Morgunblaðið - 26.03.1941, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 26. mars 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Minningarorð
um Jón Leví
Hinn 17. þ. m. andaðist Jón
Leví Guðmundsson gullsmið-
ur og verða hinar jarðnesku leif-
ar hans bornar til hinstu hvíldar
í dag.
Jón Leví var fæddur í Tungu í
Vatnsnesi þann 27. jan. 1889. Fað-
ir hans var Guðmundur síðar
bóndi á Gnýstöðum Jónsson hónda
á Bergsstöðum Benediktssonar.
Móðir Guðmundar var Helga
Skúladóttir, hreppstj. á Þverá í
Vesturhópi Sveinssonar. Móðir
-Jóns Leví var f. k. Guðmundar,
Margrjet, dóttir Ólafs skipasmiðs
á Gnýstöðum Jónssonar.
Jón heitinn þótti þegar í æsku
mesti efnismaður. Mjög vel gef-
inn bæði að andlegu og líkamlegu
atgerfi. Gleðimaður mikill, vænn
að vallarsýn, glímumaður góður
og hagmæltur.
Á unga aldri fjekst hann all-
mikið við sjómensku, var um skeið
formaður á bátum heima í sínu
hjéraði og þótti hinn mesti 'at-
orkumaður og afkastamaður með
afhrigðum. En annar þáttur í eðli'
hans — smiðshneigðin — varð
ríkari og tók hann að sinna gull-
smíði og leturgrefti og stundaði
það til æfiloka. Var hann alveg
sjerstaklega hagur maður og verk-
sjeður við alla smíði og þó eink-
um við alt, er laut að verkfær-
um. Hafa ótvírætt komið þar
í ljós ættareinkenni frá afa
hans, Ólafi skipasmið á Gnýstöð-
um, sem var hinn mesti þjóðhagi
og harnhleypa til allra verka.
Jón var tvígiftur. Kvæntist hann
fyrst 17. des. 1910 Guðríði Júlíu
Kristjánsd. í Hafnarf. Guðnason-
ar og áttu þau eina dóttur, sem
nú er uppkomin. Síðan giftist hann
15. okt. 1932 Magneu Láru Magn-
úsd. verkstj. í Reykjavík Snorra-
sonar frá Sandvík í Flóa. Áttu
þau þrjú börn og er hið yngsta
þeirra aðeins 16 mánaða.
Það er skarð fyrir skildi þegar
góðir drengir hníga í valinn á
besta aldri. Er hjer sjerlega þung-
ur missir ekkjunni og ungum börn
um að missa þannig skyndilega
eiginmann, vin, fjelaga, föður og
fyrirvinnu — ástríkan heimilisföð-
ur. Maðurinn, sem fyrir fáum dög-
um var þetta alt, horfinn — far-
inn. En frændi Jóns heitins, Jón
Bergmann skáld sagði:
Jeg vona og jeg trúi við sjerhvert
sólarlag,
að sólin verði bjartari og hlýrri
næsta dag.
Vjer vonumst öll eftir að heilsa
nýjum degi og skilja þá fleira en
vjer skiljum nú.
Kristmundur Þorleifsson.
Sextugsafmæli
Sjxtug er í dag frú Valfríður
jottskálksdóttir, Aðalstræti
16, hjer í bæ. Munu vinir henn-
ar og kunningjar samgleðjast
henni í dag vegna þess, hve ung
hún er í anda og útliti, þrátt fyr-
ir það, þó hún hafi ekki legið
á liði sínu um dagana, en veriö
sístarfandi, alt frá bernsku og
fram á þenna dag, bæði hjer-
lendis og þegar hún dvaldi vest-
an hafs.
Frú Valfríður hefir glímt við
viðfangsefni sín, og þau stund-
um örðug, með þeim árangri,
sem þeim konum einum hlotn-
ast, er lifa vinnusömu, bjartsýnu
og háttprúðu lífi.
Við vinir og kunningjar frú
Valfríðar árnum henni allrar
blessunar á komandi árum.
n.
Skamturinn
leikinn i 10. sinn
Tryggvi og Halli á tvíhjólinu.
Afrumsýningunni á revýunni
hjá Reykjavíkur Annál
fanst mjer ,,skamturinn“ að
vísu góður, en þó minna of mik-
ið á Svartadauða. Síðan hefi jeg
sjeð skamtinn þrisvar sinnum,
og altaf hefir brugguin verið
betri og betri, og síðast er jeg
fór, var skamturinn orðinn ilm-
andi drykkur. Auk þess eru
skamtarnir orðnir mikið ríf-
legri, því það, sem að mjer fanst
fyrst gefið í teskeiðum, er nú
gefið í matskeiðum.
Þótt bruggið hjá Guðbrandi
kunni að hafa batnað eftir öli
hans bruggár, nær hann aldrei
þeim framförum, sem að Reykja
víkur Annáll hefir náð á 9 sýn-
ingum. Enda hefir leikhúsið
verið troðfult öll þessi kvöld,
og allir ,,farið fullir og í friði
heim til sín“, eins og Lárus segir
að hann hafi farið úr Thomsens
Magasín, í vísunni ,,Den Tid“.
Þótt Brandur geti gert menn
glaða, þá er jeg viss um að
þann hlátur getur hann aldrei
vakið, er Halli og Tryggvi koma
af stað, hvort sem þeir eru við
kanónuna, eða á tvíhjólinu, og
þá Petsamóvalsinn hjá Emilíu
og Tryggva. Hvaða vínsort ætl-
ar Brandur að bjóða manni, er
jafnast á við Alfred eða Drífu
og öll gerfi Lárusar, að Frið-
finni ógleymdum?
í kvöld verður revyan leikin
í 10. sinn, og þangað ætla jeg
að labba með áfengisbókina
mína, því nú gæti jeg trúað að
jeg fengi hreint kampavín út
á skamtinn.
Skipatjónið minna
Skipatj ónið næstliðna viku var 23
skip samtals 71,773 smálestir, að
því er breska flotamálaráðuneytið til-
kynti í gær. Þaraf 17 bresk skip um 60
þús. smálestir og 6 skip Bandamanna.
I fregn frá London er á það bent
að skipatjón þetta sje 27 þúsund smá-
lestum minna en næstu viku á undan
og meir en helmingi minna heldur en
vikuna þar áður.
Yfirmaður breska Austur-Indlands
flotans tilkynti í gær, að þýska skipið
Oder, 8500 smálestir hafi verið hertek-
ið. Breskur fallbyssubátur hertók skip-
ið, er það reyndi að læðast úr höfn-
inni í Massawa (Eritreu) við Rauða-
hafið.
Breska flotamálaráðuneytið tilkynn-
ir að síðustu 5 vikumar, eða frá því 19.
febrúar, hafi öxulsríkin mist 300 þús.
smálesta skipastól. (Hjer mun aðallega
vera átt við ítölsk sMp, hertekin eða
eyðilögð í höfnum í Norður- og Austur-
Afríku og þýsk og ítölsk skip, sem sökt
hefir verið í Miðjarðarhafi).
Dagbók
•oo«aoaee«M oooooooooooo
Næturlæknir er í nótt Ólafur
Jóhannsson, Laugaveg 3. — Sími
5979.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
Föstuguðsþjónusta í dómkirkj-
nnni í kvöld kl. 8.20. Síra Bjarni
Jónsson prjedikar.
Föstuguðsþjónusta í kvöld kl.
8.15 í fríkirkjunni. Síra Árni Sig-
urðsson.
60 ára er í dag frú Hallbera
Ottadóttir, Bergstaðastræti 44.
60 ára er í dag frú Ingveldur
Jónsdóttir, Brávallagötu 10, kona
J óhannesar Magnússonar frá
Laugarbökkum.
Hjónaband. S.l. laugardag voru
gefin saman í hjónaband af síra
Árna Sigurðssyni, ungfrii Nanna
Ingibjörg Einarsdóttir og Lúðvík
Ottó Guðjónsson. — Sama dag
voru gefin saman í hjónaband ai
síra Árna Sigurðssyni, ungfrú
Pálína Helgadóttir og Guðmund-
ur Guðjónsson. — Heimili ungu
hjónanna er á Hverfisgötu 66 A.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband ungfrú Elsa
Jörensen eand. pharm. og Gunnar
Gíslason. Heimili þeirra er á Garða
veg 3. — Ennfremur Dídí Þórð-
ardóttir, Garði, Skerjafirði og
Höskuldur Austmar matsveinn.
Hallgrímsprestakall. Áheit og
gjafir. Afh. af sr. Sigurbirni Ein-
arssyni; Áheit frá J. K. 25 kr.
Frá sjómanni 25 kr. Gjöf frá ó-
nefndum 10 kr. Afh. af sr. Jakob
Jónssyni: Áheit frá Helgu 30 kr.
Afh. á safnaðarfundinum: Gjöf
frá ónefndum hjónum 300 kr., á-
heit N. N. 5 kr. S. 5 kr. Gjafir: Á.
S. 2 kr. B. S. 3 kr. Kærar þakkir.
Gísli Jónasson.
Útvarpið í dag:
12.00 Hádegisútvarp.
15.30—16.00 Miðdegisútvarp.
19.25 Þingfrjettir.
20.00 Frjettir.
20.20 Föstumessa úr Dómkirkj-
unni (síra Bjarni Jónsson).
Sálmar: nr. 23, 10. til 13. vers,
crg nr. 24, 9. til 12. vers. Eftir
prjedikun nr. 25, 6. til 14. vers.
21.15 Kvöldvaka: a) Jón Jóhann-
esson: Úr Brandsstaða-annál. b)
Ragnheiður Þórólfsdóttir og Ól-
afur Þorsteinsson: Gítar- og
mandólínleikur.
21.50 Frjettir.
Matsvein
vantar nú þegar á stóran mótorbát.
Upplýsingar á skrifstofu Mjólkurfjelags Reykjavíkur.
mnnniiiiiiiiiiiiniiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiwiiiin^
Verslunarpláss, j
| hentugt fyrir vefnaðarvörubúð óskast strax eða 2
j| síðar. Tilboð sendist Morgunbl. fyrir 28. þ. mán., I
merkt „Vefnaðarvörubúð“.
jE =
Hiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuuiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiimiiiaiiniiiiiu
Að gefnu tilefni
skal tekið fram, að Mjólkurverðlagsnefnd hef-
ir ákveðið útsöluverð á smjöri kr. 6.90 pr. kg.,
og er öllum óheimilt að selja smjör hærra
verði. —
F. h. Mjólkurverðlagsnefndar,
PÁLL ZÓPHÓNÍASSON.
Egypskar Cigarettur
með fækifærisverði.
ARABESQUE RONDE í 20 stk. pökkum
kr. 1.60 pakkinn
ARABESQUE DE LUXE í 20 stk. pökkum
kr. 1.80 pakkinn
TÓBAKSEINKASALA RÍKISINS.
JÚLÍUS ÓLAFSSON, búfræðingur,
fyrrum bóndi að Miðjanesi í Reykhólasveit, andaðist þar að-
faranótt 25. þ. m.
Vandamenn.
Jarðarför litla drengsins okkar
JÓNS BJÖRNÆS
fer fram frá Lindargötn 47 fimtudaginn 27. þ. m. kl. 2 e. h.
Hulda Björnæs. Davíð Jónsson.
Hjartans þakkir til allra, nær og fjær, er auðsýndu okkur
samúð við fráfall okkar hjartkæra eiginmanns og föður
FINNBOGA KRISTJÁNSSONAR skipstjóra,
sem fórst með b.v. Gullfossi.
Lovísa Eliíasdóttir og börn.
Innilegt þakklæti færi jeg öllum þeim, sem á margvísleg-
an hátt hafa sýnt mjer og börnnm mínum hluttekningu og
samúð við fráfall mannsins míns
JÓNS STEFÁNSSONAR,
er fórst með b.v. Gullfossi. Einnig vil jeg þekka Slysavarna-
fjelagi íslands og öðrum, er áttu þátt í leitinni að Gullfossi,
og svo Magnúsi Andrjessyni útgerðarmanni fyrir minningar-
gjöfina til Slysavarnaf jelagsins.
Ólafía Guðmundsdóttir.
Þökkum hjartanlega veitta samúð og hjálp við andlát og
jarðarför
ÓLAFAR ÓLAFSDÓTTUR
frá Efri-Brúnavöllum á Skeiðnm.
Aðstandendnr.