Morgunblaðið - 12.08.1941, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 12. ágúst 1941.
MORGUN BLAÐIÐ
'é
7
Laxfoss
í kvöld til Akraness kl. 7.30
síðd.
Bílfecðii': Prá Akureyri (B.
S. A.), Keykholti og Flreða-
vatni.
Á morgun (miðvikudag) til
Akraness og Borgarness kl. 7
árd.
Bílferðir Akranesi; Til Akur-
evrar (B. S. A.), iieykholts
og Hreðavatns.
Bílferðir Borgarnesi: Til
Hólmavíkur og Hreðavatns.
Frá Óiafsvík, Reykholti og
Hreðavatni.
ileÍDdéi
Sjerleyfisbifreiðadeildin.
Sími 1585.
í dag
Til Stokkseyrar.
Kl. 10Va f- h. og 7 síðdegis.
Til Þingvalla:
Kl. 101/2 f. h.. iy2 e. h. og
7 síðd.
Til Sandgerðis:
KI. 1 e. h. og 7 síðd.
Til Grindavíkur:
Kl. 8 síðdegis.
'9EEsE3E!SE:
Niðursoðuglðs
Hitaflðsknr
vi5in •
Laugaveg 1. — Fjölnisveg 2
Reykj avíkurmótið-
K. R. vann Fram
2 : 0
Valur vann
Víking 8 : 0
Leikurinn í fyrrakvöld miili
KR og Fram var oft fjör-
ugur og samleikur góður á köfl-
um, einkum hjá Fram í fyrri
hálfleik, en þá áttu þeir móti
vindi að sækja.
KR-ingar skoruðu bæði mörk
sín í seinni hálfleik og gerðu
þau, þeir Þórður Pjetursson og
Haraldur Gíslason. Yoru hvoru-
tveggja sett með góðum skot-
um. Sóknarmenn Fram voru æði
klaufskir er upp að marki and-
stæðinganna kom, enda stund-
um óheppnir. Vörn KR var og
góð, sjerstaklega Birgir Guð-
jónsson. Haraldur Gíslason og
Guðbjartur Stefánsson sýndu og
laglegan leik.
Hjá Fram var Sæmundur
langbestur, en naut sín ekki
vegna meiðsla í seinni hálfleik.
1 sókninni var Kristján bestur.
Framarar hefðu vel átt skilið
að skora, eftir gangi leiksins,
en það tókst nú ekki. Drengí-
lega var leikið yfirleitt.
Áhorfendur voru fremur Tá-
ir. Guðmundur Sigurðsson
dæmdi að þessu sipni vel.
★
Leikurinn milli Vals og Vík-
ings var alls ekki eins einhliða
og matkatalan kann að gefa
hugmynd um og sýndu bæði lið
oft góða knattspyrnu. Víking
vantaði í lið sitt markmanninn,
Berndsen, Þorstein Ólafsson,
Hauk Óskarsson, Ingva Pálsson
og Skúla Ágústsson. Þeir, er í
þeirra stað komu voru flestir
eigi þeim vanda vaxnir, að leika
í mfeistaraflokki, en gerðu þó
það, sem þeir gátu. Valsmenn
skoruðu fjögur mörk í hvorum
hálfleik. Af mörkum þeirra
skoraði Magnús Bergsteinsson
5, Snorri, Albert og Egill eitt
hvor. Þegar leið á leikinn fengu
Víkingar nokkra sókn og nokk-
ur góð tækifæri, sem nýttust
þeim þó ekki. Útframherjar
þeirra voru og lítt reyndir menn
sem ekkert höfðu að gera í Frí-
mann og Grímar.
Brandur og Snorri sýndu
margt stórfallegt í þessum leik
og eru þeir óefað tveir þeir al-
bestu knattspyrnumenn, sem
hjer eru nú til, þó hvor á sínu
sviði, enda þótt þeir eigi margt
sameiginlegt.
Vörn Vals var öll sterk að
vanda, enda sóknarlið Víkings
yfirleitt lítils megnugt fremur
venju.
Þorsteinn Einarsson dæmdi
mjög vel, enda gerðu leikmenn
honum ekki erfitt fyrir. Annar
línuvörðurinn var afar sjóndap-
ur; sá er línunnar ,,gætti“ á-
horfendamegin í fyrri hálfleik.
(Svo hinn taki það ekki til sín!)
Áhorfendur voru fáir.
Næsti leikur verður á fimtu-
dagskvöld milli Fram og Vík-
ings.'
J. Ben.
Sjötug: Valgerður
Steinsen
Valgerður Steinsen, síðast ráðs-
kona á Laugárhesspítala, er
70 ára í dag. Hún er fædd 12.
ágúst 1871 í Hvammi í Dalasýsln,
dpttir Steins Steinsen, sem þar
var prestur, og konu hans, Vil-
helmiue Biering. Hún. var suemma
tekin til fósturs af þeim hjónum
ÞorÍeifi Jónssyni presti, áður í
Hvammi, pg konu hans Margrjeti
Magnúsdóttur og ólst upp hjá
þeim. Sigldi ung til Kaupmanna-
hafnar og íærði þar matartilbún-
ing, Síðau varð hún ráðskona á
Vífilsstöðum og Laugarnesspítala
og var í báðum stöðum í mörg
ár. Gegndi hún þeim störfum með
mikium dugnaði og samviskusemi,
énda hin færasta í sinni grein,
eíns og mörgum bæjarbúnm er
kunnugt af eigin reynd. Veitti Al-
þingi henni hokkur eftirlaun, er
hún hætti ráðskonustörfunum árið
1930
Kola og vðrubirgðir
á umferðasvæði
í Ibúðarbveríi
Einkennilegi
appáfæki
að hefir vakið undrun vegfar-
enda síðustu daga, að suður
við fyrirhuguð gatnamót Hrihg-
brautár og Eiríksgötu, þar sem
er mikil bílaumferð, hafa Banda-
ríkjahermenn valið sjer svæði fvr-
ir vörugevmslu.
Þar eru settir stórir kolabyftgir
og hrúgald af allskonar vörum,
vei'kfærum og efnivörum, tunuum
o. fl. o. fl Er þessu haugað saman
á ógirtu svæði beggja vegna við
fjölfarna bílaakbraut. Kolahyng-
irnir rjett framan við glúgga
stórra íbúðarhúsa.
Er ákaflega einkennilegt ef ekki
hefði verið hægt að finna hent-
ugra geymslii^iláss en þetta. fyrir
eigendur þessa varnings og‘ not-
endur og fyrir bæjarbúa.
Hafa stjórnarvöld bæjarins
reynt að sporna við því, að vöruin
væri hrúgað þarna saman, en sú
viðleitni ekki borið árangur.
Hjúskapur. 8. ágúst s.I. voru
gefiu saman í hjónaband af full-
trúa lögmanns, Gunnari Pálssyni
ungfrn Guðrún Björnsdóttir Bryn-
jólfssonar frá Eskifirði og Bóas
Arnbjörn Emilsson frá Stuðlum í
Reyðarfirði. Heimili þeirra er á
Grettisgötu 46.
• MMtUHM MMMMMM
Dagbók
•••••••••••• ••••••••••••
Næturlæknir er í nótt Kristján
j I annesson, Mímisveg 6. Sími
3836.
Næturvörður er í Ingólfs Apó-
teki og Laugavegs Apóteki.
í tilefni af sextugsafmæli skáld-
konunnar Huldu koma út tvær
nýjar bækur eftir hana á þessu
ári, Gnnur er Ijóðabók, sem nefn-
ist „Söngur starfsins“ og verður
gefin út af Víkingsútgáfunni. Hin
kemur út á Akureyri, prentuð i
Prentsmiðju Odds Björnssonar,
og nefnist „Hjá Sól og Bil. Sjö
þættir“. Hefir skáldkonan valið
nöfn sólgyðjunnar og mánadísar-
ínnar á þá bók, og má búast við,
að yfir henni verði heiðríkja og
töfrabirta ævintýra.
Til kirkjunefiiáar kveiuri dóm
kirkjusafnaðarins 10 kr. frá
Brynj. Jónssyni. Kærar þakkir.
Áslaug Ágústsdóttir.
Gjafír, áheit og safnanir til
„Vinnúheimilis" S. í. B. S. Ó. Þ„
Vestm.eyjum 10 kr. Sig. Jóhann-
esson, Rvík 10 kr. Páll Jónsson,
Reyktolti 5 kr. Ásta Guðmundsd.,
Kóþavogi 10 kr. Ónefnd kona 50
kr. Ónefnd kona (áheit) 50 kr.
Ónefnd kona 2 kr. N. N. (afh.
af Árna Óla) 25 kr. Ónefnd
stúlka 10 kr. Ónefnd kona 100 kr.
Ónefnd kona 100 kr. Síra Gnðm.
Einarsson, Mosfelli (söfnun) 130
kr, Anna Stefánsd., Rvík 100 kr.
M. Jónsson 25 kr. Þóra Pjeturs-
dóttir. Rvík 100 kr. Ónefnd kona
(afh. af Gísla Guðmundssyni al-
þm.) 50 kr. Sig. Jónsson, Rvík 30
kr. U- M. F. Reynii, Mýrdal 15
kr. Síra Páll Sigurðsson, Bolung-
arvík (söfnun) 800 kr. Kvenfjel.
Hellissandi 100 kr. Áheit frá sjó-
manni 10 kr. Jón Jóhannesson,
Sigluf. 100 kr. U." M. F* Vestri,
Kollsvik (söfnun).; kr. ( 105.65.
Kvenfjel. GeirdalsÍréþps 70 kr.
Tómas Skúlason, Ryjk 5 kr. Kven-
'ifjel. „19. júní“, Boigárf* 100 kr.
U. M. F. Austri, Eskifirði 282 kr.
(söfnun), Sna'bj. -lónsson trjesm.,
Rvík 25 kr. Sigurbjörg Benja-
mínsd., Iivík 5 kr. Kvenfjel. Hring
urinn, Stykkishólmi 500 kr_-Safn-
að á líólmavík og nágfeiíní kr.
2088.05, Guðjón -lónsson. Rvtk 10
kr. U. M. F. Núpsveitunga (söfn-
un) 351 kr. Frá Stykkishólmshú
um 803 kr. Jóhannes. Revkdal.
Hafnarf. 500 kr. Safnað í Reyk-
dælahreppi 91 kr. Kyenfjel. Ósk.
ísafirði 200 kr. U. M. F. Svarf-
dæla 150 kr Kvenfjel. Hlíf, ísa-
firði 100 kr. Gunbar Gtihnat'ssoik.
Rvík 500 kr. Jón Brandsson, Kolla
fjarðarnesi 20 kr. Síra Marínó
Kristinsson, ísaf. (söfnun) 470
kr. Samskot úr Súgandafirðt ki-
309.50. Kvenfjel. Árspl, Súgandaf
100 kr. Kvenfjel. Vörn, luugeyri
(söfnun) 405 kr. U. M F. Hruna-
manna (söfnun) 330 kr. Kvenfjei.
Villingaholtshrepps (söfnunj 600
kr. Kvenfjel, Leirár 'og Skilá-
mannahrepps (söfnun) kr 80.50.
B. B. 20 kr. Kvenfjel. Brynja,
Flateyri (söfmm) 325 kr. Samskót
frá nokkrum konnm í Ölfusi 88
kr. Kvenfjel. Bergþóra, Ölfusi 100
kr. U. M. F. Baldur, Hraungerðis ’
hreppi (söfnun) kr. 61, 75. Söfn-
un úr Grafarsókn 12 kr. Söfnun
frá fjórum Kjalnesingum (ágóði
af dansleik) 305 kr. Síra Þorsteimt
Krist.jánsson, Sauðlaugsdal (söfo-
un) 50 kr. — Með kæru þakklætí
til gefenda og safnenda. F. h.
S. f. B. S. Maríus Helgason.
títvarpið í datr:
20.00 Frjettir.
20.30 Erindi: Húsmæður og heim-
ilismenning (Guðlaugur Rósin-
kranz yfirkennari).
Öllum þeim, nær og f jær, er sýndu mjer vinsemdar- og <«
* *
trygðavott á sextugs afmæli mínu, sendi jeg innilegar hjartans
þakkir og alúðarkveðju mína og minna.
Unnttr Bjarklind.
^ A A A -•* * » * »- é. A X J. X A Jl A A AAA A AAA.KA.4A
Það tilkynnist vinum og vandamönnum, að
ÓLÖF HANSDÓTTIR
frá Pálshústun, andaðist á Elliheimilinu 11. þ. mán.
Fyrir hönd aðstandenda.
Guðjón Þórðarson.
Jeg færi öllum þeim mörgu mönnum f jær og nær, sem hafa
sýnt samúð og vináttu við andlát og útför
Dans hcrradóms
Marteiflspólabiskups Meulenberg
loflegrar minningar,
hjartanlegustu þakkir.
Fyrir hönd mína og hönd hihs kaþólska klerkdóms og
safnaðar,
JÓHANNES GUNNARSSON
varafulltrúi páfa.
Innilegustu þakkir til allra, er sýndu okkur samúð við
missi okkar hjartkæra sonar
ÁRNA.
Guðmunda Jónsdóttir. Steindór Árnason.