Morgunblaðið - 01.05.1941, Page 5
Fhntudagur 1. maí 1941
JplorjgtmMa&Uy
Ötgot.: H.f. Árvakur, Karkjavlk.
i Rlt»tj6rar:
J6n Kjartan«aon,
Valtýr Stefáneson (á.byrcBarm.).
Anglýsingar: Árni Óla.
Kltatjórn, auglýalngar og afgralBala:
Austurstræti 8. — Siati 1*00.
Áakrlftargjald: kr. 1,50 & aaánuBl
lnnanlands, kr. 4,00 ctanla^da.
< lausasölu: 20 aura elntaklB,
26 aura meB Leabðk.
Fyriti
115-—20 ár fóru fram hjer í
Reykjavík hátíðahöld hvern
: fyrsta maí, með einkennilegum
hætti, hátíðahöld, sem í orði
kveðnu voru tileinkuð íslensku
verkafólki, eu voru í raun og
veru áróðursst^rf fyrir ákveðna
stjórnmálaflokka. Fyrst framan af
var Alþýðuflokkurinn einn um
hituna. Síðan skiftist fylking hans
í tvent, er Kommúnistaflokkurinn
kom til sögunnar.
Vert er að minnast þess, að
' kröfugöngur þessara tveggja,
flokka um götur bæjarins urðu
glöggur og gagnlegur veðurviti
nm fylgi þessar'a flokka meðal al-
mennings í bænum. Fólki því
: fækkaði með hverju ári, sem rað-
aði sjer undir liina rauðu fána.
* Círipið var til ýmsra ráða, til þess
að hóparnir sýndust sem stærstir.
Fullorðna fólkið í ,,skrúðgöngum“
þessum gekk sem dreifðast, til
þess að börn og unglingar, sem
höfðu gaman af að ganga eftir
lúðrahljómi, slæddust í hópinn.
Fyrstu árin, sem þessi hátíða-
höld fóru fram hjer í bænum,
mun foringjum viustri flokkanna
hafa tekist að santifæra allmargt
fólk um það, að þeir hefðu rjett
til, að mæla fyrir munn alls verka-
lýðs landsins. Því hann væri í
raun og veru allur og óskiftur í
Alþýðuflokknum.
En er frá leið fór þetta að brevt-
ast. Ahorfendurnir, sem stóðu á-
lengdar og horfðu á „göngulið“
Alþýðuf 1 okksbrod dann a, urðu æði
inargir. Almenningur sá, en aldrei
hetur en 1. maí, að eitthvað meira
en lítið var bogið við það, er Al-
þýðuflokksburgeisarnir töldu allan
verkalýðinn flokksmenn sína.
Og að því kom, að „áhorfend-
umir“. verkamennirnir, sem árurn
saman höfðu verið móðgaðir 1.
maí, með því að þeir ranglega
höfðu verið tahlir fvlgismenn nið-
urrifsstefnu víustriflokkanna. tóku
höndum saman, mynduðu fjelags-
skap, sem nú hefir náð um land
alt að heita má.
Þetta ertt Sjálfstteðisverkamenn.
Það eru mennirnir, setn myndað
liafa straumhvörf í verkalýðsmál-
um landsins, mennirnir, sem risu
með virkri andstöðu gegn eyðandi
öflum sósíalismans, mennirnir,
sem lærðu af lífinu og reynslunni,
að hagur framleiðenda og hagur
verkamanna getur prýðilega, og á
að fara saman.
í dag treysta ]>essir menn
’hin mikilsverðu samtök sín, sem
miða að því að sameina atvinnu-
stjettir þessa lands, þjóðinni til
hagsbóta og blessunar. Og vel má
vera, að sanitök þeirra hafi í upp-
hafi af engu vakist betur, en af
því, sem pólitískir andstæðingar
þeirra hafa gert á hluta þéirra,
með ofstæki sínú og einhliða á-
TÓðri á undanförnum 1. maí há-
"tíðum.
Fjelagsstarfsemi „Heim-
Öallar“ síöastliöiö starfsár
Skýrsla formanns fjelagsins, Jóhanns
Hafstein, á aðalfundi i fyrrakvöld
Síðasti aðalfundur fje-
lagsins var haldinn 10.
apríl síðastliðið ár. Á þeim
fundi gaf jeg yfirlit um
starfsemi fjelagsins að und-
anförnu, fram til þess fund-
ar. Það, sem fyrir mjer
liggur nú, er því að gefa
skýrslu um fjelagsstarfsem-
ina frá þeim tíma.
•Jeg vil leyfa mjer í upphafi að
bregða upp nokkurri heildarsýn
yfir starf og starfsskilyrði fjelags-
ins á síðastliðnu ári.
Það má öllum vera ljóst, að
meginhluta þess tíma hafa allar
aðstæður verið með mjög sjer-
stökum iiætti og starfsskilyrði í
raun og veru alt. önnur en endra
nær, á venjulegum tímum. Rjett
um mánuði eftir síðasta 'aðalfund
var ísland hertekið og allan tím-
ann síðan hafa aðgerðir ófviðar-
ins í álfunni þokast smátt og
smátt nær þjóðlífi okkar. Stjórn
fjelagsins hefir gert sjer far um
að samlaga starf fjelagsins hinum
breyttu kringumstæðum og beina
því inn á þau svið, sem aðstæð-
tirnar hafa frekast, gert kröfur
til. Á jeg þar fyrst og fremst við
þá viðleitni að efla þjóðlega starf -
semi fjelagsins og beita áhrifum
þess til viðvörunar þeirri hættu,
sem þjóðlífinu stafaði af sambúð-
inni við hinn erlenda her, meðan
hann dvelur hjer. Sú viðleitni
hefir mætt skilningi og vaxandi
áhuga unga fólltsins í bænum og
verður ekki annað sagt, þegar á
alt. er litið, en að fjelagið hafi
verulega aukist að áhrifum og
starfsemi þess vaxið á síðastliðnu
starfsári.
★
Jeg skal nú sundurliða að
nokkru leyti og greina sjerstak-
lega ýmsa helstu starfsþætti fje-
lagsins:
1. Sumarstarfsemin.
Það fyrsta, sem fyrir lá, eftir
síðasta aðalfund, var að lief j i
undirbúning undir sumarstarfsem-
ina. Helstu aðgerðir á sumrinu
voru þær, að fjelagið efndi til
Þingvallaferðar í júnímánuði og
stóð fvrir útisamkomu að Eiði síð-
ast í júlí. Þingvallaferðin stóð vf-
ir tvo daga, 15. og 16. júní. Síð-
ari hluta fyrri dagsins flutti for-
maður Sjálfstæðisflokksins. Ólaf-
ur Thors, atvinnumálaráðherra,
ræðu fyrir minni íslands, í Vál-
höll, en um kvöldið fóru fram
ræðuhöld og að lokum dans. Síð
ari daginn voru Þingvellir skoð-
aðir undir leiðsögu Benedikts
Sveinssonar, fyrv. alþm.
Eiðissamkoma fjela.gsins var ein
sú fjölmennasta, sem þar hefir
verið haldin. Var þar margt til
skemtunar, auk þess sem fluttar
voru ræður af meðlimum fjelags-
ins.
2. Fundahöld.
Almennir fjelagsfundir hafa
verið færri á síðasta starfsári en
stjórn fjelagsins hefði kosið, en
til þess liggja ýmsar orsakir, sem
jeg liii’ði þó ekki að greina.
■ Á vetrinum hafa verið haldnir
tveir venjulegir fjelagsfundir. Auk
ýmsra f.jelagsmálefna var á þess-
um fundum rætt um þjóðrækni og
kommúnisma, á fyrri fundinum,
en höft og frjálsa verslun á síðari
fundinum, og hafði Jakob Möller,
fjármálaráðherra, framsögu á þeim
fun'di.
Þess er þá líka jafnframt að
minnast, að fjelagið liafði for-
göngu um samtök æskulýðsfjelag-
anna hjer í bænum, sem boðuðu
til hins almenna æskulýðsfundar
í Gamla Bíó 13. október s.l. Á þeim
fundi voru samþyktar ályktanir
varðandi sambúð unga fólksins og
setuliðsins, og er ekki að efa, að
þessi samtÖk æsltulýðsf jelaganna
hafi haft mikil áhrif, en alt sam-
starf þeirra á milli var hið prýði-
legasta.
3. Skemtikvöld.
Á síðastliðnum vetri hefir fje-
lagið haldið kvöldskemtanir í
Oddfellowhúsinu mánaðarlega.
Stjórn fjelagsins lagði sjerstakt
kapp á að vanda þessar kvöld-
skemtanir með tilliti til þess á-
stánds, sem ríkt hefir. Er óhætt
að segja, að vel hafi tekist að
gera þær laðandi fyrir unga
fólkið og með því sniði, er fjelag-
inu hefir verið sómi að. Á hverju
skemtikvöldi hafa verið flutt
fróðleg erindi og ræður og lagt i
hvívetna kapp á, að þau gætu orð
ið til þess að efla fjelagssamtök-
in, glæða fjelagslífið og auka
kynni meðlimanna.
4. Árshátíð.
Auk hinna venjulegu skemti-
kvölda efndi fjelagið til sjerstakr-
ar árshátíðar í janúar. Yar að öllu
leyti meira í hana borið og sjer-
staklega til hennar vandað. Fór
hún Iiið prýðilegasta fram og sann
aði ótvírætt, að það hefir sitt sjer-
staka gildi að stofna til sjerstakr-
ar hátíðar árlega, þar sem gamlir
fjelagar láta sig ekki vanta og
endurlífga tengsl sín við fjelagið.
5. Útgáfustarfsemi.
Fjelagið hefir ráðist í nokkra
iitgáfustarfsemi á liðnu ári. Er
þar fyrst til að nefna, að síðastlið-
ið haust byrjaði fjelagið á uý að
gefa út blaðið Heimdall og hefir
það síðan komið út einu sinni í
mánuði. Útgáfu þess var í upphafi
sjerstaklega stefnt að því viðhorfi,
sem skapaðist við dvöl setuliðsins
hjer, óg því í samræmi við aðra
viðleitni fjelagsins til þess að
standa vörð um gæsln hinna þjóð-
legu verðmæta og einangrun þjóð-
lífsins frá frámandi áhrifum.
Þá liefir verið gefin út tvö póli-
tísk smárit, í áframhaldi þeirra
stjórnmálabæklinga, sem fjelagið
hefir áður gefið út, og eru þá
bæklingar fjelagsins orðnir sjö
talsins. Annar ]>essara bæklinga,
sem nú hefir verið gefinn út, er
fvrirlestur um fjárhagsmálefni,
sem Jón Þorlálisson flutti eitt
sinn, á Heimdallarfundi, og heitir
„Milli fátæktar og bjargálna“, en
hinn bæklingurinn er um sjálf-
stæðisstefnuna.
Einnig má geta þess, að nú ligg-
ur fyrir, fullbúið til prentunar,
safn af ræðum og ritgerðum, eldri
og yngri, um ýms helstu grund-
vallaratriði stjórnmálastefnanna
og' ágreinings flokkanna, og inun
]iað koma. út í bókarformi á
næstunni.
Er þess að vænta, að útgáfu-
starfsemi fjelagsins geti orðið til
þess að stæla áliuga og auka þeltk
ingu vngra fólksins á sviði stjórn-
málanna og treystum við því, að
það verði málstað okkar til fram-’
dráttar.
6. Fræðslustarfsemi.
Síðari liluta vetrarins hefir
starfað sjerstök fræðsludeild inu-
an fjelagsins, einkum meðal
yngstu fjelaganna. Hafa þeir
sjálfir sýnt sjerstakan áhuga fyr-
ir því að koma þeirri starfsemi á
fót og annast sjerstök stjórn
þeirra framkvæmd hennar í sam-
ráði við stjórn fjelagsins.
7. Spjaldskráin.
Jeg vil nvi geta þess, að stjórn
fjelagsins hefir lagt mikið verk í
það að fullkomna sp.jaldskrá fje-
lagsins. Er þegar byrjað að end-
urprenta liana í nýju formi og
verður því verki lokið næstu daga.
Er mjög áríðandi, að fjelagar, sem
verða þess varir, að gallar sjeu á
spjaldskránni, geri stjórninni að-
vart.
Mjer þykir í þessu sambandi
rjett að geta þess að á síðastliðnu
ári hafa fjelaginu' bætst 93 nýir
meðlimir.
8. Hlutaveltan.
Stjórn fjelagsins var það ljóst,
að til þess að geta styrkt starf-
semi fjelagsins, var nauðsynlegt
að efla fjárhag þess á einhvern
hátt sjerstaklega, Var því ráðist
í að halda hlutaveltu á síðastliðnu
hausti og gaf hvin fjelaginu mjög
álitlegan hagnað. Auk þess hafa
skemtanir fjelagsins -gefið af sjer
nokkurn ágóða. Hefir fjárhagur
fjelagsins í heikl þess vegna stór-
um lagast og er nú í góðu horfi,
en gjaldkeri' fjelagsins mun gera
nánari grein fyrir þeirri hlið
málanna.
9. Sjálfboðaliðið.
Jeg gat þess í skýrslu minni á
síðasta aðalfundi, að innan fje-
lagsins hefði verið stofnað sjer-
stakt sjálfboðalið ötulustu áhuga-
manna. Þessi áhuagmannasveit
hefir nú eflst og starfað áfram og
verið jafnan kvödd til ráða með
stjórn fjelagsins við allar helstu
aðgerðir fjelagsins. Hika jeg ekki
við að segja, að fjelaginu er að
þessu hinn mesti styrkur og mur
verða enn meir, eftir því sem þessi
þáttur í skipulagi fjelagsins efl-
ist.
★
Jeg læt nú lokið hinni sjerstöku.
sundurliðun f jelagsstarfseminnar.
En jeg vil þá jafnframt biðja
menn að gæta þess, að í þessu yf-
irliti, sem jeg hefi gefið, er aðeins
vlrepið lauslega á ýmsa þætti
starfseminnar. Sumum kann að
finnast lítið um. En þeim vil jeg
bendi á það, að bak við það, sem
þetta stutta yfirlit gefur til
kynna, liggur mikið starf og mib-
il elja fjölmargra fjelaga,, seai
allir láta í tje tíma og erfiði í
fullu trausti þess, að málstaður
Heimdallar og hlutverk fjelagsins
sje þess virði að fórna rniklu þess
vegna.
Jeg vil svo ljúka máli mínu
með þakkarorðum til nllra þeirra
fjelaga, sem hafa rækt skyldur
sínar við fjelagið á liðnu starfs-
ári og eflt hag þess, og jafnframt
þakka jeg öllum þeivn öðrum,
sem hafa sýnt starfsemi þess vel-
vild og vottað málstað þess
traust.
En alveg sjerstaklega hlýt jeg
að þakka meðstjórnendum mín-
um fyrir afburða gott samstarf á
þessu liðna ári og veit enginn bet-
ur en jeg, hvað hver og einn þeirra
hefir oft á tíðum lagt á sig.
En látum sameiginlegan áhuga
örfa okkur til nýrra dáða.
Þessa fjelags bíður á hverjun*
tírna mikið lilutverk.
FJELÖG SJÁLFSTÆÐIS-
VERKAMANNA Á
SNÆFELLSNESI
Hermann Guðmundsson, erind-
reki Sjálfstæðisflokksins £
verkalýðsmálum, er nýkominn úr
ferðalagi um Snæfellsnes.
Hefir hann látið Morgunblaðinu
í tje eftirfarandi upplýsingar un»
ferð sína:
— Jeg var hálfan mánuð í þess-
ari ferð minni. Fór jeg fyrst til
Stykkishólms, og var þar stofnaS
málfundafjelag Sjálfstæðisverka-
manna og sjómanna, eins og skýrt
hefir verið frá í blaðinu.
Á Sandi og Ólafsvík voru einn-
ig st-ofnuð slík fjelög.
Um atvinnuástand á þessum
stöðum má segja það, að afla-
tregða er þar mikil nvi sem stend-
ur. Hraðfrystihúsin í Olafsvík og
Stykkishólmi eru bæði full, vegna
þess að ekki hefir tekist að koma
fiskinvvm frá sjer síðan siglingar
stöðvuðust.
f Ólafsvík er í ráði að hrað-
frystihúsið verði stækkað um
helming. Ennfremur er mikill á-
livvgi fyrir því að afla þorpinu raf-
magnfe til lýsingar o. fl.
Á Sandi er áhugi ríkjandi um
stofnun hraðfrystihúss og hefir
verið stofnað hlutafjelag í þeim
tilgangi.