Morgunblaðið - 18.03.1941, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 18.03.1941, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ Þriðjudagur 18. mars 1941. Ræða Roo§evel(s: „Vjer munum styðja lýð ræðisþjóðirnar til sigurs“ Yfirdrotnunar- stefna nazista dauð fyrirfram iniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiiiiuiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimi ( Bretar taka [ | aftur breska 1 I Somaliland I RÆÐA ROOSEVELTS, sú sem hann hjelt s.i. laugardagsnótt, hefir vakið alheimsathygli. Ræðu sína hjelt forsetinn í blaðamanna- veislu í Washington, og hafði fyrirfram verið boðað að ræðan yrði haldin og tilefni hennar sagt vera samþykt láns- og leigufrumvarpsins. Um allan heim, en þó einkan- lega í Bretlandi og Grikklandi, hafði ræðunnar verið beð- ið með mikilli óþreyju og eftirvæntingu. Lundúnaútvarpið útvarpaði ræðunni á 22 tungumál- um. Ræðan hefir vakið mikinn ,fögnuð, ekki aðeins í Bret- landi og Grikklandi, heldur og í fleiri löndum, svo sem Tyrklandi og Júgóslafíu. Þjóðverjar gera lítið úr ræðunni, en í gærkvöldi var auð- sætt af þýskum fregnum, að þýsk blöð lögðu áherslu á að hrekja ýms ummæli forsetans. í þessari ræðu sinni lýsti Roosevelt ljósara en nokkru sinni fyrr, hversu andstæður nazisminn og stefna einræðisins yfirleitt, væri hugsjónum Bandaríkjamanna. Bandaríkjamenn ynnu frels- inu, sagði forsetinn, nazisminn bygðist á kúgun og undirokun. iiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiii ! , = ^ : 1 { E. B i Borgin Berbera er skamt fyrir austan Bulhar (í br. Somalilandi). EFTIR 7 MÁNUÐI blaktir nú breski fáninn aftur við hún í Ber- bera, höfuðborg breska Somalilands. Breskt herlið var sett á land þar í fyrradag, af breskum herskipum. Samkvæmt fregn- um frá Kairo virðist viðnám ítala í borginni hafa verið lítið, þótt nokkuð hafi verið skotið af vjelbyssum og einnig fall- byssum. BRETAR segjast hafa tekið 100 fanga, en búast við að þeim fjölgi. ÍTALIR TÓKU Berbera (og þar með breska Somaliland) 18. ágúst síðastliðinn. Er Italir hófu sókn inn í breska Somaliland, hörfuðu Bretar undan til strandar og gátu flutt megnið af her sínum burtu frá Berbera. I tilkynningu, sem breska herstjórn- in birti um það leyti, var skýrt frá því, að þungamiðjan í vörn- um Breta og Frakka í breska Somalilandi og Djibouti hafi verið í Djibouti, en eftir að Frakkar gáfust upp, hafi reynst ókleift að verja Somaliland, nema með því að kalla herlið burtu af öðrum mikilvægum herstöðvum. FREGNIR AF ÖÐRUM vígstöðvum í Austur-Afríku hermdu í gær, að Bretar hefðu tekið mikilvægar hæðir hjá Keren í Eritreu (en en vörn ftala í Keren þrýtur, er búist við að öll Eritrea verði á valdi Breta). I Abyssiniu segja Bretar, að hernaðaraðgerðir gangi að óskum á öllum vígstöðvum. Breski flotinn fsr nýjar sprengjufliigvielar Breskt her líð í Gríkk- landí ? _ FRJETTASTOFU-fregnir hafa verið birtar um að breskt herlið sje komið til Grikk- lands. FULLTRÚI þýska utanríkis- málaráðuneytisins sagði í gær við blaðamann, sem vakti at- hygli hans á þessum fregn- um, að Þjóðverjar fylgdust með þeim af mikilli athygli. En hann sagði, að Þjóðverj- ar bygðu engar ráðstafanir á frjettum eins og þessum, held ur styddust eingöngu við þeirra eigin frjettaþjónustu. FULLTRÚINN bar afdráttar- laust til baka fregnir um að vopnahljessamningar færu fram milli Grikkja og ítala. Hann sagði, að fregnir þess- ar hefðu við ekkert að styðj- ast. FiRÁ vígstöðvunum í Albaníu herma bæði grískar og ít- alskar fregnir, „að háð sjeu fallbyssueinvígi hingað og þangað, og könnunarflokkar sjeu á ferðinni“. I fregnum frá London segir, ,,að sókn Itala sem hófst fyrir tæpri viku, hafi hjaðnað smátt og 1 smátt, og sje nú alveg úr sögunni“. BRESKAR flugvjelar gerðu í fyrrinótt öfluga loftárás á Tirana (höfuðborg Albana) og vörpuðu niður 10 smá- lestum af sprengjum yfir flugvöllinn þar. Önnur árás var gerð á Vallona og sleptu flugvjelarnar fyrst sprengj- um yfir flugvöllinn þar, en lækkuðu síðan flugið og skutu af vjelbyssum á flug- vjelar á jörðunni. Svar Inentís forseta tíl „Ekkert htki6 Samkvæmt fregnum, sem birtar hafa verið bæði í Berlin og London, er tyrknesk- ur sendiboði á Ieiðinni til Ber- línar, með svar Inenus forseta Tyrkja við orðsendingu Hitlers. Fregnir, sem birtar hafa ver- ið í London segja, að hjer sje aðeins um kurteisissvar að ræða. í svarinu lýsir Inenu for- seti yfir því, að Tyrkir vilji frið við alla, en hinsvegar sje stefna þeirra skýr og afmörkuð. 1 London er vitnað í tyrk- neska blaðið „Ulus“ sem sagði í gær, að engin ástæða væri til að lýsa stefnu Tyrkja þannig, að hún væri hikandi.. Árshátíð sína heldur St. Verð- andi nr. 9 í Góðtemplarahúsinu í kvöld. Sú barátta, sem lýðræðisþjóð irnar heyja nú, er baráttan fyr- ir frelsinu gegn áþján og yfir- drotnan, barátta siðmenningar- innar gegn æðisgenginni villi- mensku nazismans sem í eðli sínu er fjandsamlegur því sem Bandaríkjamenn unna og gefur lífi borgara þeirra gildi. Þá ræddi forsetinn um hina svokölluðu ,,nýskipun“ heimsins eftir höfði einræðisherranna. „En“, sagði Roosevelt, „í hverju er sú nýskipun fólgin? Hún er fólgin í því, að harð- fjötra frjálsa hugsun, drepa skoðanafrelsið í dróma þræls- ótta og undirlægjuháttar. Bandaríkjamönnum er full- ljós sú hætta, sem þeim sjálf- um og menningu allrar verald- arinnar, stafar af uppvöðslu- stefnu einræðisríkjanna. Vjer höfum snúist við eins og vera ber. Og öll þjóðin, 130 miljónir samhuga fólks, ein- beitir nú öllum kröftum sínum til sigurs málstað lýðræðisþjóð- anna. Vjer trúum ennþá á gildi lýðræðisins, gildi þess, að mannlegur þroski og athafna- frelsi fái að njóta sín. Baráttan við einræðisríkin er baráttan fyrir því, að mann- kynið fái notið þess áfram, sem allar lýðræðisþjóðir telja helg- asta rjett einstaklinganna, rjett inn til þess að lifa og starfa sem frjálsborið fólk en ekki sem krjúpandi þrælar. Roosevelt dáði hina hreysti- legu baráttu Breta. Bretar berjast vegna þess, að þeir ývilja heldur falla með sæmd en kyssa á vönd böðuls- ins. Og barátta Breta er ekki aðeins fyrir eigin tilveru, held- ur og fyrir frelsi og sjálfstæði miljóna manna í þeim löndum, sem járnhæll nazismans nú traðkar á. Vort hlutverk er, sagði Roosevelt, að styrkja Breta og allar undirokaðar þjóðir í þeirri úrslitabaráttu, sem nú er háð. Vjer munum styðja lýðræðisþjóðirnar til sig- urs. Vjer eigum auðæfi, vopn og vistir; látum oss styrkja þá sem berjast fyrir þeim hugsjónum, sem vjer höfum í heiðri. Skip, skriðdreka, matvæli og hverskonar vopn munum vjer fá lýðræðisþjóðunum í hendur. Yfir- drotnunarstefna nazismans er dauð fyrirfram. Sagan sýnir að hún á aldrei varanleg ítök. Eorsetinn lauk ræðu sinni með því að óska þess, að komandi kyn- slóðir gætu blessað minningu þeirra manna, sem varðveitt hefðu trúna á frelsið og unnið sigur í baráttunni fyrir því. Bæði' meðan á ræðunni stóð og á eftir ljetu áheyrendur í ljós mikinn fögnuð og hyltu forsetann ákaft. Meðal áheyrenda í blaðamanna- veislunni var Wendell L. Willkie, forsetaefni republikana og keppi- nautur Roosevelts í síðustu forseta kosningum. Ljet hann einnig í Ijós velþóknun sína yfir ræðunni. Amerísk blöð taka mjög í sama streng óg forsetinn og segja að skarið hafi nú verið tekið endan- lega af um það, að Bandaríkiu fylgi af alhug lýðræðisþjóðunum og aðstoði þær eftir föngum. London í gær. hurtiss-Wright flugvjela- smiðjurnar í Bandaríkj- unum eru nú byrjaðar að fram- leiða nýjar steypiflugvjelar, sem ætlaðar eru handa flug- stöðvarskipum. Eru flugvjelar þessar miklu fullkomnari en samskonar þýskar flugvjelar, bæði hvað snertir hraða, vopna útbúnað og langfleygni. Þær eru einþekjuflugvjelar með 1700 hestafla Wright Cyclone mótor. Geta þær flogið 1200 km. án þess að lenda og komast 500 km. 'á klst. full- hlaðnar, en þær geta borið þyngri sprengjur en nokkrar steypiflugvjelar aðrar. Breski flotinn fær flugvjel- ar þessar til afnota, eftir því, sem þær eru framleiddar. (Skv. skeyti New York frj éttaritara Daily Telegraph).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.