Morgunblaðið - 21.02.1941, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.02.1941, Blaðsíða 6
MORGUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. febr. 1941. Hækkunin ð happ- drættismiðunum Umræður á alþingi Fnunvarp stjórnariimar til staðfestingar á bráðabirgða lögnm um breytingu á happdrættt- Islögunum var til 1. umr. í Nd. í gær Fjármálaráðherra, Jakob Möller, jfylgdi frumvarpinu úr hlaði. Kvað hann orsök þess, að Happdrætt- inu hefði orðið nauðsyn á þessari .breytingu laganna þá að rekst- urskostnaður þess mundi við vax- jandi dýrtíð aukast svo mjög, að ®kki yrði undir staðið, nema með auknum tekjum. I Allmiklar umræður urðu um frum varpið og tóku til máls þeir íöarðar Þorsteinsson, Grísli Guð- mundsson, Einar Olgéirsson og iBergur Jónsson. Snérust umræð- jlar um rekstur Happdrættisins jog máléfni Háskólans yfirleitt. Málinu var síðan vísað til fjár- hagsnefndar með samhljóða atkv. of 2. umr. i) InflúenzaD FRAMH. AF FIMTU SÍÐU. því að -dæla slíku blóðvatni í menn, aukast varnarefni þeirra, til muna. Þáð nýjasta á þessu sviði éru tilraunir enskra lækna. Dæla þeir blóði úr mönnum, sem nýlega hafa haft inflúenzu, inn í þá, sem verj- ast vilja véikinni. Gefa tilraunir jjessar góðar vonir um. að hjer jBje á ferðinni ]eið til varnar far- aótt þessari. Jónas Sveinsson. íslenska utan- ríkisþjónustan FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. „Ríkisstjórnin ákveður með 'iilskipun, á hvaða stöðum Skuli vera sencliráð. ForstÖðu- menn séndiráða eru sendiherr- slt (envoyé extraordinaire et ministre plenipotentiaire) eða jjendifullteúar (chargé d’affa- ires) og eru skipaðir af ríkis- stjórninni. Ef ríkisstjórnin telur seskilegt, má fela forstöðu- manni sendiráðs að veita for- stöðu Sendiráðum í fleiri lönd- um en einu. — Ríkisstjórnin skipar starfsmenn sendiráða". „Ræðismenn eru sumpart sendir út af ríkisstjórninni (útsendir aðalræðismenn, ræð- ismenn og vararæðismenn) eða kjörnir meðal þeirra manna, er hæfir þykja (kjörræðismenn), á þeim stoðum erlendis, er rík- isstjómin telur æskilegt“. ,,Ríkisstjómin ákveður með tilskipun, á hvaða stöðum útsendir ræðismenn skulu vera, og skipar þá“. „Kjörræðismenn þurfa ekki að vera íslenskir ríkisborg- arar. Þeir taka og engin laun“. Næturakstur í nótt annast Bif- reiðastöðin Geysir 1633. Tvð tundurdufl rekur á Ströndum Djúpavík í gær, ¥ gær ráku tvö tundurdufl í * Furufirði. vegna veðurs, Hefir ennþá ekki verið hægt að sinna duflunum í Ávík og Drangavík. Undanfarna daga hefir geysað norðaustan Hvassviðri með hörku-: frosti og snjókomu. Attræö; Elin Olafs- dóttir frá Gerðakoti Þrem gagn- áhlaupum Itala hrundið P rú Elín Ólafsdóttir frá Gerða- *■ koti á Miðnesi er áttræð í dag,- f. 21. febrúar 1861 að Efri- Hömrum í Holtum. Hún dvelur um þessar mundir hjá frú Eiríku, dóttur sinni og tengdasyni sínum, Þorgrími St. Eyjólfssyni, verslun- stjóra í Keflavík. Meðlæti o gmótlæti, sorg og’ gJeði hafa mætt frú Elínu á liðn- um æviárum ; þar skiftast á ski'n og skúrir. Hún fluttist ung suð- nr á Miðnes og gekk þar að eigá Árna heit. . Eiríksson, er þá var ekkjumaður í Gerðakoti. — En eftir nokkurra ára hjúskap lagði skugga yfir bæinn, er Árni heit- inn drukknaði í fiskiróðri frá eig- inkonu og sex ungum dætrum. Þá reyndi fyrir alvöru á trú og starfs þrek Elínar. Og hún lét ekki bug- asti Með frábærum dugnaði hélt: hún áfram búskap og útgerð í Gerðakoti, hugrökk og einbeitt Sem dæmi um starfsþrekið má nefna, að oft sló hún og hirti ein alt túnið sitt og þótti vel af sér vikið. Búskapnnum hjelt hiin áfram í Gerðakoti þar til dætur hennar voru nppkomnar. Þá seldi hún jörðína í hendur sjúpdóttur sinnar, sem nú er nýlátin, oe manns boi^iyu; ,mr IJm undanfarin ár hefir hún dvalið á heimilum dætra sinna og tengétósona' óg notið þar ást- ríkis og Tgiærleika, svo að af ber. Húh gétw.. ná litið yfir mikið dagsverk og göfugt, en gleðiefnið hennar rnesta ,er að sjá það og reyna, ao dætiir hennar og fóstur- dóttir, SM Mn hefir helgað líf sitt og starf, er allar giftar á- gætum möúniijU' og eiga fyrirmynd arheimili. í hamingju þeirra og farsæld sjer hún fegurstu launin eftir langan starfsdag. Blín er enn ung og hress í anda og fylg- ist prýðilega með öllu, sem gerist. Það eru engin ellimörk yfir henn- ar innra manni. Aftur á móti hef- ir líkamsheilsunni hnignað mjög hin síðustu ár, einkum vegna mikils áfalls, er hún hlaut fyrir nokkrum árum. Dætur hennar og ættingjar, tengdasynir hennar og vinir, senda henni í dag sínar bestu kveðjur og þakka fyrir alt. starfið, vinátt- una. og trygðina og biðja guð að gefa henni styrk og blessun sína á hennar ókomnu ævidög- um. Eiríkur Brynjólfsson. Skemtifjelag stúdenta efnir n.k. laugardagskvöld til kandídatadans leiks þess, sem auglýstur hafði verið,, er samkomubannið var fyr- irskipað. Verður dansleikurinn urinn haldinn í húsakynnum mötu neytis stúdenta í háskólanum. Italir gerðu þrjú gagnáhlaup í Albaníu í fjrrrinótt og í gær morgun, að þvi er útvarpið í Aþenu skýrði frá í gærkveldi, en áhlaupunum var öllum hrundið. Grikkir halda því fram, að 11- herfylkið ítalska hafi beðið mik- ið manntjón í gagnárásunum und anfarna daga Miklar rigningar ganga í Al- baníu og torvelda þær mjög all- ar hernaðaraðgerðir. Síðustu dagana hafa fjöldi nýrra Hurricane-flugvjela komið til Grikklands. í AFRÍKU í ítalska Somlilandi hafa Bret- ar nú brotist yfir Djouha-fljótíð og sækja nú í áttina til höfnð- borgarinnar Mógadisehou. Breski hershöfðinginn í Somalilandi, Cun ningham, ávarpaði hermenn sína, áður en þeir gerðu atlöguna yfir Djonhafljót og sagði „lumbrið á óvinunum, lumbrið duglega á þeim og lumbrit5 á þeim hvað eftir ann- að“. í Abyssiníu hafa Suður-Afríku- hersveitir tekið borgina Mega. 600 fangar voru teknir, aðallega Evr- ópumenn. Breskar flugvjelar hafa gert loft árás í Dessie. Þýska hersffórnar- fflkynningln Mikið skipat’jón Þýska herstjórnin tilkynnir; Þrátt fyrir rnikla þöku sökti tundurskeytavjelbátur tveim yopnuðum breskum kaupSkipum, sem yoru samtals 10 þús. smálestir, í sunnanverðum Norðursjónum. Flugvjelar, sem voru á vopnuðu könnnunarflugi, rjeðust á skipa- flota í norður frá Héþrideseyjuiii og við austur- og suð-austurströncl Englands í gær. Fjögur stór kaup- skip voru löskuð svo alvarlega, að gera verður ráð fyrir að þau hafi farist. Við Harwich var kveikt í tundurspilli. Sprengjuflugvjeladeildir gerðu árásir með góðum árangri á flug- velli í Míðlöndnm, hafnarmann- virki á Wight-eyju og á verksmiðj- ur í Skotlandi. í gærkvöldi vörpúðu sprengju- flugvjelasveitir sprengjum á skipa kvíar í London, Swansea, Ply- mouth og Chathans. í Miðjarðarhafi hæfðu breskar sprengjuflugvjelar tvö stór kaup- skip í árás, sem gerð var á skip, er lágu í höfninni í Benghazi. Óvinaflugvjelar flugu yfir her- numdu löndin aðfaranótt 20. febr. og voru það aðeins fáeinar flug- vjelar. Fimm óvina-orustuflugvjelar voru skotnar niður yfir Miðjarð- arhafi. Tveggja þýskra flugvjela er saknað. Skemtifjelag stúdenta. Kandidata-dansleikur verður haldinn í mötuneyti Háskólans, laugardaginn 22. febr., kl. 9. — Skýrteinasala í dag og á morgun kl. 2—4 e. h. Aðgöngumiðar við innganginn. Búrkona vön atí smyrfa brauð getnr fengfttl stöðu á Hófel Borg. Lyslhafendnr snúft g|er tftl skrftfstofnnnar. U(§alan verður bara í dag og á morgun. Nokkrir Frakkar á kr. 100.00. Nokkrar Kventöskur á 12.50; Kápubúðftn, Laugveg 35. Vegna jarðarfarar verður skóvinnustofúm bæjarins lokað í dag frá kl. 12—16 Skósmftfiaf|elag Reykjawfikur B. S. í. Simar 1540, þrjár línur. Góðir bfiar. Fljót afgreöfela. iimS 1380. LITLA SILSTÖBIN ; lTTTHITAHTR BÍLAR. i J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.