Morgunblaðið - 01.05.1941, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.05.1941, Blaðsíða 3
Fimtudagur 1. níTíi 1941. MOKGUNBLAÐIÐ 3 Samvinna miili verkamanna og framieiðenda er stefnan Fjelagssamtök Sjálfstæðis- verkamanna eflast mjög Samtal við Ó!af J. Ólafsson for- mann Málfundafjelagsins Óðins OLAFUE J. ÓLAFSSON, núverandi formaður Málfundafjelagsins Óðins og ritstjóri viku; blaðsins „LýðfrelsF', hefir undanfarin ár verið meðal mestu áhuga- og áhrifamanna í hópi Sjálf- stæðisverkamanna. TíðindamaSur blaðsins hitti hann að máli í gær. og barst verkalýðshreyfingin í tal, og fjelagsmál verkamanna, þeirra er Sjálfstæðisfiokknuin fylgja. ___ Verkalýðshreyfingin hjer á landi, sagði Ólafur, er á tíma- mótum. Má svo að orði komast, að ládeyða nokkur hafi skap- ast í þeim málum, vegna þess að verkamenn hafa á síðustu miss- um fleiri og fleiri komist í fullan skilning um það, að starf- semi verkalýðsfjelaganna hef- ir undanfarna áratugi stefnt í öfuga átt við hagsmuni verka- mannanna. Starfsemi þeirra manna, sem haft hafa forystu í verkalýðsf jelögunum hefir fyrst og fremst verið niðurrifsstarf og baráttan gegn þórun atvinnu- lífsins. Atvinnpleysi og aðrar þreng- ingar verkamanna. hafa opnað augu þeirra fyrir því, að stefna sú, sem þeir menn hafa tekið, er tóku að sjer forystu innan verkalýðsfj,'elagí(nna, væri öf- ugstreymi, og verkafólkinu til t.ións. Fleiri og fleiri hafa sjeð það með hverjum mánuði, hverri viku, eða hverjum degi, að fram tíð verkamannsins er því aðeins trygð, að framleiðslan hafi möguleika til að standa á eigin fótum, og eflast á frjálsum grundvelli, þar sem hið frjálsa framtak manna fær notið sín. En leiðin til þessa er sú, eins og nú er alment viðurkent og, reynslan hefir leitt í ljós, að hin óholla opinbera íhlutun af at- vinnulífinu hætti, og horfið verði frá þeirri óheillastefnu, að ofsækja atvinnuvegina með óhóflegum sköttum og allskon- ar kvöðum, í þágu óarðberandi athafna. Hin vaxandi skilning- ur manna á þessu sviði, er gleði- legt tímanna tákn, enda virðist nú margt benda til þess, að meg- inþorri þjóðarinnar skilji, að þá er þjóðinni, atvinnuvegum henn ar og hverjum þjóðfjeiagsþegn best borgið, er verkamenn og vinnuveitendur vinna saman að því, að skapa og efla arðberandi framleiðslu. Eftirtektarvert er, hvar fyrst ■ or að gæta straumhvarfanna í verkalýðsmálunum. Það var einmitt hjer í Reykjavík og ná- rrenni höfuðstaðarins, einmitt þar, sem almenningur hefir skil y iði til að njóta mestrar fræðslu og fá mestan kunnleika á þess- um málum. Er þetta fyrirbrigði í fullkom- inni andstöðu við það, sem sósí- álistar halda fram, því þeir hafá FRAMH. Á SJÖTTU SÍÐU ♦ ^ + 1— Mfirskir Sjðlf- stæQismenn kaupa Itús Sjálfstæðisfjelögin í Hafnarfirði hafa nýlega fest kanp á húsi Þórðar Edilonssonar læknis. Er það hin vandaðasta og reisnlegasta bygging. Ér það ætlan hafnfirskra Sjálf- stæðismanna að husið verði sam- komuhús og fundaheimili þeirra í framtíðinni. Eru fyrirhugaðar breytingar á því til samræmis við slíka notkun. Starfsemi Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði er að þessu hinn mesti fengur. Sæmilegur húsakostur er eitt frumskilyrði vakandi f.jelags- starfsemi. Er þess að vænta að starfi og stefnu Sjálfstæðismanna í Hafnarfirði megi verða styrkur að þeim húsakynnum, sem þeim nú hafa skapast. Mótmæii fsi. rlk- isstjúrnarinnar borín fram i Berlln Yfirlýsing á Alþingi Afundi í sameinuðu Alþingi í gær, lýsti fjelagsmálaráð- herra því yfir, að ríkisstjórninni hefði daginn áður borist vitn- eskja ,um það, að sendiherra Svía í Berlín hefði þann 24. apríl s.l. borið fram mótmæli íslensku ríkis- ; stjórnarinnar við þýsku stjórnina | gegn árásum Þjóðverja á íslensk iskip og hafnbanni þeirra á land- í inu. I Jafnfrariit lýsti ráðherrann garigi þessara mála frá því að árás- ifttar hófust á íslensk skip. Þann 27. mars hefði ríkisstjórn- iri sent mótmæli sín gegn árásun- um á fiskiskipin til sænsku Utan- ríkismálastjórnarinnar fyrir milli- göngu sendifulltrúa síns í Stokk- hólmi. Jafnframt hefði sendifull- trúa Svía hjer í Reykjavík, en hann gætir hjgr hagsmuna Þjóð- verja, verið skýrt frá þessu. 1 þessum mótmælum var sjer- staklega skýrt frá árásinni á Fróða og bent á, að hann hafi verið utan þess svæðis er taldist ófrið- arsvæði. Þá hefði og Reykjaborgarárás- inni verið mótmælt og ennfremur flugárásunum á togarana Skutul og Arinbjörn hersi. Áskildi ríkis- stjórnin sjer rjett til bóta fyrir þessar árásir. Þegar svo vitneskja hefði bor- ist um hafnbannsyfirlýsinguna hefði verið send sjerstök mótmæli um hendur sendifulltrúa Islánds í Stokkhólmi, en jafnframt tílkynt FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. AVA R P til Sjálfstæðis- manna Sjálfstæðismenn og konur! J.nnaí er frídagur verkalýðsins í öllum löndum. Hjer á landi hefir hann verið það um nokkurt skeið. En hann hefir um leið. verið annað. Hann hefir verið áróðursdagur stjórnmálastefmt, sem reynt hiefir að afla sjer brautargengis í skjóli verkalýðssamtakanna, ekki síst á þann hátt, að egna stjett gegn stjett. Hann hefir þvi að hálfu leyti verið dagur sundrungarinnar. , ,, Á Mikill hluti hins ísl. verkalýðs hefir skilið það, og reynslan hefir fært heim sanninn um það, að fátæku ög fámémra þjóðfjelagi, sem okkar, með fábreytta atvinnuvegi, er það lífsnauðsyn, að stjettahatur og sundrung nái ekki að festai rætur að neinu ráði. í þjóðfjelagí, þar sem verkamaðurinn skoðar atvinnurekandann sem fjandmánn sinn, er atvinnhlífinu stefnt í beinan voða. Mikill hluti verkalýðsins hefir lengi skilið ])að, að sííkur áróður er rekinn hefir verið innan verklýðssamtakanna, þar í ,sjer feigð, stefndi að því að rífa niður, en ekki að því, að býggja flþp'r Stefndi að því að sundra, en pkki að því að sameina. Stefndi að atkvæðasmöl- un á grundvelli óánægjunnar, til framdráttar pólitískum flokki, án tillits til hagsmuna verkalýðsins sjálfs. Þeim hluta verkaíýðsins hefir ekki síst sárnað það, að hátíðisdagur hans, 1. maí, hefir verið van- helgaður með þessum áróðri. Þessir verkamenn hafa því tekið liöndum saman við Sjálfstæðis- fJokkinn um það, fyrst og fremst, að uppræta alla' sundrung innan verklýðssamtakanna og óvild milli atvinnuveitenda og vinnuþyggj- enda, — að vinna að því, að stjett standi með stjett í lífsbaráttunni í hinu íslenska þjóðfjelagi. Hátíðahöld þeirra 1. maí eru tákn þeirrar samvinnu. En sjálfstæðisfjelögin í Reykjavík telja það aðeins hlutverk sitt um stundarsakir, að standa fyrir hátíðahöldum 1. maí. Sjálfstæðisflokkurinn hefir barist fyrir því, að samtök verkalýðs- ins væri algerlega óháð hinum pólitísku flokkum, — og að því mun liann vinna, með aðstoð verkalýðsins sjálfs, þar til markinu er náð. Hariri mun fagna þeim degi, er verkalýðurinn gengur frjáls óg óskíft-' ur að starfa um hagsmunamál sín, — hátíðahöld verkamanna 1. maí verða tákn einingar og bræðralags, þar sem verkamenn og konlir koma i'ram sem fjelagar, hverjar sem skoðanir þeirra annars eru á' sviði stjórnmálanna, og standa óskiftar að hátíðahöldum sínum. En þó að þessu marki verði náð, þá munu Sjálfstæðismenn, hverr- ar stjettar sem eru, halda áfram að taka þátt í hátíðahöfdum verka- lýðsins þennan dag, stuðla að því að gera hann að þeim hátíðisdegi, sem sameinar alla bestu krafta þjóðfjelagsins, — hátíðisdegi, er sje andstæða þess sósíalistiska áróðurs og stjettahaturs, sém emkent hef- ir hátíðahöld hinna rauðu flokka þennan dag. Sjálfstæðismenn og konur! Stuðlið að því að gera hátíðahöld sjálfstæðisfjelaganna 1. maí sem virðulegust. • Stuðlið að því -að gera frídag verkamannanna sem hátíðlegastan. Munið það, að íslenskur verkalýður er að brjótast undan pólitísku oki, — rjettið honum höndina og standið stjett með stjett. í 1. maí nefnd sjálfstæðisfjelaganna í Reykjavílc. Andrjes G. Þormar. Axel Guðmundsson. Ásmundur Guðmundsson. Ásta Guðjónsdóttir. * Gísli Guðnason. Guðrún Guðlaugsdóttir. Guðrún Ólafsdóttir. Ingvi Hannesson. Kristinn Árnason. Ólafur J. Ólafsson. Ragnar Lárusson. Soffía M. Ólafsdóttir. Stefán A. Pálsson. Valtýr Stefánsson. lýmaf hátfOahðld I Hafnarfirði í t Verkamenn í Hafnarfirði halda 1. maí hátíðlegan undir forystu verkamannaf je- lagsins „Hlífar“. Gengst fjelagið fyrir inni- skemtun í Góðtemplarahúsinu um kvöldið. Þar flytur formað- ur ,,Hlífar“,x Hermann Guð- mundsson verkamaður, ræðu, kór syngur, Brynjólfur Jóhann- esson leikari les upp og Her- mann Guðmundsson syngur ein- ,söng. Síðan verður dansað. Hlífarverkamenn buðu sjó- mannafjelaginu og verkamanna fjelaginu í Hafnarfirði sam- vinnu um hátíðahöld þennán dag, en þeirri málaleitan hafa fjelögin engu svarað. Mun þembingur kratabroddanna standa í vegi fyrir því, að hafn- firskir verkamenn standi sam- einaðir að hátíðahöldum þenn- an dag. K. F. U. M. A.—D. Fundur í kvöld kl. 8y<z. Ólafur Ólafsson og Gunnar Sigurjónsson tala.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.