Morgunblaðið - 30.07.1941, Qupperneq 4
4
MORGUNBLAÐIÐ
MiSvikudagur 30. júlí 1941.
§leindór
Sjerleyfisbifreiðadeildin.
Sími 1585.
í d*»g
Til Stokkseyrar.
Kl. 10y2 f. h. og 7' síðdegis.
Til Þingvalla:
Kl. loy2 f'. h_. iy2 e. h. og
7 síðd.
Til Sandgerðis:
Kl. 1 e. h. og 7 síðd.
Til Grindavíkur:
Kl. 8 síðdegis.
Panta þarf sæti með
minst 1 tíma fyfirvara.
Hús
íbúðarlnis óskast til kaups, milliliðalaust. Há útborgun.
Tilboð merkt „íbúðarhús“
sendist afgr. blaðsins fyrir
10. ágúst.
I Daolegar hraðferðir (
Kcykfavík
| — Akureyri |
s Afgreiðsla í Reykjavík á §§
1 skrifstofu Sameinaða. Símar §
Í 3025 og 4025. Farmiðar seld- i
1 ir til kl. 7 síðd. daginn áður. s
Í Mesti farþega flutningur 10 i
§§ kg. (aukagreiðsla fyrir flutn- i
Í ing þar fram yfir). Koffort 1
1 og hjólhestar ekki flutt. i
er miðstö*
viðskif*
rt' rjefa-
■'710.
o
r?
Gu5m. Jónsson
fyrv. oddviti
„Þá kemur mjer hann í hug,
er jeg heyri góðs manns getið“
Jón Ogmundsson biskup.
Q uðmundur Jónsson fyrv. odd-
viti ljest á heimili sínu, Ein-
arshúsi á Eyrarbakka, þann 27.
maí s.l. eftir stutta legu.
Guðmundur Jónsson var fæddur
9. sept. 1809 á Hrauni í Ölfusi og
voru foreldrar hans Jón Halldórsv
sön bóndi á Hrauni og kona hans
Guðrún Magmísdóttir.
Barn að aldri misti Guðmundur
föður sinn — hann druknaði í
Ölfusá með síra Guðmundi John-
sen í Arnarbæli 28. febr. 1873 —,
en ólst upp hjá móður sinni, Guö -
rúnu á Hrauni, sem eftir lát
manns síns bjó lengi á Hrauni og
varð landskunn fyrir rausn og
höfðingsskap — þá var Hraun í
Ölfusi í þjóðbraut — og þar ól
hún upp sinn stóra barnahóp, hin
merku Hraunssystkini. Af þeim
systkinum mun rni ekki vera á
lífi nemá Kristinn vagnasmiður,
Frakkastíg 12 í Reykjavík.
Tlrii ætt þeirra Hraunssvstkina
tel jeg ekki ástæðu til að fjölyrða,
liana er að finna í ,,Bergsætt“ eft-
ir Guðna Jónsson.
Ungur að aldri fór Guðmundur
Jónsson að sýna, hvað í honum
bjó. Á uppvaxtarárum hans var
útgerð í blóma í Þorlákshöfn og
hægt um hönd frá Ilrauni með út
gerð í Höfninni og með frændum
að skifta, þar sem þá bjó í Þor-
lákshöfn Jón Árnason dbrm. Guð-
mundur rjeðist mjög ungur í út-
gerð í Þorlákshöfn ásamt bræðr-
I um sínum og gerðist formaður á
I skipi sínu, og voru þeir þrír
; Hraunsbræður, sem um mörg ár
voru sámtímis formenn í Þorláks-
höfn, þeir Guðmundur, Magnús
og Þorlákur Jónssynir, og voru
þeir með fremstu formönnum í
þeirri veiðistöð. Allir hin mestu
prúðmenni, miklir aflamenn og
góðir sjómenn, og munu aflabrögð
þeirra bræðra í Þorlákshöfn hafa
dregið mikla björg í hið .mann-
marga rausnarheimili á Hrauni,
þar sem einnig hinum mörgu gest
um og vegfarendum stóð greiði
búinn, en lítil borgun þegin.
Hin mikla starfslöngun Guð-
mundar dró hann ungan — þó
uppkominn mann — frá uppvaxt-
arheimili sínu, þar sem enn meira
var olnbogarúmið. Hann var einn
þeirra, er kom upp tóvinnuvjel-
um á Reykjafossi. Um það fyrir-
tæki hefði áreiðanlega öðruvísi’
farið en fór, hefði Guðmundar
notið þar lengur við eða stjórnað
því, en um þetta leyti, eða 1904
fluttist hann til Eyrarbakka og
dvaldi þar síðan til æfiloka, eða
nálega 37 ár.
Eftir að Guðmundur kom til
Eyrarbakka var Hf hans sífelt
starf. Hann gerðist þá strax
verslunaririaður við Kaupfjelagið
Heklu, ýmist sem bókhaldari eða
sem afgreiðslumaður, og varð á
þeim árum mörgum kunnur fyr-
ir háttprýði og virðuleik í allri
framkomu, en þrátt fyrir verslun-
arstörfin hlóðust á hann ótal störf
í þarfir sveitar- og sýslufjelags.
Hann var t. d. fjölda ára oddviti
Eyrarbakkahrepps og sat í sýslu-
nefnd og nú síðustu árin í skatta-
nefnd, einnig í stjórn búnaðarfje-
lags hreppsins og slysavarnafje-
lags. 16 ár var hann safnaðarfull-
trúi og meðhjálpari í Evrarbakka-
kirkju. Auk þess alla æfi einhver
allra einlægasti starfsmaður og
styrktarmaður Goodtemplararegl-
unnar, verið gæslumaður ung-
templara og flest erfiðustu störf
þess fjelagsskapar hlaðist á hann,
og nú á næst síðastliðnu úri, er
sjúkrasamlag Eyrarbakka var
stofnað, var hann kosinn í stjóru
þess, gjaldkeri.
Auk þessara starfa, sem hjer
eru talin, vann Guðm. að ýmsu,
sem minni eftirtekt vakti, t. d.
var hann mjög oft fenginn til að
gera meiriháttar kaupsamninga,
einnig stefnuvottur og í sátta-
nefnd. Hann þótti einnig mjög
handlaginn við læknisaðgerðir.
Var ekki ósjaldan aðstoðarmaður
læknisins hjer við svæfingar og
fleira.
Eins og gefur að skilja vánn
Guðmundur öll sín störf nteð frá-
bærri samviskusemi; hefði ekki
svo verið, hefðu störfin ekki hlað-
ist svona á hann, en hjer var um
engan miðlungsmann að ræða,
heldur fágætan vinnuvíking, sem
unni sjer lítillar hvíldar. Var á-
valt reiðubúinn að gera öllum
þann greiða, er hann megnaði, með
hollum og undirhyggjulausúm ráð-
um, sem hann átti gnægð af; a£
hans fundi fóru allir glaðari en
þeir komu.
Guðmundur kvæntist 1901 Jón-
ínu Árnadóttur frá Stokkseyri,
hinni ágætustu konu. ITún andað-
ist 4. júní 1915. Þau eignuðust
tvo sonu, Guðmund Jónatan, for-
mann í Þorlákshöfn og bifreiðar-
stjóra, búsettur á Eyrarbakka, og
Jón, sjómann í Reykjavík.
Guðmundur var jarðsettur á
Eyrarbakka 6. júní s.l. að við
stöddu miklu fjölmenni.
Þ. Jónsson.
Otsvar færeysku
verkamannanna
Abæjarráðsfundi 25. þ. m. var
lagt fram brjef frá fjelags-
málaráðuneytinu, með eftirriti af
brjefi sendiráðs Dana, varðandi
útsvarsgreiðslur færeyskra verka-
manna, sem hjer vinna fyrir
bresku herstjórnina.
Bæjarráð samþykti að taka til-
boði sendiráðs Dana um, að það
haldi eftir af kaupi hvers hinna
færeysku verkamanna ákveðnum
hundraðshluta á útsvari hans til
bæjarsjóðs.
Það er svo fyrir mælt í út-
svarslögunum, að maður, er vinn-
ur á einhverjum stað 3 mánuði
eða lengur, verði þar útsvarsskyld
ur, og er það samkvæmt þessu á-
kvæði, að færeysku verkamenn-
irnir verða hjer útsvarsskvldir.
Nii sem stendur munu vera um
250 færeyskir verkamenn í vinnu
hjá Bretum innan lögsagnarum-
dæmis Reykjavíkur.
Einkennileg framkvæmd
dýrtfðarlaganna
FRAMH. AF ÞRIÐJU SÍÐU.
Þegar dýrtíðarmálin voru tfl
meðferðar á Alþingi var tals-
yert, bak við tjöldin, rætt um
gengisbreytingu ísl. krónu, þ. e.
að hækka hið skráða gengi
krónunnar. Allir voru sammála
um, að þetta væri eina ráðstöf-
unin, er að verulegu gagni
myndi koma til þess að vinna
bug á dýrtíðinni, eins og málum
nú er komið. En stjórnin upp-
)ýsti, að gengi krónunnar væri
ekki hægt að breyta, vegna við-
skiftasamninganna við Breta
(frá í fyrra).
Nú virðist hinsvegar tímabært
að taka þenna þátt málsins upp
að nýju. Þegar Bandaríkin tóku
að sjer hervernd íslands, ger-
breyttist viðhorfið. Því var og þá
þegar yfirlýst af ríkisstjórninni,
að endurskoðaðir yrðu viðskifta
samningar okkar við Breta.
Eins og málum nú er komið,
er það harla óskiljanlegt, að
Bretar geti lengur haldið í óeðii-
'legar þvinganir í viðskiftamá!-
unum okkur til tjóns, eins og t.
jd. það, að krefjast þess, að gengl
,ísl. krónu hækki ekki frá því,
sem nú er.
★.
Okkur væri það áreiðanlega
mjög mikið hagræði nú, a5
hækka gengi krónunnar. Eng-
in ráðstöfun önnur væri stór-
virkari í þá átt, að vinna bug á
dýrtíðinni. Og þótt segja megi,
að útflytjendur myndu bíða
hnekki í bili við slíkar ráðstaf-
anir, er hitt víst, að þeirra hag-
ur myndi standa betur í fram-
tíðinni með því að hækka geng-
ið nú og geta svo síðar lækka5
það aftur, þegar erfiðleikarnír
fara að kreppa að, sem vitað er
að verður síðar meir. Að því er
snertir bein töp bankanna við
hækkun gengisins, væri eðlileg-
ast að ríkið hlypi þar undir
bagga. Hagur ríkissjóðs er og
þannig nú, að þetta æfti að vera
kleift.
Ríkisstjórnin á að taka þetta
mál til athugunar og skjótrar
úrlausnar, ef þess er nokkur
kostur.
Iþrólllr
Iþrótta
ót i
Flóa
I þróttamót var haldið s.l. sunnu-
* dag að Villingaholti í Villinga-
holtshreppi í Flóa. Ungmennafjel.
„Vaka“ stóð fyrir mótinu.
Formaður fjelagsins, Reynir
Þórarinsson, setti mótið, en síðan
flutti forseti íþróttasambands fs-
lands, Ben G. Waage, ræðu, um
hina mikilsverðu þýðingu íþrótt-
anna fyrir æskulýðinn. Þá hófust
íþróttirnar: Fyrst var þreytt
langstökk, með atrennu. Fyrstur
var Guðmundur Ágústsson, hann
stökk 5,78 stikur. Annar var Tng-
var Ólafsson, stökk 5,58 stikur og
þriðji Eiður Gíslason, stökk 5,51
stiku. ,
Þá var hástökk, með atrennu.
Þar .var fyrstur Guðmundur Á-
gústsson, stökk 1,71 stiku. Annar
Bjarni Ágústsson, stökk 1,61 stiku
og þriðji Guðmundur Oddsson,
stökk líka 1,61 stiku.
Þá var 100 stiku hlaup. Fyrstur
Guðmundur Ágústsson á 12.7 sek.
Annar Þórður Þorgeirsson, á 13,1
sek, og þriðji Jón Sturlaugsson, á
13,9 sek.
Þá var boðhlaup kvenna, 6x80
stikur, og sigraði sveit unmenna-
fjel. Vaka, á 2 mín. 31 sek.; sveit
ungmennaf jel. Samhygð var 2 mín.
37. sek.
Þá þreyttu sex drengir íslenska
glímu, og var þar fyrstur Guð-
mundur Oddsson, er lagði alla
keppinauta sína að velli. Annar
var Andrjes Sighvatsson, með 4
vinninga og þriðji Einar Ingvars-
son með 3 vinninga.
Þá var kúluvarp. Þar var fyrst
ur Guðmundur Ágústsson; hann
kastaði 11,56 stikur. Annar var
stiknr og þriðji Bjarni Ágústsson,
kastaði 10,93 stikur. Þá var þreytí.
800 stiku hlaup. Þar sigraði Þórð-
ur Þorgeirsson, á 2 mín. 14 sek.
Annar var ITalldór Einarsson á
2 mín. 36 sek. og þriðji Jóhannes
Guðmundsson á 2 mín. 39 sek.
f þrístökki sigraði Guðmundur-
Ágústsson, er stökk 12,37 stikur.
Annar var Ingvar Ólafsson á 11,22
stikur, og þriðji Eiður Gíslason A
11.08 stikur.
Fyrstur í stangarstökki var
Guðmundur Ágústsson, stökk 2,85
stikur. Annar Guðmundur Odds-
son, stökk 2,75 stikur og þriðji
Eiður Gíslason, stökk 2,65 stiknr.
Loks var íslensk glíma fyrir full-
orðna, og þar sigraði Jón Guð-
laugsson, mjög glæsilega. Annar
var Guðmundur Ágústsson, og
þriðji Guðmundur Oddsson. Glím-
an var mjög góð og skemtileg.
Var glímumönnum og íþróttamönn
um þakkað frammistaðan að lok-
um.
Ungmennafél. Vaka bar sigur
úr býtum á mótinu, með 32 stig-
um. Ungmennaf jel. Samhygð fjekk
fjekk 22 stig. Mótið fór vel fram.
Gott veður var um daginn og
mótið fjölsótt. Eru þarna margir
mjög efnilegir íþróttamenn, sent
vonandi eiga eftir að koma hing-
að á Meistaramót íþróttasambands
Íslands og keppa þar.
Það var stjórn Ungmennafjel.
Vaka, sem sá um mótið, en hana
skipa þeir; Reynir Þórarinsson,
Mjósundi, formaður, Jón Konráðs-
gjaldkeri, og
Forsæti,
son, Ilróarsholti,
Sigurjón Kristjánsson
IMagnús Guðlaugsson, kastaði 11,10 I ritari.