Morgunblaðið - 25.02.1941, Blaðsíða 5
f»riðjudagur 25. febr. 1941.
or^tmblaMð
Útgcf.: H.f. Árvakur, Reykjavlk.
Ritstjörar:
Jðn Kjartansson,
Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.).
Auglýsingar: Árni Óla.
Ritstjðrn, auglýslngar og afgrelBsla:
Austurstræti 8. — Slmi 1600.
Áskrirtargjald: kr. 3,60 á mánuBl
innanlands, kr. 4,00 utanlands.
1 lausasölu: 20 aura eintakiB,
25 aura meB Lesbök.
Fniimfíting á óperettu Tónlistarfjelagsins og Leikfielags Reykjavíkur
NITOUCHE eftir Harvé
Stríðsfjárlögin
Fjárlagafrumvarp það, sem
Jakob Möller leggur nú
fyrir Alþingi, gefur nokkra
hugmynd um, hvernig stríðs-
fjárlög okkar koma til að líta
út.
Gjöldin á rekstrarreikningi
'hækka um rúmar þrjár milj.
króna. Þessi hækkun stafar ná-
lega eingöngu frá hinni ört
vaxandi dýrtíð. Allur tilkostn-
aður við rekstur ríkisbúsins
hækkar gífurlega. Alt verðlag
hefir stórhækkað og það hefir
vitanlega áhrif á allan rekstur
ríkisins. Alt, sem hin marg-
þættu og risavöxnu skrifstofu-
bákn þurfa til sinnar starf-
rækslu, hækkar í verði. Þar við
bætist verðlagsuppbótin til
hinna opinberu starfsmanna.
Hún nam 560 þús. krónum á
síðastliðnu ári, en er áætluð 1
milj. og 200 þús. kr. í fjárlaga-
frumvarpinu. Þetta er ein upp-
skeran frá dýrtíðinni.
En þrátt fyrir hinar miklu
hækkanir á gjöldum fjárlaga-
frumvarpsins, vegna drýtíðar-
innar, er það eftirtektarvert,
að tekjurnar standast þetta alt
— og betur þó.
íFjármálaráðherrann áætlar
tákatta og toila rúmum 4 milj.
Ikróna hærri en í núgildandi
/járlögum og kveðst þá miða
við reynsluna, sem fekkst á
jþessum tekjustofnum s.l. ár.
Það eru aðallega þrír tekju-
stofnar, sem hafa gefið þessa
góðu útkomu fyrir ríkissjóð-
inn. Tekju- og eignarskattur-
inn er áætlaður 1,3 milj. kr.
hærri í fjárlagafrv. en í gild-
andi fjárlögum, vörumagnstoll-
urinn 1,4 milj. hærri og verð-
tollurinn 1,2 milj. kr.
Þá er það og athyglisvert,
að fjármálaráðherrann gerir í
frumvarpinu ráð fyrir, að tveir
tekjustofnar verði feldir burtu
með öllu. Það er hátekjuskatt-
urinn, sem er áætlaður 200
þús. kr. í gildandi fjárlögum
og stimpilgjald af ávísunum
og kvittunum, áætlað 75 þús.
kr. Frumvarp er fram komið
um afnám stimpilgjaldsins, en
hátekjuskatturinn bíður senni-
lega eftir endurskoðun skatta-
löggjafarinnar.
Annars er það nýja tollskrá-
in, sem mest hefir aflað ríkis-
sjóðnum umfram þáð sem áður
var. Þótt deila megi óendan-
lega um einstaka liði tollskrár-
innar, verður það að teljast
ómetanlegt happ, að hún kom
til framkvæmda í byrjun stríðs-
ins. Hún tryggir afkomu ríkis-
sjóðsins.Er ríkissjóður því ólikt
betur staddur nú en var í síð-
asta stríði. Þá var það ekki fyr
en eftir stríðið, að menn komu
. auga á miljóna hallana a
xekstri ríkisins.
Pau nýmæli hafa orðið í
leiklífi bæ.iarins, að
Tónlistarfjelag'ið og; Leikfje-
lag Reykjavíkur hafa tekið
höndum saman um sýningu
hinnar árlegu óperettu.
Er ekki nema gott um slíka
sambræðslu að segja, því að oft
hefir það viljað brenna við, að
leikurinn í óperettunni og söng-
urinn hjá Leikfjelagonu væru í
ljelegara lagi, og það eitt er AÚst,
að þessi óperetta er mun betur
leikin en þær, sem áður hafa ver-
ið sýndar.
„Mam’selle Nitouéhe" eftir Flori
niond Hervé er líklega gamall
kunningi flestra þeirra, sem eitt-
hvað hafa dvalið erlendis, því þó
að frökenin sje kominn allmikið
til ára sinna, er híin enn sýnd svo
að segja árlega í flestum löndum
álfunnar, og nýtur allsstaðar sömu
vinsælda. Músikkin er raunar
ekki veigamikil, og þykir þess
jafnvel oftast AÚð þurfa, að
skreyta óperettuna með allskyns
lánsfjöðrum. Á þessari sýningu
voru það þeir Offenbaeh, Maill-
art, Grétry og e. t. v. fleiri, sem
lögðu til lánslög. En þó að lögin
í Nitouche sjeu ef til vill ekki
þung á metum tónfræðinnar, og
höfundurinn hætti sjer sjaldan út
úr öruggri höfn dominants og
toniku, þá er þó heildarsvipur-
inn mjög geðþekkur, lögih eru
spriklandi af fjöri og frönskum
þokka, aðgengileg og fljótlærð —
en ef til vill líka fljótgleymd.
Hervé hefir líka gott. lag á . að
nota tónana á hnittna vísu í þágu
leiksins, eins og t. d. í andstæð-
unum milli helgislepju klaustur-
söngsins og skops óperettunnar.
Það hafði verið allveg vandað
til þessarar sýningar um leiksviðs-
búnað allan, tjöldin. mjög smekk-
leg, og búningarnir ágætir all-
flestir — þó ekki allir — má þar
til nefna gardínupils dansmeyj-
anna í 2. þætti.
Leikhússvinir biðu þessarar
sýningar með mestri eftirvænt-
ingu, vegna þess, að Lárus Páls-
son, nýlega heimtur úr helju frá
sambandslandinu hei’tekna, birt-
ist nú í fyrsta sinn hjer í bæ í
stóru hlutverki. ITann hafði áð-
ur sjest hjer í danskri kvikmynd,
en tækni danskra kvikmynda er
þannig liáttað, að góðir leikarar
fá sjaldnast notið sín sem skyldi.
Nú fengum við að sjá liann, þar
sem hann á heima, á leiksviðinu
sjálfu. Og það varð viðburður,
ekki aðeins vegna þess, að hann
er afbragðs leikari, vel mentað-
ur, hefir ágæta framsögu, hreim-
fagra rödd og, í einu orði sagt
„charme“, heldur og vegna hins,
að hann greip hlutverkið fínni og
látlausari tökum,- en við eigum að
venjast um skophlutverk. Leikur
hans bar oft keim af bestu
dönsku kýmnileikurum — en þeir
sa.'kja aftur alt sitt til franskrar
leiklistar — en Lárusi tekst altaf
að færa sier mentun sína í nyt
I sem tslendingur í íslensku mn-
liverfi, og verður ekki stæling á
jjieim, sem hann hefir numið af.
Þó að Lárus sje ekki söngvari,
hefir hann þó næga sönghæfileika
til þess að fara vel með ekki erf-
iðari söngva, en hjer lágu fyrir,
og ýar t. d. meðferð hans á „Hún
snýst, hún snýst“ einn besti vísna-
söngur af því tagi, sem lijer hefir
heyrst.
Sigrún Magnúsdóttir Ijek aðal-
kvenhlutverkið, Denise. Þetta er
lang-s.tærsta sönghlutverkið í
leiknum, og hvað sönginn snerti,
hefir Sigrúnu aldrei tekist bet-
ur í óperettum. Ilún hefir líka til
að bera alla þá .eðlilegu, streym-
andi kæti, sem er önnur hlið
Majór Fégure (Brynjólfur Jóhannesson), Celestin Floridor (Lárus
Pálsson) og Corinna (Inga Einarsdóttir Laxness).
Chemplatreux (Kristján Kristjáns-
son) og Nitouche (Sigrún Magn-
úsdóttir.
Denise. Á himi bóginn skorti nokk
uð á skinhelgina, sem er hin hlið-
in á hlutverkinu; til þe*s stóð
leikur Sigrúnar allur um of í
merki lífsgleðinnar. Hún var sjer-
staklega aðlaðandi, og kæti henn-
ar smitandi í trumbu-söngnum í
þriðja þætti.
Elskhugann, Champlatreux, ljek
Kristján Kristjánsson. Söng hann,
sem vænta mátti, hlutverkið af
mestu prýði, og sem leikari virð-
ist hann vera í framför, t. d. var
leikur hans í 1. þætti ósvikin
kýmni. Brynjólfur Jóhannesson
ljek Fégure majór, aldraðan, af-
brýðissamaií flagara. Hann lagði
í fyrri hluta leiksins mesta á-
herslu á ofsa og A’aldsmenslcu lier-
foi’ingjans, og þessvegna kom
blíðan og kvenhollustan í síðasta
þætti nokkuð á óvænt. Jeg hefi
sjeð hlutverkið leikið á. nokkuð
annan veg, en þar með er ekki
sagt, að skilningur Brynjólfs á
því sje ekki fullkomlega rjettmæt-
ur. — Sýstur lians, abbadísina,
ljek Gunnþórunn Halldórsdóttir.
Hlutverk þau, sem hún fær í
hendur, ,eru venjulega með nokk-
uð öðru sniði, en þó tókst henni
hjer að skapa sanna mynd af
þessari guðhræddu, auðtrúa klaust
urmóður.
Inga Laxness, sem er nýliði á
leiksviðinu, Ijek Corinne, aðsóps-
mikla og skapstóra leikkonu. Hjer
í lívík hafa oft birst ný andlit á
leiksviðinu, til þess eins flest að
hverfa aftur í glevmskunnar
djúp. Ef dæma má af þessu fyrsta
hlutverki Ingu Laxness, þarf liún
ekki að óttast þau örlög. Fas
hennar, öryggi- í hreyfingum og
tilsvör báru öll vott um ágæta
leikhæfileika — en það sem á
vantar er. auðvitað komið undir
rjettri tilsögn. Þá er að geta Al-
freðs Andrjessonar, sem skapaði
enn einu sinni eina af þessum ó-
gleymanlegu skopmyndum sínum,
þennan fáránlega regissör, sem
hafði áreiðanlega ekkert, hvorki í
hausnum nje á, nema hárkolluna.
Lárus Ingólfsson sýndi einnig ó-
svikna, græskulausa „komik“ í lið-
þjálfanum, sem er á móti riddara-
liðinu, af því að hestarnir kunna
ekki að „salutera“.
Leikstjóri var Haraldur Björns-
son, og ljek hann einnik hlutverk
leikhússtjórans. Óðagot og fum
þessarar persónu* sýndi Haraldúr
svo vel, að jeg fyrir mitt leyti er
hjer eftir sannfærður um, að skop-
hlutverk sjeu hans sanna verks-
svið. Nokkur minni hlutverk eru
hjer ótalin, en þau fjellu öll vel
inn í heildina, og var ekkert
þeirra til lýta.
Þýðinguna hafði Jakob J.
Smári gert, og virtist hún mjög
smekkleg. Þó þótti mjer miður,
að Tindáta-dúettinn í fyrsta þætti,
sem er í frumbúningnum einn af
skemtilegustu söngvum leiksins,
hafði verið færður í all-mjög
dauflegra form.
Dr. von Urbantschitsch hafði
veg og vanda af þeirri hlið máls-
ins, sem að tónlistinni vissi.
Keyndist hann nú sem fyr örugg-
ur stjórnandi, er kunni skil á að
sameina margþætta þræði hljóm-
sveitar og söngvara í eina taug.
E. Th.
Sigríður í
• ••
SJO
Brattholti
tug
Sjötug varð í gær Sigríður
Tómasdóttir í Brattholti í
Biskupstungum. Hún er dóttir
hinna alkunnu sæmdarhjóna Tóm-
asar Tómassonár og Margrjetar
Þórðardóttur, sem þar bjuggu all-
an sinn langa og ágæta búskap.
Tómas faðir hennar vár arþ fædd
ur og uppalinn og tók við búi for
eldra sinna. Hann ljest áttræður
árið 1926. En Margrjet móðir henn
ar var frá Kjóastöðum, næsta bæ
við Brattholt. Ilún andaðist árið
1928 áttatíu og þriggja ára göm-
ul.
Sigríður liefir aldrei verið við
karlmann kend, en unnað og unn-
ið heimili sínu í Brattholti alt sitt
æfistarf. Faðir hennar og hún voru
sjerlega samrýmd. Komst því
sneúima á sú liefð, að hún hjálp-
aði honum við útiverkin og fó'
með honum lestaferðir haust og
vor. Var hún lionum sem dugleg-
asti vinnumaður alt frá æsku. Eigi
má þó ætla, að hún hafi vanrækt
kvenlegast listir fvrir því. Þvert á
móti þótti hún skara fram úr jafn-
öldrum sínum í kvenlegum íþrótt-
um. Hann\*rðir hennar voru bæði
listrænar og frumlegar. Auk
þessa er hún hið besta að sjer \
fornum, íslensltum fræðum.
Það sem þó sjerstaklega gerði
liana um eitt skeið líklega þjó5-
kunna, voru afskifti hennar af
Gullfossmálunum gömlu. En upp-
haf þeirra var það, að sumarið
1906 kom austur að Gullfossi og
Geysi Englendingur nokkur vell-
ríkur. Er hann hafði verið við
fossinn og var kominn út að Geysi,
sendi hann eftir Tómasi, föður Sig-
ríðar, og lagði stríðar fölur á foss-
inn til kaups. Bauð hann Tómasi
í hann kr. 50.000.00 — fimtíu þús-
und krónur. Var það á þeím tím-
um all-laglegur skildingur. Virð-
ist sem á hann hafi rnnnið í fyrstn
tvær grímur við boð Englendings-
ins, en kvaðst þó ekki vilja gera
út um það fyr en hann hefði ráð-
fært sig við Sigríði dóttur sína.
Var þá sent eftir henni. Er þang-
að kom, var hún eigi lengi að á-
kveða sig, fremur en st.undum
endranær, og þvertók fyrir söluna.
Bjargaði hún þannig frá þeim
þjóðarósóma, að fossinn lenti í
eigu útlendings. Atvik þetta varð
og til þess, að Bjarni Jónsson frá
Vogi beitti sjer fyrir því — þótt
eigi væri hann þá orðinn þing-
maður — að Alþingi gaf út á
næsta þingi Fossalögin frá 22. nóv.
1907, sem þegar í 1. gr. sinni
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU