Morgunblaðið - 01.05.1941, Síða 7
Fimtudagur 1. maí 1941.
MORGUNBLAÐIÐ
7
Grikkland
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
í þinginu, að brottflutningnr breska
hersins í Grikklandi befði farið fram í
samróði við og’ samkvæmt ósk grísku
stjómarinnar Las hann upp orðsend-
ingu frá forsætisráðherra Grikk.ia, sem
ii' dagsett 21. apríl. Þann dag tók
Tsouderos við starfi forsætisráðherra
af Georgi konungi, sem gegnt hafði því
starfi í tvo daga eftir andlát Koryzis.
I orðsendingu Tsouderos er vakin at-
hygli ó því, að gríski herinn sje upp-
gefiiin, og geti þess vegna ekki gert sjer
von jum sigur. Þess vegna sje tilgangs-
laust að halda áfram að berjast, því að
það gæti leitt til upplausnar gríska
hemins og þarflausa blóðbaðs a.lríkis-
herstns.
RÚSSAR OG
ÞJÓÐVERJAR
FRAMH. AF ANNARI SÍÐU.
einbum aðra leiðina, til Japan, bafa
farið vaxandi undanfarið. Eru Þjóð-
veírjar og Japanar sagðir hafa gert
með sjer samninga nýlega um að Jap-
anar eigi að fá flugvjelar og flug-
vjelahluta. frá Þýsbalandi gegn því að
láta Þjóðverja fá herskip.
Reuter tilfærir fregn, sem borist hef-
irrtil hinnar óhóðu frönsku frjettastofu,
um að bann Rússa hafi vakið gremjtí
raeðal ; japanskra sjóliðsforingja.
Mótmæll lögð
fram I Berlín
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
sendifulltrúa Svía hjer. Þeim skiln-
ingi þýsku st.jórnarinnar á rjett-
arstöðu íslands, er komið hefði
fram í ummælunum um „danska
eyju“, hefði jafnframt verið.mót-
mælt.
I mótmælunum var þetta m. a.
tekið fram:
1. ísland væri yfirlýst fullvalda
ríki. Þess væri því krafist að leið-
rjettur yrði sá misskilningur er
kæmi fram í heitinu „dönsk eýja“.
2. íslendingar hefðu harðlega
mótmælt hernámi Breta á landinu.
3. Bent á það að ísland væri
áfram hlutlaust ríki.
4. íslendingar væru mjög háðir
innflutningi til landsins og að inn-
flutningsvörur væru eingöngu not-
aðar í þágu landsmanna en ekki
til hernaðar þarfa.
5. Þá var hafnbanninu harðlega
mótmælt og lögð áhersla á, að rík-
isstjórnin vænti skjótra svara
þetta varðandi.
Ennfremur hefði sendifulltrúa
Islands í Kaupmannahöfn verið
símað og honum boðið að vekja
athygli dönsku stjórnarinnar á
þeim skilningi, sem fram hafi kom-
ið í tilkynningu Þjóðverja.
Þá lýsti ráðherrann því yfir, að
sendiherra Breta á íslandi hefði
nú verið afhent mótmæli ríkis-
stjórnarinnar gegn brottflutningi
þriggja íslendinga, þar af eins
alþingismanns.
j KAUPI OG SELj
j allskonar
Verðbr)ef og
fasteignir.
Símar 4400 og 3442.
Garðar Þorsteinsson.
n —gnmiH!1 1 ji i —»r ■"■■■ *■ . 1 - —i rr'
« CIW 4 II , H , L1" tt I _ L
Fískvcrðíð
í Englandí
„alt ot hátt“
Umræðtir í þíngína
¥ umræðum, sem fóru fram í
breska þinginu í gær, um
starfsemi breska matvælaráðuneyt-
isins, komst einn af fulltrúum
frjálslynda flokksins svo að orði,
„að fiskverðið í Englandi væri
hneykslanlegt“.
Lloyd George, majór, (sonur
gamla Lloyd ; Georges) fulltrúi í
matvælaráðuneytinu, svaraði að
ráðuneytinu væri ljóst að fisk-
verðið væri alt of hátt. Hann
sagði, að ef ekki tækist að lækka
kostnaðinn við dreifing fiskjarins,
þá myndi matvælaráðuneytið taka
í taumana. Hann sagði, að þeim
aðilum, sem sæju um dreifing-
una, hefði þegar verið gert þetta
fyllilega ljóst.
Hnsvegar benti Lloyd George á, að
fiskurinn myndi aldrei geta vegið upp
á móti' skdrtinum á öðrum matvælum.
Hann kvaðst efast um, að til landsins
bærust nú 30% ,af því fiskmagni sem
fcorist hefði þangað fyrir stríð. Fulltrú-
inn raiddi nokkuð um matvælaástandið
alment og sagði, að það væri örðugt.
Hann benti á til samanbúrðar, að í síð-
ustu stvrjöld hefðu Bretar getað birgt
sig upp með matvælum frá Hollandi
og Norðurlöndum, en nú yrðu þeir að
flytja þau margfalt lengri veg.
MatvælaráSuneýtið, sagði hann, væri
ilang-stærsti matvælakaupandi í heim-
inum. Það hefði síðastliðið ár varið 600
miljón stpd. til innkaupa. 90 miljónum
stpd. var varið árið sem leið til að
kindra verðhækkim.
?9 þúsund dauðir
40 þús. særðir
Breska öryggismálaráðuneytið
upplýsti í gær, að manntjón
af völdum loftárása á Englandi
hefði orðið, þar til í lok mars, 29
þús. dauðir og 40 þús. særðir.
Þjóðverjar gerðu í fyrrinótt 5.
loftárásina á 9 dögum á Ply-
mouth. Prú Astor, borgarstjóri í
Plymouth, sagði í gær, að Ply-
mouth hefði orðið harðast úti í
loftárásum af öllum borgum í
Englandi. Sumar götur í borgjnni
eru ekki annað en rúst og auðn.
Tjónið í fyrrinótt varð mikið,
og er einnig óttast að manntjón
hafi orðið mikið.
Engar fregnir höfðu borist af
þýskum flugvjelum yfir Englandi
kl. 2 í nótt.
Bretar vörpuðu í fyrrinótt hinni
nýju sprengjutegund sinni í Mann
heim, og einnig á olíubirgðastöðv-
ar í Rotterdam.
Þjóðverjar halda því fram, að
sprengjum hafi verið varpað á
háskólaborgina Heidelberg, sem er
ekki fjarri Mannheim.
Lúðrasveit R.eykjavíkur mún
leika. íiti við og við í sumar, eins
og að undanförnu, en vegna til-
mæla mun það ekki verða auglýst
í hvert sinn. Að jafnaði mun verða
leikið einu sinni eða tvisvar í viku,
eftir því sem veður og aðrar að-
stæður levfa.
Breski Kafbáturinn
FRAMH. AF ANNARI Sfi)U
Flotamálaráðuneytið tekur það
fram, að á leiðinni inn í höfnina
hafi kafbáturinn orðið að sigla í
gegnum tvö tundurduflabelti, og
fram hjá þesum beltum fór hann
aftur á útleiðinni, en að þessu
sinni í kafi. Hann komst út í
Adriahafið og til bækistöðva
sinna, og hafði allan tímann ít-
alska gislann um horð.
Tilkynningu flotamálaráðuneyt-
isins lýkur með þeim orðum, að
þótt kafbátnum hafi. ekki tekist
að hjarga Sir Ronald, þá sýni þó
vera hans í óvinahöfn, í fullar 9
klst., hversu hugdjarfir og ósjer-
blífnir hreskir kafbátsforingjar og
kafbátsmenn sjeu.
★
Þær fregnir bárust til London í
til Durazzo í Albaníu og biði þar
gærkvöldi um ferðir Sir Ronalds
Campbells, að bann væri kominn
eft.ir sjerstakri flugvjel, sem á að
flytja hann til London.
Dagbóh
á Stuart 594Í5Í7
Fyrírl.
I. O. O. F. 5 = 123518V, = 9. III
Næturlæknir er í nótt Axel
Blöndal, Eiríksgötu 31. Sími 3951.
Næturvörður er í Reykjavíkur
Apóteki og Lyfjabúðinni Iðunn.
Næturakstur: Bifreiðastöð Rvík-
ur. Sími 1720.
Hjónaband. Nýlega hafa verið
gefin saman í hjónaband ungfrú
María Magnúsdóttir (Sigurðsson-
ar bankastjóra) og Sverrir Briem
stórkaupmaður.
Hjónaband. Nýlega voru gefin
saman í hjónaband af síra Jakobi
Jónssyni ungfrú Fjóla Jófesdótcir,
Kárastíg 9, og Magnús Bærings,
Skólavörðustíg 42.
Hjónaefni. Fyrsta sumardag op-
inberuðu trúlofun sína ungfrú
Kristín Gísladóttir, Austurgötu 31,
Hafnarfirði, og Eiríkur Sigurjóns-
son, Hverfisgötu 55, Hafnarfirði.
Sumardvöl barna. Skrifstofa
sumardvalarnefndarinnar í Mið-
bæjarskólanum verður lokuð næstu
daga vegne ýmissa aðkallandi
starfa, sem fyrir nefndinni liggja.
Á barnaskemtun sjálfstæðisfje-
laganna í Nýja Bíó í dag syngur
Sólskinskórinn, undir stjórn Guð-
jóns Bjarnasonar.
Spegillinn kemur út á morgun.
Sundhöllin verður opin. í dag
kl. 7.30—9 f. hád. fvrir alla, kl.
9—2 fyrir bæjarhúa og kl. 2—4
fyrir alla.
Leikfjelag Reykjavíkur og Tón-
listarfjelagið sýna óperettuna
,,Nitouche“ kl. 8 annað kvöld, og
hefst sala aðgöngumiða kl. 4 í dag.
Útvarpið í dag:
11.00 Messa í Hafnarfjarðarkirkju
(síra Jakob Jónsson). Sálmar:
556, 229 — 420. 638.
20.00 Frjettir.
20.30 Útvarpshljómsveitin leikur
ættjarðarlög.
20.40 Ræða,- Ármann Halldórsson
magister.
21.00 Söngur. — Takið undir!
21.20 Upplestur; Kvæði (Pjetur
Pjetursson bankaritari).
21.40 Útvarpshljómsveitin leikur
íslensk alþýðulög.
Sumardvðl barna.
Vegna ýmsra aðkallandi starfa í sambandi við lausn
húsnæðismálsins og annars undirbúnings, áður en börn-
um og mæðrum er ákvarðaður dvalarstaður á sumar-
dvalarheimilum, verða skrifstofur sumardvalarinnar lok-
aðar í dag og næstu 2 daga.
Læknisskoðun fer þá fram á áður auglýstum tíma.
Fyrirspurnum ekki svarað í síma.
FR AMKV ÆMD AST J ÓRNIN.
Bilferðlr frá 1. mai — 1. okóber
Reykjavfk - Kjalarnes - Kjis
Frá Reykjavík: Sunnudaga kl. 8 f. h., 5 og 10 e. h., mánu-
daga, þriðjudaga, miðvikudaga, fimtu-
daga og föstudaga kl. 6 síðd. Laugar-
daga kl 2y2 síðd.
Frá Laxá: Sunnudaga kl. 10 f. h. og 7.30 e. h. —
mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga,
fimtudaga og föstudaga kl. 7 f. hád.
Laugardaga kl. 7 f. h. og kl. 7 e. h.
Júlíus Jónsson B. S. R. 1)n
Ferðaáætlun Slrætlsvagna
Reykjarikur að Lögbergl 1041
I. maí til 20. maí: Frá Rvík kl. 7 — 8.30 — 13.15 — 18.15 — 21-15-
Frá LÖgbergi kl. 7.45 — 9.15 — 14.15 — 19.15 — 22.15.
21. maí til 10. sept.: Frá Rvík kl. 7 — 8.30 — 13.15 — 15.15 —
17.15 — 19.15 — 21.15 — 23.15. — Frá Lögbergi' kl. 7.45 — 9.15
— 14.15 — 16.15 — 18.15 — 20.15 — 22.15 — 24.
Á sunnudögum aukaferð kl. 10 frá Rvík, kl. 10.15 frá Lækjar-
fcotnum, ef þörf krefur.
II. sept. til 30. sept.: Frá Rvík kl. 7 — 8.30 — 13.15 — 18.15
— 21.15. — Frá Lögbergi kl. 7.45 — 9.15 — 14.15 — 19.15 — 22.15.
1. okt. til 15. okt.: Frá Rvík kl. 13.15 — 17.15. — Frá Lögbergi
kl. 14.15 — 18.15.
ATH. Á sunnudögum hefst akstur kl. 8.30.
Strætisvagnar Reykjavíkur. h.f.
Jarðarför
PÁLS
sonar okkar hefst frá heimili okkar, Ásvallagötu 5, föstudag-
inn 2. maí kl. 3. Jarðað í Fossvogi.
Ragnhildur Pálsdóttir. Jón Sigtryggsson.
Kveðjuathöfn
JÓHÖNNU HALLDÓRSDÓTTUR,
frá Langholti í Meðallandi, fer fram á heimili hennar, Njáls-
götu 26, föstudaginn 2. maí kl. 11 f. hád.
Aðstandendur.
Kveðjuathöfn .
SIGRÍÐAR ÁRNADÓTTUR
frá Grýtubakka í Höfðahverfi, sem andaðist á Landspítalanum
27. apríl, fer fram í Dómkirkjunni kl. 2 í dag, 1. maí.
Vandamenn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda hluttekningu og vinsemd
við fráfall og jarðarför
LOFTS JÓNSSONAR.
Börn, tengdabörn og’ barnabörn.