Morgunblaðið - 19.06.1941, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 19.06.1941, Qupperneq 2
2 MOR^tUNBLAÐIÐ Fimtudagur 19. júní 1941. VI NÁTTUSÁTTMÁLI TYRKJA OG ÞJÓÐVERJA Bretar setja hafnbann á Petsamo Áfall ifyrir Finna Breska viðskiftastríðsráðu- neytið lýsti í gær finsku Norðuríshafshöfnina Petsamo í hafnbann. Hafa allar siglingar til og frá þessari höfn verið stöðvaðar frá og með 14. júní, eða frá því á laugardaginn. — Hafa bresk herskip þegar stöðv- að 3 finsk skip, sem voru á leið- inni til Petsamo. í tilkynningu ráðuneytisins er það tekið fram, að flotaskírteini muni ekki verða gefin til skipa, sem sigla til eða frá Petsamo. Sú ástæða er borin fram fyr- ir þessari ráðstöfun, að þýskt herlið hafi nú aðsetur í Finn- landi. Er skýrt frá því, að sam- komulag hafi verið gert í fyrra milli finsku og bresku stjórnai*- innar um siglingar til Petsamo, en Finnar hafi ekki getað stað- ið við skuldbindingar sínar sam- kvæmt þessu samkomulagi. Er það þó tekið frarn, að Finnar eigi ekki beina sök á þessu að öðru leyti en því, að þeir sjeu ekki nógu öflugir til að verja fullveldi sitt. Finska stjórnin hafi í fyrra gert samning við Þjóðverja, er heimili þeim liðsflutninga yfir Finnland til Norður-Noregs. En ástæða er til að halda að Þjóð- verjar hafi nú farið út fyrir þetta samkomulag og hafi nú herlið í Finnlandi sjálfu. í þessu sambandi er þess get- ið að þrjú þýsk herflutninga- skip hafi komið til Finnlands nýlega. Það vekur athygli að hafn- bannið á Petsamo hefir verið ákveðið á meðan Sir Stafford Cripps, sendiherra Breta í Moskva, er staddur í London. Með lokun Petsamo eru í raun og veru allar siglingar Finna stöðvaðar nema í Eystrasalti..Er lokunin mikið áfall fyrir þá, vegna þess, að þeir hafa getað rekið viðskifti við Ameríku frá Petsamo. Finskt varalið kallað til vopna Ifregn frá London í gærkvöldi var skýrt frá því, skv. skeyti frá Helsingfors, að verið væri að kveðja varaliðsmenn í finska hernum til vopna. Tilfærð voru ummæli finsks bla$s, á þá leið, að það hljóti ó- hjákvæmilega að hafa áhrif í Finnlandi, ef til skilnaðar dreg- ur milli Þjóðverja og Rússa. Undirrltaður í Ankara í gær Tyrkir standa við skuld- bindingar sínar gagn- vart Bretum FRANZ von PAPEN, sendiherra Þjóðverja og Sarajoglu, utanríkismálaráðherra T'yrkja und- irskrifuðu í Ankara í gærkvöldi sáttmála um gagnkvæma vináttu Þjóðverja og Tyrkja. Samningaum- leitanir hafa staðið yfir milli Tyrkja og Þjóðverja nú um margra vikna skeið. Samningurinn er í þrem liðum með stuttum formála. í for- málanum er látin í Ijós ,,ósk Tyrkja og Þjóðverja um gagnkvæmt traust og gagnkvæma vináttu" og að þeir hafi, án þess að með því sje haggað neitt við öðrum skuldbindingum þeirra, komið sjer saman um eftirfarandi: Ummæli ríkis- stjóra um Noreg Norska útvarpið í London birti í gær orðrjettan þann kafla í ávarpi Sveins Björns- sonar ríkisstjóra, sem fjalláði um Noreg. Útvarpið gat einnig um þau ummæli ríkisstjóra, að Islend- ingar vilji hafa sem nánust tengsl við Norðuricnd. Sumner Welles skýrði frá því í gær, að mótmælum Þjóðverja útaf brottvísun þýskra ræðismanna úr landi myndi ekki verða sint. Þriggja daga or- ustu í vestursand- auðninni lokið 1 Bretar segjast hafa náð tílgangí sínum 2 Þjóðverjar segjast hafa tmníð gíæsi- legan sígur ÞRIGGJA DAGA ORUSTU í vestur-sandauðn- inni í Egyptalandi lauk í fyrradag með því, að bresku hersveitirnar, sem byrjað höfðu sókn gegn þýsk-ítölsku hersveitunum, hörfuðu aftur til fram- varðastöðvanna, þar sem þær höfðu byrjað áhlaup sitt. í tilkynningu Kairo herstjómarinnar í gær segir að „bresku hersveitirnar hafi hörfað hægt undan, er þær höfðu tckið nokk- ur hundruð þýskra fanga og eftir að þær höfðu náð tilgangi sínum, sem var að kanna hve miklum liðstyrk óvinirnir hefðu á að skipa, og að vinna herafla þeirra tjón“. í tilkynningu Þjóðverja og ítala er úrslitum orustunnar lýst sem stórfeldum sigri þýsku og ítölsku hersveitanna. Því er haldið fram að Bretar hafi teflt fram miklu liði og að mark- miðið bafi verið að rjúfa umsátur Þjóðverja og ítala um Tobruk. ' 1) Þóðverjar ’og Tvrkir við- urkenna fullveldi og landamæri hvors annars, ■ og munu engar ráðstafanir, beinar eða óbeinar gera hvor gegn öðrum. 2) Báðir aðilar hafa ákveðið að ráðgast hvor við annan um öll ágreiningsmál og koma sjer saman um hvernig leyst skuli fram úr þeim. 3) Samningurinn' gengur í gildi daginn, sem hann er gerð- ur, og gildir til 10 ára. Að þeim tíma loknum skulu teknir upp samningar um framlenging sátt málans. Samtímis því. sem samn- ingur þessi var undirritað- ur skiftust Þjóðverjar og Tyrkir á tveim orðsending- um. I annari er lýst yfir vilja beggja aðila til þess að greiða fyrir, eins og auðið er, gagn- kvæmum viðskiftum, og hafa í því efni hliðsjón af atvirmulífs- kerfi hvors annars og reynslu þeirri, sem aflast hefir um við- skifti þjóðanna í styrjöldinni. Hin orðsendingin fjallar um starfsemi útvarps og blaða. Er látin í ljós ósk um að blöð og útvarp í báðum löndum starfi í anda gagnkvæmrar vináttu og gagnkvæms trausts. AFSTAÐA BRETA I London er sjerstök at- hygli vakin á þeirri setn- ingu í formála þýsk-tyrk- neska sáttmálans, að sátt- málinn haggi ekki við öðr- um skuldbindingum samn ingsaðila. Með þessu á- kvæði hafi Tyrkir getað varðveitt skuldbíndingar sínar gagnvart Bretum. Sú skoðun er látin í ljós op- inberlega í Londcn, að Tyrkir hafi jafnan fylgt þeiri stefnu að standa við skuldbindingar FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Frá því er skýrt í Berlín, að fundist hafi landabrjef á bresk- um liðsforingjum með áteiknuð- um örvum, sem stefni á To- bruk og Derna. Ýmislegt þykir jafnvel benda til þess (segir í fregn frá Berlín) að Wavell hershöfðingi hafi ætlað, ef unt hefði verið, að halda sókninni áfram alla leið til Tripoli. Markmiðið með þessari sókn er sagt hafa verið hið sama og markmiðið með sókninni í Sýr- landi, en það er að skapa breska flotanum í Miðjarðar- hafi aukið olnbogarúm. ORUSTURNAR Um sjálfa bardagana segir í A’lkynningu Kairo-herstjórnar- innar, að Þjóðverjar og ítalir hafi eftir fyrstu framsókn Breta gert ítrekaðar gagnárágir, sem Öllum hafi verið hrundið, en þá hafi þeir sent eftir liðsauka og reynt síðan að komast framhjá og aftur fyrir hersveitir Breta. Er svo var komið, hafi bresku hersveitirnar hörfað hægt undan, en urinið áður mikið tjón á skriðdreka og bryn vagnaliði óvinanna. í tilkynningu flugstjórnarinnar í Kairo segir, að breskar flugvjel- ar hafi í fyrrad. skotið niður 20 ó- vinaflugvjelar, og auk þess ráð- ist á og tvístrað skriðdrekasveit- FRAMH. Á SJÖUNDU SÍÐU. Skyndiárásir bre kra flugvjela yfir Ermarsuntf Síðustu tvo dagana hafa öflug- ar breskar sprengju- og or- ustuflugvjelasveitir gert skyndi- árásir yfir Ermarsund, á stöðvar Þjóðverja á Frakklandsströnd. Þýskar orustnflugvjelar hafa verið sendar upp til varnar, og telja báðir sjer sigra í loftbar- dögunum. f fyrrakvöld segjast Bretar hafa skotið niður 13 þýskar flugvjelar, en mist sjálfir 10. Þjóðverjar segj- ast hafa skotið niður 21 breska flugvjel, en mist sjálfir 1. í gærkvöldi segjast Bretar hafa skotið niður 9 þýskar flugvjelar, en mist sjálfir 4. Bretar gerðu í fyrrinótt loft- árás á Köln og Dússeldorf 7. nótt- ina í röð og segjast enn hafa vald- ið þar miklu tjóni. Þjóðverjar segja, að tjón hafi aðeins orðið á íbúðarhúsmn, en að nokkrir ménn hafi farist eða særst. Samtals segjast Þjóðverjar hafa skotið niður í fyrrakvöld og fyrri nótt 37 breskar flugvjelar, en mist sjálfir 3. Sýrland Kairoherstjórnin tilkynti í gær kvöldi, að bresku hersveit- umim, sem sækja meðfram strönd- inni í Sýrlandi, hafi enn orðið liokkuð ágengt og eru þær nú að- eins 30 km. frá Beirut. Hjá Damaskus eru hersveitir Breta, sem lengst hafa komist, að- eins 5—6 km. frá borgínni. Hafa Bretar getað sótt þarna fran þrátt fyrir harðvítugt viðnám. Á miðvígstöðvunum, þar sem Frakkar höfðu gert gagnárásir með góðum árangri, hafa Bretar náð aftur á vald sitt borginni Ku- netra. í Yiehy er því aftur á móti haldið fram, að frönsku hersveit irnar hjá Sidon og Damaskus haldi velli og að hersveitirnar á miðvígstöðvunum hafi getað eflt aðstöðu sína. Því er lialdið fram, að Frakkar geti verið ánægðir með horfurnar í Sýrlandi. Bretar sökkva 8 óvinaskípum á Miðíarðarhafí O reska flotamálaráðuneytið til- kynti í gær, að 8 óvinaskip- um hefði verið sökt í Miðjarðar- hafi. í Eyjahafi sökti rbeskur kafbát- ur 3300 smál. olíuskipi. Ennfrem- ur var sökt í Eyjahafi 3 grískum fiskiskipum, sem voru á leiðinni til grískrar eyju með þýska her- menn og vörubirgðir, og einu segl- skipi, sem var á leiðinni til ann- arar eyjar með ítalska liermenn og vörubirgðir. Um miðbik Miðjarðarliafsins var. tveim birgðaskipum sökt, öðru 4 þiis. smálesta og hinu 2.S00 smál., og auk þess 500 smál. hjálparher- skipi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.