Morgunblaðið - 19.06.1941, Síða 6

Morgunblaðið - 19.06.1941, Síða 6
6 MORGÚNBLAÐIÐ Fimtudagur 19, júní 1941, 17. Júnf hðtið á Akureyri Akureyri í gær. Hátíðahöld J7. júní hjer á Ak- ureyri hófust kl. 2 með því, að haldin var guðsþjónusta á Ráðhústorgi. Prjedikaði síra Frið- rik Rafnar vígslubiskup. Síðan var farin skrúðganga norður á Þórsvöllinn. Flutti þar minni Jóns Sigurðssonar Hannes J. Maguússon kennari, minni Is- lands flutti Ármann Dalmanns- son, vargform. í K. A. Að loknuní ræðuhöldunum hófst kepni í íþróttum milli íþróttafjel. Mentaskóla Akureyrar, K. A. og Þórs. Hjer eru taldir nokkrir þeir menn, er bestum árangri náðu: 100 metra hlaup. 1. Brynjólfur Ingólfsson (M. A.), 11.6 sek. 2. Ari Kristinsson (M. A.) 12.0 sek. 3. Halldór Þorsteinsson (M. A.) 12.2 sek. Hástökk. 1. Ari Kristinsson (M. A.). 1.64 m. 2. Jónas Jakobsson (M. A.) 1.57 m. Spjótkast. 1. Helgi Sehiöth (K. A.) 39.30 m. 2. Brynjólfur Krist- insson (Þór) 35.75 m. 3. Hall- grímur Vilhjálmsson (Þór) 33.47 metra. 3000 metra hindrunarhlaup. 1. Hafsteinn Þorgeirsson (K. A.) 11 mín. 41.5 sek. 2, Kári Karlsson (Þór) 11 mín. 55.0 sek. 3. Hörður Björnsson (M. A.) 11 mín. 56.2 Bek. Handknattleikur kvenna milii K. A. og Þórs. Fyrst keptu yngri en 14 ára og vann K. A. með 5 mörkum gegn 0. Síðan keptu 14— 16 ára og vann K. A. með 2 mörk- um gegn 1. Merki voru seld um daginn til ágóða fyrir íþróttahús Akureyr- ar. Fyrir mótinu stóð íþráttaráð Akureyrar. H. Vald. Sjera Jón Thorar- ensen kveður söfnuð sinn í Hrunaprestakalli Síra Jón Thorarensen kvaddi í Hrunaprestakalli á hvíta- sunnudag. Við kirkju var hátt á þriðja hundrað manns. Eftir messu kvaddi Helgi á Hrafnkelsstöðum sjer hljóðs og kvaddi prest fyrir hönd sóknar- nefndar og safnaðar. Tilkynti hann presti, að þeir gæfu honum verk eftir Einar Jónsson myndhöggvara, til minja um gott samstarf. Sr. Jón er nú alfluttur til safn- aðar síns hjer. Hann býr á Brá- vallagötu 10 og er til viðtals milli 6—7 e. h. Sími 5688. Kvenrjettindafjelag íslands minnist 19. jixní með kaffikvöldi í Thorvaldsensstræti 6 kl. 9 í kvöld. Verða þar til skemtunar ræður, frú Aðalbjörg Sigurðar- dóttir og frk. Laufey Valdimars- dóttir, frú Ingibjörg Benedikts- dóttir les upp og frú Guðrún Sveinsdóttir skemtir með söng og gítarspili. Snorri Jóhannsson lyrv. bankamaður Fáeln minningarorlS 1 dag verður borinn til moldar hjer í Reykjavík merkur mað- ur og góður drengur þar sem er Snorri Jóhannsson aðalstefnuvott- ur bæjarins og fyrverandi starfs- maður við Útvegsbanka íslands h.f. Snorri var kynborinn Skag- firðingur í báðar ættir, og stóðu að honum bestu ættir skagfirskra bænda. Fæddur var hann að Merkigili í Skagafirði 9. janúar 1870. Foreldrar hans voru Jóhann Jónsson óðalsbóndi á Merkigili og kona hans Sigurbjörg Jónatans- dóttir. Höfðu forfeður Snorra bii- ið mann fram af manni á Merki- gili með miklum blóma um langt skeið. Sigurbjörg móðir Snorra var Jónatansdóttir Sigurðssonar, í Blönduhlíð. Voru þau Jóhann og Sigurbjörg mestu merkishjón. Snorri misti föður sinn kornung- ur. En móðir Snorra giftist' aft- ur Agli Steingrímssyni, hinurn besta manni, er reyndist Snorra í hvívetna sem besti faðir. Kom snemma í ljós, að hann, var óvenju vel gefinn til munns og handa,næm ur og skilningsgóður, fljótur að sjá og skilja hvert mál og setja sig inn í það. Hann naut hins besta uppeldis sem þá var kostur og þeirrar fræðslu sem gott sveita- heimili gat á þeim tímum í tje látið. Gekk ungur á Möðruvalla- skólann og lauk þar prófi eftir tilsettan tíma. Síðan fór haíin 4 Búnaðarskólann á Hólum og tók þar líka próf. Var svo um tíma heima á Merkigili, en sigldi svo til Kaupmannahafnar og dvaldi þar um skeið og nam verslunar- fræði. Eftir að hann kom aftur heim frá Höfn stundaði hann verslunarstörf um nokkurra ára bil á Norðurlandi, bæði á Sauðár- króki og Akureyri, en nokkru eftir síðustu aldamót fluttist hann til Reykjavíkur og gerðist skrif- stofumaður hjá klæðaverksmiðj- unni „Nýju Iðunn“. Nokkru síðar gerðist hann starfsmaður í Út- vegsbankanum h.f. og gegndi því starfi í mörg ár, þangað til hann í fyrra varð að láta af því starfi fyrir aldurs sakir. Auk þessa var hann um fjölda ára stefnuvottur Reykjavíkur. Fyrir utan þessi störf inti hann ó'tal kvaðir og er- indi af hendi fyrir kunningja sína. því öllum sem þektu Snorra sál. þótti sínum málum vel borgið í hans hnödum. Honum var í blóð borin, alúð, skyldurækni og trú- menska í hverju því verki, sem hann tók að sjer að ynna af hendi, enda eignaðist hann fult traust allra þeirra er hann vann fyrir. Hann var allur og óskiftur í því verki er hann hafði tekið að sjer að vinna. í daglegri umgengni og á heimili var Snorri sál. hrein- asta fyrirmynd. Aaltaf síglaður, síspaugandi, hafði altaf spaugs- og gamanyrði á vörum, og lagði engum nema gott til, og ráðhollur í besta lagi, og margir sóttu ráð til hans, og varð það að góðu. Heill og traustur var hann í vin- áttu sinni. Um það get jeg, sem þessar línur rita, beét borið. Jeg reyndi Snorra að vini í 40—50 ár. og hollari og berti vini en hann og konu hans get jeg ekki kosið Snorri Jóhannsson. mjer nje mínum til handa, og trygð þeira og vinátta hefir líka gengið yfir til barna minna, því honum og forsjá hans fól jeg þau er þau ung og óreynd lögðu út í heiminn, enda yar það óhætt, og ótalið og ómetið alt það sem við eigum Snorra sál. og konu hans að þakka. Snorri sál. var kvæntur Guð- borgu Eggertsdóttur, Stefánssonar óðalsbónda á Staðarhóli, Eggerts- sonar Jónssonar prests á Ballará, og konu hans Kristrúnar Þor- steinsdóttur prófasts í Hítardal, Hjalmarsen, hinni bestu og ágæt- ustu konu. Lifir hxxn mann sinn. Var hjónaband þeirra hið besta, og þau hjón mjög samtaka um alla híbýlaprýði, gestrisni og rausn á þeirra ágæta heimili, sem svo mörgum er kunn, og allir kunn- ugir róma að maMegleikum. Ekki varð þeim hjónum barna áuðið. En eina dóttur eignaðist Snorri sál. áður en hann giftistj ólst hún upp í mesta ástfóstri hjá foreldr- um hans, varð hin myndarlegasta kona, reisti bú á Merkigili, en hxin og maður hennar urðu bæði Skammlíf, ljetu eftir sig 2 ungar dætur, er Snorri sál .og kona hans tóku að sjer til uppfósturs. Er önnur þeirra nú dáin, en hin lifir og er hin efnilegasta og besta stúlka. Auk þess tóku þau hjón Snorri og Guðborg að sjer ung og ólu upp 2 önnur börn, Snorra Jónasson loftskeytamann, kvænt- um Ágústu Ólafsdóttur frá íívít- árvöllum og Maríu Thorlacius, konu Kristjáns Sveinssonar axign- læknis hjer í bæ, og sýndu þau Snorri sál. og kona hans þessum fósturbörnum sínnm bestu og kærleiksríkustu xxmönnun og ljetu sjer eins ant um uppeldi þeirra og menningu og þau ættu þau sjálf, enda eru þessi fósturbörn þeirra tengd þeim næmustu og innilegustu kærleiks- og þakklæt- isböndum góðra barna. Snorri varð bráðkvaddur hjer í bænum 9. þ. m. Bar dauða hans að öllum á óvænt og sannaðist þar hið fornkveðna: Milli mín og dauðans er aðeins eitt fótmál. Vjer tregum þig og söknum þín, vinur, o£ munum þig ætíð sem mætan og góðan dreng. Guð blessi oss öllum minningu þína. Yfir henni verður altaf bjart og hlýtt. Þar verður oss á ókomnum stund- um gott að setjast og gleðja oss. Sv. G. Hæstir)ettur: Slysabæturnar voru hækkaðar Hæstirjettur kvað í gær upp dóm í málinu: Kristmund- ur Kristmundsson gegn P. Smith & Co. Málavextir eru þeir, að 24. júlí 1939 var Kristmundur Kristmundsson bílstjóri staddur á svonefndum „Sprengisandi" hjer við höfnina. Var hann að annast akstur á vörum úr Súð- inni og var verið að ferma bíl hans, sem stóð vio skipshlið. — Meðan á þessu stóð gskk Krist- mundur að öðrum bíl, er stóð þar rjett hjá og gaf sig á tal við bílstjórann þar. Kom nú einn af starfsmönnum P. Smith & Co. akandi á dráttarvagni nið- ur hafnargarðinn, en aftan í vagninn var festur vöruvagn. Þegar vagninn iór jrfir raf- magnsleiðslu, sem lá þar yfir akbrautina, losnaö. vöruvagn- inn úr tengslum o;; rann síðan stjtórnlaust og rakst á Krist- mund. Lenti vagmnn á vinstra fótlegg hans og klemdist fótur- inn milli vagnsins og bílsins. Var Kristmundur strax fluttutr á Landsspítalann og kom þá í Ijós, að fótldggnrinn hafði kolfnað og kálfinn marist. Var Kristmundur lengi frá vinnu og gerði bótakröfu, er nam kr. 3,755,00. P. Smith & Co. taldi sjer eigi skylt að greiða þetta. Undirrjettur (lögmaðurinn í Reykjavík) leit svo á, að teng- ingu dráttarvagnsins og vöru- vagnsins hafi verið áfátt og dæmdi P. Smith & Co. til að greiða 1500 kr. bætur. Krist- mundur áfrýjaði og krafðist hærri bóta. Hæstirjettur hækk- aði bæturnar upp í 2000 kr. 1 fo;rseMdum dóms Hæsta- rjettar segir: „Þar sem útbúnaður öku- tækja þeirra, sem í málinu greinir, var ekki í fullu lagi og gagnáfrýjandi’ ljet nota þau í því ástandi, þá verðnr hann þeg- ar aí þeírrli ástæðu að bera ábyrgð á slysi þ.ví,,sem hann er sóttur til bóta fyrir, snda verð- ur ekki talið, að aðaláfrýjandi hafi hagað sjer þannig, að hann eigi sök á slysinu. Bætur þær, sem gagnáfrýjanda ber að greiða aðaláfrýjanda* þykja hæfilega ákveðnar kr. 2000,00, ásamt 5% ársvöxtum frá þ. 5. mars 1940 til greiðsludags. Samkvæmt þessum úrslitum þykir rjett, að gagnáfrýjandi greiði aðaláfrýjanda samtals kr. 600,00 í málskostnað, bæði í hjeraði og fyrir hæstarjetti". Sigurgeir Siguiiónsson hdm. flutti málið fyrir Kristmund og var þetta síðasta prófmái hans. Þórólfur Ólafsson hdm. flutti málið fyrir P. Smith & C'o. FJÓRÐUNGS MILJÓN. T*Txrmálaráðherrd iíreta upplýsti í 4 I gær, að tæp fjórðungsmiljón ítalskra heimanna væru nú í breskum fangabúðum. Þar af enx 177.977 frá Ítalíu, en 66 þús. eru Afríkuhermenn. Samningar Dagsbrúnar FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU. Engin vaktavinna skal bvrja fyr en kl. 5 árd., nje standa lengur en tíma þann, sem vaktin tekur. Öll vinna um- fram þann tíma skal greidd eftir næt- urvinnutaxta, fari hún fram rnilli kl. 10 e. h. og kl. 5 að morgni, en yfir- vinnutaxta, fari hún fram milii kl. 5 úrd. og 10 e. h. Dagvinna á laugardög um skal vera 9% raunverulegar vinnu- stundir, er greiðast með dagvinnukaupi og skulu unnar milli 1:1. 7 árd. og kl„ 6 síðd. Öll vinna umfram þetta skal greiðaist sem unnin yfirvinna frá kl. 6 árd. til kl. 10 síðd., og sem næturvinna frá kl. 10 síðd. til kl. 5 árd. Minsta vaktavinna skal vera 8 stundir, mesta 8% stundir. Sunnudagavinna skal vera 8—91/z stundir, greiðast með sunnudagataxta og vera unnip milli kl. 7 árd. og 6 síðd. Yfirvinna og næturvinna skal fram- kvæmd í samráði við vei'kamannafje- lagið. Ekkert kaffihlje skal vera nema laugardaga % st. og sunnudaga % st-r ef unnið er meira en 8 þtundir og þess Br óskað. Matarhlje skal vera l/2 tími á vakt. Þessir tímar skulu ekki greidd- ir“. I Vaktir í grjótvinnu vegna flugvallarins. „Fyi'ir grjótnám, mulning og vinnu líks eðlis skal heimilt að vinna í 10 stunda vakt. Skulu vinnutímar í vöktum vera: kl. 7 árd. til kl. 6 síðd. og kl. T síðd. til kl. 6 árd. í þessum vinnutíma skal vera innifalinn hálftími til matar og tveir sturidarfjórðungar í kaffi, sem ekbi greiðaþt. Vinnutími skal vera í samræmi við frumsamning, þ. e. 10 tíma raunveru- leg vinna skal greidd sem hjer segir: 8 stundir greiðast sem 9% st. virkur dagtími, 2 stundir, sem raunverulegur i yfiivinnutími. Allar vaktir á virkum i dögum skulu greiddar eftir sanxa taxta, Á sunnudögum skal aðeins vera ein vakt, greidd með virkuxn sunnudags- taxta. Ef verkamaður meiði'st vegna vinnu, sksl greiða hr.r.xxm full laun eigi skem- ur cn sex virkr daga. Skal \cikrtaki greiða allan kostnað við að flytja verka menn heim eða á spítala, áliti læknir það nauðsynlegt. Samkvæmt ákvæðum 2 gr. almenna kaups og kjarasamningsins er svo á- kveðið að vinni maður meira en raun- verulegar 9 klst. á degi- þá skal það, sem fram yfir er, greitt sem eftir- vinna. Dagsbránarfjelagar hafa for- gangsrjett að allri verkamannavinnu hjá setuliðinu hjer í Reykjavík“. Samningur um flutning verka- manna. iSamningur var einnig gerður um flutning verkamanna til og frá vinnustað Samkv. þessum samningi skal vinnuveitandi flytja verkamenn til vinnu í vinnutíma, en frá vinnu utan vinnutíma. Takmörkir. um flutn inga eru þau sömu og í samn- | ingnum við Reykjavíkurbæ, um flutning verkamanna. ★ Það má telja að samningar þessir sjeu mjög til hagsbóta fyrir verkamenn, er hjá sétulið- inu vinna, einkum þegar þess er gætt, að skriflcgir samning- ar hafa ekki áður tekist með „Dagsbrún“ og stjórn setuliðs- ins. /

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.