Morgunblaðið - 19.06.1941, Page 5

Morgunblaðið - 19.06.1941, Page 5
Fhntudagur 19. júní 1941. 8 1 JPlor^tmblaðid Útgef.: H.f. Árvakur, Reykjavlk. Ritetjórar: Jón Kjartansson, Valtýr Stefánsson (ábyrgBarm.). Auglýsingar: Árni Óla. Ritstjórn, auglýsingar og afgreiTSsla: Austurstræti 8. — Sími 1600. Áskriftargjald: kr. 4,00 á mánutti innanlands, kr. 4,50 utanlands. í lausasölu: 25 aura eintakið, 30 aura meö Lesbók. Hjettur koounnar JSLENSKAR konur minnast í dag- í 26. sinn þess viðburð- ar er þær öðluðust kosningar- rjett og kjörgengi til Alþingis 19. júní 1915. Sá áfangi, er ís- lenskar konur unnu þá, var ár- angur langrar baráttu kvenna sjálfra. En kröfur konunnar hlutu að ná fram að ganga. Lróun tím- ans gekk í þá átt að skapa borg- urunum aukin og almenn rjett- indi. Sjerrjettindi, sem bundin væru við stjettir eða kyn, voru að hverfa. Hjer á landi höfðu stjettaandstæður alt frá upp- liafi bygðar landsins verið hverfandi litlar. — Þrælahald dandnámsaldarinnar lagðist fljót lega niður. Og það verður að teljast íslensku þjóðfjelagi hið mesta happ, hversu þjóðin öll hefir lifað saman súrt og sætt, beðið sameiginleg skipbrot og unnið sameiginlega sigra. Það hefir gert þjóðina fjelagslega þroskaðri, aukið ábyrgðartil- finningu hennar og gert hana færari til þess að hagnýta sjer það frelsi, sem hún hefir aflað sjer. Hið mikla djúp, sem víða hefir myndast milli forrjett- indastjetta þjóðfjeiaganna ann- arsvegar og annara landsmanna hinsvegar, hefir veikt samtaka- mátt þjóðanna, heft þroska þeirra og í raun rjettri víða ver- ið dökkur blettur á menningar- . sögu þeirra. íslensk saga er að mestu ó- flekkuð slíkum aðstæðum. Hin takmarkaða rjettindanautn kvenna var nokkuð annars eðl- is. En barátta konunnar fyrir jafnrjetti við karlmenn fjekk bráðan byr undir vængi. Störf konunnar urðu æ víðtækari, náðu til fleiri og fleiri starfs- sviða þjóðlífsins. Rjettur og skýlda hlutu að fvlgjast að. Kröfur konunnar til jafnsrjettis til áhrifa um þjóðfjelagsmál- efni, áttu því rök sín í lífinu tsjSlfu, hinu starfandi þjóðlífi. Hlutverk nútímakonunnar er 1 dag vandasamara en nokkru sinni áður. £ þeim fjörbrotum sem hinn mentaði heimur nú er 1, hlýtur mjög að koma til kasta konunnar. Frá henni stafar 'hinn græðandi máttur. Aukin á- hrif móðurinnar sýnast leiða til aukinnar mannúðar, líknsemd- ar og fórnfýsi En það eru ein- mitt þessar eigindir. sem mann- kynið skortir nú. Aukin áhrif konunnar í þjóð- fjelagsmiílúm hljóta að færa þjóðina nær því þráða takmarki að njóta friðar til þess að lifa og starfa. Það er og í samræmi við lýðræðishugsjónina að karl og kona njóti sama rjettar, eins ög þióðfelagið legguv þeim sömu • skyldur á herðar. Eviarvimia í Reykjavík a fyrri árum Frásögn Jóhannesar Hjartarsonar Einn af hinum gömlu og RÓðu Vesturbæingum, Jóhannes Hjartarson, á 75 ára afmæli í dag. Hann hefir verið mikill starfs- maður um æfina og er orðlagður fyrir vandvirkni og trúmensku í hverju starfi. En síðan hann hætti að .vera verkstjóri hjá Eimskipa- fjelaginu fyrir nokkrum árurn, hefir hann lítið unnið. •Já, það má segja, sagði hann hjer um kvöldið, er jeg sat og rabhaði við hann stundarkorn, nú hefir maður náðuga daga, geri!- fjandakornið ekki neitt, nema það litla jeg dutla við kálgarðinn minn hjerna á bak við húsið mjer' til dægrastyttingar. Mjer fanst jeg vera að verða að hálfgerðum ræfli um árið, þegar konan mín dó og hætti þá, hjelt kannske jeg gæti lifað nokkur ár án þess að þurfa að kvíða því að hafa ekki nóg fyrir mig — eftir nokkuð strang- an vinnudag. Síðan harst talið að 'æsku hans og uppvaxtarárunum, og skýrði Jóhannes svo frá: — Jeg er fæddúr uppi í Brynju- dal, en fluttist barnungur með föður mínum að Melshúsum hjerna á Seltjarnarnesi, og hefi verið hjer á þessum slóðum síðan. Fór snemma að vinna eins og þá var títt. Jeg var látinn fara í mína fyrstu vist 11 ára um sumarið 1877. Þá var jeg smali hjá Sig- urði í Hrólfsskála. — Smali hjerna á Nesinu? — Já, Sigurður gamli færði frá 50—60 ám, og jeg átti að passa þær. Pössunin var auðveld. Jeg dreif þær á morgnana vit í Suður- nes og þar voru þær allan daginn. Þær mjólkuðu held jeg sæmilega. 11 ára byrjaði jeg að ,róa á ver- tíðum á opnum bát, eins og þá var siður á Nesinu. Svo kom 25 tonna skonnortan Clarina t'il sög- unnar, sem þeir áttu í samein- ingu Tngjaldur hreppstjóri á Lambastöðum, Sigurður í Hrólfs- skála og Ólafur í Mý rarhúsum. Það var skólaskipið okkar ung- linganna á Seltjarnarnesinu í þá daga. Allir ungir strákar vildu komast á það forlátaskip, sem j)á þótti. Annars reri jeg með föður mínum á hans opna skipi. En þegar jeg var tvítugur kom bö'lv- uð fiskiveiðasamþyktin þeirra í Garðinum, eða ,,línan“ sem kölluð var. „Línan“ var dregin fré Leir- unni og í Keilisnes, og mátti ekki fvrri 'en eftir 14. mars leggja net í sjó. — Fyrir innan línuna? Var ekki svo? — Jóhannes brosir og segir. Nei, það var nú einmitt hið gagnstæða. Það mátti enginn leggja netum fyrir utan „línuna“ til ])ess að fæla ekki fiskinn frá að ganga inn í krikann. — Hver gerði þessa samþykt ? — Það var hjeraðsfundur, eða eitthvað þessháttar. En þegar þessi vitleysa kom vildi jeg ekki fara á s.jó með föður mínum, því jeg var hræddur um að jeg myndi (fá liann 1 i 1 að brjóta og leggja netum utan við. Altaf voru þarna varðmenn. Og altaf eilíf reki- | stefna. Menn vorn sektaðir. En þeir neituðu að borga sektirnar og kusu heldur að fara í Steininn. — Gátuð þið þó ekki verið inn- an við „línunaV ? — Það var ómögulegt, því þar var einlæg bátaþvaga og rýr afli. — Hve lengi hjelst þetta? — Þar til |»að dó út af sjálfu sjer. Það var þegar erlendir tog- arar fóru að koma hjer í Flóann og menn fóru að breyta til með veiðiaðferð, nota whisky og prjón- les í ,,beitu“. Erlendu togararnir, sem hingað komu, voru þá, svo litlir, að þeir höfðu ekki pláss fyrir nema flat- fisk og ýsu, eiida var þá mikið meira hjer bæði af kola og ýsu, en nú er, sjerstaklega af kola. Ekki von að stofninn hafi haldist við, því hann er svo seinþroska og, á sjer marga óvini. Það sá maður oft, er það kom í Ijós hvað lúður og hákarl höfðu lagt sjer til munns. Þá ráku margir þá „útgerð“ að gera út skip til að liggja hjer úti í flóa og sækja í togarana á opn- um bátum þorsk og annan úr- gangsfisk, sem annars var fleygt. En fyrir vikið fengu skipverjar sem sagt whisky og annað sem þeir kærðu sig um. -— Tlve lengi stunduðuð þjer sjðinn ? -—Fram til aldamóta. Árið 1901 hætti jeg. Var sem sagt fvrst á Clarinu, eftir að jeg skildi við opnu bátana. En það var dauðans lítið upp úrN sjer að hafa þegar fiskverðið var Tágt þegar t. d. að skippundið af þorski var 32 krón- ur og af ýsu 24 kr„ og maður þurfti að borga 8 krónur fvrir saltið og verkunina. Árið 1887 fór jeg á hakarlaveiðar sem há- seti á Njáli gamla. Það gekk vel, eftir því sem þá var um að gera. Við fengum hásetarnir 35 króna kaup á mánuði, frítt fæði og 25 aura premíu á lifrarfat. Við feng- um 214 föt af lifur í 2 mánuði, eða rúmlega 120 krónur vfir tím- ann. — En fóruð þjer aldrei í tog- araúthaldið með whisky-beituna? — Nei, mjer líkaði það ekki. En þessi veiðiaðferð helst hjer fram til aldamóta. Jeg var stýri- rnaðnr á Njáli í 3 ár’, svo skip- stjóri á Sleipni í eitt ár. Þá fór jeg á Komet og var þar skip- stjóri í 4 ár og 5 ár á Kristófer. Og svo er víst upptalið, sagan komin fram til 1901 að jeg fór í I land. Síðasta sumarið sem jeg var skipstjóri hafði jeg mikil viðskifti við Thor Jensen. Hann var þá að byrja verslun hjer í „Veltúnni“. Jeg orðaði það við hann hvort hann myndi ekki vanta mann með haustinu og tók hann því ekki f jarri. TJm haustið kom jeg svo til hans. Þá var hann búinn að opna verslun sína í Godthaab á horninu á Austurstræti og Pósthússtræti, Jóhannes Hjartarson. þar sem nú er Reykjavíkur Apó- tek. Mitt fyrsta verlt var að sjá um uppskipun á 90 „standörðum“ af timbri. Þá. var öðruvísi að vinna hjerna við liiifnina, en nú. Mikill skelfingar munur. En við þá vinnu eða verkstjórn var jeg alla tíð þangað til hófnin var bygð. Þá var oft miltið að gera. Godthaab- verslunin óx með hverju ári. Thor Jensen var fjörugur og starfsam- ur þá, eins og altaf. Alt gekk vel fyrir honum. Og svo var alla tíð — þangað til Miljónafjelagið kom til sögunnar. Það var óhappafyrir- tæki altaf, að mjer fanst. En meðan Thor fekk einn að ráða, gekk alt eins og í sögu fyrir honum. En vinnan var oft erfið og uppskip- un seinleg, að sækja alt langt út á opna höfn. Einu sinni fengum við 800 tonn af salti með sjerstöku saltskipi, og tók það okkur þrjár vikur að koma saltinu í land, altaf útsynn- ingur, brim og skítur. Maður þótt- ist oft góðúr að ná verkamönn- unum lifandi úr bátunum, þegar þeir komu frá því að leggja upp skipunarbátunum, en þeim varð að leggja úti á höfn.’ — Hvað tóku bátarnir mörg tonn af saltþ — Þetta 4 -8 tonn. Svo alls hafa það verið a. m. k. 200 ferðir sem við fórum milli skips og lands í þessar 3 vikur. Einu sinni hvolfdi bát við brygg.ju hjá okkur, en mennirnir hlupu upp á brvggjuna, svo ekkert slvs varð. Það var ekki, altaf skemtilegt. Ef eitthvað var að veðri voru uppskipunarbátarn- ir í hættu. Lásarnir gátu bilað, og þá ralt þá fyrir vindi hvert sem var. Menniruir sem unnu að uppskip- un áttii eltki sjö dagana sæla. Þeir gátu ekki fengið mat, nema á hlaupum, voru að gleypa hann í sig er þeir komu í land. Ekki til neins að senda matinn um borð. Því þeir gátu verið farnir í land er maturinn ltom þangað. Og svona var alt eftir þessu. — Hvernig fluttuð þið vörurnar er í land kom? — Fyrst í stað á handkerrum. En síðan á hestvögnum. — Fleyttuð þið ekki timbrinu. í land? — Nei, því var öllu róið á bát- um. En það var oft basl, einkum þegar um stórvið var að ræða. Bátarnir voru þó svo afturhlaðn- ir, að ekki var hægt að róa þeiirt ef nokkur kvika var. — Gátuð þjer fengið nægilega marga menn til að vinna við þessa erfiðu eyrarvinnu ? — Fvrst eftir að togararnir byrjuðu fyrir alvöru var oft erfitfc að fá menn. Þá varð jeg oft að sitja um menn sem komu austan úr sveitum, til þess að vinna hjer vorvinnu eftir að vertíð liætti þar. ] Það voru yfirleitt bráðduglegir menn. — Svo voruð þjer starfsmaður hjá Miljónaf.jelaginu? — Já, jeg var þar alla tíð með- an það fyrirtæki var við lýði. Þa var oft í mörg liorn að líta. Fólk við vinnu hjer og þar um alt, inn á Kirkjusandi, titi á Nesi, við höfn- ina í pakkhúsunum. Það kom heim, að jeg var laus úr „Miljón“ þegar Eimskipafjelag- ið þurfti á manni að halda til að sjá um uppskipun. Það var 1. apríl 1915 sem jeg gekk í þjón- ustu þess. Og þar var jeg í nál. 20 á,r. En af e.yrarvinnu er ekk- ert sögulegt að segja síðan höfnin kom. Síðan barst talið að almennum efnum og komst Jóhannes að orði á þessa leið: — Þegar maður Iítur til baka finst manni æfin undarlega stutt. Þó manni geti fundist hver dag- urinn fjandi langur ef maður er altaf meira og minna uppgefinn á hverju kvöldi. Meðan jeg var upp á mitt besta, vann jeg í erfiðum plássum. En það bjargaði mjer, þegar mest var að gera, að jeg hafði altaf garnan af hestum, átti góða hesta og hafði klárinn í porfc- inp hjá mjer og fór þá ríðandi á milli vinnustaðanna. Þegar Jóhannes minnist sinna góðu hesta, lyftist hann í sætinu við tilhugsunina um gæðinga sína. Og allnr ellisvipur hverfur af hinu broshýra, góðmannlega andliti hans. V. St. Góð síldveiði á Reykjarfirði Djúpavík 1 gær. Góð síldveiði hefir verið hjer á firðinum í gær og í dag. Síldin, er veidd í lagnet. Bátar, sem lagt hafa 15 net, hafa aflað 40—60 tunnur. Er síld- in í meðallagi feit, en misjöfn. Talsvert virðist vera af rauðátu. Síldin er veidd til beitu. Nýtt hefti af Tímariti Máls og menningar er nýkomið út. Flytur það m. a. ritgerð eftir Sigurð Nor- dal, smásögu eftir Halldór Kiljau o. m. fl.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.