Morgunblaðið - 01.04.1941, Blaðsíða 3
Þriðjudagur 1. apríl 1941.
MORGUNBLAÐl i>
3
Þýsk sprengjuflug-
vjel af stærstu gerð á
sveimi yfir Reykjavík
__•
Þessl kúlna-
brot gátu
valdið bana
Flaug fram hjá Vestmanna'
eyjum í báðum ieiðum
Loftárásarhættan stúð yíir í klukkustund
Myndin er af þýskri sprengjuflugvjel sömu tegundar og hingað
kom á sunnudaginn (Foeke-Wulf Fw. 200K Kurier). Þessi tegund er
ternaðarvjel, endurbætt úr Focke-Wulf Condor farþegaflugvjelum.
Þær eru með tveimur skotturnum að ofan og stóru sprengju-,,rúmi'
að neðan og þar er einnig lítil fallbyssa, sem hægt er að skjóta úv
bæði fram fyrir og aftur fyrir vjelina. Flughraði þessara vjela er
um 280 mílur á klst. Hjólin, sem eru tvöföld (eins og aftur-hjól á
sumum stórum vörubílum), eru dregin inn á meðan vjelin er á flugi.
Ahöfnin er venjulega sex menn.
FJÖGRA HREYFLA þýsk Focke-Wulf-Kurier
sprengjuflugvjel birtist skyndilega yfir
Reykjavík laust eftir klukkan 10 á sunnu-
dagsmorguninn. Sveimaði flugvjelin yfir bænum og ná-
grenni dágóða stund, en hvarf síðan í suðurátt. Engri
sprengju var slept frá flugvjelinni og gerði hún ekki til-
raun til árásar.
Skotið var að flugvjelinni úr loftvarnabyssum setuliðsins breska,
eu ekkert skot hæfði flugvjelina þó að nokkur þeirra færi all-nærri
lienni. Breskar flugvjelar frá flugvelli hjer nálægt hófu sig til flugs,
cn ekki kom til viðureignar svo vitað sje. Sást flugvjelin síðast fljúga
í austurátt frá Yestmannaeyjum og voru þá þrjár breskar flugvjelar
á eftir henni.
Myndin er af þrem brotum úr sprengikúlum loftvarna-
byssa (myndin sýnir fulla stærð brotanna), sem fjellu niður
hjer í bænum í skothríðinni á sunnudaginn var. Eitt brotið,
sem er 115 gr. að þyngd, fanst í skemtigarðinum sunnan við
Tjörn; annað (85 gr.) fanst sunnarlega í Tjarnargötu, og
þriðja (58 gr.) fanst í Ingólfsstræti. — Mörg kúlnabrot, af
svipaðri stærð, hafa fundist víða um borgina. Má af þessu sjá
hve mikil hætta það er, að vera á ferli um bæinn, meðan verið
er að skjóta úr loftvarnabyssum. En almenningur gerir sjer
ekki enn grein fyrir þessari hættu. — Kúlnabrotin eru til sýnis
í glugga Morgunblaðsins.
Þýska flugvjelin kom aust-
an með landi og sást fyrst úr
Vestmannaeyjum kl. 9.43, eða
fullum stundarfjórðungi áður
en hún flaug hjer yfir bæinn.
Hefði því verið nægur tíma
að gera Reykvíkingum aðvart
frá Eyjum, því þaðan flaug
vjeíin í norðurátt og því
nokkumveginn augljóst á
hvaða leið hún var.
í bakaleið flaug þýska flug-
vjelin einnig framhjá Vest-
mannaeyjum tæpri klukku-
stund síðar, eða klukkan 10.35.
Loftárásarhættumerki var ekkí
gefið hjer í bænum fyr en flug-
vjelin hafði sveimað góða stund
yfir bænum og byrjað var að
skjóta úr loftvarnaþyssum að
henni. Hættumerki með símahring-
ingu kom svo fvrst enn seinna,
eða ekki fyr en mínútu eftir að
gefið hafði verið merki með loft-
varnalúðrunum.
Yfirleitt leituðu vegfarendur til
loftvarnabyrgja ,en þó bar of mik-
ið á því, að margir eru þeir bæj-
arbúar, sem ekki hafa látið sjer
skiljast hver hætta stafar af' því
að vera á ferli á bersvæði meðan
verið er að skjóta af loítvarna-
byssum, að ekki' sje talað um ef
flugvjelar gera árás á bæinn, en
altaf verður að gera ráð fyrir að
slíkt sje tilgangur þýskra flug-
vjela, sem hingað koma.
Einkum bar á því að fólk leit-
aði úr loftvarnabyrgjum áður en
merki hafði verið gefið um að
hættan væri liðin hjá og er slíkt
með öllu óforsvaranlegt. Þó tók
út fyrir alla óskammfeilni, er fólk
sást aka barnavögnum um göturn-
ar á meðan á hættunni stóð, eins
og ekkert væri um að vera.
Til dæmis um hve sprengju-
brot frá loftvarnabyssukúlum
geta verið hættuleg er atvik,
sem kom fyrir á Njálsgötu 17
á sunnudagsmorguinn eð var.
Kona, sem býr á efsta lofti í
húsinu, var heldur sein á sjer
að leita í kjallara hússins.
Hún stóð undir þakglugga á
ganginum fyrir framan íbúð
sína er sprengjubrot kom
fljúgandi irn um gluggann.
Munaði ekki nema hársbreidd
að hún yrði fyrir sprengju-
brotinu, og loftþrýstingurinn
var svo mikill, að það var
engu líkara en að konan hefði
orðið fyrir höggi.
FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU.
Hafnarfjarðar-
togarar stöðvast
C'undur var haldinn í Sjómanna-
fjelagi Hafnarfjarðar í gær
kvöldi og samþykti fundurinn ein-
róma að sjómenn færu ekki á salt-
fisksveiðar á togurunum nema að
full áhættuþóknun yrði greidd,
auk hins umsamda kauptaxta.
Fyr í gær höfðu farið fram sam-
töl milli fulltrúa sjómanna og út-
gerðarmanna og sögðust útgerðar-
menn ekki sjá sjer fært að gera
út á saltfisksveiðar með því að
greiða áhættuþóknunina.
Hafnarf jarðartogararnir eru því
stöðvaðir, að minsta kosti í bili.'
LOFTVARNAÆFING
Á FÖSTUDAG
Loftvarnanefnd hefir ákveðið
að halda loftvarnaæfingu
hjer í bænum n.k. föstudagsmorg-
un. —
Verður æfingunni í alla staði
hagað eins og um loftárás væri að
ræða, og mun verða gengið ríkt
eftir að bæjarbúar fari eftir sett-
um reglum.
Togararnír
komnír heim
Togararnir sex, sem voru í
erlendri höfnxer útgerðar-
menn tóku þá ákvörðun að hætta
að láta skip sín sigla milli landa,
eru nú komnir heilu og höldnu
til íslands.
Skipin höfðu sanifloti yfir hafið
og kom ekkert óvenjulegt fyrir
þau á leiðinni.
„Þór“ hefir ónýtt
11 tundurdufl
Frjettaritari Morgunblaðsins
á Djúpavík hefir haft tal
af mönnum á varðskipinu ,,Þór“,
sem verið hefir að tundurdufla-
veiðum við strendur landsins.
Alls munu skipsmenn á „Þór“
hafa eyðilagt 11 tundurdufl þær
3 vikur, sem liðnar eru síðan
skipið hóf herferðina gegn rek-
duflunum.
Tvelr menn
dæmdlr fyrlr eð
keupe varnlng
af breskum
hermðnnum
Dómur var kveðinn upp í
lögreglurjetti Reykja-
víkur í gærmorgun yfir tveimur
mönnum, sem höfðu orðið upp-
vísir að því, að kaupa vaming
af breskum hermönnum. Voru
báðir dæmdir í fjársektir.
Annar mannanna hafði keypt
sjö teppi, nokkuð af vindling-
um, niðursoðna ávexti, eina skó,
eina vetlinga og fleira. Þessr
maður var dæmdur í 300 króna
sekt.
Hinn maðurinn hafði keypt
eitthvað af vindlingum, og á-
vexti. Hann var dæmdur í 100
króna sekt.
Báðir höfðu þessir menn selt
nokkuð af varningnum, sem þeir
keyptu af hermönnunum.
Eins og skýrt hefir verið frá
hjer í blaðinu er íslendingum ó-
leyfilegt áð kaupa varning af
hermönnum, þiggja af þeim
gjafir eða taka að sjer að selja
fyrir þá vörur. Mun lögreglan
ganga ríkt eftir að lögum hjer
að lútandi verði hlýtt í framtíð-
inni.
Þrfr Púlverjar af
Charzow dænid:
Ir I fangelsi
Skipstjórfnn dæmdur
í eins árs fangelsi
Sakadómari kvað í gærmorgun
upp dóm í máli Pólverjanna
af skipinu „Charzow", sem mestu
lætin stöfuðu frá hjer í höfninni
fyrir skömmu. Þrír þeirra voru
dæmdir í fangelsi, en einn sýkn-
aður.
Pólverjar þessir hafa setið 1
gæsTuvarðhaldi síðan þeir voru
handteknir og sitja enn, því þeir
áfrýjuðu dómnum til Hæstarjett-
ar. —
Pólski skipstjórinn, Sigmunt
Gora, sem aðallega stóð fyrir ógn-
unum við lögregluna og sem m.
a. bar vopn og skaut’ á bíl á hafn-
arbakkanum, var dæmdur í eins
árs fangelsi. Annar Pólverji, Adam
Babisz, var dæmdur í fimm mán-
aða fangelsi.
Þriðji maðurinn var dæmdur í
þriggja mánaða fangelsi fyrir
þjófnað. Hafði hann átt þátt f
vínstuldi úr öðru pólsku skipi,
„Puck“.
Næturakstur: Aðalstöðin. Sími
1383.