær, að Barida ríkin hefðu nú 867 þús. liðsmenn ög foringja undir vopnum. Hermenn Grazianes áttu aJ fara yfir nýlendur Frakka En Petain sagði „nei“ T4 itskoðunin í Vichy hefir leyft ( að því er fregnir frá London hermdu í gærkvöldi), að leynd sú, sem ríkt hefir um viðræður þeirra Francos hers- höfðingja og Petains marskálks væri rofin, a. m. k. að ein- hverju leyti. Hafa fregnir bor- ist til London frá Vichy um, að Franco hafi, samkvæmt ósk Mussolinis beðið Petain að leyfa að ítalska herliðið í Libyu yrði flutt yfir nýlendur Frakka í Norður-Afríku (Tunis, Algier og frönsku Marokko) til spönsku Marokko. Samkvæmt þessu þorir Mussolini ekki að flytja herinn sjóleiðina til Italíu. Fullyrt er, að Petain hafi neitað að verða við þessari ósk, og sagt, að ef ítalir kæmu yfir landamæri frönsku nýlendn- anna, þá neyddust Frakkar til þess að afvopna þessa „sigur- vegara sína, að nafninu til“. Jean Darlan, varaforsætisráð herra Frakka, fór frá París í gærmorgun og ók í bifreið. Þeg- ar hann kom til Vichy fór hann strax á fund Petains. Um samninga hans í París er ekkert látiö jippi annað en a'ö hann hafi ver- ið þar til að afla sjer upplýsinga. En fregriir hafa borist um, að Ferrand de Brinan, fulltrúi Vichy-stjómarinnar í París, sje væntanlegur til Yiehy í dag- Samkvæmt Associated Press fregn frá New York í gærkvöldi er álitið að niðurstaðan af samningunum, sem nú fara fram muni verða að Laval fái eitthvert mikilvægt embætti í Viehy- stjóminni. Blöðin i París hafa nú enn bafið ákafan áróður gegn Vichy-stjóminni og saka þau hana um hálfvelgju í af- stöðu sinni til Þjóðverja. Blöðin segja, að stjómin geri sjer ekki grein fyrir í hvílíka hættu hún stofni frönsku þjóð- inni með þessari hálfvelgju. Engin „donsk stjórn" I London Stokkhólmi í gær —: Eftir áramót- in var stofnað í London „danskt ráð“, sem hafa átti það hlntverk á hendi, að greiða fyrir Dönum búsettum í Lond- on- Danski sendiherrann í London, Reventlow greifi hefir bent á, að í Norðurlandafrjettum útvarpað frá Englandi, hafi verið skýrt frá því, að þetta „danska ráð“ hafi verið viður- kent af breskum stjómarvöldum, sem „dönsk stjóm“, sem hafi aðsetnr í Londón. Segir sendiherrann að sín hafi jafnvel verið getið í sambandi við þessa fregn. Hjer sje um algert rang- hermi . áð ræða því að hann sje full- trúi Danakomings og ríkisatjómarinn- ar dönsku, og þess vegna geti hann ekki viðurkent neina aðra danska st.jóra“. muni Bandaríkin verða gegn Indo-Kína, og isaka þau frönsku stjómina þar um að

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.