Morgunblaðið - 23.04.1941, Page 6
MORGUNJBLAÐIÐ
Miðvikudagur 23. apríl 1941.
Samgöngumál
Norður- í sf ir ðin ga
FRAMH. AF FIMTU SÍÐU.
hig k1 því, að s*v9 standi hjer á, að
ástæða sje hjer til sjerstaklega ríf-
legs stuðnings af hálfu ■ ríkissjóðs.
Undirtektir þingmanna við 1. um-
ræðu frumvarpsins spá góðu um
það, að óskir hjeraðsbúa nái fram
að ganga. Bn hjeraðsbúar lögðu
fyrst og fremst áherslu á, að
stuðningur ríkissjóðs yrði ekki
reittur sean lán eða ábyrgð, heldur
sem óafturkræft framlag til hjer-
aðsins eða þeirra' samtaka, sem
hjeraðsbúar hafa með sjer um
framkvæmd þessa máls og með-
ferð.
Hjeraðshúum er það meginatriði
að þeir geti bygt hinn nýja flóa-
bát sinn án þess að binda sjer
skuldabyrðar og hinsvegar að þeir
síigi skipið sjálfir og hafi umráð
3>ess Öll.
! Þeir vilja gjarnan leggja nokk-
iúð áð' sjer til þess að svo megi
ýerða. En fjárhagslegt bolmagn
fámennra bygðarlaga hrekkur
skamt til stórra átaka.
Jeg hefi hjer drepið lausiega á
hvernig þessi mál horfa við frá
sjónarmiði hjeraðsbúa og hver rök
rnjer virðast hníga til þess að
þessi mál fái afgreiðslu í sam-
ræmi við óskir þeirra.
I>að er mín skoðun. að hjcr sje
um að ræða eitfc hið mesta hags-
nmnamál þessara bygðalaga og að
á miklu velti, hver skil Alþingi
gerir þessu máli nú.
Skylt mál.
En jeg get ekki skilist svo við
jþetta mál, að jeg ekki drepi á
annað, þessu ekki óskylt, pn það
«r væntanlegt altvegasamband
3safjarðardjúps við akvegakerfi
landsins.
Fyrir því máli er vaknaður á-
hngi víða um Vestfirði og þá auð-
vitað ekki síst. við Djiip. Jeg tel
það vernlegt nauðsynjamál að haf-
i$t verði handa fljótlega um að
téngja hinar afskektu bygðir Vest
f jarða við akvegakerfi landsins.
? Akvegur yfir Þorskafjarðarheiði
að ísafjarðardjúpi væri stórt skref
í þá átt. En um leið og endastöð
akvegar væri komin að Djúpi yrði
mauðsynin á fullkommim flóabát
mnþá ríkari og skilvrði bætt til á-
batasamari rekstrar hans. Jeg
bendi á þetta hjer m.a. til þeas að
vekja athygli á því, að þótt sam-
göngur innan þessara hjeraða
byggist fyrst og fremst á sam-
göngutækjurn á sjó, þá hljóta þau
Þó einnig að stefna að því að ná
sambandi landleiðina við aðra
landshluta. Ennfremur að því að
tengja einstök bygðalög hjerað-
anna saman svo sem verða má og
allar aðstæður leyfa.
En eins og sakir standa bein-
ist átakið að því, sem í bili er
naests um vert, en það er full-
iominn flóabátur, rekinn á heil-
brigðum og sjálfstæðum grund-
velli, undir stjóm hjeraðsbúa
sjáifra og með hagsmuni þeirra
fyrst og fremst fyrir augum.
W
Attræður: Magnús Bjarnarson
fyrrum prófastur
Tdag er áttræður síra Magnús
Bjarnarson, fyrrum prestur
og prófasur að Prestsbakka á Síðu.
Fyrir 10 árum var hjer í blaðinu
allrækilega minst æfiatriða þessa
merka manns, er hann varð sjö-
tugur og ljet af embætti, eftir 43
ára prestsskap og 23 ára prófasts-
störf í víðlendu og erfiðu hjeraði,
er hann þjónaði með mikilli prýði,
og um tíma ásamt Sandfellspresta -
kalli í Oræfum, þar sem vfir stór-
feldar torfærur yar að sækja. Eu
hann var einn glöggvasti og þaul-
reyndasti ferðamaður þar eystra
um þær mundir, og mátti víst
telja fullkomna ófæru, ef hann fór
ekki ferða sinna. Húnvetningurinn
var orðinn hinn traustasti Skaft-
fellingur.
Síra Magnús er fæddur að Leys-
ingjastöðum í Hiinaþingi hinn 23.
dag aprílmánaðar 1861, sonur
Björns bónda og meðhjálpara
Oddssonar og síðari konu hans,
Rannveigar Ingihjargar Sigurðar-
dóttur. Annar sonur þeirra Björns
er hinn þjóðkunni prentsmiðju-
stjóri og bókaiitgefandi Oddur
Björnsson á Akureyri.
Stúdentsprófi lauk síra Magnús
árið 1885 og embættisprófi í guð-
fræði 1887 (báðum með- lofsein-
kunn), og áfið síðar (1888) vígð-
ist hann að Hjaltastöðum í Norð-
ur-Múlasýslu, en var skipaður
prestur í Kirkjubæjarklausturs-
prestakalli 1896 og prófastur í
Y.-Skaftafellsprófastsdæmi 1908.
Gegndi hann þeírn embættum til
ársins 1931, er hann sagði þeim
lausum vegna heilsubilunar. eftiv
vel og dyggilega unnið starf við
prestsverk og margvísleg þjóðmái
önnur. Hefir hann síðan lengstum
dvalist að Borg á Mýrum með
síra Birni syní sínum. Var þó um
hríð prestur Elliheimilisins í
Reykjavík.
Síra Magnús var kvæntur Ingi-
björgu Brynjólfsdóttur, prests og
alþm Jónssonar í Vestmannaeyj-
um, og konu hans Ragnheiðar
Jónsdóttur. Var frú Ingibjörg orð-
lögð ágætiskona, látin fyrir full-
um 20 árum. Varð þeim hjónum
4 barna auðið; Brynjólfur og Jó-
hanna ljetust nppkomin, en á lífi
eru Björn prestur á Borg og frú
Ragnheiður í Reykjavík. Á Prests-
bakka bjuggú þau hjón við mikla
ransn og myndarbrag, hæði jafn-
kuntf fyrir snyrtimenskú og hátt-
prýði í öllu.
Síra Magnús er mikill vexti og
hinn fyrirmannlegasti og er enn
lítt þrotinn að líkamskröftum, þó
að þreyta sæki nri nokkuð á hann
hin síðari árin eftir langt og lýj-
andi starf. Er það skrumlaust sagt,
að hann hefir jafnan verið ráð-
vandur maður og samviskusamur
með ágætum, tryggur og ráðholl-
ur; en hann er lík.a glaður og
reifur í vinahópi, enda fróður vei
og greinargóður. Hann er karl-
menni í sjón og reynd, og þó
mildur og nærgætinn. Sitji hann
nú heill að Borg Egils með böm-
Um sínum og barnabörnum á síð-
kvöldi langrar og merkilegrar æfi.
Vinur.
Sjálfstæðisfjelögin í Hafnarfirði
ÍiaJda sumarfagnað í Goodtempl-
arahúsinu í kvöld. Verður þar til
skemtunar söngur, ræðuhöld, dans
O. fl. Aliur ágóðinn rennur til
sumardvalar barna.
Frá breska setuliðinu.
Stórt „party“ notaðra blikkdunka til sölu hæst-
bjóðanda.
Dunkar brendir (að nokkru leyti bögglaðir) —
60 smál.
Dunkar undan benzíni (kliptir og flattir) — 6
smál.
Ðunkar undan benzíni (óbögglaðir) — 10 smál.
Dunkar undan sementi (óbögglaðir) — 10 smál.
Alt í Reykjavík og nágrenni.
Kaupandi verðrr að sækja dunkana, áður en
vika er liðin frá því að honum hefir verið tilkynt,
að tilboði hans hafi verið tekið.
Um leyfi til skoðunar skrifist til
CHIEF ORDNANCE OFFICER,
ICELAND FORCE.
Háskólafyrirlestur C. R, S. Harris
um griska fornmenningu
Háskóli íslands hefir beðið
Mr. C.R.S. Harris verslun-
arráðunaut að flytja opinberan
fyrirlestur, og ætlar hann að
ræða um „Þakkarskuld Breta
til grískrar menningar“. —-
(The .British Debt to Greek Ci-
vilisation).
Mr. Harris hefir starfað í
þágu breska utanríkismálaráðu
neytisins mög undanfarin ár, en
áður var hann kennari í forn-
aldarfræðum við háskólann í
Oxford. Þegar hann hafði lokið
magistersprófi í kíassiskum
íræðum við þennan háskóla
veittist honum sá mikli heiður
að verða kosinn „Fellow of All
Souls College“. Hann fluttist til
háskólans Princeton í Banda-
ríkjunum, þar sem hann hjelt
áfram námi sínu, og gerðist
doktorá sínu fagi. Því næst fór
hann aftur til Oxford, og að
loknum ranrisóknum hans þar
hlaut hann doktors-nafnbót
Það er því ekki að undra þó
að Hóskólanum þyki fengur í
að fá slíkan sjerfræðing til þess
að flytja fyrirlestur.
Mr.Harris ætlar að sýna fram
á það í stórum dráttum hvaða
áhrif grísk menning hefir haft
á breskt menningarlíf. Það er
athyglisvert að ensku orðin
fyrir stærðfræði, landafræði,
sorgarleiki, gamanleiki, heim-
speki, og síðast en ekki síst lýð-
ræði, eru af grískum úppruna.
Það eru fá vísindafög ^iem ekki
voru stunduð af forngrískum
spekingum, og er það undra-
vert að fyrir hálfri þriðju öld
skyldi þessum mönnum auðnast
aö leysa svo margar gátur nátt-
úrunnar.Á sumura stöðum lögðu
þeir hyrningarstein að því. sem
seinna varð fullkomnað, en á
öðrum sviðum hefir aldrei tek-
ist að gera betur eða jafnvel og
þeir gerðu, og má þar telja að-
allega byggingarlist og mynd-
listargerð.
Á Norðurlöndum hefir minst
kent áhrifa grískrar fornmenn-
ingar, og er það þess vegna sjer-
staklega mikilsvert að hafa
tækifæri til þess að fræðast um
þessi mál með því að hlýða á
vísindamann eins og Mr. C. R.
S. Harris.
Mr. Harris ætlar að flytja
fyrirlestur sinn á föstudaginn í
hátíðarsal Háskólans kl. 6,15,
og ætlar hann að sýna margar
skuggamyndir máli sínu til
skýringar.
Skofæfinga*
i dag
Tilkynning frá bresku setuliðs-
stjórninni:
Q kotið verður af 1 oftvama-
byssum í Reykjavík og ná-
grenni í æfingaskyni í dag kl.
9 árdegis til 4 síðdegis, ef veð-
ur Ieyfir.
Engin hætta verður samfara
æfingum þessum, nema að
merki verði gefið með venjuleg-
um loftvarnamerkjum.
Sumardvalir baxna 1941. Gjafir r
Kristján Eggertsson 10 kr. Svava
Þórhallsdóttir 20 kr. Markús Sig-
urðsson og fjölskylda, Miðstr. 8
15 kr.. Kr. E. 5 kr. Á. 50 kr. ó.
100 kr. Óuefndur 100 kr. Fto
Hjartarson, Egilsg. 22 100 kr. Fr.
Bertelsen 50 kr. Þ. E. J. 100 kr.
O; Johnson & Kaaber 1000 kr.
Eimskipafjelag íslands h.f. 1000
kr. Kvittun nr. 1 1000 kr. Áður
augl. Slippfjelagið í Reykjavík
h.f. 2000 kr. Kærar þakkir.
Sumardvalanefnd.
Rúðugler
fáum við frá Englandi í byrjun mai.
Þeir, sem ætla að kaupa gler hjá okk-
ur, ættu að tala við okkur sem fyrst.
Eggert Kristjðnsson & Co. U.
Sími 1380.
LITLt BILSTðBIM
UPPHITAÐIR BtLAR.
Er nokknð stór.
Einhýlishús.
Vil kaupa lítið einbýlishús, má vera utan við bæinn. Stærra
hús gæti komið til greina. Uppl. í síma 2970 frá 10—12
og 1—4 og 12—1 í síma 2384.
Siglingai*.
Vjer höfum 3—4 skip stöðugt f förum milli vestur-
strandar Englands og íslands. Tilkynningar um vörur
sendist
Culliford & Clark Ltd.
BRADLEYS CHAMBERS,
LONDON STREET, FLEETWOOD,
eða
Geir II. ZoSga
Símar 1964 og 4017,
ER GEFUR FREKARI UPPLYSINGAR.