Morgunblaðið - 01.05.1941, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 01.05.1941, Qupperneq 4
4 MORGUNBLAÐIÐ Fimtudagur 1. maí 1911- KVEIÍÞJÓÐin OQ MEIMIUM Lítiö I eigin barm Eruö þjer elsku verð? Hjer koma enn nokkrar sam- viskuspurningar. í þetta sinn eru þær ætlaðar ungu stúlk- Tinum, og eiga þær eftir útkomu svaranna að geta gert sjer nokkra grein fyrir, hvort þær eru í raun •og veru jafn verðugar þess að vera elskaðar og þær vilja sjálfar vera láta. Svörin við spurningunum geta verið á þessa leið: Aldrei, alls ekki = 0. Stundum, all, dável = 1. Eiginlega ekki = 2. Venjulega, oftast nær, töluvert = 3. Altaf, algerlega, mjög = 4. Svartölurnar eru lagðar saman, «g eftir útkomunni er niðurstað- .aii, en svara verður samviskusam- lega þessum spurningum: 10 samviskuspurningar. 1. Lítið þjer björtum augum á lífið og tilveruna? 2. Eruð þjer þokkaleg, hreinleg og vel til fara? 3. Eruð þjer óeigingjörn og met- ið veglyndi hans, án þess að misnota það ? 4. Eruð þjer heilbrigðar og eðli- legar í framkomu gagnvart hinu kyninu ? 5. Sýnið þjer árvekni og dugn að í fjelagsskap? 6. Getið þjer borið ábvrgð orða yðar ? 7. Kemur yður vel saman við foreldra yðar og önnur skyld- menni? 8. Eruð þjer einlæg, heiðvirð og stilt í skapi? ?). Eruð þjer þolinmóð, getið gert gott úr eða fengið áhuga fyrir ýmsu, sem er öðruvísi en þjer eigið að venjast? 10. Eruð þjer kvenleg? Það er varla hægt að ætlast til að þjer fáið út hina fullkomnustu niðurstöðu, 40. En ef þjer fáið ú* lægiú tölu en 20, verðið þjer fyr- ir alvöru að bæta ráð yðar, ef ]>jer ætlið yður að vinna ást karlmanns og lialda henni til frambúðar. DÁLÆTI OG TAUGA- VEIKLUN Iæknir nokkur á Guvs Ilospital _m í London, Dr. W. Lindsav rannsakaði fyrir nokkru taugar barna, fátækra og ríkra, og komst að þeirri niðurstöðu, að aðeins !)% af fátæku biirnunum höfðu slæm- :ar' táugar, en 30% af börnum binna efnuðu foreldra voru tauga- veikluð. I)r. Lindsay heldur þv: fram, að efnuðu foreldrarnir •dekri alt of mikið við börn sín, >og þau verði svo að gjalda fyrir dálætið með veikluðu taugakerfi. TITIÐ ÞJER: — — — að miklu hægara er að taka roð og bein úr fiskleif- um meðan fiskurinn er heitur. Heim trá vionu - 09 út að skemta sjer t ófriðarlöndum Evrópu er dimt * og' drungalegt, en í Ameríku vantar ekki líf og fjör, fegurð og hlátur, segir í frjettum þaðan. Fólkið dubbar sig upp og fer út að skemta sjer, eins og áður, og það þykir ekki viðeigandi að láta tilviljunina eina ráða hvernig klæðaburðurinn er. Síðan er lýsing á því, hvernig stúlka, sem kemur þreytt heim frá vinnu sinni, fer að, til þess að njóta sín sem best, er hún fer út að skemta sj-er um kvöldið. :k Það fyrsta, sem hún gerir, er að lagfæra hár sitt og láta net ut- an yfir. Síðan hreinsar hún öli óhreinindi vandlega af andlitinu og nuddar góðu næringarsmyrsli í andlit og háls. ★ Þá fer hún í heita kerlaug. Vatnið er mýkt með baðsalti, svo að enn meiri hvíld og liressing verði að baðiuu. Hún nuggar hör- undið duglega og iætur síðan kalt vatn renna í- baðkerið eða fær sjer kalt steypibað. Það, sem eft- ir er af nærandi smyrslinu, er þurkað burt og köldu vatui. skvett í andlitið. ★ Eftir þetta livílir húu sig. Læt ur bómull, vætta í ísköldu vatni, yfir augun og legst fyrir í dimmn herbergi, eins lengi og timi leyfir. En það síðasta, sem hún gerir. áður en hún fer að klæða sig og snyrta, er að taka lítinn ísmola, vafinn í gazebindi, og nugga and- lit og háls með honum. ★ Að öllu þessu loknu er stúlk- an eins sælleg og hefði hún sofið langan fegurðarblund. Iíún er út- hvíld, með Ijómandi augu óg rjóðar kinnar. Hún skemtir sjer ágætlega eftir erfiði dagsins. Síðasta grein Ragnars Ásgeirssonar um GULRÆTUR HÁRLOS Það besta, sem hægt er að gera, ef um <jf mikið hárlos er að ræða, er að bursta bárið daglega, og dnglega. Þá falla bin dauðu hár burt, en ný koma fyr í staðinn. Einnig er nauðsynlegt að hár- svörðurinn sje ávalt vel breinn. Rest að þvo bárið á hálfs máúað- ar frósti ú.r góðu sápudufti og nudda bársvörðinn vel á undan og eftir þvottinum. Annars fer útlit bársins oft eft- ir heilsnniH. Sje það rytjulegt og óræktarlegt getur Jiað stafað af einhverjum sjúkdómum, sem best er að fá lækni til meðferðar. BARNAUPPELDI — Hvað er besta ráðið til þess að gera barn vanþakklátt foreldr- unum ? — Láta foreldrana bæta úr öll- um þörfum þess og færa óþarfa fórnir fyrir ]>að. | Gulrótin er ein af þeim fáu mat- jurtum sem þolir illa alveg nýjan húsdýraáburð. Best reynist oft að rækta þær þar sem borið hefir verið vel á árið áður fyrir kart- öflur og káltegundir. Sje notaður of nýr húsdýraáburður vilja ræt- urnar verða öngóttar, einkum ef illa hefir verið dreift úr áburðin- um og ræturnar hitt fyrir stóra köggla af honum. Áburður, sem legið hefir nokkrar vikur í haug, er betri en alveg nýr, fyrir gul- rætur. Gamlir garðar eru ákjósanlegt land fyrir gulrætur — ef þeir eru ekki of arfasæknir og þar má rækta þær með tilbúnum áburði einum. Athuga ber þá, að gulrætur nota hlutfallslega mest af kalki, eins og fleiri rótarávextir. ★ Gulrætur ber að taka upp um svipað leyti og kartöflur, en þó aldrei of snemma, því mikið mun- ar um vöxt síðustu vikna. Fyrstu frostnætur þola þær venjulega all- vel, því blöðin hlífa rótunum. Þær eru teknar upp á þann hátt að þeim er kipt upp —- stundum þarf. þó að losa um þær með kvísl. Gott er að leggja þær í byng á beðinu og snúi þá rótin inn, en blöðin út, og láta þær liggja þannig í 3—5 daga og „jafna sig“, eins og sagt er. Síðan brjóta blöðin af niður við rótina og greina síðan frá þær sem kunna að vera smáar eða skaddaðar, sem nota verður sem fyrst — og hinar sem eiga að ge.ymast eða vera verslunar- vara. ★ Þær gulrætur, sem ætlaðar eru til vetrarneyslu á heimihim, er best að geyma í sandi, mómylsmt eða sagi. Er þeim þá raðað í kassa, lag á lag ofan, og þunt lag a? mylsnu eða sagi á milli uns ílátið er fult, og ltassinn síðan hafður á köldum stað. Á> þann hátt befi jeg vitað Nantes-gulrætur' geym- ast fram í apríllok. Eins og áður var tekið fram Jirífast hinar fljótvöxnu gulrætur best hjer á landi. Af þeim af- Nantesgulrætur. brigðum sem jeg hefi reynt, og þan eru ekki fá, tel jeg Nantes- gulrót hafa reynst best. Hún er tiltölulega snemmvaxin, vel löguð — eins o^ myndin sýnir — og litfögur; í stuttu máli sagt: hún er eins og fólkið vill að gulrætur eigi að vera. Annað afbrigði, sem einnig má telja' gott, heitir Guer- ande. En gulrætur af því eru mun styttri og gildari -— ekki eins vel lágaðar og Nantes, en eiga að geta geymst nokkru lengur. Biðjið því um fræ af Nantes-afbrigðinu. Margra hluta vegna eigum við nú að rækta meira af gulrótum en við höfum gert áður. Okkur ríður á að framleiða sem mest at' mat í landinu á þessum alvöru- þrungnu tímum, þegar siglingar til landsins geta orðið fyrir mikl- um truflunum, eða jafnvel tepst með öllu. Gulrótin er ein hollasta matjurtin sem ræktuð verður hjer á landi og er því ómissandi á hverju heimili, ef vel á að vera. I Reykjavík er mikill markaður fvrir þær og þær hafa verið seld- ar þar háu verði undanfarin ár. Þeir, sem eiga erfitt um ræktun gulrófna, vegna kálfluguhættunn- ar, eiga nú að snúa sjer að rækt- un gulrótna, fyrst í smáum stíl, meðan þeir eru að venjast ræktun þeirra, svo í stærri stíl þegar kunnáttan er fengin. Ragnar Ásgeirsson. Tfskutal DAVÍÐ STEFÁNSSON: Sólon íslandus ný útgáfa er komin í Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar og Bókabúð Austurbæjar, B. S. E., Laugavegi 34. B. S. í Sfmar 1&40, þrjár linur. GóðJr bfl&r. Fljót afgr«ð«fa T tískufrjettum frá Ameríku er * frá því sagt, að hlírapils og blússur verði mjög í tísku í sum- ar. Bolurinn á pilsinu er oft reim- aður að framan eins og upphlut- nr og pilsið rykt. Efni í pilsun- um eru allskonar sumarkjólaefni og blússurnar oftast nær hvítar. Vesti, hnept á hliðinni. Af ullarflíkum er nýjasta tísk- an prjónuð vesti, ermalaus, síð, hnept á hliðinni, og með stórnm vösum. Hettukragar. Á mörgum sumarkjólunum eru hettur, sem eru hentugar að því leyti, að þær má bretta niður og hafa fyrir kraga, ef svo ber undir. Hattar úr roði. Á tískusýningu í Kaupmanna- böfn fyrir nokkru vöktu nýj- ustu hattarnir einna mesta at- hygli. Þeir voru búnir til úr stein- bíts- og rauðspetturoði. Þóttu „túrbanar“ úr filti og rauðspettu- roði einkar fallegir. Enda hafa Danir í seinni tíð notfært sjer fisk- roð til margskonar iðnaðar, ekki síst á sviði tískunnar, búið til alls- konar skófatnað, töskur, hanska o. fl. úr roði, einkum rauðspettii- roði. Sparnaður Lv að er víst óvíða sem fólk hugs- *■ ar jafn lítið um að spara og hjer á landi. Til dæmis eru þa& ekki lítil verðmæti, sem fara til spillis í allskonar úrgangi frá heimilunum, sem hjer lendir alla jafná í öskutunnunni og verður engum til gagns. I mörgum öðrum löndum, eink- um stríðslöndunum, þar sem alt er sparað seni sparað verður, þó sje það gert í þágu stríðsbrjálæð- is, er skipulögð starfsemi til þess að safna úrgangi frá heimilunum, flokka hann niður og vinna úr honum* verðmætin. Hvert einasta heimili heldnr til haga og geymir alt, sem að gagni mætti koma, uns það er sótt. í London ern til dæmis hirtar alt að 2.000.000 smálestir af úr- gangi frá hinum ýmsu heimilum árlega. M. a. eru þarna um 180.000 smálestir af pappír, 80.000 smál. málmur, 18.000 smál. af beinum o. s. frv. Og mjög mikið af úrganginum, sem birtur er, eru allskoíiar matarleifar. Alt þetta er hirt og éitthvað nýtilegt unnið úr því. Þannig sparast á ári hverju fleiri miljónir króna, fjöldi fólks fær atvinnu við söfnunina og heimilin venjast á bagnýtni. MUNIÐ — — — að fara ekki ofan í blákkuvatn með hejidurnar, ef þjer bafið sár eða sprungur. Þá getur komið eitrun í sárið. Tískumyndir, er sýna vor- og sumartískuna 1941, eru til sýnis í sýningargluggum Morgun- blaðsins í dag.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.