Morgunblaðið - 21.02.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.02.1941, Blaðsíða 3
Pöstudagur 21. febr. 1941. MORGUNBLAÐIÐ 3 Ur „Nitouche" (frumsýning í gær). Lárus Pálsson og Brynjólfur og Sigrún Magnúsdóttir. Lárus Pálsson. _ X ’-íwwf* Frumsýning á óperettunni ,,Nitouche“ fór fram í gær- kvöldi við mikinn fögnuð áheyrenda. Fengu leikendur frá- bærar viðtökur og þótti sýningin ein hin glæsilegasta, sem hjer hefir sjest. — Lárus Pálsson fór með aðalhlutverkið og þótti meðferð hans á því með ágætum. — önnur sýning óperettunnar verður í kvöld kl. 8. íslenska utanríkis- þjómistan Frá fyrstu umræðu á Alþingi Frumvarp ríkisstjórnarinnar um utanríkisþjón- ustu íslands erlendis var til 1. umræðu í neðri deild í gær. UtanríkiSmálaráðherra hafði framsögu um það og rakti þá atburðarás, sem lægi til grundvallar þeim ákvörðunum, sem Al- þingi Islendinga hefði tekið 10. apríl s. 1. En þá lýsti Alþingi því yfir, eins og menn rekur minni til, að Islendingar tækju með- ferð utanríkismála sinna í sínar hendur. Með þessu hefði verið stigið stórt spor í þá átt að landsmenn hefðu full forráð allra mála sinna. Verðlagsuppbót oplnberra startsmanna Þingið fær málið í hendur Ifyrra mánuði fóru opinber- ir starfsmenn fram á það við ríkisstjórnina, að verðlags- uppbót þeirra yrði ákveðin með bráðabirgðalögum og yrði hún hin sama og bankaráð Lands- bankans ákvað handa banka- starfsmönnum, en verslunar- menn síðan fengu með frjálsum samningum. Kusu fjelög starfsmanna rík- isins, Reykjavíkurbæjar, Siglu- fjarðarbæjar, Vestmannaeyjar- bæjar og Hafnarfjarðarbæjar fulltrúaráð í þeim tilgangi, að fá kröfu opinberra starfsmanna um fulla verðlagsuppbót fram- gengt, en í stjórn fulltrúaráðs- ins voru kosnir: Sigurður Thor- lacius skólastjóri, formaður, Guðjón B. Baldvinsson, varafor- maður, Lárus Sigurbjörnsson, ritari, Guðm. Pjetursson símrit- ari og Ásmundur Guðmunds- son prófessor. Stjóm fulltrúaráðsins fjekk þau svör hjá ríkisstjórninni, að henni þætti ekki tiltækilegt að gefa út bráðabirgðalög um verðlagsuppbót handa opin- berum starfsmönnum, en fellst á að leggja málið fyrir Alþingi þar sem þess væri að vænta, að þingflokkarnir myndu ágrein- ingslaust fallast á, að nauðsyn bæri til að opinberir starfsmenn fengu fulla verðlagsuppbót eins og aðrir vinnardi menn. Dýrtíðin hefir farið svo ört vaxandi að sá dráttur, sem orð- ið hefir á því að opinberir starfsmenn fengju fulla verð- lagsuppbót hefir orðið þeim all- þungbær. Kemur fulltrúaráð starfsmannafjelaganna því sam an á fundi í kvöld til þess al ræða hið riýja viðhorf í málinu, er það nú verður væritanlega lagt fyrir Alþingi. Frð Búnaðarþingi Fyrsta mál á dagskrá Bún- aðarþingsins í gær voru hinar fyrirhuguðu breytingar á jarðræktarlögunum. Framsögúmenn voru þeir Haf steinn Pjetursson og Pálmi Ein- arsson og gerðu þeir grein fyrir breytingatillögum milliþinga-j nefndar þeirra sem síðasta Bún- aðarþing kaus til að endur- skoða lögin, og þeim breyting- artillögum sem liggja fyrir frá jarðræktarnefnd. Á eftir þeim tók búnaðarmálastjóri Stein- grímur Steinþórsson til máls, en því næst var umræðu frest- að og málið tekið út af dagskrá. Umræðunni verður haldið á- fram í dag og eru þegar marg- ir á mælendaskrá. Fundur verð- ur í Búnaðarþingi í dag og hefst kl. 13,30. Skipastóll íslendinga: 426 skip Skipastól! landsmanna nam síðastliðið haust (skv. nýútkomnum skýrslum Hag- stofunnar) 426 skipum, sam- tals 42.155 smálestir. Síðastliðin ár hefir skipa- stóllinn verið: Smál. 1940 426 skip samt. 42.155 1939 420 — —- 41.481 1938 395 — — 39.221 Langflest eru skipin okkar lítil, eða meir en helmingur þeirra (241) 12—29 smálestir; samtals eru þessi skip 4.436 smálestir. ( Stærstu skipin okkar eru frá 1 þús. upp í innan við 2000 smálestir, og eru skipin 9 sem komast í þenna flokk, samtals 12.532 smálestir (eða tæp 30% af heildarsmálestatölunni). Fjögur skip eru frá 500 upp í 999 smálestir (samtals 3020 smál.) ; hin, sem eru yfir 30 smál., en undir 500 smál., eru 172, samtals 22.167 smál. eða rúmlega 50 % af heildar smá- lestatölunni Af skipastólnum eru 35 togarar, 368 önnur fiskiskip, 9 farþegarskip, 9 flutningaskip,, 3 - varðskip, 1 björgunarskip og 1 dráttarskip. Togaramir eru samtals 12091 smálestir. Farþegaskipin eru 9818 smá- lestir og flutningaskipin 6310 smálestir. Vafnsskortur er mjög tilfinnan- legur víða í bænum þessa dagana, einkum í þeim hverfum, er hærra liggja. Er þetta mjög hagalegt og ættu stjórnarvöld bæjarins að gera einhverjar ráðstafanir til að ráða bót á þessu og brýna fyrir fólki að fara sparlega með vatnið. Inflúeozan: Slæmar heimtur i skólunum O'' amkvæmt upplýsingum, sem w-' hjeraðslæknir gaf Morgun- blaðinu í gær, voru heimtur barna í barnaskólum bæjarins ekki góð- ar. Vantaði í skólana um þiúðjung barnanna (eða 30%) og er það svipað og vantaði, er samkomu- banuið var sett á dögunum. Á- standið er því hvergi nærri gott ennþá. Vafalaust- á veðráttan sinn þátt í, að börnin mæta illa. Síðustu dag ana hefir verið mjög kalt og mold rykið svo mikið á götunum, að" varla hefir verið komandi út. Það er a. m. k. ekki ráðlegt fyrir þá, sem kvefaðir eru, eða nýstaðnir eru upp úr ínflúensu, að fara út á göturnar, ineðan þannig viðrar. Skemtikvöld Hetmdallar ásunnudag Tjp jelag unga Sjálfstæðis- manna, Heimdallur, efnir til eins af sínum vinsælu skemti- kvöldum n. k. sunnudag í Odd- fellowhúsinu kl. 8,30 e. h. Verður þar ýmislegt til skemt unar, svo sem ræðuhöld, og flytja þar ræður Gísli Sveinsson alþing ismaður og Bjarni Bjömsson. Að lokum verður svo dansað. Aðgöngumiðar verða seldir að skemtikveldinu á afgreiðslu Morg unblaðsins á laugardag kl. 5—7 e. h. og í Oddfellowhúsinu eftir kl. 4 á sunnudag. — Skömtunin: — Fjögra mðn- aða skamtur næst Skömtunarseðlum yfir matvör- ur, kaffi og sykur — verður næst úthlntað til fjögurra mán- aða, mars—júní. Skamturinn verður sem mest hinn sami og var síðast (jólamán- uðinn). Kaffiskamturinn verður þó lítið eitt meiri (50 gr. á mann); allur skemturinn verður 1650 gr. á mann (miðað við óbrent kaffi) þessa 4 mánuði, sem skömtunin nær yfir: Tvcír menn drtíkna víð p Isaffarðar djáp ísafirði í gær. irgir bátar hjeðan fóru í gær til fiskiveiða og fengu bið versta veður, austnorðan storm með miklu frosti. Yjelbáturinn Hjördís, 15 smálestir að stærð,- fjekk á sig brotsjó, er hún var að draga lóðirnar og tók út 3 skip- verja. Drukknuðu tveir þeirra, Ólafur Júlíusson og Friðrik Helga son. ókvæntir dugnaðarmenn, en þriðji maðurinn, Kristján Pálsson, bjargaðist. Tundurdufl ráku í gær, annað í Furufirði, en hitt í Bolungarvík í Grunnavíkurhreppi, Hvorugt duflið sprakk. Vjelbáurinn Huginn III., skipsti. Indriði Jónsson, hefir fengið þrjú- þúsund króna hlut frá 10. janúar í dag er kafaldsbylnr með tals- verður frosti. Arngr. Frumvarp það, sem nú lægi fyrir deildinni til staðfestingar á bráðabirgðalögum um þessi efni væri rökrjett afleiðing af því sem gerst hefði s. 1. vor. Frumvarpið kvað ráðherrann vera samið og undirbúið af Sveini Björnssyni sendiherra, sem væri ráðunautur ríkis- stjórnarinnar um Utanríkismál. Samkvæmt frumvárpinu yrðí um sjálfstæða íslenska utan- ríkismálaþjónustu að ræða. Fram til 10. apríl hefði með- ferð utanríkismála samkv. sambandslögunum verið í hönd um sambandsþjóðarinnar,Dana. Hjer eftir yrðu utanríkis- málin eingöngu í höndum ís- lendinga. f þessu samþandi rakti ráð- herrann, hváð nú þegar hefði verið aðhafst í þessum efnurn. Eitt íslenskt sendiherráembætti væri stofnað, og væri það í Kaupmannahöfn. Er sú ráð- stöfun að vísu eldri. Sendifull- trúar (chargé d’affaires) hefðu verið skipaðir í Stokkhólmi og London. Sendifulltrúi Islands í London væri jafnframt sendi- fulltrúi íslands hjá norsku stjórninni þar. . . ( Útsendur aðalræðismaður væri í New York en aðeins einn kjör- ræðismaður hefði enn verið val- inn. En ríkisstjórnin hefði skip- un kjörræðismanna allvíða til athugunar og nyti í því aðstoð- ar Sveins Björnssonar sendi- herra. Þá hefði Sveinn Björns- son unnið að því, að semja ýtarleg fyrirmæli til leiðbeiri- ingar fyrir fulltrúa Islands er- lendis. Yrðu þessar leiðbein- ingar prentaðar á erlend mál þar sem vænta mætti að víðá yrði ekki völ á íslenskum kjör- ræðismönnum en útlenda menn yrði að velja til starfans. Væri því nauðsynlegt, að þeir hefðu sem greiðastan aðgang að þess- um leiðbeiningum. Að lokinni framsögu ræðu tók Einar Olgeirsson til máls, en síðan var frumvarpinu vísað með samhljóða atkvæðum til 2. umræðu og allsherjamefnd- ar. Til glöggvunar verða hjer birtar þær greinar frumvarps- ins sem mestu máli skipta. FRAMH Á SJÖTTXJ SÍÐU. I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.